Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Page 16
16 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1992. Rétt að gefa Atlantsáli Blöndu Enginn hefur opinberlega mótmælt þeirri fullyrðingu, sem ég setti fram opinberlega fyrir síðustu jól, að ákvarðanatakan vegna virkjunar Blöndu væri jafn mikið hneyksli og jafn alvarleg íjárhagsleg mistök og Kröfluvirkjun var á sínum tíma. Enginn stjómmálamaður hefur lýst skoðun sinni á þessu alvarlega máli nema Ólafur Ragnar Grímsson. Hann lýsti því yfir eftir aðalfund Landsvirkjunar nú nýlega að íjár- festingar Landsvirkjunar fyrir 22 milijarða króna undanfarin 10 ár, meðan engir nýir orkukaupendur hafa komið til, væru stærstu fjárfest- ingarmistökin á íslandi. Það var talið rýra orð Ólafs Ragnars að hann hafði sjálfur setið í stjóm Landsvirkjunar á þessum tíma og aldrei látið bóka athugasemdir við fjárfestingar- áformin. Yfirgripsmikil þekking hans á málefnum Landsvirkjunar hlýtur hins vegar aðeins að auka á þungann í orðum hans og einnig að í orðum hans felst gagnrýni á eigin störf, sem mun vera sjaldgæft bæði hjá honum og íslenskum stjórnmála- mönnum almennt. Gagnrýni Ólafs á Landsvirkjun undirstrikar þá stað- reynd aö flokkur hans, eins og allir hinir gömlu flokkamir, ber á þessu ábyrgð. Flokkamir eiga fulltrúa í stjóm Landsvirkjunar. Ábyrgð er hugtak sem íslenskir sljómmála- menn skilja yfirleitt ekki og er því samviskan ekki að þvælast fyrir þeim. Mun það vera skýringin á und- arlegri þögn kjörinna fulltrúa okkar um þetta mál. 14.000.000.000 króna í súginn Á núverandi verðlagi kostar Blönduvirkjun 14 mifljarða króna, þ.e. stofnkostnaður, fjármagnskostn- aður og bætur til bænda og annarra. Það íiggur fyrir að engin þörf er fyr- ir virkjunina og verður ekki næstu árin. Meira að segja formaður Lands- virkjunar, Jóhannes Nordal, viður- kennir þessa staðreynd og hefur kafl- að virkjun Blöndu tímasetningar- mistök en ekki fjárfestingarmistök. Að gera greinarmun á þessu tvennu er hlálegt þegar haft er í huga að þarna er að tala eitt æðsta yfirvald fjármála þjóðarinnar, sjálfur seðla- bankastjórinn. „Tímasetningarmis- tökin“ í virkjun Blöndu kunna að verða 20 ár eða jafnvel meiri, ef ekki takast samningar við stóriðjufyrir- tæki. Astæða er til að tortryggja mjög aö til slíks komi í bráð. Það má telj- ast kraftaverk ef orkusölusamningar leiða til nýtingar Blönduvirkjunar fyrr en að 7-8 ámm liðnum. Þá hefur núverandi vaxtastig í landinu gert það að verkum að fjárfestingin hefur glatast að fullu. Með 10% raunvöxt- um tvöfaldast höfuðstóllinn á 7 árum. Þaö kunna að líða 20 ár áður en Blanda verður fullnýtt. Sumir telja jafnvel að full nýting hennar verði ekki fyrr en um árið 2030. Orkuspá, sem gerir ráð fyrir sliku, er öragglega ekkert vitlausari en orkuspár Orkustofnunar hafa reynst. Engir orkusölu- samningar í tvo áratugi Þjóðin hefur verið heilaþvegin svo rækilega með endalausum bjartsýn- isþvættingi um hina stórkostlegu möguleika okkar, sem felast í virkjun vatnsaflsins, að sennilega hafa fáir veitt því athygli að orkusölusamn- ingur hefur ekki verið gerður við nýjan aðila í næstum tvo áratugi eða síðan samiö var um sölu