Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Qupperneq 14
14rr
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P-. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Forystu er þörf
Það eru gömul sannindi og ný að á uppgangs- og vel-
gengnistímum er létt verk að stjórna. Þegar menn hafa
úr nógu að moða og hægt er að sýna mildi og örlæti og
skipta stórri köku eru hæg heimatökin fyrir stjómvöld
hverju sinni að fleyta sér áfram á öldutoppum vinsælda
og velgerða.
Það er hins vegar á harðræðistímum, stundum mót-
lætis og erfiðleika, sem fyrst reynir á þor og þrek þeirra
sem fara fyrir fleyinu. Þá kemur í ljós hver er til for-
ystu fallinn og stýrir sínu fleyi í höfn.
Nú hggur það fyrir að Hafrannsóknastofnun leggur
til að þorskveiðar séu skertar um allt að 34% frá því
aflamagni sem leyfilegt er á þessu ári. Hafrannsókna-
stofnun hefur þannig staðfest tillögur ráðgjafarnefndar
Alþjóða hafrannsóknaráðsins í öllum meginatriðum.
Ríkisstjómin hefur enn ekki tekið formlega afstöðu til
þessara tillagna en ljóst er að hún hefur hvorki efni né
rök til þess að virða þær að vettugi.
Þessi fyrirsjáanlegi niðurskurður er auðvitað hrika-
legt áfall fyrir þjóðarbúið. Hann mæhst á bhinu tíu th
fimmtán mhljarðar í beinum útflutningstekjum. Tals-
menn sjávarútvegsfyrirtækja reikna með 15% tapi í fisk-
vinnslunni. Útgerðin sleppur ekki betur. Er þá ekki tal-
að um allar hliðarverkanir, þjónustu og atvinnu og sam-
dráttinn í þjóðfélaginu, sem fylgja í kjölfarið. Svo mik-
hl niðurskurður á þorskveiðum er eitt ahsherjarreiðar-
slag fyrir íslendinga.
A slíkum stundum fyllast landsmenn svartsýni. For-
svarsmenn hagsmunasamtaka hafa lýst afleiðingunum.
Sumir neita jafnvel að horfast í augu við þennan vem-
leika og segja: þetta er ekki hægt.
Stjómmálaforingjar eru enn að reyna að ná áttum
en hafa þó heldur ekki farið í launkofa með þá erfið-
leika sem framundan em. Lamandi hönd hefur lagst
yfir þjóðina.
Vitaskuld ber að vera raunsær og gera ekki lítið úr
vandamálunum. En á sama tíma er nauðsynlegt að berja
kjark í þjóðina og sýna dug. Það er ekki síst hlutverk
forystumanna á sviði þjóðmála og stjómmála að veita
forystu út úr ógöngunum. Fólkið í landinu má ekki tapa
trúnni á framtíðina. Það þarf leiðsögn og uppörvun og
von og að því leyti var tónninn í ávarpi forsætisráð-
herra á þjóðhátíðardaginn góður, að hann stappaði stál-
inu í landsmenn. Davíð Oddsson hefur notið velgengni
í starfi sínu sem borgarstjóri. Hann valdist tiltölulega
fyrirhafnarlaust til forystu í stærsta flokki þjóðarinnar.
En nú reynir á Davíð. Nú reynir á hvort hann er jafn
sterkur og traustur foringi í mótlætinu og hann var í
meðlætinu.
Hér verður Davíð Oddsson forsætisráðherra auðvitað
ekki gerður að neinum örlagavaldi enda ekki á hans
valdi að galdra fram töfralausnir á víðtækum efnahags-
vpda. Hughreystingar duga skammt, orð em í sjálfu
sér th líths þegar undirstöður þjóðarframleiðslunnar
hrynja á einni nóttu. En forsætisráðherra þjóðarinnar
hefur það hlutverk að fara fyrir þjóðinni á þessum harð-
ræðistíma og honum er mikhl vandi á höndum; vandi
sem Davíð er ekki öfundsverður af. Það dugar honum
ekki að leggjast undir feld eins og Ljósvetningagoðinn
gerði forðum. En ríkisstjóm Davíðs Oddssonar þarf að
bretta upp ermamar og sýna hvað í henni býr. Ekki
með því að grípa th örþrifaráða heldur fyrst og fremst
að stýra fleyinu þannig að áhöfnin gefist ekki upp.
