Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 7. MARS 1992. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. íslenzka á undanhaldi Kynslóðirnar tala minna saman en áður var, þegar þjóðlíf og atvinnuhættir voru með fábreyttara lagi. For- eldrar eru sjaldan heima og uppeldisvenjur nútímans eru frjálslegri en áður. Börn og unglingar fá uppeldi sitt að meira eða minna leyti hjá jafnöldrum sínum. Reynt hefur verið að láta skólana taka við umtals- verðum hluta af uppeldishlutverki foreldra. í stórum dráttum tekst það sæmilega, svo sem sést af því, að þjóð- félagið heldur áfram að blómstra. Á sumum sviðum hefur þó orðið merkjanleg afturfór í uppeldi. íslenzkukunnátta er eitt af þvi, sem hrakað hefur. Fyrir þremur áratugum mátti reikna með því að óathug- uðu máh, að umsækjendur um starf í blaðamennsku kynnu sæmilega íslenzku. Nú verður hins vegar að gera ráð fyrir því fyrirfram, að þeir kunni hana ekki. Líklegt er, að vangeta skólakerfisins á þessu sviði stafi sumpart af nýtízkulegri óbeit þess á öllu, sem erf- itt er. Málfræði og setningarfræði hafa orðið að víkja fyrir óáþreifanlegu snakki um bókmenntir og mark- lausri hópvinnu, þar sem einn vinnur fyrir alla. Skólanemendur venjast því að geta flotið meira eða minna áhuga- og meðvitundarlítið upp skólastigann með þátttöku í fúski og leikjum og á baki annarra í svokall- aðri hópvinnu, sem stjómunarfræðilega er sannað, að skilar ekki árangri, er jafnast á við einkavinnu. Sumpart stafar vangeta skólakerfisins á þessu sviði, að það lítur enn á íslenzku sem ritmál fyrst og fremst. Skólanemendur fá lítil tækifæri til að þjálfast í að tjá sig á skipulegan og frambærilegan hátt í mæltu máli. Þetta hefur dýpkað gjána milli talmáls og ritmáls. Þetta misræmi heldur svo áfram í fjölmiðlunum, sem óbeint taka við uppeldishlutverki á sviði íslenzkrar tungu, þegar skólunum sleppir. Annars vegar eru blaða- og bókaútgáfur með á sínum snærum íjölmennar sveit- ir handrita- og prófarkalesara, sem hreinsa texta. Á DV einu eru um fimm störf fólgin í að laga texta, einkum þann, sem berst blaðinu i auglýsingum, greinum og bréfum utan úr bæ. Þannig verður textinn, sem les- endur sjá, mun vandaðri en hann var í upphafi. Svipaða sögu er að segja um flest annað prentað mál í landinu. Á hinn veginn eru svo talaðir íjölmiðlar, sem ekki virðast leggja áherzlu á síu af þessu tagi. Ríkisútvarpið hefur aðeins einn málfarsráðunaut fyrir útvarp og sjón- varp. Ekki er vitað um neinn slíkan á einkastöðvunum. Afleiðingar áhyggjuleysis láta ekki á sér standa. „Valvan“ fór „tvem“ sinnum „erlendis“ og var „talva“ „evst" á hsta, er hún „verzlaði“ gjafir í fríhöfn- inni. Fábjánalegt orðaval af þessu tagi heyrist nær dag- lega í útvarpi og sjónvarpi, án þess að þær stofnanir geri neina alvarlega tilraun til að útrýma ruglinu. Enn alvarlegra er raunar, að hefbundin hrynjandi íslenzku er að vikja fyrir útlendri hrynjandi. Plötusnúð- ar hafa tamið sér enska hrynjandi, sem fellur hla að íslenzku. Fréttamenn, sem koma úr námi frá Norður- löndum, söngla sumir norska og sænska hrynjandi. Útvarps- og sjónvarpsstöðvar ættu að verja svipaðri orku og fé til grisjunar og hreinsunar á talmáli og útgef- endur blaða og bóka gera á ritmáh. Að öðrum kosti