Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613, SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIDLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Fjögur mögur ár Fjögur mögur ár eru framundan í efnahagsmálum þjóöarinnar, ef marka má síðustu spár Þjóðhagsstofnun- ar. Yfirstandandi ár verður ár efnahagslegs samdráttar. Á eftir munu fara ár stöðnunar. Fólk á vinnumarkaðin- um tekur nú afstöðu til kjarasamninga, meðal annars í ljósi þessara upplýsinga. Nú má ekki tefla í tvísýnu, eigi ekki verr að fara. Spáð er, að á yfirstandandi ári muni framleiðslan í landinu minnka um 2,8 prósent. Gert er ráð fyrir, að viðskiptakjör okkar við útlönd versni auk þess veru- lega. Tekjur þjóðarinnar muni af þessum sökum minnka í ár um 3,8 prósent. Þetta verður í framhaldi samdráttar og stöðnunar, sem staðið hefur síðan 1988. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir, að atvinnueysi verði að meðaltali 2,6 prósent á árinu öllu. Þetta þýðir, að rúmlega þrjú þúsund manns verða án vinnu að meðal- tali. Síðustu upplýsingar um atvinnuleysi styðja þessa svörtu spá. Við komumst seint upp úr þessu feni, ef marka má spámar. Nú er reiknað með, að þjóðarútgjöldin standi í stað á árunum 1993-1995. Á því tímabili aukist kaup- máttur ráðstöfunartekna eftir skatta alls ekki. Lands- framleiðsla, þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur aukist um eitt htið prósent á hverju þessara ára að meðaltali, sem í rami þýðir stöðnun. Við glímum á sama tíma við ’ gífurlegan viðskipta- halla við útlönd. Hallinn verður að líkindum 14 milljarð- ar króna í ár, sem samsvarar tæpum fjórum prósentum af framleiðslunni í landinu, tæpu prósentustigi minna en í fyrra. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir, að á næstu árum takist að minnka þennan viðskiptahalla niður í 1,5 prósent af framleiðslunni. Fjárlagahalhnn verður mikill í ár og tvímælalaust mun meiri en þeir rúmlega flórir miUjarðar, sem gert var ráð fyrir í flárlögum. Rík- ið kemur til sögunnar í væntanlegum kjarasamningum og eykur það vafalaust hallann, þegar upp verður stað- ið. Ein aðalhættan, sem við er að eiga, er einmitt sú, að fjármál ríkisins og peningamál verði tekin lausari tökum en að er stefnt. Allir geta séð, að með lausatökum á þvi sviði mætti auka eftirspum og framleiðslu að ein- hverju leyti, en þá yrði genginu strax stofnað í hættu, viðskiptahaílinn mundi vaxa og skuldir þjóðarbúsins aukast. Fátt er svo með öllu illt. Gengi krónunnar er stöðugt um þessar mundir, og verðbólga hverfandi lítil. Vextir hafa þegar lækkað verulega. í þessu felast kjarabætur án þess að byrjuð verði að nýju stefna vaxandi viðskipta- halla og skuldasöfunar. Við verðum nú að gera okkur grein fyrir vandanum, sem að okkur steðjar á næstu árum. Allir skilja, að ekki er viturlegt að spá aukningu á afla eða verðmæti sjávarafurða á næstu árum, svo að heitið geti. Mikil óvissa er um annan vöruútflutning. Við getum ekki af neinu viti reiknað með, að bygging álvers á Keilisnesi komi okkur til bjargar á næstunni. Samningurinn um evrópskt efnahagssvæði getur á hinn bóginn orðið okkur efnahagslegur ávinningur, ef rétt verður á haldið. Þá gætu tekjur þjóðarinnar orðið meiri en nú er spáð. Við höfum séð margar spár frá Þjóðhagsstofnun, og ekki hafa þær allar gengið eftir. Við höfum möguleika á að komast úr vandanum. En sem stendur verður að fara með mikilli gát í viðkvæmri stöðu. Almennar launa- hækkanir hljóta að miðast við það sjónarmið. Haukur Helgason „Hinir auralausu eru ekki á áhugasviði þreyttra verkalýðsforingja né ennþá þreyttari umbjóðenda þeirra - ef einhverjir eru,“ segir m.a. í grein Guðrúnar. Skattaraf fjárhagsaðstoð sveitarfélaga Hinn 12. mars sl. urðu umræður um skattsvik í fyrirspurnatíma Al- þingis og kunni fjármálaráðherra fá ráð til þess að koma lögum yfir stóreignamenn. í þessum fyrir- spumatíma hafði ég lagt fram fyr- irspum sem einnig fiallaði um skattlagningu en þaö mál var ann- ars eðlis. Þar var ekki um að ræða stóreignafólk, heldur þá sem erfið- ast eiga í samfélaginu, þ.e. þá sem leita þurfa til sveitarfélaga sinna um fjárhagsaðstoð í tímabundnum erfiðleikum. Og þar vom svörin skýrari, þeir skyldu ekki sleppa. Aðstoð samfélagsins Um það em vísast allir íslending- ar sammála og hafa enda í lög leitt að enginn skuli lifa í neyð hér á landi án matar, fata og húsaskjóls. Til þess að tryggja alla þegna þjóð- félagsins gegn slíkri neyð eigum við sameiginlega sjóði ríkis og sveitarfélaga. Þar sem atvinna hef- ur að mestu verið nægileg á