Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. Útlönd Ráðstefna um kynlífogvið- skipti bönnuð Stjómvöld á Bali hafa bannað ráðstefnu sem halda átti á eyj- unni um kynlíf og viöskipti. Landstjóri eyjunnar, Ida Bagus Oka, hafði þetta aö segja um mál- ið: „Hver er tilgangur ráðstefn- unnar?“ Sagði landstjórinn að með ráðsteftiunni væri veriö að gefa í skyn að Bah vildi nota kyn- líf til að laða að ferðamenn en um milljón feröamenn heimsækja eyjuna árlega. Yfirvöld á Bah hafa komiö í veg fyrir að á eyjunni risu upp rauö hverfi eins og eru á nágrannaeyj- unni Jövu. f>að þýðir samt ekki aö ekkert vændi Bé til staðar því að sögn ibúanna er kynlíf til sölu þar eins og annars staðar í Indó- nesíu. Máttlekki stundavændi hálfandaginn Bresk kona, Kerry Young, sem starfaði í banka tapaöi máli sem hún höfðaði á hendur vinnustað sínum fyrir að hafa þvingað sig til að segja upp eftir að upp komst aö hún starfað hálían daginn sem vændiskona. Fannst Young þaö hafa veriö óréttlátt aö hún skyldi hafa þurft að hætta, Young vann á daginn í útibui Royal Bank of Scotland en á kvöldin seldi hún líkama sinn í hafnarborginni Plymouth. Þegar gamah elskhugi Young sagði for- svarsmönnum bankans frá tvö- fóldu lífi hennar átti umsvifa- laust að reka hana en hún kaus að segja upp. Af þeirri ástæðu tapaði hún málinu. NScaraguaeign- arsértværkól- umbískareyjur Stjóm Kólumbíu sendi stjóm Nicaragua bréf á fóstudaginn þar sem því var mótmælt að á nýlegu landakorti, sem verið er að gefa út í Nicaragua, eru tvær kólumb- ískar eyjar sagðar tilheyra Nic- aragua. Eyjaraar, sem um er að ræða, em San Andreas og Providencia. Þær em á kólumbísku svæði og fékkst viðurkenning á því árið 1928 með Esguerra-Barcenas samningnum. Eyjamar tilheyra því Kólumbíu þó að þær liggi nær Nicaragua. Hefur verið íarið fram á að landakortið verði strax tekiö út af markaðnum. Bannaðaðeyða niiklu i hina látnu Lögreglan í kínverska bænum Tijanin lokaði hundruðum versl- ana þar í bæ um helgina. Vom þaö eingöngu verslanir, sem selja iíkklaeði og, kransa, sem lokað var. Ástæðan er sú að yfirvöld reyna nú að binda enda á finar og dýrar jarðarfarir. Þykir slikt vera óþarfa sóun á peningum. Þaö vom um 500 jarðarfara- verslanir sem urðu fyrir aðgerð- um lögreglunnar en slikar versl- anir hafa biómstrað að undan- fómu þar sem Kínverjar eru í æ ríkari mæli famir að jarða sína nánustu að gömlum siö, þ.e. meö miklu prjáfi. f tið Mao Tsetung voru slíkar stórjarðarfarir með öllu bannað- ar en í byijun níunda áratugarins var fólki geftð aðeins meira svigr- úm í þessum efnum og fóm þá Kínverjar aö kosta meira til við jaröarfarir og brúökaup. Reuter I>V Sérstæðnafn- spJöEd fyrir drykkjumenn Fyrirtæki í Rússlandi hefur hafiö framleiðslu á sérstökum þjónustuspjöldum fyrir drykkju- menn. Spjaidið er eins og nafnspjald og auðveidlega er hægt að festa þaö við frakka notandans. Á því stendur: „Ég er drukkinn í dag. Ef mér tekst ekki aö finna leiöina heim, gætir þú þá farið með mig á eftirfarandi heimiiisfang...“. Fyrirtækiö, sem framleiðir spjöldin, segir að mikil eftirspurn sé eftir þeim. Úrvændiígötu- sópun Nýr borgarstjóri í Manila, höf- uðborg Fiiippseyja, hefur boöið vændiskonum borgarirmar störf við að sópa götur. Þetta er liöur í átaki borgarstjórnarinnar til að bæta ímynd borgarinnar en hún hefur á sér óorð sem ódýr kynlifs- borg. Borgarstjórinn sagði aö alls væru 64 lausar stöður við götu- sópun og að vændiskonur úr melluhverfi borgarinnar gætu fengift-þær, vildu þær snúa viö blaöinu og heíja nýtt líf. Borgarstjórinn hefur þegar lát- ið loka 22 börum og næturklúbb- um í Manila og hótar að loka fleiri. Hann hefur hvatt eigendur næturklúbba til að breyta stöðum sínum í ísbúðir. Þá vísar hann kvörtunum at- vinnulausra vændiskvenna um að ekki fáist önnur störf á bug og segir það bara fyrirslátt. „Þær bara vilja ekki leita sér að öðrum störfum,“ sagði borgarstjórinn. Bandarískir læknaróttast meðhöndlun eyðnisjúklinga Meira