Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. Af upplitsdjörf- um frændum Greinarhöfndur segir Finna ekki ætla að sitja aðgerðalausa og þeir ætla heldur ekki að verða skotmark. Ráðvilltir en upplitsdjarfir. Svei mér ef það eru ekki orð að sönnu um frændur okkar Finna. Tvær lærdómsríkar vikur fór ég bæði geyst og víða með skjalatöskuna svörtu milli stofnana í Helsinki og átti margháttaðar orðræður við sérfræðinga á sviði barnavemdar. Viðfangsefni: Ofbeldi og kynferðis- glæpir gagnvart börnum. Sólin brenndi ysta lag húðarinnar, um skeið var ég þess fullviss aö ég væri aö breytast í fílamanninn. - Slapp naumlega. Tímabært aö sýna hnefana Og nú er frændum okkar bmgð- ið. Nýlegum kaupum þeirra á stríðsflugvélum frá Bandaríkjun- um er vísast ætlaö að sýna fram á tvennt. Þeir hyggjast ekki sitja að- gerðalausir meðan margvísleg þjóðabrot fyrrum Sovétríkjanna ógna öryggi lands þeirra og þjóðar með innbyrðis deilum sínum. Ekki ætla þeir heldur að verða skotmark. Og ekki síst. Um leið og þeir nú sækja um inngöngu í EB vilja þeir sýna margklofnum og sundraðum grönnum sínum í austri að jafnhhða efnahagssam- starfi þurfi hemaðarsamstarf eng- an veginn að vera nein tálsýn. Þessi veika hægri- og miðflokkastjóm, sem leysti af hólmi enn þá veikari ríkisstjóm hægri manna og krata telur nú tímabært að fara að sýna hnefana. Og eins og ríkisstjómun ber að gera er hún þegar farin að svíkja loforð. Eitt kosningaloforöanna laut að styrkingu fræðslu- og menntakerfisins. Við nánari at- Kjallarinn Lárus Már Björnsson þjóðfélagsfræðingur og rithöfundur hugun reyndist þess ekki kostur og hinn flati niöurskurður, sem flestir aðrir þurfa aö þola, mun nú einnig ná til skólanna. Áttatíu þús- und meðlimir kennarasambands- ins finnska era viti sínu fjær. í stað uppeldis- og kennsluáætlana vinna skólastjómendur nú að niður- skurði. Ekki er enn vitað hvemig frænd- umir og grannarnir handan Eystrasalts undir forystu Carls Bildt munu standa viö sams konar loforð: - Aö styrkja menntakerfið. Bjartsýnn borgarstjóri Hröðum skerfum nálgast at- vinnuleysið nú 15%. Verkfræðing- ar, arkitektar og annað háskóla- menntað fólk er nú að hitta vof- una, kennda við atvinnuleysi, fyrsta sinni í 75 ára sögu Finn- lands. Nefndum hópum er einnig nýlunda í því að þurfa að leita ásjár félagsmálastofnana og missa húsin sín á uppboðum sökum einkar óhagstæðrar vaxtaþróunar hin síö- ari ár. Borgarstjórinn í Sibbo, 15.000 manna sveitarfélagi skammt frá Helsinki, sem býður mér í kaffi, ásamt með félagsmálastjóra stað- arins, ungri ljósku, er ekki jafn svartsýnn og unga fyllibyttan sem ég hitti á Pickwick kráoni við Mannerheimintie, sem þótti auð- sýnt að dagar Finnlands væru senn taldir. Sprengjan úr austri er bara dagaspursmál í hans augum. Ekki fer hjá því að það hvarfli að mér að sú staðreynd að eigin- konan er nýbúin að henda honum út og meinar honum um aðgang að börnunum þremur hafi umtals- verð áhrif á heimssýn hans. En borgarstjórinn er bjartsýnn. Við eram aö vinna nýja markaði og mun sterkari markaði en áður. Allt stefnir í að verðmæti útflutn- ingsafurða muni aukast í ár... Þegar ég vitna til orða Dagens Nyheter þess efnis að Finnland sé land með sænskt velferðarkerfi en portúgalskt hagkerfi neitar hann þvi ekki, en svo sem stjómmála- manna er háttur hvetur hann okk- ur „unga fólkið" til