er hætta á, að talmál fjarlægist ritmál enn frekar og stefni hratt í átt til útlendra orða og útlendrar hrynjandi. í heimi aukinna samvelda og ríkjabandalaga felst th- veruréttur sjálfstæðrar þjóðar fyrst og fremst í tungu- máh og þjóðarsögu. Og íslenzk tunga er á undanhaldi. Jónas Kristjánsson Slæm reynsla Kanada af fríversl- u n við Bandaríkin Fyrir ári lagði Brian Mulroney, forsætisráðherra stjórnar Ihalds- ílokksins í Kanada, pólitískt líf sitt að veði þegar hann undirritaði ásamt George Bush Bandaríkjafor- seta fríverslunarsamning miili landanna. Samkvæmt honum eiga allar hömlur og gjöld á viðskiptum þeirra á milli að falla niður fyrir árið 2000. Síðan hafa svo stjómir Bandaríkjanna og Kanada tekið upp samningaumleitanir við Mexí- kóstjóm um að fríverslunarsvæðið spanni öll ríkin þrjú á meginlandi Norður-Ameríku. Stjómarandstaða frjálslyndra og nýrra demókrata á Kanadaþingi barðist ákaft gegn fríverslunar- samningnum við Bandaríkin. Höf- uðröksemd hennar var að reynslan sýndi aö bandarískar stjómar- stofnanir og stórfyrirtæki neyttu hvenær sem færi gæfist aflsmunar til að ganga í berhögg við kana- diska hagsmuni. Nú er engu líkara en opinberir aðilar í stjómarskrifstofum í Was- hington hafi einsett sér að sanna í verki viðvaranir kanadisku stjóm- arandstöðunnar og ganga þannig milli bols og höfuðs á Mulroney. Samdráttur hefur hrjáð kana- diska hagkerfið á undanfomum árum með atvinnuleysi að fylgi- fiski. Höfuðröksemd forsætisráð- herrans og hans manna var að frí- verslunarsamningurinn við Bandaríkin væri nærtækasta og stórtækasta ráðið til að örva um- svif og hagvöxt. Sérstaklega hamr- aði Mulroney á að með því móti gæd Kanada keppt á jafnréttis- grundvelli við Bandaríkin um jap- anska íjárfestingu í Norður-Amer- íku því í fríverslun gildi einu hvor- um megin landamæranna fyrir- tæki í japanskri eigu sé niður kom- ið. Bandarísk stjómarstofnun gerir sig nú líklega til að brjóta niður með einu pennastriki þessa burð- arstoð fríverslunarsamningsins frá kanadisku sjónarmiði. Tollþjón- usta Bandaríkjanna hefur úr- skurðað að sanikvæmt bandarísk- um reglum geti ekki Honda Civic bílar frá verksmiðju japanska fyr- irtækisins í Alliston í Ontario notið tollfrelsis við innflutning til Banda- ríkjaima. Lagður skuli 2,5% tollur á þá 75.000 bíla af 105.000 stykkja ársframleiðslu sem seldir em til Bandaríkjanna. Með vafasömum útreikningum, sem Kanadamenn kalla hártoganir og rangfærslur, kemst Tollþjón- usta Bandaríkjanna að þeirri nið- urstöðu að Honda Civic frá Alliston fullnægi ekki því skilyrði til toll- frelsis við innflutning til Banda- ríkjanna að helmingur hluta í hverju ökutæki sé framleiddur í Norður-Ameríku. Nú má segja að 2,5% séu ekki hár tollur en getur þó munað um minna á hörðum samkeppnis- markaði. Kanadamenn líta á úr- skurð Tollþjónustunnar sem vís- vitandi bragð af hálfu Bandaríkja- stjómar til að sýna japönskum fyr- irtækjum fram á að þeim gagni ekki að reisa útibú í Kanada til að komast inn á bandaríska markað- inn, til þess verði þau að beina fiár- festingu sinni til Bandaríkjanna sjálfra. Segja kanadisk stjómvöld að þess hafi þegar orðið vart að japönsk fyrirtæki, sem hugðu á fiárfestingu í Kanada, hafi kippt aö sér hendinni eftir að