Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1992. 15 Þá er lokið að sinni einhverri undarlegustu sanuúngagerð sem átt hefur sér stað milh verkalýðs- hreyfmgarinnar og vinnuveitenda frá þvi þessir aðilar fóru að semja um kaup og kjör. Samningstíminn er búinn aö vara í tæpa 8 mánuði og afraksturinn í öfugu hlutfalli við tímalengdina. Það sem einkenndi þetta samn ingstímabil var að ríkisstjórnin valtaði yfir allan almenning með aögerðum sínum í efnahagsmálum. Þar er hlutur Alþýðuflokksins mjög merkilegur, þar sem gengið er á flestum sviðum í andstæða átt yið fyrri stefnu flokksins. Þar var gengið mjög á hlut þeirra sem verr standa að vígi. Stefnan í mennta- málum er á þann veg að verið er að gera uppvaxandi kynslóðum erfiðara fyrir þegar til lengri tíma er litið og niðurskurður þar mun gera þegnunum erfiöara fyrir að vinna bug á efnahagserfiðleikum. Samningarnir núna eru hins veg- ar með þeim hætti að flest í niður- skurði ríkisstjómarinnar er sam- þykkt og mun verða túlkað sem um það hafi verið þjóðarsátt ef miðlun- artillagan verður samþykkt. Þann- ig er það ríkisstjómin sem hefur farið með algeran sigur í þessari samningalotu. Þetta var mjög vel undirbúið af hálfu atvinnurekenda með síbylju- söng um svartnættið. Þar var vitn- að mjög til atvinnuleysis og þeirra hörmunga sem aukinn kaupmáttur hefði í for með sér. Ákveðið at- vinnuleysi felst hins vegar í stefnu ríkisstjómarinnar vegna þess að aðgerðir hennar fá ekki staðist með öðram hætti. Þetta er reynslan af óheftu markaðskerfi. KjaUaiinn Kári Arnórsson skólastjóri komulag var um, af því að í raun skömmuðust foringjamir sín fyrir að leggja nafn sitt við þetta. í fimmtíu ár hef ég fylgst vel með verkalýðsmálum og þar af leiðandi samningum. Ég minnist þess ekki að verkalýðsforystan hafi áður ver- ið svo aum af sér að troða samning- um upp á félögin, sem hún veit að ekki hefðu hlotið samþykki á al- mennum félagsfundum. Forystu- mennimir vita vel að miklu erfið- ara er að fella miðlunartillögu vegna þeirra flóknu reglna sem um niðurstöður úr slíkri atkvæða- greiðslu ríkja og almenningur þekkir miður vel. Kennarar láglaunastétt Sérstaklega vil ég fjalla.um þessa „samninga" eins og þeir snúa að „Samningarnir núná eru hins vegar með þeim hætti að flest í niðurskurði ríkisstjórnarinnar er samþykkt og mun verða túlkað sem um það hafi verið þjóðarsátt ef miðlunartillagan verður samþykkt.“ Félagsfundur myndi fella Nú, þegar til loka dró í samning- unum, varð niðurstaðan sú að for- ysta verkalýðshreyfingarinnar þorði ekki að leggja niðurstöðumar fyrir sína félagsmenn með venju- legum hætti, þ.e. að félögin greiddu atkvæði um samningana. Þeir höfðu mikinn ótta af því að slíkir samningar yrðu felldir. Þess vegna er gripið til þess ráðs að fá sátta- semjara til þess að leggja fram miðlunartillögu um það sem sam- kennurum. Þar er í fyrsta sinni í sögu kennarasamtakanna ákveðið af hálfu ríkisins að kennarastarf sé láglaunastarf. Byrjunarlaun kennara í dag ná ekki kr. 70.000 á mánuði og þeir þurfa þvi að fá lág- launabætur ef tillagan verður sam- þykkt. í bókunum, sem þessari tillögu fylgja, er ekkert sem snertir kenn- ara sem máli skiptir. Fyrr á þessu ári höfum við horft upp á mjög mikla kjaraskerðingu stéttarinnar „Byrjunarlaun kennara i dag ná ekki kr. 70.000 á mánuði og þeir þurfa þvi að fá láglaunabætur ef tilllagan verður samþykkt," segir Kári m.a. í grein sinni. sem