Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. 47 Pontiac Trans Am TPI, árg. ’86, til sölu, sjálkfskiptur, rafmagn í rúðum, centr- al, T-toppur, álfelgur, o.fl., o.fl. ekinn 46 þús.km, litur vinrauður effects. Sjón er sögu ríkari. Upplýsingar í sím- um 91-73179 og 93-71121 e.kl. 16. Range Rover, árc dyra, 5 gíra, ekinn bíll. Uppl. í síma sölu, 4ra n, falíegur e.kl. 19. Pontiac Fiero, árg. ’86, til sölu, lítið ekinn, vel með farinn, skoðaður. Uppl. í símum 91-686860 og 91-74182. Honda Accord ’84 til söiu, vel með far- inn, 5 gíra, beinskiptur, útvarp. Uppl. í síma 91-656695. Smáauglýsingai Ymislegt SANDSPYRNA Sandspyrna á Sauðárkróki 25. Júlí nk. Skráning gegn greiðslu þátttöku- gjalds fer fram 20/7 milli kl. 20 og 23 hjá Bílaklúbbi Skagafj., s. 95-35771, og Kvartmíluklúbbnum, s. 91-674530. Keppnin gefur stig til Islandsmeistara. Þjónusta Flottari læri og aukin vellíðan með sogæða- og celló-nuddi. Snyrtistofa World Class, sími 35000. Hanna. Góé ráóeru tilaá fara eftir þeim! Eftireinn -ei aki neinn Fréttir Ökuleikni ’92 á Hvammstanga: Mikil þátttaka þrátt fyrir slyddu um sumarsólstöður - yngri krakkamir stóðu sig betur en þeir eldri Brynjar M. Valdimarsson, DV, Ökuleikni '92: Dagatalið segir að það sé sumar. Samt sem áður var slydda þegar við ókum frá Sauðárkróki til Hvamms- tanga og ekið var í gegnum skafla á þjóðveginum. Þegar til Hvamms- tanga kom hafði veðrið heldur skán- að en samt örlaði fyrir slyddu. Þrátt fyrir þetta létu keppendur í ökuleikni ekki á sér standa og fjölmenntu. Barist var um hvert sæti. Sigurður Hólmar Kristjánsson sigraði í karla- flokki með 134 refsistig. Jafnir í öðru sæti urðu Þorsteinn Á. Guðmunds- son og Ólafur Jónsson með 148 refsi- stig og Kristinn Kristjánsson hafnaði í þriðja sæti með 159 refsistig. í kvennaflokki ökuleikninnar sigraði Guðný Sigurðardóttir með 179 refsi- stig, Matthildur Benediktsdóttir varð önnur á 187 stigum og Birna María Þorbjörnsdóttir þriðja með 205 refsi- stig. í flokki byijenda varð Ágúst Þorbjörnsson efstur með 193 refsi- stig. Krakkarnir í yngri flokki hjólreiða- keppninnar stóðu sig betur en þeir eldri. Gunnar Gunnarsson sigraði í yngri flokki með 51 refsistig, Erhng- ur Ingi Guðmundsson varð annar með 60 refsistig og Hólmfríður Bima Guðmundsdóttir þriðja með einu Verðlaunahafar í hjólreiðakeppni ökuleikninnar á Hvammstanga. Eins og sjá má var kalt í veðri og þýddi lítið að hafa uppbrettar ermar. stigi meira. Haraldur Ingi Haralds- son hefði orðið fjórði í yngri flokki því hann sigraði í eldri flokki með 63 refsistig. Egill Sverrisson varð annar í eldri flokknum og Sigríður Guðmundsdóttir þriðja. I Merming Sókúní Logalandi Ýmsir tónlistarmenn hafa þann sið á sumrum að ferðast um landið með list sína. Slíkt framtak er lofsvert en heyrst hefur að aðsókn sé stund- um dræm. Svo virðist sem fólk utan Reykjavíkursvæðisins sé jafnvel enn háðara sjónvarpinu um andlega næringu en þéttbýlisbúar. Er það sorg- legt ef satt er og mun áreiðanlega breytast hér eins og í öðrum löndum þar sem sífellt fleira fólk er