Honda- úrskurður Tollþjónustu Banda- rikjanna lá fyrir. Þetta mál ber hæst af þeim sem ýfingum valda í viðskiptum Banda- ríkjanna og Kanada og stuðla að þvi að Brian Mulroney og sfióm hans veröi að gjalti fyrir að hafa treyst á fríverslunarsamning land- Erlend tíðindi y MagnúsTorfi Ólafsson anna en fleira ber aö sama brunni. Bandarísk stjómvöld gera sig lík- leg til að torvelda innflutning á timbri frá Kanada með allt að 15% tolli. Halda Bandaríkjamenn því fram að lágt gjald fyrir skógarhögg í kanadiskum ríkisskógum jafn- gildi framleiðslustyrk. Kanada- stjóm hefur kært málatilbúnað Bandaríkjanna til GATT. Svipuð deila er í uppsighngu vegna inn- flutnings á mangani frá Kanada tfi Bandaríkjanna. Loks er risin deila um bjórsölu milli landanna. Bandarísk yfirvöld búa sig undir aö leggja refsitoll á kanadiskan bjór á þeirri forsendu að hömlur séu lagðar á fiölda út- sölustaða innflutts bjórs í Kanada. í þessu máli hafa kæra og gagn- kæra komið til kasta GATT. Utan viðskiptasviðsins veldur það svo úlfúð í Kanada í garð sfiórnar repúblikana í Bandaríkj- unum að talsmenn hennar í heil- brigðismálum, með Louis Sullivan heilbrigðisráðherra í broddi fylk- ingar, hafa kosið að verja ófremd- arástandið í bandarískri heilbrigð- isþjónustu með því að rægja al- menna, skattkostaða heilbrigðis- kerfið í Kanada með slúöursögum af því og tilbúningi. Viðbrögð Kanadamanna við öllu þessu koma máske best fram í orð- um Simons Reismans sem stýrði samningaviðræðum við undirbún- ing fríverslunarsamningsins af hálfu Kanada. „Bandaríkjamenn eru hóruungar. Um þessar mundir hegða þeir sér eins og hreinræktað- ir fantar, hvar sem þeir telja sína hagsmuni í húfi.“ Brian Mulroney forsætisráö- herra hefur heitið því aö halda uppi „herferð með leggsparki" til að fá úrskurðinum um tollinn á Honda hnekkt. Atlaga bandarískra sfiómvalda að viðskiptakjörum Kanadamanna gat ekki komið á verri tíma fyrir hann. Fram til þess hefur Mulroney leitast viö að nota náið samstarf og vinfengi við Ron- ald Reagan og síðan George Bush sér til framdráttar heima fyrir. Nú em engu líkara en stjómkerfi þess síðamefnda sé önnum kafið við að grafa undan forsætisráðherra Kanada. Mulroney og flokkur hans eiga undir högg að sækja. Aðeins 15 af hundraði kanadiskra kjósenda studdu forsætisráðherrann í síð- ustu könnun. filindi við Bandarík- in torvelda honum að helga sig meginverkefninu til vors, sem er að koma saman tillögum um stjómarskrárbreytingar sem verði til þess aö aðskilnaðarsinnar bíði lægri hlut í allsherjaratkvæða- greiðslu í Quebec í október. Ella blasir við að Kanada leysist upp. Þingkosningar í Kanada em svo í hæsta lagi 15 mánuði undan. Gengi Mulroneys þar veltur fyrst og fremst á því að efnahagsbati láti á sér kræla og hann er svo undir því kominn hvernig til tekst í út- flutningsverslun. Síðustu uppá- tæki bandarískra stjómvalda leggja stein í götu viðleitni Kanada- stjómar til að ná þessum markmiö- um. Magnús T. Ólafsson Brian Mulroney forsætisráðherra (t.v.) tekur á móti George Bush Banda- ríkjaforseta við heimsókn hans til Ottawa þegar fríverslunarsamningur- inn var á döfinni. Foringi úr konunglegu kanadísku riddaralögreglunni stendur vörð. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.