Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Blaðsíða 9
Utlönd
Mexíkó mótmælti enn aögerö-
um Bandarikjanna innan landa-
mæra sinna í gær. Haft var eftir
þarlendum yfirvöldum aö banda-
ríska lögreglan heföi rænt öörum
mexíkóskum rikisborgara.
Tailand hefur lflca mótmælt viö
bandarísk yfirvöld eftir aö hæsti-
réttur Bandaríkjanna úrskuröaöi
ræna mönnum úman landamæra
annarra ríkja sem grunaðir eru
um glæpsamlegt athæfi og draga
fyrir rétt í Bandaríkjunum.
Þessi úrskurður hæstaréttar
Bandaríkjanna féll i niáli varö-
andi mexikóskan lækni sem rænt
var árið 1990. Hann var dreginn
fyrir rétt í Bandarikjmium og
kærður fyrir að hafa pyntað og
myrt bandarískan lögreglumann.
Yfirvöld í Mexikó segja aö öðr-
um manni hafi verið rænt þann
13. júní. Sá var grunaöur um aö-
ild aö eiturlyfiasmygh.
Nefnd á vegum Evrópubanda-
lagsins kunngiörði nýlega áætlun
um að fækka bílum í borgum
bandalagsins þar til takmarkinu,
bilalausum borgum, yrði náð.
Talsmaður nefndarinnar sagð-
ist reikna með að það tæki mörg
ár að ná takmarkinu en þegar því
hetði verið náð yröi sparnaður-
inn umtalsverður.
„Bílalausar borgir eru tvisvar
tii fimm sinnum ódýrari en þær
sem fullar eru af bifreiðum,"
sagði talsmaðurinn. „Borgir Evr-
ópu eru aö kafiia í umferð og
mengun. Einkabílaeign eykst
stöðugt og því verður að grípa í
taumanastrax." ReuterogFNB
SarajevoíBosníu:
Hjálpargögn byrj'
uð að berast
Hjálpargögn bárust loks til hinnar
stríðshrjáðu Sarajevo í Bosníu í gær.
Frönsk hjálparsveit kom til flugvall-
arins með 31 bíl hlaðinn 130 tonnum
af mat, lyfjum og fatnaði.
80 meðlimir friðarsveita Samein-
uðu þjóðanna athöfnuðu sig í friði á
fiugvellinum þar sem þeir voru að
undirbúa almenna opnun vallarins.
Serbar halda enn völdum yfir flug-
vellinum. Frönsku hjálpargögnin,
sem komu til borgarinnar í gær, eru
aðeins forskot á þá loftbrú sem Sam-
einuðu þjóðimar íhuga að setja í
gang.
Bosníuforseti, Alija Izetbegovic,
sagði að vonir stæðu til að takast
mætti að opna flugvöllinn, sem
Sarajevobúar líta á sem líflínu sína,
einhvem tíma í næstu viku. Bardag-
ar hafa verið harðir að undanfómu
og ekki lítur vel út með vopnahlé á
næstunni eftir ítrekuð brot á þeim
Gamall maöur i Sarajevo situr grát-
andi í rústum verslunar sinnar.
Símamynd Reuter
sem hingaö til hefur verið samið um.
Haft var eftir utanrikisráðherra
Serbíu, Jovanovic, í gær að forseti
Serbíu, Slobodan Milosevic, muni
ekki ætla sér að segja af sér þrátt
fyrir mikinn þrýsting frá almenn-
ingi. Hins vegar væri forsetinn að
íhuga að boða til almennra kosninga.
Jovanovic sagöi að ennþá styddi
meirihluti Serba forsetann og að af-
sögn hans mundi ekki leiða til lausn-
ar á vandamálum fyrrum Júgóslav-
íu.
Talið er að nálægt 6 þúsimd manns
hafi þegar látið lífið í bardögunum á
milli Serba og íslama og Króata í
Bosníu. Sarajevo er hersetin en þar
búa um 300 þúsund manns. Haft var
eftir útvarpinu í Sarajevo í gær að á
síðasta sólarhring hefðu að minnsta
kosti 22 látist í átökunum í Bosníu,
þar af 5 í höfuðborginni.
