Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SÍMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Sagnfræði sigurvegara Þegar gleymst hafa fréttir af vanáætlunum og bruðli við ráðhúsið í Tjörninni, mun standa eftir hús, sem er látlaust að utan og fagurt að innan. Hvatamönnum og athafnamönnum verksins verður hampað í framtíðinni, en gagnrýnendur og úrtölumenn munu gleymast. Sagnfræðin stendur með sigurvegurum, ekki bara þeim, sem hafa styrjaldir að baki sér, heldur líka hin- um, sem hafa mannvirki á samvizkunni. Ef mannvirkin eru sómasamlega gerð og þjóna hlutverki sínu, verður ekki spurt um mistök og kostnað við gerð þeirra. Ef orkuverið við Kröflu hefði fengið að þjóna hlut- verki sínu og fengið að framleiða orku með fullum bún- aði og afköstum, væri ekki lengur fjallað um það sem minnisvarða um rugl, nema þá af óforbetranlegum sér- vitringum. Þá má setja brjóstmyndir í anddyri þess. Meðan orkuverið í Blöndu fær ekki viðskiptavini að orku sinni, geta gagnrýnendur þess bent á, að það kost- aði meira en tólf milljarða, hefur þegar hækkað orku- verð til almennings í landinu og spillt afkomu Lands- virkjunar um heilan milljarð króna á hverju ári. Er orkuverið við Blöndu verður komið í eðlilegan rekstur, verða settar upp brjóstmyndir af athafnamönn- um verksins, stjórnarformönnum og forstjórum Lands- virkjunar og riddurum íslenzkrar byggðastefnu, en ekki af þeim, sem vöruðu við ótímabærri framkvæmd. I ráðhúsinu nýja munu safnast brjóstmyndir af borg- arstjórum, en ekki af þeim, sem spurðu, hvers vegna hús, sem samþykkt var að reisa á þeim forsendum, að það mundi kosta 700 milljónir, var komið í 3300 milljón- ir við opnunina og á eftir að fara í 3500 milljónir. Grimmd sagnfræðinnar verður enn sýnilegri í Perl- unni, sem er fagurt verðlaunahús og í þann veginn að verða einkennistákn Reykjavíkur. Athafnamenn og hvatamenn þess verks verða í framtíðinni vegsamaðir fyrir stórhug og framsýni, smekkvísi og dugnað. Þá verður ekki lengur spurt, hvort þörf hafi verið á Perlunni. Þá verður ekki lengur spurt, hvers vegna notendur hitaveitu ættu að greiða fyrir slíkt hús. Og þá verður ekki heldur spurt, hvers vegna vaðið var á súðum í framkvæmdum án peningalegrar yfirsýnar. Þegar sagan er að baki, er nánast útilokað að fjalla um, hvað hefði gerzt, ef mannvirki af því tagi, sem hér hefur verið fjallað um, hefðu ekki verið reist. Sagnfræð- in hefur ekki góð tæki til að mæla árangur í viðtenging- arhætti; árangur af því, ef ekki hefði verið framkvæmt. Engin leið er að meta tjón skattgreiðenda og neytenda af slíkum framkvæmdum eða arðsemi annarra athafna, sem heföu komið í stað þeirra, til dæmis til eflingar á getu þjóðarinnar til að afla sér viðurværis og lífskjara í framtíðinni. Um slíkt er nánast tómt mál að tala. Á sínum tíma var gagnrýnd brú yfir Borgarfjörð og kvartað um, að hún kostaði á borð við slitlag á hálfum hringveginum. Sömu úrtölur heyrast nú út af borun fialla á afskekktum stöðum. Þessi gagnrýni mun lifa, meðan hringvegurinn hefur ekki verið lagður slitlagi. Þegar shtlagið verður komið allan hringinn, munu gleymast hremmingar af seinkun þess. Athafnamönn- um Borgarfjarðarbrúa og vegagata í fjöllum verður ekki lengur kennt um að hafa tafið varanlegt slitlagt með tilfærslu peninga til rándýrra gæluverkefna. Smám saman breytir hin grimma sagnfræði vanáætl- unum, bruðli og fínimannsleik í glæsileg mannvirki með bijótsmyndum hvatamanna, en ekki nöldrara. Jónas Kristjánsson meiri reisn yfir íslenskri utanríkisstefnu þegar Eystrasaltsríkin áttu í hlut, segir m.a. í greininm. Tvískinnungur íslenskrar utanríkisstefnu: Mannréttindi í skugga N ATO Utanríkisráðherra lagði fram í síöustu viku tvö þingskjöl sem ástæða er til þess að fjalla rækilega um. Annað málið er tillaga til þingsályktunar um fullgildingu frí- verslunarsamnings milli EFTA og Tyrklands og hitt er skýrsla ráð- herrans um utanríkismál. Skýrsla Jóns Baldvins Skýrsla Jóns Baldvins hefur þeg- ar vakið mikla athygli fyrir ný við- horf til EB. Ekki verður það tekið til umfjöllunar hér heldur annað sem sérstaka athygli mína vekur í ljósi frétta síðustu vikumar um mannréttindabrot Tyrkja gagnvart Kúrdum. Ekki er að finna stakt orð um þessi mál í skýrslunni. Þögnin er æpandi þegar þess er gætt að gerð er grein fyrir þróun mála í Mið- og Austur-Evrópu, og svæðis- bundnum deilum og átökum víða um