Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1992. Fréttir Akureyri: LafnSnn með f iösku í andlitið Gyifi Rrislýtomon. DV, Akureyii Nokkuð mikil ölvun var í miðbæ Akureyrar á fostudags- kvöldiö og fram eftir nóttu. Ekki var mikið um að lögreglan þyrffi að hafa afskipti af þeim sem þar voru á ferð, en þó lenti tveimur mönnum saman í porti bak við hús við Hafnarstræti. Ekki er vitað hvað oili átökum þeirra, en þeim lauk með því að annar mannanna sló hinn með flösku í andlitið. Þurffi að flytja hinn slasaöa á slysadeild með svöðusár á kinn og var sárið saumað saman. Bnnbrotogbíl- þjófnaður Tilkynnt var um innbrot i versiunina Brekkuna að Ásvalla-* götu 1 um klukkan 8 annan maí. Nokkrar skemmdir höiðu verið unnar á húsnæðinu og nokkru magni af tóbaki stolið. Um klukkustund síöar var til- kynnt um innbrot í fiskbúð á Háaleitisbraut 58 til 60. Þar var stolið skiptimynt. Um klukkan 9.30 kom lögreglan að bifreið þar sem hún var mann- laus og á hvoifi á Hafravatns- vegi. Um svipað leyti fékk lög- reglan tilkynningu um bflþjófnað og reyndist um sömu bifreið aö ræða. Biffeiöin var mikiö skemmd þegar hún fannst. Þessi mál eru nú til rannsóknar hjá Rannsóknarlögregiu ríkisins. -d.Mar Ekiðáhrossá Suðurlandsvegi Ekiö var á þijú hross á Suöur- landsvegi á móts við Gunnars- hólma aöfaranótt 2. mal. Tveir bíiar skuliu á hrossunum þar sem þau voru á gangi á veginura. Farþegi annarrar bifreiðarinn- ar fór i skoðun á slysadeild Borg- arspítalans en meiðsli hans reyndust ekki aivarleg. Hrossin drápust og bifreiðamar eru stór- skemmdar. -J.Mar BrutusUvhregis Brotist var inn í Skulatun 4, þar sem nokkur heildsölufyrirtæki eru með skrifstofur og lagerhús- næði, að kvöldi 1. mai og aftur aðfaranótt 3. raaí. I fyrra iimbrotinu var meðal annars stolið ávísanaheftí, stimplum og áfengi auk þess sem þjófarnir unnu talsverðar skemmdir á húsnæðinu. Þjófunum tókst að sejja nokkr- ar ávísanir úr ávisanaheftínu þó svo að þaö væri 10 ára gamalt og merkt einu af útibúum Iðnaöar- bankans sáluga. í seinna skipöö var allnokkru af ýmiss konar vamingi stolið. Lögreglan átti leið fram hjá húsinu í fyrrinótt og varö vör við grunsamlegar mannaferðir við húsið. Hún handtók eftír allnokk- um eltingarleik tvo ölvaða menn á bifreið í Blesugróf og fannst þýfið í hifreiðinni. •J.Mar Areksturí Tvær fóiksbiffeiðar skullu saman á mótum Störateigs og Jónsteigs í Mosfellsbæ aö kvöldi 1. maí. Farþegi sem sat í fram- sæti annarrar bifreiðarinnar og báöir ökumennimir voru fluttir á slysadeiid Borgarspítalans en meiðsli þeirra reyndust ekki al- varleg. -J.Mar Faxamarkaður: Eldurborinnað rusliviöhúsgafl Eldur var borinn að rasli sem geymt var í kari við annan hús- gaíl Faxamarkaðar í Reykjavík um klukkan 16 þann l. maí. Viö gallinn stóðu og nokkur hundraö fiskkassar sem staflaö hafði veriö upp. Þegar lögreglan kom á stað- inn var eidurinn að byrja að læsa sig í fiskkassana. Lögreglumaður sýndi mikið snarræði er hann ruddi kössun- um í burtu og dreifði þeim. Með því móti kom hann í veg fyrfr að eldurinn næði að læsa sig i húsið. -J.Mar Þjóf naður eða reynsluakstur? Piltur og stúlka, sem bæði eru á milli tvítugs og þrítugs, vora í bíla- leit í fyrradag. Fóra hjúin á bílasölu í Skeifunni rétt fyrir klukkan 18 og fundu þau þar fólksbifreið sem þeim leist vel á. Fengu þau leyfi starfs-. manna bílasölunnar tíl að reynslu- aka bifreiðinni. Eftir drykklanga stund fór menn að lengja eftir bílnum og létu lögregl- una vita að hans væri saknað. Aug- lýst var eftir bifreiðinni í útvarpinu og heyrðu glöggskyggnir löggæslu- menn í Skagafiröi auglýsinguna. Um klukkan 23 komu þeir auga á bifreiö- ina í Varmahlíð í Skagafirði og stöðv- uðu hana samstundis. Þegar hjúin vora spurð um ástæð- ur þessa langa reynsluaksturs sagði stúlkan, sem ekið hafði bifreiðinni norður, aö þeim hefði þótt bíilinn svo góður og gaman að keyra hann aö þau hefðu ekki getaö stoppað. Bifreiðin reyndist með öllu óskemmd og hefur henni verið skilað aftur til réttra aöila. -J.Mar Unglingsplltur gekk berserksgang og stórskemmdi átta bfla og gröfu við bifreiöastæöi Borgarspítalans snemma í gærmorgun. Pilturinn braut rúöur í bilunum og gröfunni auk þess sem hann sparkaði í bílana og rispaöi á þeim lakkið. Ekki er vitað hvað piltinum gekk til með þessum verknaði. Pilturinn var hafður i haldi lögreglunnar I gær. DV-mynd S í dag mælir Dagfari_________________ Ófriður um Menningarsjóð Lögin um Menningarsjóð og menntamálaráð vora sett í tíö Jón- asar frá Hriflu sem menntamála- ráðherra fyrir röskum sextíu árum. í framhaldi af lagasetning- unni lét Jónas svo hefja opinbera útgáfustarfsemi á kostnað Menn- ingarsjóðs. Markmiðið méö útgáf- unni mun hafa verið að fá lands- menn til að lesa öndvegisrit bók- menntanna í staö reyfara á borð við Kapítólu, Valdimar munk og Kynblendnu stúlkuna. Munnmæli herma að Jónas hafi meðal annars notað effirfarandi slagorð til áróð- urs fyrir bókaútgáfunni: - Kaupið bækur Menningarsjóðs. Þið borgið þær hvort sem er. Allar götur síðan hefur þjóðin borgað fyrir bækur Menningar- sjóðs og jafnvel keypt sumar þeirra og lesiö. Lengi framan af var þó ófriður í kringum þessa útgáfu og þeir sem ekki fengu snilldarverk sín gefin út á kostnaö ríkisins töldu annarleg sjónarmið ráða hvað fékkst gefið út og hvaö ekki. Hin síðari ár hefur hins vegar ríkt frið- ur í kringum bókaútgáfu Menning- arsjóðs sem hefur meðal annars gefiö út rit ýmissa fræðimanna og skálda og hafa sum selst en önnur ekki. Munu fá bókaforlög geta stát- að af jafn stórum lager óseldra verka og Menningarsjóður meðan aðrar' útgáfur raka saman fé á prentim einnota dægurbóka. Á skrifstofum menntamálaráös og Memúngarsjóðs hefur ríkt sú kyrrð og ró sem einkennir fom- bókaverslanir. Núverandi ríkisstjóm komst hins vegar aö þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að ríkið stæði fyrir bóka- útgáfu 1 nafni menningar. Bessí Jóhannsdóttir, formaður mennta- málaráös, fékk odrur um það að í desember aö láta telja á lagemum og átti þeirri talningu að vera lokið í júní og almenningur ekki lengur látinn borga bækur Menningar- sjóðs. Þegar talningin var vel á veg komin gerist þaö hins vegar að varamaöur krata í menntamála- ráði tekur þar sæti aöalmanns. Þar með var kyrrðin rofin og skammt stórra högga á milli. Ragnheiöur og Helga Kress af Kvennalista taka höndum saman í ráðinu og neita aö leggja bókaútgáfuna niður enda eiga þær stöllur eflaust mikið af óútgefnu lesmáli. Bessí reyndi' aö malda í móinn og vísa til ákvörðun- ar ríkisstjómarinnar í þessu máli. Hinn nýi meirihluti menntamála- ráðs kvaöst hins vegar ekki starfa á vegum ríkisstjómarinnar og ekki yrði látið af bókaútgáfu Menning- arsjóðs nema Alþingi setti lög sem bönnuöu slíka starfsemi. Varamað- urinn og Helga töldu einsýnt að Bessí starfaði gegn menningunni og ráku hana úr formannsembætt- inu. Sannaðist þá sem oftar að köld eru kvennaráö. Þessi hallarbylting í menningar- ráði ríkisins olli hins vegar fiaöra- foki í stjómarflokkunum. Mennta- málaráðherra brást ókvæða við og krafðist þess að Ragnheiöur vara- maður yrði rekin úr ráðinu án taf- ar. Enda hefði hún aldrei verið kjörin í þetta ráð því hún væri bara varamaður. Jón Baldvin var með böggum hildar vegna málsins þá hann ilaug utan til aö skrifa undir EES-samninginn í ellefta sinn. Öss- ur þingflokksformaður birtist brúnaþungur á skjánum og sagði að Ólafur ráðherra ætti ekkert með að skipta sér af því hveijir sætu í nefndum og ráðum af hálfu krata. Hins vegar væri þaö ekki sjálfgefið að varamaður yröi aðalmaður í svona tilvikum. Ragnheiður segist hins vegar ekki hlusta á þetta vara- mannaþras þvi hún sé ekki lengur varamaður heldur aðalmaöur. Og hún er meira að segja orðin svo mikili aðalmaður að Sigurður Lándal lagaprófessor segir að það sé ekki hægt aö reka hana úr menningarráöinu. En Ólafur ráð- herra segist líka vera löglærður þó ekki sé hann prófessor og það sé alrangt hjá Líndal að Ragnheiður ráöi nokkru um það hvort hún sitji áfram eða ekki. Þessi einkennilega deiia hefur haldiö áfram aö magnast um helg- ina og náöi hámarki þegar Ragn- heiður sagðist segja sig úr Alþýðu- ílokknum ef hún fengi ekki að vera aöalmaður menningarinnar. Þing- flokkurinn ætlar aö reyna að höggva á hnútinn í dag en það kann að reynast erfitt því fátt er þar um menningarvita eftir aö Gylfi hætti á þingi. Annars er menningarþáttur málsins aukaatriði úr því sem komið er. Deilan snýst orðið um þá spumingu sem brennur á öilum varamönnum þjóðarinnar og tekur til þess hvort þeir eigi sjálfkrafa rétt á að verðáaðalmenn eða ekki. Varamenn allra flokka bíða í of- væni eftir úrslitum þessa máls sem eflaust á eftir að koma fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu áöur en yfirlýkur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.