Reuter
umloftinblá
aðjúmbóþoturnar Bœing 747-400
muni í framtíöinni líkjast flugum
við hlið þeirra gríðarstóru risa
þotna sem nú iiggjaá teikniborð
inu. Framleiöendurnir, Boeing,
McDonnel Douglas og Airbus,
keppast nú allir við að koma þess-
umnýju flugvélum saman en þær
hafa fengið nafnið sújærjúmbó.
Það iítur út fyrir að Airbus
verði fyrst ti) að koma súper-
júmbó fiugvélunum í loftið. Fyr-
irtækið hefur ráðgert að eftir 5
ár muni fyrstu nýju flugvélarnar,
sem taka yfir 500 farþega, veröa
tilbúnar til alhendingar. Kitzau
Dönsku innf lytjendalögin hert
Dönsk stjómvöld hertu innflytj-
endalöggjöfina í gær og hafa innflytj-
endur nú takmarkaðri rétt en áður
til að fá fjölskyldu sína til sín. Þá fær
lögreglan auknar heimildir til að
taka fingrafor og ljósmyndir af þeim
sem sækja um hæh í landinu.
Samkvæmt nýju lögunum, sem
þingið samþykkti í gær, er einnig
styttur sá tími sem afgreiðsla hvers
máls tekur og reynt er að koma í veg
fyrir valdníðslu kerfisins.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International sökuðu stjómmála-
menn um að setja skilvirknina ofar
mannréttindum innflytjenda.
Embættismenn við danska flótta-
mannaráðið sögðu að 3500 flótta-
menn hefðu fengið hæh í Danmörku
í fyrra, eða um þrír íjórðu hlutar
umsækjenda. Árið á undan hlutu
2800 flóttamenn náð fyrir augum vf-
irvalda.
Ríkisfangslausir Palestínumenn,
írakar og íranir hafa verið í meiri-
hluta þeirra sem leitaö hafa hælis á
undanfömum árum. Innflytjendur
em aðeins um þrjú prósent íbúa
Danmerkur.
Mikiö atvinnuleysi meðal innflytj-
enda og ótti við misnotkun á félags-
lega kerfinu varð til þess að mjög var
þrýst á um að heröa löggjöfina. Sam-
kvæmt nýju lögunum mega innflytj-
endur aðeins að fá maka sína til sín
ef báðir em orðnir átján ára. Þá
mega foreldrar ekki flytja til bama
sinna ef þeir eiga önnur börn heima-
fyrti. Reuter
^ Efþú þjáist
afsvefnleysi þá
skaltu bara leysa
málið með því
að sofa vel og lengi.ff
W.C. Fields.
Við erum sérfrœðingar
í að velja góðar dýnur.
HÚSGAGNA
HÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20 - S: 91-681199 I
Ferðaáætlun okkar:
20.06 laugardag
Fáskrúðsfjöröur við Shell
frá kl. 10.3CM 2.30
Breiðdalsvík við Kaupfélagiö
frá kl. 14.00-15.30
Stöðvarfjörður við Hótel Bláfell
frá kl. 17.00-18.00
21.06 sunnudag
Seyðísfjörður við Herðubreið
frá kl. 10.30-12.00
Égilsstaóir við Esso skálann
frá kl. 13.30-17.30
22.06 mánudag
Neskaupátaður við Shell
frá kl. 17.00-18.30
Eskifjörður við Shell
frá kl. 20.00-21.00
23.06 þriðjudag
Reyöarfjörður Lykill
Sýning og reynsluakstur
HFERÐ
Dagana 20.-23. júní
veröum við meö Nissan
og Subaru stórsýningar.
Viö munum sýna og bjóða
reynsluakstur á
Nissan Patrol
Nissan Terrano
Nissan Primera
Nissan Sunny 4WD
Subaru Legacy Arctic
Edition
Ingvar
Helgason ht
Sævarhöföa 2
sími 91-674000
NISSAIM
. '