að rífa sig upp úr sjónvarpsdoðanum og opna augu sín fyrir lifandi menningarstarfi. Sólrún Bragadóttir sópransöngkona og Þórarinn Stefánsson píanóleik- ari eru um þessar mundir á tónleikaferðalagi og munu halda tónleika víðs vegar um landið á næstunni. í gærkvöldi fluttu þau Ust sína í Loga- landi í Reykholtsdal. Þetta hús hentar að mörgu leyti vel til tónleika- halds og hefur m.a. það sér til ágætis að þar er prýðilegur flygill. Á efnis- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson skránni voru sönglög eftir höfunda frá Norðurlöndum. Voru flutt lög eft- ir Carl Nielsen, Sigfús Einarsson, Eyþór Stefánsson, Sigvalda Kaldalóns, Edward Grieg, W; Stenhammar, W. Peterson-Berger, T. Rangström og J. Sibelius. Það var ánægjiflegt að heyra hve vel lög hinna íslensku höfunda stóð- ust samanburð við tórflist frænda okkar frá Norðurlöndum. Á fyrri hluta þessarar aldar beindist áhugi íslenskra tónskálda mjög að samningu söng- laga og var oft lagður við metnaður og alúð. Af einhverjum ástæðum dvínaði þessi áhugi er á leið. Er það miður og breytist vonandi til bóta. Sólrún Bragadóttir hefur oft áður sýnt það að hún er mjög góð söng- kona. Hún brást engum vonum að þessu sinni og söng frábærlega vel. Túlkun hennar hefur auðgast að fjölbreytni og dýpt og vald hennar á röddinni er eins og best verður á kosið. Píanóið hljómaði mjög fallega undir höndum Þórarins eiginmanns hennar, Hann hefur öngerðan blæ- brigðaríkan áslátt sem er mjög vel viðeigandi í undirleik ljóðasöngs. Meðal þeirra laga sem hvað best heppnuðust voru lög íslensku höfund- anna, einkum Sigfúsar, og Söngur Solveigar eftir Grieg. Aðsókn að tónleikunum var þokkaleg, ekki síst þegar htið er til þess að nú stendur heyskapur sem hæst í Borgarfirði. í fyrradag var besti þurrkdagur sumarsins, sem komið er, og vel brúklegur þurrkur var í gær. Það sem á skorti í áheyrendafjölda var bætt upp í innileik undir- tekta og sneru menn tvíefldir aftur í heyskapinn að tónleikum lokn- um. Kórsöngur í Skálholti Sumartónleikum í Skálholtskirkju var fram haldiö nú um helgina. Kammerkór og nokkrir hljóðfæraleik- arar undir stjóm Hilmars Arnar Agnarssonar fluttu verk eftir Giovanni Palestrina, Johann Bach og Heinrich Schutz. Verk fárra tónskálda hafa verið grandskoðuð af eins mikilli nákvæmni og verk Palestrina. Nafnfrægð hans á að sumu leyti rætur að rekja til áhrifavalds katólsku kirkjunnar. Að sumu leyti virðist áhuginn á verkum hans vera fræðilegur. Framar öðru þó dregst fólk að þeim vegna hins hreina og fagra stíls sem vel mátti heyra í þeim tveim verkum sem flutt voru á þessum tónleikum. Palestrina er fulltrúi strangrar íhaldssemi í tónlist. Hreinleiki, hófsemi, jafnvægi eru einkenni stíls hans. Allar ýkjur og óþarft skraut er afþakkað. Hin eðlilega auðsungna lína ræður lagferlinu. Hljóm- fræðin mótast af hreinum þríhljómum sem stundum draga fram tónmiðju eða tóntegund án þess þó að hljóma fyllilega stefnuvirkt eins og gerist í hinu full- mótaða dúr og moll tónmáli sem var að koma til sög- unnar á ævidögum Palestrina. Stíll