Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1992. Ætlar þú að ferðast í sumar? Gylfi Guðmundsson trésmiður: Já. Ég ætla hringinn og svo sé ég til í haust hvort ég fer til útlanda. Einar Sigurðsson skrifstofumaður: Það getur verið. Sennilega til Norð- urlandanna. Snorri Gunnarsson sjómaður: Ég held að ég ferðist ekkert í sumar nema auðvitað í vinnunni. Logi Jónsson bókbindari: Ég ætla að fara til Korfu í Grikklandi 5. maí í þrjár vikur. Sesselja Einarsdóttir sjúkraliði: Já, ég ætla hringinn, svo fer ég kannski til útlanda í haust. Sólveig Pálsdóttir hjúkrunarfræði- nemi: Nei, ég verð að vinna í sumar þar sem ég er í skóla. Lesendur Sölusamtökin og samstaðan „Maður þakkar sínum sæla að komast aftur heim til sölusamtakanna án mikils tjóns,“ segir Soffanías m.a. í bréfinu. Soffanías Cecilsson, Grundarfirði, skrifar: Ég minnist oft sögunnar um ofur- ölvi sjómanninn sem leigubílstjóri á Spáni ók á Hótel Lanogaiera, eftir að sjómaðurinn gat með naumindum rumið „Lago með hlerana" eftir að hann komst í bíhnn ásamt félögum sínum sem voru enn ólíklegri til að muna nafnið á hótelinu sínu. Mér finnst þetta orð, „lago“, vera orðið undirtónn í þeirri neikvæðu umræðu sem verið hefur í gangi um saltfisksölumál. „Lago“ með sam- stöðuna, „lago“ með verðin, „lago“ með gæðin og „lago“ með sannieiks- gildiö. - Bjóðum bara mikið magn, það þyngir söluróður SÍF og truflar kaupendur því þeir telja sig hafa hitt nýja menn frá íslandi sem hafi yfir míklu magni að ráða og séu með betra verð og nýjar fréttir um hnign- un SÍF og í kjölfarið fjölgun ftjálsra útflytjenda sem Spánverjar vita að boðar verðhrun á íslenskum salt- fiski. Um saltfisk í DV 24.3. sl. segir svo: „Komið hefur fram að minni útflytj- endur saltfisks frá íslandi eru með sama skilaverð hér heima og SÍF. Þeir halda því aftur á móti fram að eftir að SÍF hefur tollafgreitt sinn fisk á Spáni leggi það á sérstakt heild- sölugjald pg þess vegna sé saltfiskur- inn frá SÍF dýrari til kaupenda en fiskurinn frá minni útflytjendum." - Mikil er hugsjón þessara minni út- flytjenda að kvarta yfir of háum verðum SÍF til Spánveija. Nefnt heildsölugjald þekkir SÍF ekki en lagt er í auglýsingar til að örva sölu saltfisks á Spáni, og eru þær nú að hluta gjafa-auglýsingar fyrir hina svonefndu minni útflytj- endur saltfisks, sem hafa fyrir náð Jóns Baldvins utanríkisráðherra smokrað sér inn á bestu markaðina á besta sölutímanum, og þó bara náð næstum sama verði og SÍF. Ég hefi um áratugaskeið flutt út fisk í gegnum sölusamtökin og ávallt notið skilvísrar greiðslu og viðun- andi verðs. Ég viðurkenni að hafa fallið fyrir gylliboðum hinna frjálsu útflytjenda nokkrum sinnum, en það þolir engan samanburð við sölusam- tökin, og maður þakkar sínum sæla að komast aftur heim til sölusamtak- anna án mikils tjóns. Á aðalfundi rækjuframleiðenda nú í vor kom fram að vænlegast væri að feta í fótstpor SÍF til að koma sölu- málum rækju í viðunandi horf. Salt- fisksölumálin hafa veriö til fyrir- myndar nú í 60 ár, og hafa Norð- menn, Kanadamenn og fleiri litið ís- lendinga öfundaraugum fyrir hvað vel þeim hefur tekist til. - Að lokum: Þetta Jóns volaða bakslag mun þynn- ast