Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. Sviðsljós NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 Stefanía prinsessa og Daníel Ducruet: Ætla að giftast og eiga mörg böm - fyrsta bamið fæðist í nóvember Stefanía, prinsessa í Mónakó, á von á fyrsta bami sínu í lok nóvember. Faðirin heitir Daníel Ducruet og starfar að eigin fyrirtæki með fisk og skeldýr í S-Frakklandi. Daníel starfaði áður sem lífvörður greifa- fiölskyldmmar í Mónakó en þar kynntust þau Stefanía. „Við sáumst fyrst fyrir fiórum árum þegar Daníel starfaði sem líf- vörður hjá okkur. Strax og ég sá hann fékk ég áhuga á honum,“ seg- ir hún. Daníel er sama sinnis. Það var hins vegar ekki fyrr en fyrir ári að þau fóru að draga sig saman. Þegar blaðamaður frá vikublaðinu Hello heimsótti parið nýlega héld- ust þau í hendur og sátu þétt sam- an. Ástin skein úr augum þeirra. Stefanía og Daníel segjast ætla að ganga í hjónaband en ekki alveg strax. Þau kjósa heldur htla fallega athöfn en kirkjubrúökaup með við- höfn. Þau vona að litla barnið verði strákur og hann á að heita Jonat- han. Stefanía segir að fiölskyldan sé ákaflega ánægð fyrir hennar hönd. Systir hennar, Karólína, hefur lán- að alls kyns bækur um bamaupp- eldi. Þau hafa þó ekki keypt neitt fyrir ófædda bamið ennþá enda nægur tími, Stefanía er komin rúma þrjá mánuði á leið. Parið segist ætla að eiga minnst þijú til fiögur böm. „Það eiga að vera strákar og alla vega ein stelpa. Sonur er eins konar framhald af fóður sínum en litlar stelpur em svo sætar,“ segir Stefanía. Nokkrar breytingar verða á lífi prinsessunar á næstunni. Parið hyggst flyfia í nýtt hús bráðlega. Þar að auki ætla þau að vinna að nýjum sjónvarpsþáttum ásamt ít- alska leiksfióranum Ottavio Fabbri sem nefnast munu Velkomin til Monte Carlo. Segja má að Stefanía sé að snúa frá villu síns vegar og stefni að því að verða góð eiginkona og móðir í framtíðinni. Faðir hennar þarf því vart að hafa áhyggjur af htlu stelp- unni sinni lengur. Þau eru yfir sig ástfangin, Stefanía Mónakóprinsessa og fyrrum lifvörður fjölskyldunnar, Daniel Ducruet, en bæði eru þau 27 ára gömul. Við ætlum að gifta okkur en ekki strax, segja þau. Brúðkaupið verð- ur látlaust og án mikils tilstands. Ef þú gerir kröfu um snerpu, þægindi og rými er Peugeot 405 bíllinn fyrir þig. Hann er rúmgóður og kraftmikill og búinn öllum þægindum. Peugeot 405 er hagkvæmur í rekstri og gæddur einstökum aksturseiginleikum, lipur í borgarumferðinni og skemmtilega rás- fastur útí á vegum. Það fer sérlega vel um ökumann og farþega, fjöðrunin er einstök, sætín frábær og útsýnið mjög gott, bæði úr ffam- og aftursætum. Svo er Peugeot 405 á ótrúlega góðu verði. Peugeot 405 GR. 1,6 beinsk. á 1.197.600 kr. Peugeot 405 GR. 1,9 sjálfsk. á 1.431.900 kr. Innifalið í verði er: Rafdrifnar rúður, velti- og vökvastýri, fjarstýrðar samlæsingar á hurðum, skráningarkostnaður og verksmiðjuryðvörn með 6 ára ábyrgð. JOFUR 1'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.