Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Síða 15
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992. 15 Það er vandsiglt milli skers og báru Greinarhöfundur segir að samkvæmt EES-samningnum gjörbreytist hlut- verk Alþingis. Markmið EES-samninganna er að stuðla að stöðugri og jafnri efl- ingu viðskipta- og efnahagstengsla milli samningsaðila. Fyrsti hluti samningsins fjallar um þessa meg- inreglu. Til þess að ná markmiðum þessum er allt samstarf samræmt og til grundvaliar lögð frelsin fjög- ur: fijálsir vöruflutningar, frjálsir fólksflutningar, frjáls þjónustu- starfsemi og frjálsir flármagns- flutningar. Einnig að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og reglur þessar séu virtar af öllum og komið verði á fót nánari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsóknar- og þró- unar-, menntunar- og umhverfis- og félagsmála. Erfitt getur reynst að ná þessum markmiðum og því er tekið fram í 2. mgr. 3. gr., eflaust ekki að ástæðulausu, að varast beri ráðstafanir sem geti teflt ofan- greindum markmiðum í tvísýnu. Aflögð er mismunun þjóðernis í 4. gr. segir: „Hvers konar mis- munun á grundvelli ríkisfangs er bönnuð á gildissviði samnings þessa nema annað leiöi af einstök- um ákvæðum hans.“ Ríkisborgar- ar á Evrópska efnahagssvæðinu, sem eru um 360 milljónir, eru í meginatriðum allir jafnréttháir. í lögum um eftirlit með útlendingum og lögum um atvinnuréttindi út- lendinga telst hver sá útlendingur sem ekki hefur íslenskan ríkis- borgararétt. Á þessu verður algjör grundvallarbreyting og hygg ég að margir geri sér ekki grein fyrir af- leiðingunum. í bókun 15 við EES- samninginn eru leyfðar takmark- anir til þess að viðhalda innlendum ákvæðum fyrir aðildarríkin fram KjáHaiinn Sigurður Helgason viðskipta- og lögfræðingur að 1. jan. 1998. Það vekur undrun að Sviss og Liechtenstein gera í sömu bókun mjög ítarlega fyrir- vara í 10 undirgreinum, sem snerta m.a. fjöldatakmörkun árstíðabund- ins vinnuafls og vegna fleiri ástæðna. Undrun vekur að íslend- ingar hafa ekki séð í þessu sam- bandi ástæðu til bókunar. Mætti þó ætla að við hefðum haft ríka ástæðu til þess og þá hef ég m.a. í huga sérstöðu fiskvinnslufólks, sjómanna og atvinnuréttindi skip- stjómarmanna. Sagt er að við Is- lendingar ætlum að búa lengur við þennan samning en aðrar þjóðir í EFTA og þurftum því einmitt að sýna hér sérstaka aðgætni. Það er algild regla í alþjóðlegum við- skiptasamningum að virða bókanir og fyrirvara einstakra ríkja, en séu þeir ekki gerðir þá er nær útilokaö að taka þá upp síöar. Nánar verður rætt um þetta atriöi þegar fjallað verður um öryggisráðstafanirnar. Forgangstúlkun EB-dómstólsins í 6. gr. EES-samningsins segir að túlka beri efnislega samsvarandi reglur í samræmi við úrskurði EB-dómstólsins. Gerður er þó fyrir- vari um dómsúrlausnir í framtíö- inni, en samkvæmt 105. gr. samn- ingsins skal sameiginleg EES- nefnd endurskoða þróun fordæm- isréttar bæði EB-dómstólsins og EFTA-dómstólsins og gera nauð- synlegar ráðstafanir til samræm- ingar. EB-dómamir eru ein af aUra mikilvægustu réttarheimildum sem fylgja samningi þessum og em í stöðugri þróun eftir því sem fleiri deilumál koma þar til úrlausnar. Hér skal vikið að tveimur athyghs- verðum dómum sem voru birtir í Evrópurétti eftir Stefán Má Stef- ánsson prófessor. í máli nr. 6/64, Costa-málinu, segir í forsendum dómsins. DómstóU EB er þeirrar skoðunar að lög EB séu rétthærri en lög einstakra aðUdarríkja sem kunna að vera þeim andstæð. Að áUti dómsins gUdir þetta hvort sem lög aðildarríkis era eldri eða yngri eða EB-lögin brjóti í bága við stjómarskrárákvæði. í öðra máh nr. 167/73 um áhafnir á frönskum skipum. Ákvæði voru í frönskum lögum að hluti áhafnar skyldi vera franskur. EB-dómstóUinn komst að þeirri niðurstöðu að frönskum stjórnvöldum væri skylt að hlutast tíl um að nema slík ákvæði úr lög- um. Vart er hægt að skUja þetta öðravísi en samningsaðilum sé skylt að nema öU ákvæði andstæð frelsunum fjórum úr lögum sínum. Hlutverk EB-dómstólsins er að mörgu leyti ólíkt hlutverki okkar dómstóla, þar sem ekkert sUkt ákvæði er í lögum um afdráttar- laust fordæmisgildi dóma. Gjörbreyting á hlutverki löggjafans Samkvæmt 7. gr. EES-samnings- ins skulu tekin upp í landsrétt allar tilheyrandi reglugerðir, svo og flestar tilskipanir EB. Samkv. 102. gr. samn. skal tU þess að tryggja samræmingu lögfesta í viðkomandi EFTA-ríki öU ný ákvæði eins fljótt og unnt er eftir að EB hefur sam- þykkt þau. Gjörbreyting verður á hlutverki Álþingis íslendinga samkv. 