Ehert B. Schram
______________FÖSTUDACLUR 19. JÚNÍ 1992,..-
Hin nýju
Balkanstríð
Þaö er kaldhæðnislegt til þess að
hugsa en með því að miðla málum
í sífellu og taka að sér friðargæslu
eru Sameinuðu þjóðimar í raun-
inni að auðvelda Milosevic Serbíu-
forseta það verkefni sem hann hef-
ur sett sér. Það er að sameina öll
serbnesku hémðin, reka þaðan öll
önnur þjóðarbrot og endurreisa
Serbíu eins og hún var á stórveldis-
tíma sínum á miðöldum. Fyrst var
það Slóvenía sem sagði sig úr lög-
um við Júgóslavíu. Milosevic
reyndi að stöðva Slóvena með vald-
beitingu í þeim tilgangi að hræða
Króata til að hætta við sinn að-
skilnað. Það mistókst og þá gafst
Milosevic upp á Sóveníu, enda er
þar enginn serbneskur minnihluti,
og réðst inn í Króatíu. Eftir mikið
blóðbað þar tókst Serbum að ná á
sitt vald um þriðjungi Króatíu og
flestum byggðum Serba. Þá var
kominn tími til að hlusta á Samein-
uðu þjóðimar. Sameinuðu þjóðim-
ar gerðu svo vel og tóku við friðar-
gæslu á hemámssvæðum Serba í
Króatíu. Þar með var serbneski
herinn frjáls til að snúa sér að öðra.
Síðustu vikur hefur mátt sjá í Bos-
níu-Herzegóvínu afleiöingar þess
að Serbar þurfa ekki lengur á hem-
um að halda í Króatíu. Þess er lík-
lega ekki langt að bíða að Serbar
fari að hlusta á Sameinuðu þjóðim-
ar og hleypa friðargæslusveitum
inn í Bosníu. Þar hefur mikið áunn-
ist frá sjónarmiði Serba, þeir hafa
þegar náð yfirráðum yfir tveimur
þriðju hlutum landsins og fram-
fylgja nú þeirri langtímastefnu að
reka á brott öll önnur þjóðarbrot
frá serbnesku hemámssvæði. Sam-
einuðu þjóðimar eru velkomnar til
að gæta landvinninga Milosevics í
Bosníu svo að hann geti notað her-
inn annars staðar. Það em tvö mik-
ilvæg landsvæði eftir þar sem
tryggja á yfirráð Serba, Kosovo og
Makedónía.
Kosovo
Kosovo er hinn raunverulegi og
sögulegi kjami hinnar fornu Serb-
íu. Þar á serbnesk menning rætur
sínar, þar var fyrsta höfuðborg
Serba, þaðan herjuðu þeir á Tyrki
fyrir 600 árum og þar voru þeir
sigraðir og lagðir undir Ósmanna-
heimsveldið tyrkneska. Kosovo er
líka eina svæðið af hinni fomu
Serbíu þar sem íslam er ríkjandi,
um 90 prósent núverandi íbúa era
íslamar með náin tengsl viö Alba-
níu. Kosovo var sjáífstjómarsvæði
í Júgóslavíu allt til 1981, þegar mið-
stjómin í Belgrad afnam heima-
stjóm og hefur stjómað landinu
beint síðan. íbúamir hafa stöðugt
verið með uppreisn síðan, þar hef-
ur geisað eins konar intifada síð-
ustu 11 ár. Nú síðast tókst íbúunum
að koma á kosningum, sem að sjálf-
sögöu vora ekki viðurkenndar, og ,
kjósa sitt eigið þing og stjóm sem
ekki fær að starfa. Það er augljóst
að íbúar Kosovo stefna að sjálf-
stæði en jafnaugljóst að sjálft
hjarta Stór-Serbíu verður ekki gef-
ið eftir, hvorki af þjóðemissínnum
Milosevics né rétttrúnaöarkirkj-
unni í Serbíu sem á rætur sínar og
uppruna í Kosovo. Enda þótt rétt-
trúnaðarkirkjan sé andsnúin Mi-
losevic nú í málefnum Bosníu og
Króatíu er ekkert sem bendir til
annars en hún vilji halda Kosovo
innan landamæra Serbíu áfram.