und- anfómum áratugum leita menn tæpast til sveitarfélags síns nema ekki sé annarra kosta völ. Em or- sakir slíkra örþrifaráða oftast sjúk- dómar, dauösfóll eða önnur slík til- vik sem enginn ræður við. Þessi aðstoð samfélagsins er af ýmsum toga, allt frá heimilishjálp, greiðslu húsnæðiskostnaðar, vist- un bama eða til lágmarksfram- færslu, sem nú er kr. 40.141,00 á mánuði fyrir einstakling og kr. 52.183,00 ef eitt bam er á heimili. Af þessum upphæðum má sjá að flestir kjósa að hefja vinnu um leið og kostur er. Nú hefur svo borið við að þeir sem þurft hafa aö leita til Reykja- víkm'borgar hafa fengiö senda launaseðla frá Félagsmálastofnun en fólk hafði ekki gert sér grein fyrir að þetta fé væri skattskylt. Hefur þetta valdið mörgum vem- legum vanda þegar fólk hélt að úr erfiðleikunum væri að greiðast og vinna var hafln að nýju. Félagsmálaráðherra upplýsir I svari sínu viö fyrirspum minni upplýsti félagsmálaráðherra að allt frá gildistöku staðgreiðslu skatta hefði fjárhagsaðstoð sveitarfélaga verið skattskyld. Hins vegar sé stutt síðan þau ákvæði hafi komist í framkvæmd. „Lengst af hafa fé- lagsmálastofnanir ekki gefið upp- lýsingar tfl skattyfirvalda um veitta fiárhagsaðstoð og skjólstæö- ingar ekki gefið þær upplýsingar upp á skattframtali sínu nema í KjáUarinn Guörún Helgadóttir alþingismaður undantekningartilvikum,“ sagði ráðherra. Skattstjórinn í Reykjavík, lang- þreyttur á að ná ekki til þeirra sem mikiö fiármagn eiga og enga skatta greiöa, eygði þarna matarholu og fór fram á það við Reykjavíkurborg að fiárhagsaðstoð yrði gefin upp tii skatts. Og í kjölfar þess fóm fleiri skattstjórar að hans dæmi. í svari sínu sagði ráðherra einn- ig: „Hins vegar var ekkert sam- ræmi í framkvæmd þessara mála í landinu í heild og því verulegt mis- ræmi í framkvæmd skattalegrar meðferðar fiárhagsaðstoðar á milii sveitarfélaga. Þetta varð tilefni þess að samtök félagsmálastjóra tóku málið upp við embætti röds- skattstjóra á sl. ári. Niðurstaða þeirra viðræðna var sú að í byijun þessa árs gaf ríkisskattstjóri út álitsgerð um skattalega meðferð fiárhagsaðstoðar sveitarfélaga tU skjólstæðinga félagsmálastofnana." Félagsmálaráðherra upplýsti að álitsgerð þessi væri mjög ítarleg og tæki tfl allra þátta fiárhagsaðstoð- ar. „Hún getur verið fólgin í vist- gjöldum tfl einkaheimila, fóstur- heimfla eða stofnana. Þá getur fiár- hagsaðstoö verið vegna leigu á hús- næði, vegna dvalar á sambýh eða vegna kaupa á þjónustu sérfræð- inga, lögfræðiaðstoðar, tilsjónar og þess háttar. Loks má nefna niðurgreiðslu vegna daggæslu í heimahúsum." Og ráðherra upplýsti að nú hefðu reglur verið samræmdar og héðan í frá fengju aflir launaseðil á næsta ári eftir aðstoðina því að þessar greiðslur eru undanþegnar stað- greiðslu. Mun hafa verið taiið að of flókið væri fyrir félagsmála- stofnanir að annast staðgreiðsluna. Þar sem þetta eru nýjar reglur vissi fólk ekkert um þær. Og spum- ingu minni um hvað gera skyldi ef fólk réði ekki við þessa óvæntu skattlagningu svaraði ráðherra: „Því er til að svara að væntanlega sækja skjólstæðingar þá um fiár- hagsaðstoð til greiðslu þeirra gjalda ef þeir ráða ekki við þau á annan hátt.“ Vítahring verður að rjúfa Og þannig hefur þetta í mörgum tilvikum verið. Fólk sem orðið hafði að leita til félagsmálastofnana um aðstoð vegna tímabundinna erfiðleika er neytt til að leita til þeirra aftur vegna ógoldinna skatta af fyrri aðstoð! „Þannig verður til nýr vítahring- ur,“ sagði félagsráðgjafi sem ég ræddi við. Og þennan vítahring verður Alþingi að rjúfa. Það er vit- anlega fáránlegt að skattleggja þessa aðstoð og ég mun beita mér fyrir lagasetningu þess efnis. Það eru ekki skjólstæðingar félags- málastofnana í þessu landi sem elta þarf uppi tfl að koma í veg fyrir skattsvik, heldur þeir sem halda fiármunum landsmanna í heljar- greipum og greiða sjálfum sér skattfrjálsan arð af þeim þegar þeim hentar. Fyrirspum mín hefur greinilega ekki vakið eftirtekt forastumanna launþegahreyfinganna því að í þvi dæmalausa loforðaplaggi sem rík- issfjómin býður nú fram í komandi kjarasamningum er ekkert um af- nám skatta af fiárhagsaðstoð - ekki fremur en afnám fyrirhugaðrar kjaraskeröingar námsmanna. Hin- ir auralausu era ekki á áhugasviöi þreyttra verkalýðsforingja né enn- þá þreyttari umbjóðenda þeirra - ef einhverjir era. Guðrún Helgadóttir „Þar sem atvinna hefur að mestu verið nægileg á undanförnum áratugum leita menn tæpast til sveitarfélags síns nema ekki sé annarra kosta völ.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.