Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1992. Fréttir Jón Sigurðsson um hrókeringar innan ríkisstjómarinnar: Gæti vel hugsað mér að verða utanríkisráðherra „Ég sagði eftir undirritun EES- samninganna að þegar þetta miMa mál væri í höfn gæti ég sosum vel hugsað mér að hrókerað yrði innan ríkisstjómarinnar. En uppskipti í ríkisstjóm eru náttúrlega mál stjóm- arflokkanna beggja og þau veröa að þjóna ákveðnum tilgangi. Þó einstak- ir ráðherrar séu jákvæðir gagnvart því er þaö ekki nóg. Flokkamir hafa ekki tekið upp umræðu um það sín í milli á undaníonum mánuðum. Þetta mál er að sjálfsögðu mál ríkis- stjómarinnar allrar og frumkvæðið að því í höndum forsætisráðherra. Ég geri ekki ráð fyrir það muni bara snerta annan flokkinn," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra við DV. Umræða um breytingar á ríkis- stjóminni hefur enn komist í há- mæli eftir orð Jóns Baldvins þar um nú um helgina. Breytingar á ríkis- stjóminni hafa verið til umræðu al- veg frá því hún var mynduð fyrir tæpu ári. Ýmsar getgátur hafa verið á lofti um hvemig henni yrði breytt og þá oft nefnt að Jónamir mundu skiptast á ráðherrasætum, Jón Bald- vin færi í viðskiptaráðuneytið og Jón Sigurösson í utanríkisráðuneytið. „Ég minni á að formenn stjórnar- flokkanna hreyfðu þessari hugmynd báðir í hugleiðingum sínum um ára- mótin. Það er deginum ljósara aö viss þáttaskil em í starfi ríkisstjóm- arinnar. Búið er að ná EES-samning- unum og kjarasamningar, sem stað- festa munu árangurinn í baráttunni viö verðbólguna, em í sjónmáli. Hvort tveggja ætti að geta verið góð viðspyma fyrir framhaldið. Það var rætt alveg frá upphafi stjómarsam- starfsins hvort ekki væri skynsam- legt aö raða hðinu upp á nýtt og prófa annað leikkerfi ef aöstæður virtust réttar til þess. - Langar þig aö verða utanríkisráð- herra? „Það er engin sér stök löngun af minni hálfu en ég get vel hugsað mér að gegna því starfi. Annars er ég til- búinn að taka það starf að mér sem flokkurinn felur mér.“ - Þú hefur lengi verið orðaöur við stöðu seðlabankastjóra? „Ég get ekkert að því gert.“ Friðrik Sophusson fjármálaráö- herra tók ágætlega í hugmyndir um hókeringar innan ríkisstjómarinn- ar. „Vfiji hinn flokkurinn famkvæma hrókeringar munum við taka því vel en það hefur ekki verið rætt sérstak- lega. Almennt talað er aidrei óskyn- samlegt að gera breytingar á ríkis- stjórn, það er bara gott fyrir hana,“ sagði Friðrik. -hlh lönnemi á Lækjartorgi á hátiðisdegi verkalýðsins, 1, maí. DV-mynd Hanna Iðnnemar illa haldnir að mati varaformaons INSI: Koma grátandi úr vinnunni „Dæmi era um þaö að nemar komi grátandi heim til sín úr vinnu vegna þess harðræðis sem þau era beitt og síðan sofa þau ekki á nóttunm vegna kvíða fyrir að mæta í vinnuna næsta dag,“ sagði Klara Geirsdóttir, vara- formaður Iðnnemasambands ís- lands, í 1. maí ávarpi sínu á Lækjart- orgi. „Réttindabrotin í veitingahúsa- geiranum em með þvílíkum ósköp- um að þaö em fáir sem trúa því aö slíkt sé að gerast hér á landi. Dæmi em um að ákvæði um hvíldartíma séu í engu virt og nemar séu látnir vinna í meira en heilan sólarhring án þess að fá greidda yflrvinnu, svo ekki sé nú talað,um lágmarkshvíld- artíma. Dæmi em um aö nemar séu lagðir í einelti á vinnustöðum og jafnvel lagðar á þá hendur,“ segir í ávarpi Klöm. Hún segir einnig að það komi fyrir að nemar séu látnir vinna mjög ein- hæf störf stóran hluta námstímans þannig að þeir læri ekkert í faginu og að þeir séu skikkaðir til aö vinna langt fram eftir nóttu og mæta aftur eldsnemma á morgnana í vinnu. Þjónar eigi það til að stela uppsöfn- uðum persónuafslætti af nemum eða véli þá með einum eða öðrum hætti til að láta uppsafnaðan persónuaf- slátt ganga til útlærðra þjóna á veit- ingastaðnum. -J.Mar Miðsfjóm Framsóknar um EES-samningana: Tvíhliða samningar við EB verði opinber stefna „Efasemdimar gagnvart EES eru orðnar töluvert meiri hjá mörgum framsóknarmönnum. Margir segja sem svo að tilgangslaust sé að gera sér vonir um aö þaö veröi lagfært sem úrskeiöis fór og að þeir hags- munir verði samþykktir með lögum innanlands sem ekki fengust sam- þykktir. En menn féllust á að láta reyna á þetta til þrautar,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, eftir mið- stjómarfund flokksins um helgina. Þar var flallaö um samninginn um evrópskt efnahagssvæöi. Samþykkti miðsljóm Framsóknar- flokksins að selja fimm skilyrði fyrir stuðningi við samninginn um Evr- ópskt efnahagssvæði, EES: Að hann standist ákvæði stjómar- skrár, að fyrirvai ar sem ekki fengust