fólst í niðurskuröi Alþingis á styttingu kennslutíma. Auk þess var í þeim aðgerðum faglegum sjónarmiðum algerlega ýtt til hlið- ar. Nú er sú lítilsvirðing, sem þá var sýnd kennurum og starfi þeirra, endurtekin meö þvi sem felst í miðlunartillögunni. Ekkert í þessu þjóðfélagi getur haft meiri áhrif til að bæta hag þegnanna og auka samkeppnishæfni þeirra en góö menntun. Til þess þarf að gera kennara- starfið eftirsóknarvert. Því miður hefur sigið þar jafnt og þétt á ógæfuhliðina og ríkisvaldið hefur nú undirstrikað að kennarastarfið skuli framvegis vera láglaunastarf og færast á lægstu tröppur launa- skalans. Þannig metur ríkisvaldiö mikilvægi skólastarfs. Ef þið, góðir kennarar, eruð sam- þykkir þessu mati á störfum ykk- ar, þá auðvitað samþykkið þið til- löguna. Ég hvet alla kennara til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og hafi þeir einhverja sómatilfinningu fyrir starfi sínu og skjólstæðinga sinna þá eiga kennarar að taka höndum saman og fella þessa til- lögu. Kári Arnórsson Ferðir til f ortíðar Bunaðarþing, áhrifalaust öld- ungaráð án jarðsambands, telur íslenskan landbúnað standa á tímamótum sem er rétt en þau markast ekki af auknu frelsi í milh- ríkjaviðskiptum og fallandi tollm- úram eins og manni er ætlað að trúa, heldur eiga þau sér aðdrag- anda í innri þáttum sem ekki virð- ist mega hafa hátt um. Árangurinn af áratuga veldi framsóknarkom- manna í hinni svokölluðu bænda- forustu er kominn í ljós. Höfuð- markmiði þeirra hefur verið náð, að breyta bændum úr sjálfstæðum framleiðendum í réttindalausa öl- musuþega ríkisvaldsins, of ein- angraða til að skilja, of háða til að þora. Fjörtramir sem lævíslega var smeygt yfir bændur voru niður- greiðslur, verðtrygging framleiðsl- unnar, ærgildi og búmark. Því hef- ur verið haldið fram af miklu of- forsi, en þeim mun minni rök- færslu, að aðlögun framleiðslunn- ar að breyttum markaði nýrrar þjóðfélagsgerðar og neysluvenja náist með kvótum, niðurgreiðslum og jöfnunargjöldum. Þetta er al- gjörlega rangt. Flatur niðurskurð- ur á verðtryggða framleiðslukvóta er ekki einstök leiðrétting. Hann verður árviss þar til sauðfjárrækt til matvælaframleiðslu hefur verið lögð af því vandinn var aldrei skil- greindur samkvæmt markaðs- fræðinni, heldur uppmálaður eftir marxisma. „Hin illu markaðslögmál" Markaðslögmál era hjá bænda- forastunni áhtin af hinu illa og frjálsri samkeppni meðal bænda lýst þannig að þar „klóri menn augun hver úr öðrum“ svo notuð séu orð formanns stéttarsam- bandsins. Hið raunverulega ofbeldi kemur þó fram hjá stéttarsam- KjaUaxinn Jón Hjálmar Sveinsson landbúnaðarverkamaður bandi og landbúnaðarráðuneyti sem runnin era saman í eitt. Stefn- an var aldrei köhuð sínu rétta nafni: Að pissa í skó sinn, heldur var hún skreytt með jólakúlum samvinnu, samneyslu, félags- hyggju, velferðar og jöfnuðar. Tengsl framleiðenda og markað- ar vora rofin, hvati til framþróunar og aðlögunar hvarf og þar með samkeppni, grisjun. Skussar urðu tekjulega jafnokar afburðabænda. Sannur jöfnuöur gengur ekki út á að skera ofan af þeim sem skara fram úr þannig að framtaksleysi og andleg fátækt verði staðahinn, heldur út á jöfn tækifæri th að verða ójafn, þ.e. betri. Slíkt viðhorf útilokar ekki sam- vinnu heldur sprettur hún þar sjálfkrafa fram sem ein af mörgum lausnum, henni yrði ekki þröngvað upp á menn með reglugerðum sem vemda einspora framleiðslu-, af- urðavinnslu- og