Næsta skotmark heija Milosevics
er Kosovo, nú þurfa Sameinuðu
þjóðimar að gera honum þann
greiða að gæta friðar og landvinn-
inga hans í Bosníu, eins og þær
gera þegar í Króatíu. En þegar að
því kemur að látið verður tíl skarar
skríða í Kosovo, í þeim tilgangi eins
og annars staðar að hreinsa landið
af öllum öðrum en Serbum og reka
íslama yfir landamærin til Alban-
KjaHaiinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
íu, er næsta víst að Albanía mun
dragast inn í átökin. Enda þótt Al-
banía sé fátæk og veikburða mun
aðild landsins að stríði í Kosovo
auka mjög sprengihættuna á þess-
um slóðum og þvi að stríðið á Balk-
anskaga breiðist út.
Makedónía
Makedónía er ekki síður hættu-
svæði en Kosovo. Það land er syðsti
hlutí hinnar sögulegu Stór-Serbíu
og höfuðborgin, Skopje, var aðset-
ur serbneskra konunga á miðöld-
um fyrir hemám Tyrkja. En Make-
dónía á seinni öldum var hluti af
Búlgaríu og Grikklandi. í Grikk-
landi er líka Makedónía, sem er
beint framhald af hinni júgóslav-
nesku Makedóníu, og Grikkir neita
að viðurkenna að til sé neitt sjálf-
stætt ríki sem heití Makedónía.
Þess vegna hafa þeir stöðvað það í
Evrópubandalaginu og í Samein-
uöu þjóðunum að sjálfstæði Make-
dóníu sé viðurkennt. En allt fram
til 1918 litu Makedóníumenn á sig
sem hluta af Búlgaríu og Búlgarir
háðu stríö við Grikki og Serba 1913
einmitt um Makedóníu, sem þeir
töpuðu. Ef nú Serbar ráðast með
sama hætti og áður á Makedóníu
er ólíklegt annað en Búlgarir og
Grikkir skerist í leikinn. Þar aö
auki era Tyrkir aðilar að þessu
máh öllu, skjólstæðingar þeirra
eru Albanir, sem Tyrkir snera á
sinni tíö til íslams og hafa haft náin
tengsl við síðan. Milossevic er sem
sagt á leið út í árekstra við Alba-
níu, Tyrkland, Búlgaríu og Grikk-
land. Afleiðingin gæti orðið alss-
heijarstríð á Balkanskaga. Hvaö
er nú orðið um hina nýju Evrópu
sem áttí að rísa úr rústum hinnar
kommúnísku Evrópu? Hvar er sú
nýskipan sem Bush forsetí lýsti
yfir að ríkja skyldi í heimsmálum
eftír sigurinn á írak? Ef útþensla
Serbíu og landvinningar fær að
standa sem orðinn hlutur eru öll
þau orð orðin að hveiju öðra
lýðskrumi.
Serbía verður ekki stöðvuð nema
með vopnavaldi. Nú á tímum er það
óþolandi að eitt ríki geti lagt undir
sig önnur með hervaldi. Hervald á
móti er það eina sem dugar og eina
stofnunin sem hefur það hervald
er Nato. Sameinuðu þjóðirnar eiga
að gefa Nato umboð til að fram-
fylgja efnahagsbanninu á Serbíu
og loka lofthelgi Serbíu fyrir serb-
neskum flugvélum. Það er líka
meiri ástæöa til að skerast í leikinn
þama en var nokkra sinni út af
Kúveit. Hingað til hafa alþjóða-
stofnanir i verki stutt landvinninga
Milosevics, að óbreyttu era þessar
alþjóðastofnanir að ýta undir nýtt
Balkanstríð. Gunnar Eyþórsson
„Milosevic er sem sagt á leið út í
árekstra við Albaníu, Tyrkland, Búlg-
aríu og Grikkland. Afleiðingin gæti
orðið allsherjarstríð á Balkanskaga.“