raforku til íslenska jámblendifélagsins. Nú í ljósi reynslunnar vildu allir að aldrei hefði sú Lilja verið kveðin. Jám- blendiverksmiðjan á Grandartanga hefur verið rekin með miklu tapi þrátt fyrir hetjulega vamarbaráttu Jóns Sigurðssonar forstjóra og sam- starfsmanna hans. Union Carbide, sem var upphaflegi Jóhannes Nordal við vígslu Blöndu virkjunar. samstarfsaðili okkar Islendinga við undirbúning að byggingu verksmiðj- unnar, dró sig út úr samstarfinu með umtalsverðum fómarkostnaði. Þar slapp þessi alþjóðlegi auðhringur bfl- lega og hefðum við mátt fara að hans fordæmi og hætta við byggingu verk- smiðjunnar þó það hefði þýtt glatað fé til undirbúningsins. Tapið nemur miklu hærri upphæðum, jafnvel þó að verksmiðjan greiöi aðeins 61 eyri á hveija kWst. meðan ísal greiðir um 50% hærra verð fyrir raforkuna frá Landsvirkjun (samningar þessara aðila era ekki sambærilegir og því kannski ekki réttlátt að bera þá sam- an án nánari skýringa). Rafmagns- veita Reykjavíkur greiðir 207 aura fyrir hveija kWst. Áttum ekki frumkvæði að eina raunhæfa samningnum Samningur okkar við Alusuisse vegna íslenska álfélagsins fyrir þremur áratugum er eini viðunandi samningur okkar bæði fyrr og síðar um raforkusölu til erlendra aðila og stóriðju. Þáverandi stjómarformað- ur Alusuisse hefur lýst því hvér kveikjan var að þeim samningi. Hann sagði frá því í blaðagrein er hann ásamt öðrum frammámönnum Alusuisse var á leið til Kanada með flugvél. Á leiðinni var þeim litið út um glugga og vildi þá svo til að þeir sáu til jarðar. Þeir sáu land með miklum vatnsfóllum. Hér hlýtur að vera ódýrt að framleiða rafmagn sögðu þeir hver við annan. „Hvaða land er þetta?“ spurðu þeir flug- manninn, sem gat upplýst þá um að samkvæmt hans kortum væri landið ísland. Skömmu seinna vora svo svissnesku athafnamennirnir komn- ir hingað að semja við okkur þannig að þeir gætu sætt sig við. Snilli okkar í því máli fólst í því að segja „Já- takk“ þegar okkur var boðið sam- starf. Þrátt fyrir algjört árangursleysi eða neikvæðan árangur við orkusölu til erlendra aðila nú í 30 ár er ennþá verið að telja okkur trú um að stóri vinningurinn sé rétt handan við homið og hvert reginhneykslið á fætur öðra í raforkumálum er afsak- að með þvi að þetta sé nú allt að koma. Hitt er staðreynd að mikil ónýtt vatnsaflsorka er til staðar úti um allan heim. í A-Evrópu, sem nú er að opnast, er ónýtt en nýtanleg Efdrhelgina Valdimar H. Jóhannesson vatnsorka tæplega hundrað sinnum meiri en hér. Sami höfuðpaurinn í marga áratugi í ljósi þessa er lygasögu líkast að sami maðurinn hefur verið í forsvari fyrir þessum mikilvægu sviðum alla áratugina. Þessi maður, Jóhannes Nordal, hefur auk þess að stjóma Seðlabankanum veriö stjórnarfor- maður Landsvirkjunar og jafnan leitt samninga um orkusölu. Hvaö í ósköpunum veldur svona verklagi? Er enginn maður annar hér talinn vera með fullu viti? Hvað veldur því að hann nýtur slíks ofurtrausts? Ég fæ ekki séð að verkin réttlæti slíkt. Hér er ástæðulaust að hnjóða í per- sónuna Jóhannes Nordal. Skiljanlegt er að hann slái ekki hendinni á móti allri upphefðinni. Slíkt er aðeins mannlegt. Flestir uppveðrast ef mik- iö