og hverfa líkt og Jörgensenmálið um árið þvi SÍF mun halda vöku sinni með þjóðarhag að leiðarljósi. „Brenglað“ fréttaskot um Fæðingarheimilið Guðjón Guðnason læknir skrifar: Þann 24. þ.m. var í DV smáfréttum FHR. Þar var vitnað í ummæli og skrif nokkurra aðila um málefni þess, og m.a. til skrifa minna úr grein, sem birtist í Mbl. 18. ágúst 1990 í tilefni 30 ára afmælis FHR þann dag. Þar (í frétt DV) var ekki rétt eftir haft, en munar þó aðeins 2 greinarmerkjum, ásamt stuttri klausu sem eftir fylgdi, og í var vitn- að, en ónákvæmt. Blm. DV (IBS) ritar: Guðjón Guðnason, fyrrum yfirlæknir á Fæð- ingarheimilinu, skrifar í blaðagrein 1990, að þegar fæöingardeild Lands- spítalans var stækkuð 1977 og nafni hennar breytt í kvennadeild, hafi aðstaðan fyrir sængurkonur orðið mjög góð. „Jafnframt var mikil (áhersla lögð á að konur fæddu aUar á fullkominni gjörgæsludeild. Annað væri ekki góð fæðingarhjálp." Guð- jón skrifar að þetta hafi orðið til þess að aðsókn fór minnkandi að Fæðing- arheimilið Reykjavíkur og hafi fæð- ingum fækkað þar árlega til 1988 en aðeins verið á uppleið síðan. Rétt var þetta svona: „Þegar fæð- ingardeild Lsp. var loksins stækkuð árið 1977 og nafni hennar breytt í kvennadeild Lsp. varð gjörbreyting á öllum rekstri þeirrar deildar, og að- staða orðin mjög góð fyrir sængur- konur. Jafnframt var mikil áhersla lögð á að konur fæddu allar(?) á full- kominni gjörgæsludeild. Annað væri ekki góð fæðingarhjálp! Þessari skoðun sem komið var á framfæri við konur varð til þess að aðsókn fór minnkandi á FHR og fæðingum fór fækkandi áriega til 1988, en hefur aðeins verið á uppleið síðan. Fyrir 10 árum eða svo var þessi „gjör- gæslustefna" nokkuð ríkjandi í ná- grannalöndumm okkar, en nú er þetta að breytast aftur. Konur vilja fæða í heimihslegu umhverfi og fá það í æ ríkari mæli, bæði vestan hafs og austan.“ Athugasemd blaðamanns í tilefni fréttar um Fæöingarheim- ili Reykjavíkur bað blaðamaður um' viðtal við Guðjón Guðnason, fyrrum yfirlækni heimilisins. Þeirri beiðni var hafnaö. Blaðamaöur valdi þá þann kost að vitna í blaðagrein eftir Guðjón. Blaðamaður telur ekki hættu á að lesendur hafi misskilið rilvitnunina í blaðagrein Guðjóns á þann veg að hann mælti með fæðingum á kvennadeild Landspítalans, eins og Guðjón fullyrti þegar hann vildi komaleiðréttinguáframfæri. -IBS MiðlunartiIIaga sáttasemjara: Hvað vilja menn fella? Þorsteinn Jónsson skrifar: unartillögu ríkissáttasemjara. Þegar mundur Stefánsson og Ogmundur Einstaka hjáróma raddir heyrast svo er komið að leiðtogar stærstu Jónassonteljaheppilegastviðnúver- um að ekki eigi að samþykkja miðl- launþegahópanna í landinu, þeir Ás- andi aðstæður að samþykkja þessa tillögu, má telja víst, að þeir sjái ann- að og verra ástand framundan en þeir sem vilja koma öllu í bál og brand með verkfallsaðgerðum. En hvað vilja menn fella yfirleitt? Vilja menn fella tillögu sem stuðlar að stöðugleika og atvinnuöryggi? Haldi talsmenn óróleikans, að þeim bjóðist önnur betri lausn með því að fella miðlunartillöguna, þá eru þeir á villigötum. Með því aö fella miðlun- artillögima settu þeir alla landsmenn í ógöngur sem væri ógjörningur að leiðrétta. - Þá