Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992. Handboltahátíð 1 Laugardalshöll: Bogdan stýrir pressuliðinu - sem mætir landsliðinu á morgun Það verður mikið um að vera í Laugardalshöll á morgun, laugardag. Þá fer fram pressuleikur á milli ís- lenska landsliösins í handknattleik og liðs sem íþróttafréttamenn hafa valið. Leikur þessi er settur á til að búa landsliðið undir B-keppnina, sem fram fer í Austurríki, jafnframt því sem landsliðið aflar þannig íjár til undirbúningsins næstu tvo mán- uðina. Leikurinn hefst klukkan 16 en hálf- tíma áður mun karnival blásara- sveitin spila. í hálfleik verður boðið upp á vítakastkeppni þar sem víta- kóngur íslands verður krýndur auk fleiri skemmilegra uppákoma. Þetta verður án efa hörkuleikur. Pressuliðið er að þessu sinni geysi- öflugt og það verður enginn annar en Bogdan Kowalczyk, fyrrum lands- liðsþjálfari, sem stýra mun liðinu og er væntanlegur til landsins í kvöld. - Landsliðið, sem leikur undir stjóm Þorbergs Aðalsteinssonar, verður þannig skipað: Guðmundur Hrafn- kelsson, Val, Bergsveinn Bergsveins- son, FH, Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV, Gunnar Beinteinsson, FH, Valdimar Grímsson, Val, Bjarki Sig- urðsson, Víkingi, Birgir Sigurðsson, Víkingi, Geir Sveinsson, Avidesa, Einar G. Sigurðsson, Selfossi, Pat- rekur Jóhannesson, Stjömunni, Gunnar Andrésson, Fram, Jason Ól- afsson, Fram, Sigurður Sveinsson, FH. Stjörnum prýtt pressulið Pressuliðiö verður þannig skipað: Einar Þorvarðarson, Selfossi, Brynj- ar Kvaran, Stjömunni, Guðmundur Guðmundsson, Víkingi, Þorgils Ótt- ar Mathiesen, FH, Alfreð Gíslason, KA, Sigurður Gunnarsson, ÍBV, Páll Ólafsson, Haukum, Michal Tonar, HK, Alexej Trufan, Víkingi, Kristján Arason, FH, Petr Baumruk, Hauk- um, Sigurður Sveinsson, Selfossi. Þetta lið á að baki um 2 þúsund landsleiki fyrir íslands hönd. Styðjum strákana Handboltaunnendur og allir þeir sem vilja styðja við bakið á strákunum okkar eru hvattir til að mæta. Allt það fé sem kemur inn af þessari skemmtun rennur til landsliðsins. íslendingar gera miklar kröfur til landsliðsins í B-keppninni og með því aö koma í Höllina á morgun hjálpa þeir strákunum til að gera undirbún- inginn fyrir B-keppnina sem best- an. -GH Verðlaunahafar í meistaraflokki karla. Frá hægri talið: Kristján Jónasson, sigurvegari, Guðmundur Stephensen, Ómar Hilmarsson og Pétur Stephen- Borðtennis: Kristján og Href na urðu meistarar - sá stutti annar 1 meistaraflokki karla Iþróttir liðámót ímars? íslenskum knattspyrnuliðum býðst nú f fyrsta skipti að taka þátt í knattspymumótum á er- lendri grundu fyrir keppnistíma- bilið hér heima sem hefst í maí- mánuði. Þessi mót, sem kalla má Norðurlandamót, veröa haldin á Kýpur og í Portúgal í marsmán- uði og þar taka þátt félagslið frá Noregi, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Færeyjum og tveimur íslenskum liðum er boðin þátt- taka. Það em tveir Svíar, Lundin og Almqvist, sem standa fyrir þess- um mótum sem eru orðin að fóst- um lið á hverju ári hjá mörgum félagsliöum frá Norðurlöndum. Þau mót sem íslensku liöunum hefur verlö boöið að vera með á em á Kýpur dagana 5. -12. mars og í Portúgal 20.-27, mars, Á mót- inu á Kýpur verða eftirtalin lið: Frölunda og Hálsingborg frá Sví- þjóö, Rosenborg og Start frá Nor- egi, Vejle frá Danmörku og eitt íslenskt hð. í Portúgal keppa þessi lið: Örgryte, Kimna ogElfs- borg frá Svíþjóð, Kongsvinger og Sogndal frá Noregi og eitt íslenskt lið. Á báðum þessum mótum er liðunum skipt í tvo riðla og síðan Ieikið um sæti. Þetta ætti að vera mjög góöur undirbúningur fyrir keppnis- tímabilið sem hefst hér á landi í mal. Spilaðir verða þrir hörku- leikir gegn sterkum liðum og veð- urfar á þessum slóðum er gott á þessum árstíma og aöstæður til æfinga nxjög góöar. Svíarnir Lundin og Almqvist hafa mörg undanfarin ár skipu- lagt mót sem þessi. Þeir