Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 13. JÚNl 1992. T ★★★ /2 o lífsins ólgusjó THE FISHER KING Útgefandi. Skffan. Leikstjóri: Terry Gilliam. Aðalhlutverk: Robin Williams, Jeff Bridges, Amanda Plummer og Merced- es Ruehl. Bandarísk, 1990-sýningartimi 127 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Hinn athyglisverði leikstjóri Terry Giliiam hefur með The Fish- er King gert sérlega athyglisverða og góða kvikmynd sem sýnir að snilldarverk hans, Brazil, var eng- in tilviljun á sínum tíma. í Fisher King stefnir hann saman tveimur mönnum, útvarpsmannin- um Jack Lucas (Jeff Bridges) og fyrrum prófessor sem kallar sig Parry (Robin Williams). Báðir hafa ástæðu til að vera í felum fyrir samfélaginu, ástæður sem má rekja til framkomu Lucasar í sínu staríi. Parry hefur nánast umhverft sjálfum sér til að drepa niður þær þjáningar sem hugsanir um fortíö- ina hefur í for með sér og telur sig vera sjálfskipaðan vemdara hins heilaga kaleiks. Lucas aftur á móti reynir að gleyma sinni fortíð með drykkju. Hann hefur ekki yfirgefið hið borgaralega líf á sama hátt og Parry. Þegar hann kemst að fortíð Parrys finnst honum það skylda að hjálpa honum þótt það sé nánast eingöngu gert tQ að friðþægja eigin samvisku. Milli þessara tveggja manna er þvílíkt samspil tilfinninga að það þarf stórleikara til að túlka svo vel fari og það gustar svo sannarlega af þeim Robin Williams og Jeff Bridges. The Fisher King er best lýst sem dramatískri kómedíu. Allt það fyndna sem þeir gera félagaranir er vegna þess að mjög dramatískir atburöir hafa átt sér stað í lífi þeiira. Að horfa á The Fisher King er eins og að horfa á margbreyti- legt listaverk. Myndin er ávallt að koma á óvart þótt endirinn sé að- eins á skjön við dramatíkina í verk- inu og ekki alveg nógu sterkur. -HK Robin Williams og Jetf Bridges sýna báðir stórleik i The Fisher King. DV-myndbandalistmn Z I * 3 {4) 7{*) 8(*) 10 (6) & The Maríboro Man FX2 Ricocheí Doc Hollywood Not wlthout My Daughter er f fimmta sæti þessa vikuna. Á myndinni er Alfred Mollna í hiutverki íranska læknisins sem neltar konu sinni um að fara úr landi. Með honum er Sheila Rosenthal sem lelkur dðttur hans. Jungle Fever Moríal Thoughts 11 (12) K-2 12 (-) Wedlock 13 (8) Regarding Henry 14 (9) Suburban Commando 15 (11) Memories of Midnight Fangi á eigin heimili NOT WITHOUT MY DAUGHTER Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Brlan Gllbert Aóalhlutverk: Sally Field, Alfred Mollna og Shella Rosenthal. Bandarisk, 1991 - sýningartfmi 111 mfn. Bönnuö börnum Innan 12 ára. Not without My Daughter er lífs- reynslusaga Betty Mahmoody sem haldið var fanginni á heimili manns síns í íran. Myndin hefst 1984 í Michigan í Bandaríkjunum. íranskeisari er fallinn og Khomeini tekinn við völdum. Betty Mahmo- ody er gift lækninum Moody og veit ekki betur en að hún lifi ham- ingjusömu lífi ásamt flölskyldu sinni. Heimþrá hijáir eiginmann- inn og vill hann endilega heim- sækja foðurland sitt og flölskyldu sína, sem hann hefur ekki séð í tíu ár, og fær Betty, á móti vilja henn- ar, til að koma með sér. Fljótlega eftir að til írans er kom- ið lætur Moody undan þrýstingi fjölskyldu sinnar og ákveður að BAU6HTE verða um kyrrt og segir að Betty sem eiginkona hans verði einnig að vera um kyrrt. Betty á sér enga von um aö sleppa úr landi án þess að láta bam sitt af hendi. Og er ástæðan sú að um leiö og hún gift- ist Irana var hún orðin, samkvæmt lögum Kóransins, eign eigin- mannsins. Lífið verður henni þvi martröð og er hún illa liðin í fjöl- skyldu eiginmanns síns. En ólíkt flestum sem eins er ástatt um tókst Betty að flýja ásamt dóttur sinni og er síðasti hluti myndarinnar um ævintýralegan flótta hennar. Not without My Daughter er áhrifamikil og ágætlega gerð kvik- mynd sem sýnir á raunsæjan hátt hversu lífsviðhorf araba eru ólík okkar eigin. Sally Field fer sérlega vel með hlutverk Betty Mahmoody sem síðan hún slapp úr prísundinni hefur unnið á vegum Sameinuöu þjóðanna við lausn skyldra vanda- mála. Alfred Molina fer einnig ágætlega með vanþakklátt hlut- verk eiginmanns hennar sem greinilega hefur verið ágætur eig- inmaður áður en hann varð fyrir áhrifum frá heittrúaðri fjölskyldu sinni. -HK ★★‘/2 Brellurogglæpir FX2 Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Richard Franklin. Aðalhlutverk: Bryan Brown og Brian Dennehy. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 104 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. Þeir sem sáu fyrirrennara FX2 muna kannski að brellumeistarinn Rollie Tyler og lögreglumaðurinn Leo McCarthy sluppu í lok mynd- arinnar með umtalsverða fjárupp- hæð sem hafði verið í eigu maf- íunnar. Þegar FX2 hefst er Tyler hættur að vinna við kvikmyndir en starfar sjálfstætt viö uppfinn- ingar á brellum. Fyrrverandi eigin- maður sambýliskonu hans, sem er lögreglumaður, fer þess á leit við Tyler að hann nýti sérþekkingu sína við að hjálpa lögreglunni í til- teknu máli. Tyler lætur til leiðast. Það tekst samt ekki betur til en svo að lögreglumaðurinn er drepinn í atriði sem Tyler hafði hannaö. Honum finnst það skylda sín að komast að því hver sé morðinginn, sérstaklega þegar hann veit að lög- reglan leitar í vitlausa átt, en til að svo sé hægt þarf hann á félaga sín- um McCarthy að halda en hann er víðs íjarri... FX2 er ágæt skemmtun. Sögu- þráöurinn er að vísu nokkuö brokkgengur en ágætur samleikur Bryans Brown og Brians Dennehy bjargar miklu auk þess sem gaman er að fylgjast með frábærum brell- um. -HK Myndbönd Glæpirárið 2000 KNIGHT RIDER Útgefandi: ClC-myndbönd. Lelkstjóri: Alan Levi. Aöalhlutverk: Davld Hasselhoff, Edward Mulhare og Susan Norman. Bandarisk, 1991 -sýningartfmi 91 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sögusviðið í Knight Rider 2000 er stórborg árið 2000. Borgarstjórinn er myrtur í veislu og þar sem morð- ið tengist á einhvem hátt lögregl- unni er fyrrverandi lögreglu- stjarna, Michael Knight, fengin til að aðstoða við rannsókn málsins og kemst fjjótt að raun um æðstu yfirvöld borgarinnar eru flækt í mikið svindl og svínarí. Að nokkra leyti er hér um vís- indaskáldskap að ræða. Knight nýtur aðstoðar tölvu sem hann tengir við bíl sinn með góðum ár- angri og lögreglan notar ekki venjulegar skammbyssur heldur byssur sem aðeins frysta fólk í smátíma. Að öðra leyti er hér um ósköp venjulega sakamálamynd að ræða sem er hvorki fugl né fiskur og gleymist að mestu um leiö og sýningu lýkur. Hættulegtvitni Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Gary Nelson. Aðalhlutverk: Jane Seymour og Omar Sharif. Bandarísk, 1991 - sýningartimi 188 min. (2 spótur). Bönnuð börnum innan 16 ára. Sidney Sheldon varð frægur þeg- ar hann samdi metsölubókina The Other Side of Midnight og var gerð vinsæl kvikmynd eftir sögunni. Memories of Midnight er sjálfstætt framhald þessarar bókar án þess þó að aöalpersónur fyrri myndar- innar séu til staðar. Nú finnst aðalpersónan Cather- ine nær dauða en lífi á sjávarströnd og er hún minnislaus. Einn af auð- ugustu mönnum heims tekur hana upp á arma sína og hvetur hana að vera ekki að hugsa um fortíðina heldur byrja nýtt lff. Minnið kemur nú samt smátt og smátt en um leið eykst hættan á að hún verði myrt. Memories of Midnight er mikið melódrama, en illa gerð og leikin, Omar Sharff er greinilega löngu búinn að gleyma því litla sem hann kunni í leiklistinni og Seymour er nákvæmlega eins og hún var í síö- astu míníseríu sem hún lék í. Sjálf- sagt fá aðdáendur Sheldons eitt- hvað fyrir peningana en aðrir ættu að leita að annarri afþreyingu. ★ V2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.