væri of seint að hrópa á betri samninga og skella afleiðing- Ásmundur Stefánsson og Ögmundur Jónasson. - Sjá annað og verra ástand um gerða sirrna á ríkisstjórn eða framundan verði miölunartillagan ekki samþykkt, segir hér m.a. verkalýðsforystu. Fagna bókasaf ni ímgðbænum Gunnar skrifar: Ég fagna mjög þeirri ákvörðun borgarstjóra og hans flokks að koma upp bókasafni i míðborg- inni. Hvort það er i Morgunblaðs- húsinu eða annars staðar læt ég liggja milli hluta. Sé þó ekki nema allt gott við að koma því þar fyr- ir. - Það er mikið tiDilökkunar- mál bókasafnsnotenda að fá stærsta safnið i miðbæinn. Þaö verður áreiðanlega mikið notað. NýrKfeyrisaMur Halldór Sigurðsson hringdi: Margir fá nú yfiriit lífeyrissjóð- anna sent heim. Þeir eru furðu lostnir að sjá þar að byrjun Jífeyr- issjóðsgreiðslna úr sjóðunum miðist að öðru jöfnu við 70 ára aldurinn. - Ef viðkomandi krefi- ist greiöslna fyrr skerðist þær um rúm 7% áári. Opinberlega miðast lifeyrisgreiðslur við 67 ár. Ég veit ekki til að félagsmenn stéttarfé- laganna hafi samþykkt ný og hærri mörk lífeyrisaldurs. Fellum miðlun- artillöguna Þórir Karl Jónasson Dagsbrúnar- maður skrifar: Samningar flestra verkalýðsfé- laga voru lausir í um 8 mánuði. Ríkissáttasenýari hefur lagt fram sáttatillögu um kauphækkun upp á 1,75% og sérstakar láglauna- bætur til þeirra sem hafa undir 80 þús. kr. á mánuði. - Er hægt að niðurlægja íslenskt launafólk öllu meira? Verkalýðsforingjar hafa sagt æ ofan í æ að „satnning- ui’ um ekki neitt“ komi ekki til greina og taka verði upp sér- kjaraviðræður. Meintu þeir ekki neitt með þessum orðum? Með sáttatillogunni er öllum sérkröf- um ýtt út afborðinu. Ég efast um að Dagsbrúnarmenn sætti sig við þessa niðurstöðu. Verkalýðs- hreyfingin hefur orðið undir og á sér enga málsvara lengur. - Ég hvet launafólk til að fella miðlun- artillögu sáttasemjara. Nýtingóbyggð- anna sjálf sögð Gísli Ólafsson skrifar: í nýlegri grein eftir Benedikt Gunnarsson í DV ræðir hann nýtingu náttúruauðhndanna og segir það eina meginforsenduna fyrir þróun byggðar, t.d. á Aust- fjöröum aö stórvirkjun rísi á svæðinu. Þá þurfi t.d. að leggja vegi og raflínur um óbyggöa- svæðið. En hálendisvegir koma víst ekki til greina vegna svonefndra náttúruverndarsinna eins og fram kemur i gi’eín Benedikts. En svo lengj sem ráðamenn hér, og það í öllum flokkum, láta fá- menna hópa sérhagsmuna eins og náttúruverndarsinna, stilla sér upp við vegg og gefa forskrift að uppbyggingu landsbyggðar- innar, þá er ekki von á að hér dafni mannlíf í öðrum byggðum en á höfuöborgarsvæðinu. Vidskipfi eftir EES Kristján Kjartansson skrifar: Eitt af fagnaðarefnum þessa dagana er það að loks fá íslend- ingar með samningum sínum við EES, vin, bjór og aðrar dáindis- veigar á góðum kjörum sem og auðvitaö annan varning á boð- stólum hér. Því er fyrir að þakka samvinnunni og sósíalísku hug- arfari innan EES landanna. - Og svo er það loðnan sem EES „skaffar" okkur. Tölur sýna aö við högnumst af þessum viðskiptum. - Þeir sem vílja vera í EES ættu af einhug að styðja þessa ríkissfjóm. - Góð mál í góðmn höndum. Öllum til hagsbóta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.