settu sig í samband við Hörö Hilmarsson og Þóri Jónsson hjá ferðaskrif- stofunni Úrvali-Útsýn. Þeír félag- ar skipuleggja íþróttaferöir og þau félög sem hafa áhuga að senda lið á mótin eru beöin að snúa sér til þeirra til aö fa frek- ariupplýsingar. -GH Sverrir í Tindastól ÞórhaBur Ásmundss., DV, Sauðárkróki: Sverrir Sverrisson, sem lék meö KA i 1. deildinni síðasta sum- ar, ætlar að ganga til liðs við sitt gamla félag, Tindastól, og spiia með því i 3. deildinni í ár. Sverrir Iék alla leiki KA í l. deíldinni f " sumar og skoraði 4 mörk. Þá hefur Tindastóll fengiö Tryggva Tryggvason frá ÍA en hann er bróðir Guðbjörns, þjálf- ara Tindastóls. Miklar Ukur eru á að Bjarki Pétursson úr KR komi norður og spfii viö Wið Péturs, bróður síns. Ennfremur er júgó- slavneskur leikmaður á leiö til Sauðárkróks til viðræðna en hann hafði samband viö félagið að fyrra bragði og kostar fór sína hingað sjálfur. NBAinótt: Ennvinnur Golden State Golden State Warriors er á mik- illi siglingu f NBA deildinni í körfuknattleik, í nótt vann liöiö öruggan sigur á Denver, 125-111. ÚrsUt leikja í nótt urðu þannig: NY Knicks - CJeveland..103-110 Charlotte - LA CUppers.102-109 Atlanta - Phoeníx......123-105 Mínnesota-Milwaukee.91-92 Houston - Detroit.......83-106 UtahJazz- Portland.....107-103 Golden State - Denver..125-111 Sacramento - 76ers.....114-110 Seattle-Miami..........113-109 -GH Kristján Jónasson og Hrefna HaU- dórsdóttir sigruðu í meistaraflokk- um karla og kvenna á borðtennis- móti kenndu við L.A. Café sem hald- ið var á síðustu dögum ársins 1991. Sérstaka athygU vakti stórgóð frammistaða tveggja ungra borð- tennisleikara, þeirra Guðmundar Stephensen, sem er aðeins 9 ára gam- aU, og Sigurðar Jónssonar sem er 14 ára. Guðmundur Stephensen lék til úrsUta í meistaraflokki karla annað skiptið í röð, en þar spUaði hann upp fyrir sig í flokki. Guðmundur lék gegn Krisfjáni Jónassyni og varð að játa sig sigraðan en Kristján hefur unnið öll mót vetrarins. Guðmundur gerði enn betur því hann hafnaði í 3.-4. sæti í 1. flokki karla og hann vantar nú aðeins 5 punkta tU þess að komast f meistarafiokk karla. Hinn 14 ára Sigurður Jónsson sigr- aði í 1. flokki og varð í 3.-4. sæti í 1. flokki. Hann er því kominn í meist- araflokk sem er frábær árangur hjá svo ungum spUara. í meistaraflokki kvenna sigraöi Hrefna HaUdórsdótt- ir á mjög glæsUegan hátt. ÚrsUt í ein- stökum flokkum urðu þannig: Meistaraflokkur karla 1. Kristján Jónasson.......Víkingi 2. Guðmundur Stephensen....Víkingi 3. Pétur Stephensen........Víkingi 3. Ómar Hilmarsson.........Víkingi Meistaraflokkur kvenna 1. Hrefna Halldórsdóttir...Víkingi 2. Ingibjörg Ámadóttir.....Víkingi 3. AðalbjörgBjörgvinsdóttir ....Víkingi 3. Ásta Urbancic...........Víkingi 1. flokkur karla 1. Sigurður Jónsson........Víkingi 2. Ólafur Ólafsson..........Eminum 3. Guðmundur Stephensen....Víkingi 3. Adam Harðarson.......Stjömunni 2. flokkur karla 1. Ólafur Stephensen 2. Ingólfur Ingólfsson 3. Ólafur Rafnsson Víkingi Víkingi Víkingi 3. Davíö Jóhannsson ;...Víkingi Eldri flokkur l.OlafurOlafsson Eminum 2. Emil Pálsson Eminum 3.ÁmiSiemsen Eminum 3. Pétur Stephensen Víkingi -GH Hörður íþrótta- maður FH Hörður Magnússon knattspyrnumaður var á gamlársdag útnefndur íþróttamaður FH árið 1991. Hörður varð markahæsti leikmaðurinn á ís- landsmótinu í knattspymu þriðja árið í röð og átti drjúgan þátt í að koma FH í úrslit í bikar- keppninni KSÍ. Hörður lék með landshðinu og var meðal annars í hði íslands sem vann fræk- inn sigur á Spánverjum á Laugardalsvelh í haust. Þetta var í þriðja sinn sem íþróttamður FH var útnefndur. Árið 1989 var Þorgils Óttar Mathiesen handboltamaður fyrir vahnu og 1990 fékk Guðjón Ámason handboltamaður þessa viðurkenningu. -GH FIMLEIKAFÉLAI Hörður Magnússon með v« sin sem íþróttamaður FH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.