sölukerfi. Dýr en réttindalaus menntun Bændastéttin er stöðnuð. í henni eru nýbreytni og framkvæði htin hornauga, njóta afskiptaleysis í besta fahi. Búnaðarmenntunin er ein sú dýrasta sem finnst hér á landi en hún gefur samt ahs engin réttindi og leiðir af sér fylgifiska, ekki framkvöðla. Rannsókna- og þróunarstarfsemi landbúnaðarins er 1 fílabeinstumi, úr tengslum við þarfir greinarinnar sem skiljanlegt er þar sem hún er ríkisrekin sem atvinnubótavinna. Felst því einnig duhð atvinnuleysi í rannsóknar- starfseminni sem og hinu rang- nefnda „félagskerfi bænda“, en þar er vísað til skrifstofubáknsins sem fylgir þessari deyjandi grein. í landbúnaði er fjárfesting mikil í tækni sem ekki er fullnýtanleg en síbreytileg og ævinlega hálfþróuð. Afköst hafa aukist en erfiðið ekki minnkað og afkoman versnaö. Bændur geta ekki skilgreint markmið starfans öðravísi en sem mjólkur- og kindakjötsframleiðslu „Rannsókna- og þróunarstarfsemi landbúnaðarins er í fílabeinsturni, úr tengslum við þarfir greinarinnar sem skiljanlegt er þar sem hún er ríkisrekin sem atvinnubótavinna.“ „Bændastéttin er stöðnuð. I henni eru nýbreytni og frumkvæði litin hornauga, njóta afskiptaleysis í besta falli," segir m.a. í greininni. sem í sjálfu sér segir ekkert. Þeim er um megn að skhgreina hlutverk sitt sem það að uppfylla kröfur neytenda th matvæla í vestrænu iðnaðar- og þjónustusamfélagi, hvað þá orða það sem verðmæta- sköpun því hún tengist markaðs- lögmálunum sem þeir hafa verið sefjaðir th að fyrirlíta. Þetta gekk ekki upp í Sovét sáluga, það gengur ekki á Kúbu. Af hveiju rembist svoköhuð hægri sfjóm á íslandi við að halda í miðstýrt einokunarkerfi í landbúnaði? Era bændur svo hræddir aö þeir hafi misst máhð? Halda menn að skrif um þetta séu dægrastytting? Friðuð láglauna- og lágmenningarsvæði Kerfið stuðlar að mikihi skatt- byrði, háu matvælaverði, síversn- andi afkomu bænda og því að landsbyggðin staðnar sem lág- launasvæði. Landbúnaðarráð- herra telur sig sem dæmigerður íslenskur stjómmálamaðiu- ekkert hafa með myndun ytri skhyrða verðmætasköpunar að gera, heldur beinhnis eigi að segja fólki hvaö það eigi að gera. Eins og fyrirrenn- arar hans sem boðuðu fiskeldi og loðdýrarækt. Án þess að þurfa sjálfir að smakka á afleiðingunum né það yrði erft við þá við kjörkassann, kemur hann nú með töfralausnir til búnaðarþingsfuhtrúa: minja- gripagerð og ferðaþjónustu. Maður sér bóndann fyrir sér í skjóh við olíulausan Zetorinn í vegkantin- um,j.otandi tálguspýtum og sel- skinnspjötlum að vegfarendum. - Hvenær skyldi sjávarútvegsráð- herra dirfast að segja LÍÚ að fara bara að sauma roðskó? Mikið of- framboð er í ferðaþjónustu bænda. Fáir og neyslugrannir ferðamenn koma rétt yfir hásumarið svo ferðaþjónustubændum er hklega ætlað að leggjast í dvala utan anna- tíma. Hið versta er að svona mál- flutningi er tekið með andakt af bændum. Ungur maður, nýfluttur af höfuðborgarsvæðinu vesfru' í Dah, lýsti á ferðamálaráðstefnu undrun sinni yfir því aö fólk fyndi sig t.d. í því að fá dagblööin í hrúg- um og geta ekki vahð um sjón- varp'sstöð. Hann taldi að skipu- leggja mætti fyrir áhugasama ferð- ir th fortíðar út á land, þar stæðu hlutimir hvort sem væri í stað og því ekki að nýta sér það í kynningu fyrir ferðamenn. Þetta er a.m.k. raunhæfari hugmynd en þær sem landbúnaðarráðherra mælti fyrir. Jón Hjálmar Sveinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.