veröld eru gerð þar skil. En ekki orð um Tyrkland. í skýrslunni er ekkert um sjálf- stæðisbaráttu Kúrda, sem staðið hefur í mörg ár, ekkert um árásir tyrkneska hersins á þorp Kúrda, bæði í Tyrklandi og írak, ekkert um það að tyrkneska stjómin virð- ist staðráðin í því að bæla niður uppreisn Kúrda með öllum ráðum þótt hún hafi heitið því fyrir aðeins fjórum mánuðum að leysa kúr- díska vandamálið með auknu lýð- ræöi og mannréttindum. Spurningin er hvers vegna? Hvers vegna getur utanríkisráð- herra engu svarað um Tyrkland og segist þurfa að afla upplýsinga um mannréttindabrot þar í landi? Upplýsinga sem með réttu hefðu átt að vera í skýrslu ráðherrans um utanríkismál. Svarið er einfalt. Tyrkland er í NATO og íslensk utanríkisstefna er enn í viðjum fortíðarinnar. Þeirrar fortíðar sem var þegar kalda stríðið stóð yfir og tvö stór- veldi stóðu andspænis hvort öðru og söfnuðu kringum sig banda- mönnum. Öörum megin var NATO hinum megin Varsjárbandalagið. Þá viku mannréttindi fyrir öryggis- hagsmunum stórveldanna. Þá var ekkert amast við herforingja- stjómum í Grikklandi og Tyrk- landi. Þessi ríki vom í NATO og því vinir okkar og samherjar í bar- áttunni við óvininn í austri. Vin- átta þeirra skipti meira máli en mannréttindi þegnanna í ríkjun- um. Kjallarinn Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Þá er þagað þunnu hljóði Miklar breytingar hafa orðið í heiminum, kalda stríðinu er lokið, heimsveldið í austri er hrunið, Ber- línarmúrinn fallinn, Varsjár- bandalagið hefur verið lagt niður og lýðræðislegir stjómarhættir hafa verið teknir upp í Mið- og Austur-Evrópu en íslensk utanrík- isstefna er frosin föst í fortíðinni. Hún þegir þunnu hljóði um mann- réttindabrot í NATÖ-ríki, en segir frá hörmungum sömu þjóðar í írak. írak er ekki í NATO, en Tyrkland er í NATO. - Það er munurinn. Þrátt fyrir gífurlegar breytingar í heiminum er íslensk utanríkis- stefna óbreytt, hagsmunir hemað- arbandalagsins NATO víkja til hliðar mannréttindum þegnanna. Þetta var augljóst í Persaflóa- stríðinu. Þá vom NATO-þjóðir í fararbroddi undir fána Sameinuðu þjóðanna og ráku íraka frá Kúveit og réðust inn í írak. En í stað þess að steypa Saddam Hussein af stóh, eða a.m.k. verða við kröfum Kúrda í írak um sjálfstæði hurfu þessar þjóðir á brott. Gáfu að vísu Kúrd- um fyrirheit um að öryggi þeirra yrði tryggt en það fór fyrir htið eins og nýlegar fréttir bera með sér. Þá var nú meiri reisn yfir ís- lenskri utanríkisstefnu þegar Eystrasaltslöndin áttu í hlut. ís- lenski utanríkisráðherrann lagði mikið á sig til þess að vera í farar- broddi þeirra sem vildu viður- kenna sjálfstæði Eystrasaltsþjóð- anna og þjóðir V-Evrópu, sérstak- lega NATÖ-ríki, gagnrýndu harð- lega mannréttindabrot í Austur- Evrópu, vhdu verða við kröfum kúgaöra þjóða um sjálfstæði og beittu efnahagsþvingunum til þess að knýja fram úrbætur. Þegar hin kúgaða þjóð heitir Kúrdar er öldin önnur. Þá er þagað þunnu hljóði yfir mannréttinda- brotum og lagður fram samningur um fríverslun enda nemur útflutn- ingur til Tyrklands hehum 253 þús. kr. Mannréttindi fyrir alla Tvískinnungurinn i íslenskri ut- anríkisstefnu er yfirþyrmandi, mannréttindi eru ekki fyrir alla. Það er vegna þess að við höfum reist utanríkisstefnu okkar á hags- munum NATO. Það er kominn tími th þess að endurmeta þessa stefnu í ljósi breytinganna sem oröið hafa í alþjóðamálum og þar eigum við að leyfa okkur að móta stefnu sem tekur mannréttindi og frelsi manna og þjóöa fram yfir hagsmuni hern- aðarbandalaga. Ingvar Carlsson, fyrrverandi for- sætisráðherra Svíþjóðar, hefur lagt th að NATO verði lagt niður. Ég tek undir þessa thlögu og tel nauðsyn- legt að hún verði tekin á dagskrá í umræðu um utanríkismál. Utan- ríkis- og öryggismálum eigum við að beina inn á vettvang Sameinuðu þjóðanna og RÖSE, ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu og ýta til hhðar hernaðarbandalögum, sérstaklega þeim sem thheyra heimsmynd fortíðarinnar. Við- fangsefni okkar er að móta utan- ríkisstefnu á grundvelh þeirra að- stæðna sem nú eru uppi og því að öryggi þjóða verður best tryggt með mannréttindum fyrir aha. Kristinn H. Gunnarsson „Tvískinnungurinn í íslenskri utanrík- isstefnu er yfirþyrmandi, mannréttindi eru ekki fyrir alla. Það er vegna þess að við höfum reist utanríkisstefnu okk- ar á hagsmunum NATO.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.