hans sjálfs byggð- ist á eldri fyrirmyndum, einkum hinum háþróaða fjöl- röddunarstíl Niðurlendinga sem Palestrina fágaði og pússaði. Það var gaman aö heyra þessa fógru tónlist í Skálholti og hefðu verkin vel mátt vera fleiri. Margir góðir tónlistarmenn voru í ætt Jóhanns Se- bastians Bachs og hétu flestir Jóhann. Einn slíkur átti verk á þessum tónleikum. Sá var uppi snemma á sautjándu öld. Bar verkið skýr merki snemmbarrokks- ins og var ólíkt verkum hins mikla meistara er síðar Tónlist Finnur Torfi Stefánsson kom til sögunnar. Þó mátti ef til vill heyra einhverm skyldleika í lagferlinu á stöku stað. Þá voru flutt fjög- ur ágæt verk eftir annan stórmeistara þessa tímabils, Heinrich Schutz. Kunnast þeirra er sennilega Saul sem hefur um margt sérkennilega fegurð og er að sama skapi vandasamt í flutningi. Því miður tókst tónlistar- fólkinu ekki alveg nógu vel upp í þessu verki. En að öðru leyti var flutningurinn yfirleitt fallegur og vel útfærður og voru tónleikar þessir hinir ánægjulegustu. Gítartónleikar Uwe Eschner gítarleikari lék einleik á hljóðfæri sitt á tónleikum í Skálholtskirkju um helgina. Á efnis- skránni voru verk eftir Franz Burkhardt, John Dow- land, Jóhann Sebastian Bach og Frank Martin. Hinn hljóðláti heimur gítarsins stendur í sérkenni- legri andstöðu við hinn hávaðasama veruleika nútíma- mannsins þar sem ítroðslan eirir engu, ekki einu sinni á heimilum manna. Við því mætti búast að hæfileikinn til að hlusta grannt eftir hefði týnst mönnum þar sem aldrei reynir á slíkt í hinu daglega lífi. Á gítartónleik- um kemur allt annað í Ijós og virðist alltaf vera jafnm- ikiö kraftaverk. Jafnvel rykbarðir túristar, sem hafa nákvæmlega 67 mínútur til að pissa, skoða staðinn, drekka kafii og með því og fara á tónleika áður en ferðinni verður fram haldið, hætta að tyggja tyggjóið sitt til þess að skapa hið fullkomna hljóð sem gítarinn krefst með lágværð sinni. Uwe Eschner er fæddur í Þýskalandi en hefur búið og starfað á íslandi í nokkur ár. Efnisval hans var 1 gott, einkum var gaman að heyra fantasíur Dowlands og lútusvítu Bachs. Dowland samdi töluvert af söngv- um með lútuundirleik og er tónlist hans um margt keimlík madrigölum sextándu aldar.Fjölröddunar- tækni er áberandi og er það fullverðugt viðfangsefni að koma verkum þessum vel til skila. Lútusvíta Bachs minnir mjög á hljómborðssvítur hans. Að því leyti hentar gítarinn betur í þessa tónlist en t.d. semball að hann býður upp á meiri styrk og litabrigði mifli Tónlist Finnur Torfi Stefánsson hinna ýmsu radda. Hins vegar eru tæknilegar tak- markanir hans meiri. Passacaglia eftir Burkhardt er hefðbundið og þokka- lega gert verk en ekki mikið meira. Fjórir þættir eftir Martin sýna góða þekkingu á gítarnum og nýta ýmsa möguleika hans vel. Þeir sýna hins vegar ekki eins góða þekingu á tónsmíðum og eru heldur léttvæg frá þeim sjónarhóli. Uwe lék margt mjög fallega í verkum þessum. Hnökr- ar og smá mistök voru á stöku stað en heildin var vel útfærð og oft áhrifarík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.