bjartsýni. Félagsráðgjafinn Elizabeth, sem er mér sannarlega betri en enginn í þessari borg, sem ég heimsæki nú öðra sinni, staðhæfir fullum fetum að Finnland sé hið eina af „Austur-Evrópuríkjunum“ sem enn er ekki fallið. Nýja konan hans Martins Mia, nýja, unga konan hans Martins, vinar míns, Enckell tekur í sama streng. Sjálf er hún upp- reisnargjörn og gagnrýnin og hefur efni á að vera það: Hún er háskóla- menntuð í góðri stöðu hjá Finn- lands-sænska sjónvarpinu, á ættir að rekja til Finnlands-sænsks iön- aðaraðals og býr í lúxusíbúð í Kapt- eninkatu í suðurhluta borgarinnar. Þegar þau giftu sig í fyrra fékk skáldið Martin allra náðarsamleg- ast að flytja með úr eins herbergis íbúðinni á Michehninkatu með bækumar sínar og Búddalíknesk- in. Mia álítur undirgefnina vera arf Finna, ættaðan frá nýlendutímun- um, þegar aUs koar útlendingar vora að ráðskast með innfædda og gerðu það af mismiklu innsæi í og næmi fyrir háttum og viöhorfum þegna sinna. Að hneigja sig og hlýöa hafa jafnan verið handhæg- ustu viðbrögðin. Og að bölva þegar herrann var úr heyrnmáli. Og ég skU hana vel þegar hún talar um vaxandi fyrirlitningu fyrir stjóm- málamönnum meðal þessarar ann- ars undirgefnu þjóðar. Leiðinlegri stjórnmálamenn er vart hægt að hugsa sér, nema ef vera skyldi í Austur-Evrópu fyrir múrinn. í örvæntingarfullri viðleitni til að sýna hvort tveggja í senn, festu og trúverðugleika, minna þeir mig einna helst á réttarhöldin eftir Kafka. En má vera þeir dugi til þeirra stórátaka sem framundan eru. Má vera! Lárus Már Björnsson „Áttatíu þúsund meölimir kennara- §ambandsins finnska eru viti sínu fjær. I stað uppeldis- og kennsluáætlana vinna skólastjórnendur nú að niður- skurði.“ Sviðsljós NiðjamótEinars Péturssonar: Bláhvíta fán- anum flaggað Afkomendur og ættingjar Einars Péturssonar héldu upp á að himdr- aö ár vora höin frá fæðingu Einars síðastliðinn fóstudag. Einar Pét- ursson var sá maöur er hratt fána- máhnu svokahaða af stað þann 12. júni 1913 þegar sjálfstæðisbarátta íslendinga stóð sem hæst. Hann reri þá á litlum báti út á Reykjavíkurhöfn með bláhvítan fána á stöng í skut bátsins. Skip- stjóri á dönsku varðskipi, sem lá í höfninni, lét taka fánann af Einari þar sem skip og bátar í danska konungsríkinu máttu ekki nota annan fána en þann danska. Er atburðurinn spurðist í bænum leiö ekki á löngu þar til bláhvíti fáninn var dreginn hvarvetna að húni og er frá leið var dagurinn nokkurs konar sigurdagur fyrir ís- lenska fánann. Á niðjamótinu flögguöu afkom- endur og ættingjar Einars bláhvíta fánanum th heiðurs Einari. Jnjk il.y Séra Bragl Friðriksson fer meö bæn við leiöl Einars Péturssonar i Fossvogsklrkjugarði en um 60 afkomendur og ættingjar Einars hittust á föstudaginn f tilefni af þvi aö hundraö ár eru liöin frá fæöingu hans. DV-mynd GVA Þeir eru sprækir hlaupararnir sem hér taka á rás upp á Lyngdalsheiði en alls tóku um 150 manns þátt i svokölluðu Biáskógaskokki Héraðssambands- ins Skarphéðins á laugardaginn. Hlaupin var 16 kílómetra leið frá Gjá- bakka austan Þingvallavatns að Laugarvatni en að auki var keppt I 5 kfló- metra skemmtiskokki. Sigurvegari hlaupsíns var Toby Tanser sem hljóp 16 kflómetrana á 50,19 mfnútum. Þetta er f 21. skiptið sem Bláskógaskokk- iö er haldlð og var metþátttaka f ár. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.