2. gr. stjskr. um setningu almennra réttarreglna. Farist fyrir að breyta eða setja ný lög, sem snerta ákvæði umrædds samnings, þá skiptir það engu, því að reglu- gerðir og tilskipanir EB eru samkv. þessu rétthærri. Alþingi verður nánast afgreiðslustofnun í stórum hluta málaflokka. Ekki verður hjá því komist að telja frosið fyrir öU skilningarvit hjá þeim stjórnmálamönnum sem fullyrða að EES-samningurinn feli ekki í sér neitt framsal valds né röskun á höfuðeinkennum ís- lenskrar stjórnskipunar. Sigurður Helgason „Dómstóll EB er þeirrar skoðunar að lög EB séu rétthærri en lög einstakra aðildarríkja sem kunna að vera þeim andstæð. Að áliti dómsins gildir þetta hvort sem lög aðildarríkis eru eldri eða yngri eða EB-lögin brjóti 1 bága við stj órnarskrárákvæði. “ Framtíð einsetins skóla í Fossvogi Skólastjóri Fossvogsskóla hefur tilkynnt að ekki sé hægt að senda for- eldrum upplýsingar um fyrirkomulag skólans næsta haust. Um nokkurra ára skeið hefur verið rekin tílraun í Fossvogsskóla með einsetinn skóla. Það þýðir að öU börn eru á sama tíma í skólanum og eiga foreldrar þannig auðveld- ara með að skipuleggja tíma sinn og bama sinna. Þetta sem kaUað er tUraun hér í Reykjavík era eðU- leg og sjálfsögð mannréttindi ann- ars staðar, bæði hérlendis og víða í nálægum löndum. Fjölskyldan fer á fætur á sama tíma, systkini eða nágrannar fara saman í skólann og koma saman úr honum. Þeir fólksflutningar, sem tíðkast víðast hvar í hádeginu hér í Reykjavík, þegar foreldrar era að sækja börn sín í skólann og/eða fara með önnur, eru þvílík tíma- skekkja í nútíma þjóðfélagi, svo ekki séu notuð sterkari orð, að slíkt ætti að heyra sögunni til. Það stress, álag og aukinn umferðar- þungi með tílheyrandi slysahættu, sem fylgir þessum flutningum, er þess eðUs að stjómvöld ættu að sjá sóma sinn í að reyna að hlú að því Utla sem gert er tU að draga úr þessum ósköpum. Einsetinn skóli er þjóðhagslega hagkvæmur í þeirri umræðu, sem átti sér stað í vetur um niðurskurðinn í grann- skólakerfinu, kom það fram að unnin hafði verið á vegum Háskóla KjaJlaiinn Gunnlaugur Júlíusson, foreldri og form. Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík íslands úttekt á m.a. hagkvæmni einsetins skóla. Þar kom það fram að hægt var beint að spara svo miUjörðum skipti með því að hlúa betur-að grunnskólanum, fyrir ut- an allan þann gróða sem ekki er hægt að mæla, svo sem vegna minna álags á böm og foreldra. Engu að síður tóku hin skamm- sýnu stjómvöld þann valkostinn að skera flatt niður fjárveitingar til grannskólans og auka þar með á vanda barna, foreldra og skóla- fólks. Hvað gerist í Fossvogsskóla? Nú um miðjan maí tilkynnir skólastjóri Fossvogsskóla foreldr- um að ekki'sé hægt að senda foreld- rum upplýsingar um upphaf skóla- árs og fyrirkomulag nk. haust því enn Uggi ekki fyrir hvort hægt verður að halda áfram með einset- inn skóla næsta skólaár. Ekki fást svör frá menntamálaráðherra um hvort hægt verði að halda áfram með einsetinn skóla næsta skólaár eða ekki. Ef skóhnn yrði tvísetinn þá þýddi það aukalega skerðingu fjárveitinga fyrir Fossvogsskóla of- an á það sem allir aðrir fá. Þetta virðingarleysi mennta- málaráðherra fyrir skólafólki, for- eldrum og bömum er gersamlega óþolandi. Skólayfirvöld geta ekki sinnt starfi sínu og hafið skipulagn- ingu skólastarfs fyrir næsta ár eins og nauðsynlegt er þegar þessi tími er kominn. Foreldrum er t.d. stefnt í óvissu með atvinnu sína, þar sem þeir foreldrar sem t.d. vinna heima hálfan daginn og utan heimihs hinn hluta dagsins fá ekki að vita hvort þeir geti starfað þannig áfram, hvort þeir þurfi að leita eft- ir breytingum eða hætta að vinna. Börnunum er einfaldlega gefið langt nef því þau fá ekki einu sinni að vita hvort núverandi fyrirkomu- lag gUdi næsta haust með ákveðnu öryggi og stöðugleika, eða hvort við taki þvælingur í hádeginu með til- heyrandi morgun/eða eftirmið- dagsgæslu. Foreldrar allra sex ára bama við skólann skrifuðu nýverið undir áskoran til menntamálaráðherra um að núverandi fyrirkomulagi verði haldið áfram og að ákvörðun um það Uggi fyrir sem fyrst. Með hhðsjón af starfi stjórnvalda á fyrsta ári ríkisstjómarinnar er þó rétt að vera svartsýnn á að það gangi eftir, hið góða sakar aldrei. Gunnlaugur JúUusson „Ekki fást svör frá menntamálaráð- herra um hvort hægt verði að halda áfram með einsetinn skóla næsta skólaár eða ekki. Ef skólinn yrði tvíset- inn þýddi það aukalega skerðingu Qár- veitinga fyrir Fossvogsskóla ofan á það sem allir aðrir fá.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.