Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. Fréttir Dýrafána hafsbotnsins kortlögð Heimir Kristínssan, DV, DaJvílc Norska rannsóknaskipiö Hákon Mosby kom til Dalvíkur lO.júií, tók þar fréttamenn og umhverfisráð- herra, Eið Guðnason. Siglt var út á Eyjafjörð og fréttamönnum kynntur 10 daga leiðangur sem skipið var að koma úr fyrir Norðurlandi. Nokkur sýni voru tekin í Eyjafirði meðan á kynnisferðinni stóð. Leiðangminn og úrvinnsla er sam- starfsverkefni margra aðila; Um- hverfisráðuneytis, Hafrannsókna- stofnunar, Háskóla íslands og há- skólanna í Bergen, Kaupmannahöfn, Gautaborg, Þrándheimi, Kiel og fleiri aðila. Jón Gunnar Ottósson, lífræð- ingur og deildarstjóri í umhverfis- ráðuneytinu, er formaður verkefna- stjómar en Jörundur Svavarsson sagði frá ferðinni. 13 vísindamenn, innlendir og erlendir, vom um borð. Tilgangurinn með leiðangrinum er að kortleggja dýrafánu hafsbotnsins á svæðinu frá Langanesi vestur und- ir Skaga, allt frá 30 m dýpi til 1000 m dýpis norðan við Kolbeinsey. Fiskur er ekki í þessari rannsókn. Tekin verða sýni í 4 ár sem 1-2 skip munu annast í eina til tvær vikur á ári og var þetta fyrsta ferðin. Norðmenn leggja til skipið nú en margir aðilar standa straum af kostnaðinum. Síð- an er gert ráð fyrir að vísindamenn verði nokkur ár að vinna úr gögnun- um og um sex tugir þeirra munu aimast nánari útfærslu verkefnisins. í þessum fyrsta leiðangri vom tek- in sýni af botni og við hann á 52 stöð- um. Mælingar vora gerðar á sjávar- seltu og hitastigi frá yfirborði til botns. Sem dæmi má nefna að á um 1000 m dýpi var algengt hitastig -0,4 gráður C en kaldast -1,5 gráða. Af- raksturinn var rúmlega tonn af gögnum sem verða unnin nánar af sérfræðingum við nokkra háskóla og stofnanir. í máh Jörundar kom fram að botnlífið austan Kolbeinseyjar- hryggins var mun auðugra en vestan viö hann og er ekki vitað um ástæður þess. Þá kom í ljós mikil tegunda- auðgi á grunnsævi, t.d. á Fljóta- granni og Grímseyjarsundi. í máh Eiðs Guönasonar og vísinda- mannanna kom fram að þetta væri með því merkilegra sem verið væri að gera í umhverfismálum nú. Hér væri verið að skoða undirstöðuna að atvinnulífi þjóðarinnar, fiskveið- anna, og mikilvægt væri að þekkja þá undirstöðu vel. Fyrir um 100 áram munu Danir hafa farið leiðangur á þetta svæði í svipuðum tilgangi en vitanlega var allur tækjabúnaður þá allt annar. Síðan hefur þessum botn- rannsóknum ekki verið sinnt nema á litlum svæðum á grunnsævi á fáum stöðum viö ströndina. Hólmavik: Sextíu settust á skólabekk Guðfinnux Fiimbogason, DV, Hólmavík: Slysavamaskóh sjómanna var með námskeið á Hólmavík í síðustu viku og er það í fyrsta sinn sem shkt nám- skeið er haldið hér. Þátttaka var mjög góð því nær sextíu manns, aðal- lega frá Hólmavík og Drangsnesi en einnig úr sveitunum, sóttu það. Sjómenn og aörir, sem nutu þar leiðbeininga og kennslu, vora á einu máh um hagnýtt ghdi skólans enda hefur hann fyrir löngu sannað ágæti sitt og vex stöðugt af tiltrú og trausti hjá sjómönnum. Fimmtíu ára aldursmunur var á elsta og yngsta þátttakandanum. Sá elsti 63 ára en sá yngsti 13 ára. Þá vora tvær konur í hópnum. Fyrir þá sem sóttu 30 tonna réttindanámskeið sl. vetur á Hólmavík og Drangsnesi var þetta lokaverkefni þeirrar fræðslu. 30 sóttu það námskeið. Síöasta daginn mætti þyrla gæsi- unnar TF Sif og sýndi björgunaræf- ingar og var greinilegt leikmannin- um að þar era viö stjómvöl hreinir snillingar. Vakti sýningaratriði þeirra mikla hrifningu viðstaddra. Þeir voru vel búnir strákamlr við björgunaræfingarnar. DV-mynd Guðfinnur Grasleppuvertlöin: Súbesta Þórhallur Ásmundaaan, DV, NorðurL vestra: „Þetta var ákaflega góð og þægheg vertíð. Ég held að alhr hér á Skaga hafi aflað vel. Fiskiríiö jafnt og gott og tíðarfarið ákaflega gott miðað við það sem oft er,“ segir Þorleifur Ing- ólfsson á Þorbjargarstöðum í Skefils- staðahreppi á Skaga. Þeir á Þorbjargarstöðum fengu um ímörgár 100 tunnrn- og Skefilsstaðabændur gott betur á grásleppuvertíðinni sem er nýlokið og var sú besta í mörg ár. Þorleifur segir að menn hefðu yfir- leitt fengið 50-60 tunnur en ástæðan fyrir því að þeir og Skefilsstaðamenn öfluðu mest var sú að þeir vora þrír á og því verið með fleiri net. Verðið fyrir gráslepputunnuna er um 40 þúsund krónur. Eiður ráðherra, standandi fyrir miðju, fylgist með afrakstri úr Eyjafirði. DV-mynd Heimir Grundargörður: Aukinn kvóti með nýkeyptum togara Sigurður Kr. Sgurðssan, DV, Gnmdarfirði: Togarinn Klakkur, sem Hraðfrysti- hús Grandarfjarðar hefur keypt af Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, kom í fyrsta sinn til heimahafnar á sunnudag, 12. júh. Togarinn var smíðaður í Póhandi og afhentur í fe- brúar 1977. Hann er 488 smálestir brúttó, heldur Klakks-nafninu og hefur fengið einkennisstafma SH 510. Skipið er selt með öhum veiöiheim- ildum á 192,6 milljónir króna en á móti hefur HG látið hluta af kvóta Krossness þannig að 250 þorskígild- istonn fylgja skipinu til Grundar- íjarðar og bætast við þær aflaheim- Udir sem fyrir vora. Skipstjóri á Klakki er Kristján Guðmundsson. Fjölmennl var á bryggjunni f Grundarfirði við komu Klakks. DV-mynd Sigurður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.