er með þá látið og ekki munu laun- in spifla þarna fyrir. Hins vegar er stóra spumingin sú af hverju hann er valinn til allra þessara starfa, þar sem hagsmunimir bókstaflega stangast á. Annars vegar í stöðu seðlabankastjóra sem á að veita að- hald í lántökum erlendis og síðan sem stjómarformaður Landsvirkj- unar. Landsvirkjun skuldar um 42 mifljarða króna erlendis - um fimmtu hveija krónu sem við skuld- um. Margfalt ódýrari kostur nýtist ekki Ótímabær virkjun Blöndu mun ekki aðeins íþyngja efnahagslífi okk- ar beint. Hún kemur einnig í veg fyr- ir að fýsilegur kostur við raforku- framleiðslu að Nesjavöllum nýtist. Nýting Hitaveitu Reykjavíkur á jarð- hitanum þar býður upp á mjög ódýra framleiðslu rafmagns úr gufuork- unni, sem leysist úr læðingi, eins og gert er með góðum árangri í Svarts- engi. Hitaveitan áætlar að fá megi 60 MW orku auk raforku til hitaveit- unnar sjálfrar með nýtingu aflsins úr gufunni. Ekki liggur fyrir hvað 60 MW orkustöð mundi kosta, en að mati hitaveitunnar kostar 40 MW stöð um 1,5 mifljarða króna. Sam- bærilegt afl kostar í Blönduvirkjun um 3,7 milljarða króna. Þá er eftir aö telja það hagræðið, sem mestu skiptir, að miklu ódýrara er aö virkja í smáum skrefum. Þá þarf ekki að bíða áratugi eftir því að fjárfestingin nýtist. Okkur hefði dug- að að fjárfesta fyrir aðeins tíunda hluta þess sem við nú höfum fjárfest fyrir til að vera tryggir með nægt rafmagn til næstu aldamóta og jafn- vel lengur, ef ekki kemur til stóriðju. Engin fyndni Viö sitjum uppi með Blönduvirkj- un og skuldirnar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Lítil von er til þess að viö getum nýtt hana um lang- an tíma eins og fyrr segir. Þetta vita forráðamenn Atlantsálshópsins. Þeir vita jafnframt hvað það er okkur mikið kappsmál að fá hingað orku- frekan iðnað. í samningum okkar við þá hafa þeir undirtökin. Þeir eiga margra kosta völ. Við virðumst hins vegar eiga aðeins þennan eina kost. Augljóst er að Atlantsálshópurinn getur nánast neytt okkur til samn- inga á grundvelli þess kostnaðar sem við hefðum af samstarfi við þá að frátaldri Blönduvirkjun. Spurningin er því sú hvort við gerðum ekki best í því að gefa þeim formlega afnot af virkjuninni um ákveðið tímaskeið, t.d. frá því í dag fram til ársloka árs- ins 2010, í stað þess að láta þá þvinga okkur til þess. Það væri þá hagur hr. Allen Bom hjá Amax og félaga hans að flýta framkvæmdum til að nýta gjöfina sem lengst. Þessu er ekki slegið hér fram sem fyndni. Þetta er hin raunverulega staða sem stjórn Landsvirkjunar hefur sett okkur í. Væri ekki rétt að fá aðra menn til verka? ^erð á mann m.v. fjóra í íbúð á Visconde og itaðgreiðslu ferðakostnaðar a.m.k. 10 dögum fyrir irottför. Föst aukagjöld (flugvallarskattur, innritunarg >g forfallagjaid), samtals 3.350 kr. á hvem fullorðinn, :kki innifalin í verði. iarnaafsláttur (2ja -15 ára) er 10.000 kr. /erð m.v. tvo í íbúð: 43.605 kr. áður. Gist verður á Visconde og B íðahótelunum. Gríptu gæsina á m< Portúgal- j „heitasti" sólarstaðurinn í ár. ! ni 699 300; við Austurvöll: sími 2 69 0i við Ráðhústorg á Akureyri: sími 2 50 0\

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.