en einn þriðji hluti að- stoðarlækna í Bandarikjunum óttast að meðhöndla sjúklinga sem smitaðir eru af eyðniveir- unni að þvi er segir í könnun sem birtist í blaði bandarísku lækna- samtakanna um helgina. Alls sögðust37 prósentaöstoða- lækna telja að það væri hættulegt fyrir lækna að hjúkra eyðnisjúkl- ingum. Til samanburðar hafði einungis umfjórðungur franskra aðstoöarlækna og 21 prósent kanadískra sömu skoðun. Þá sögöust um 25 prósent bandarískra lækna ekki vilja meðhöndla eyðnisjúklinga gætu þeir valið. Aðeins fjögur prósent franskra lækna svöruðu þessari spumingu á sama veg og 14 pró- sent kandadískra. Sjúklingurmeð bavíanalifurá batavegi Sjúklingur, sem I var grædd bavíanalifur fyrir stuttu, er nú á góðum batavegi að þvi er tals- menn sjúkrahússins, þar sem hann liggur, segja. Lófrarþeginn er þó ennþá á gjör- gæslu en 19 dagar eru liönir síðan lifur úr bavíana var grædd í hann. Lifrarþeginn er 35 ára karl- maður og enn hefur hkami hans ekki sýnt nein merki höfhunar. Læknar segja að lifrin starfi eðli- lega og aö allt líti vel út. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem líffæri úr dýri er grætt i mann. Sjúklingur, sem fékk nýra úr simpansa, lifði í níu mánuði án þess aö líkaminn sýndi nein merki höfnunar og lítið barn, sem fékk hjarta úr bavíana árið 1984, lifði í 20 daga. Reuter Bannað að bera brjóst sín í Kanada - fimm handteknar fyrir að hafa farið úr aö ofan James Baker, utanríkisráðherra Bandarikjanna, hitti í gær Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, en Baker er nú á för um Mið-Austurlönd. Símamynd Reuter James Baker 1 Israel: Rabin er alvara með að vilja frið James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem nú er í for um Mið-Austurlönd til að koma friöar- viðræðum milii ísraels og Palestínu- manna af stað á nýjan leik, mun i dag hitta leiðtoga Palestínumanna á herteknu svæöunum. Baker, sem kom til ísraels í gær, sagöi að hann myndi flytja Palestínu- mönnum þær fregnir aö forsætisráð- herra ísraels, Yitzhak Rabin, væri full alvara með að vilja takmarka landnám ísraelsmanna á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu. Ríkisstjórn Rabins stöðvaði í gær allar nýbyggingar gyðinga á her- teknu svæðunum þar til að búið væri að kanna aöstæður. Baker hef- ur lýst því yfir að landnámið sé hindmn í vegi friðarviðræðnanna sem hófust í Madríd fyrir níu mánuð- um. Um 100 þúsund gyðingar búa nú innan um 1,75 milljónir Palestínu- manna. Hanan Ashrawi, talsmaður palest- ínsku sendinefndarinnar í friðarviö- ræðunum, sagði í gær að það yrði að stöðva allan flutning ísraels- manna á herteknu svæðin. „Land- námið er ólöglegt og verður að stöðva. Til að viðhalda heilindum í friðarviðræðunum verða allar landnámsaðgerðir að hætta,“ sagði Ashrawi. Á fundi Bakers og Rabins í gær kvartaði Rabin yfir því að Palestínu- menn tækju fálega í friðarviðleitanir sínar en hann hefur boðist til að heimsækja höfuðborgir arabalanda og ræða við leiðtoga þar til að stuðla aðfriði. Reuter Um 3000 karlmenn söfnuðust saman í kanadísku borginni Ottawa á sunnudaginn. Voru margir þeirra með myndatöku- vélar en um 100 konur höfðu hót- að að ganga berbrjósta um götur borgarinnar til að mótmæla lög- um er ná yfir nekt fólks. Aðeins fjórar af konunum fóm úr öllu aö ofan þegar mennimir bauluðu og blístruöu á þær. Kon- urnar, sem gengu aö kanadíska þinghúsinu, halda því fram að það sé ósanngjamt að lögin leyfi karlmönnum að ganga berir að ofan á almannafæri en ef að kona ætli sér aö gera slíkt þá sé hægt að sækja hana til saka. Fyrir einu ári var ung stúlka handtekin í Guelph í Ontario og sektuð um tæplega 4000 krónur fyrir að hafa vogaö sér að fara úr að ofan á heitum sumardegi. Fimm konur vom handteknar á laugardaginn í svipaðri mót- mælagöngu í Waterloo í Ontario. Reuter Kanadískar konur mótmæltu um helgina því óréttlæti að karlmenn mættu ganga um berir að ofan en kvenmenn ekki. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.