viðurkenndir verði tryggðir með ein- hliöa lagasetningu, aö flskveiöi- samningurinn við bandalagið verði ásættanlegur, aö tryggður verði rétt- ur til að leggja jöfnunargjald á inn- fluttar búvörur og aö kannaö verði viðhorf Evrópubandalagsins til að breyta EES-samningnum í tvíhliða samning viö ísland þegar önnur EFTA-ríki em komin í bandalagiö. „Við vfljum að það verði opinber stefna í stað þess að vera með þetta dekur við umsókn um aðild," sagði Steingrímur. Hann sagði sterka samstöðu í flokknum um að gera allt sem unnt væri til að hindra að sótt verði um aðild að Evrópubandalaginu. Mið- stjóm ákvað aö koma aftur saman til fundar áður en endanleg af- greiðsla samningsins verður á Al- þingi. „Ég tel mjög gott aö við ræðum meira um þessi mál.“ -hlh Menntamálaráðsdeilan fyrir þingflokk krata: Kjósa á nýjan aðalmann - segja Jón Sigurðsson og Jón Baldvin „Eftir hið sorglega ffáfall okkar aðalfulltrúa í menntamálaráði höf- um við alltaf gengið út frá því að kosinn yrði nýr aðalfulltrúi með eðli- legum hætti. Ragnheiður er varafull- trúi og gegnir aðeins starfi aðalfull- trúa meðan ekki hefur verið kosinn nýr aöalfulltrúi," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaöur Alþýðu- flokksins, um deilu þá sem risin er um vera Ragnheiðar Davíðsdóttur sem aðalmanns í Menntamálaráði íslands, en Menningarsjóður er und- ir yfirstjórn þess. Ragnheiður var varafulltrúi AI- þýðuflokksins í ráðinu, kosin af AI- þingi eftir tilnefningu Alþýðuflokks- ins. Við fráfall Helgu Möller, sem var aðalfuUtrúi Alþýðuflokksins, tók Ragnheiður sæti aðalmanns. A síðasta fundi menntamálaráðs gekk Ragnheiður í Uð með stjórnar- andstöðunni sem lýsti vantrausti á Bessí Jóhannsdóttur sem formann Menningarsjóðs og kaus Helgu Kress sem nýjan formann sjóðsins. Vakti sú ráöstöfun mikla óánægju innan stjómarflokkanna. Við afgreiöslu fjárlaga var við það miðað að útgáfustarfsemi á vegum Menningarsjóðs yrði hætt en nýr meirihluti og nýr formaður mennta- málaráðs er á öndverðum meiöi og vísa tfl giidandi laga. Sem aðalmaður styður Ragnheiður sig við lögskýringar Sigurðar Líndals lagaprófessors sem segir að hún geti setið sem aðalfuUtrúi í menntamála- ráði ef hún vUji. „Venjulega framkvæmdin er sú að kjósa nýjan aðalmann ef hann feUur frá. Að mínu áliti er ekkert sérstakt í þessu efni sem býður upp á önnur úrræði. Það gat ekki neinn velkst í vafa um hvað stóð tU að gera í menntamálaráði. Reyndar hafði þingflokkurinn haft samband við varamanninn í ráðinu og um það rætt að hann hefði samband við þing- flokkinn ef eitthvað sem máU skipti ætti að ákveða þar. Það varö hins vegar ekki. Mér finnst því rétt og eðhlegt að kosinn verði nýr aðalmaö- ur við fyrsta tækifæri," sagði Jón Sigurðsson viöskiptaráðherra. Þingflokkur Alþýðuflokksins mun ræða máliö á fundi sínum í dag. Þá hefur KvennaUstinn beðið um um- ræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. -hlh Ragnheiður segir deilt um skoðanafrelsi: Hótaraðsegja sigúrflokknum „Ef þingflokkurinn ákveður að lýsa yflr vantrausti á störf mín með því að kjósa nýjan aðalmann í ráðið treystir hann mér greinUega ekki lengur tU að gegna trúnaðarstörfum. Þá segir það sig alveg sjálft aö ég segi mig úr flokknum. Ég get ekki starfað í stjórnmálaflokki sem ekki treystir mér. Ég trúi því ekki að óreyndu að þingflokkurinn ætii að losa sig við mig,“ sagði Ragnheiður Davíðsdóttir við DV í gærkvöldi. Ragnheiöur segir að aUar almenn- ar félagsreglur í landinu gangi út á það að þegar aðalmaður faUi frá gangi varamaður sjálfkrafa inn í hans störf. „Eftir síðustu ríkisstjómarmynd- un var ég kosin af sjálfu Alþingi til að gegna stöðu varamanns í Meimta- málaráði, eftir tilnefningu frá Al- þýðuflokknum. Við fráfaU aðalfuU- trúa tók ég sæti aðalmanns í ráöinu. Þar sem ég var kjörin af Alþingi taldi ég mig mega hafa mínar eigin skoð- anir sem einstaklingur samkvæmt 48. grein stjórnarskrárinnar. Þar segir að aiþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Þessi regla gUdir jafnt um þá sem gegna trúnaðarstörfum í ráðum á vegum Alþingis. Ég fór eftir þeirri sannfær- ingu minni að greiða atkvæði gegn tiUögu fyrrverandi formanns Menntamálaráös sem gekk út á það aö leggja niöur bókaútgáfu Menning- arsjóðs. Lög um Menningarsjóð kveða skýrt á um sjóðurinn reki bókaútgáfu svo tiUaga fyrrverandi formanns gekk gegn gUdandi lögum. Agreiningurinn gengur út á þaö hvort ég eigi að lúta skoðunum Aþýðuflokksins í ráðinu eða minni eigin sannfæringu. Það er deUt um skoðanafrelsi." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.