Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 26
-38 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. Merming Ást og hatur Útgáfa þýðinga Einars Braga á leikritum Strindbergs er afar kærkomin menningargjöf. Verkið er í tveimur bindum og er yfir ellefu hundruð síður með skýring- um. Flest þekktustu leikrit Strindbergs eru hér saman komin en höfundarverk hans er þó svo viðamikið að enn er eftir að þýða líklega um fjórðung leikrita hans á íslensku. Karlasálfræði -kvenhatur Stór hluti af verkum Srindbergs er sjálfsævisöguleg verk. Leikrit hans eru þar engin undantekning. Strind- berg var flókinn persónuleiki og á margan hátt sjúk- ur. Sjálfsskoðun hans var honum þvi ótæmandi brunnur skáldlegrar örvunar. Annar þáttur, sem setti mark sitt á fyrstu frægu leikrit þessa sænska höfund- ar, var samkeppni hans við leikritabróöur sinn og fjandvin, norska leikritaskáldið Ibsen. Strindberg fannst aö kvennahreyfingin og Ibsen (með Brúðuheim- ilinu) hefðu gert árás á karlmanninn og Strindberg kom honum til vamar á þann sterkasta og dramatísk- asta hátt sem hann kunni. Vegna þessa var Strindberg snemma kallaður kven- hatari. Hið svokallaða kvenhatur hans birtist ekki síst í því að hann gegnumlýsti konur og galla þeirra og hlííði þeim hvergi. Á sama hátt hefði mátt kalla hann sjálfshatara því hann hlífði sér ekki í sjálfskrufningu sinni svo langt sem hún náði. En hann var mjög tak- markaöur áhorfandi sjálfs sín og sem karlasálfræðing- ur er hann talsvert einhæfur. I lýsingu hans á karl- mönnum ber of mikiö á einlitum tónum sem eru of nálægt honum sjálfum: menn sem kunna ekki aö elska af örlæti en elska að hata, rífast og þrasa og bera litla virðingu fyrir konum og jafnréttisþrasi þeirra. Gústaf í Kröfuhöfum er dæmigerður slíkur maður og afstaða hans til kvenna er ekki beint mannúðleg: „Hefurðu séð nakta konu? - Já, auðvitað! Unglings- strákur með spena á bijóstinu, ófullþroska karlmað- ur, bam sem staðnað hefur á miðju vaxtarskeiði, ólæknandi blæöari sem fær reglubundin blæðingaköst þrettán sinnum á ári.“ (341) En Strindberg var ekki kvenhatari og hann var held- ur ekki hræddur við konur. Snúa má orðum vinarins í Leik að eldi upp á Strindberg og breyta þeim örlítið til að skýra afstöðu hans: „Ég hata ekki konur, heldur tilfmningar mínar til þeirra." Slík útskýring á sálar- lífi Strindbergs er ekki fjarri því sem minnst var á hér að framan: sjálfshatrinu; sem að sjálfsögðu byggist á grunnfæmislegri sjálfsskoðun. Ástin-lbsen Srindberg var afar metnaðarfullur rithöfundur. Honum tókst það sem Ibsen tókst ekki í leikritum sín- um: að endumýja form leikritanna. Draumleikir Strindbergs em formbyltingarverk sem Ibsen tókst ekki að semja þótt hann reyndi aö losa um raunsæis- formið í síðustu verkum sínum. Dramatík nærist á óhamingju en óhamingja fólks í ástum er talsvert ein- hæfari hjá Strindberg en Ibsen. í Konunni frá hafinu og Villiöndinni tókst Ibsen að setja fram aðstæður sem síðar voru kenndar við tilveruheimspeki. Slíkt tókst Strindberg hins vegar ekki því verkum hans var um of stjórnað af hans eigin persónuleika og vandamálum. Hins vegar er meiri dramatískur srengikraftur í verk- um hans en Ibsens og þau njóta sín betur á sviði en í bók. Þvi er hins vegar öfugt farið með verk Ibsens. Einna mesti krafturinn er í hatursverkinu Dauða- dansinum (1900) sem Strindberg byggði að miklu leyti á hjónabandi systur sinnar. 62 árum síöar „endurskrif- aöi“ bandarískur höfundur þetta verk með heterófób- ísku ívafi og kallaði það Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Hann varð heimsfrægur fyrir en hefur þó fátt skrifað merkilegt síðan þótt hann hafi skrifað mikið og sé enn að. Þá var heimurinn tilbúinn fyrir slíkt rifrildisverk en Srindberg fékk hins vegar ótrúlega August Strindberg. Myndin er tekin í Furusundi 1904. Bókmenntir Arni Blandon mikið vanþakklæti fyrir verk sín, ekki síst vegna þess að þau voru svo langt á undan tímanum. Strindberg gerði sér háar hugmyndir um ástina en gerði þau mistök að rugla saman ást og tilhugalífi. Kynlífið var honum líka gáta sem hann kom aldrei inn í hreinlífisafstöðu sína til ástarinnar. Hatur og ást- leysi einkenndi stærstan hluta lifs hans ásamt stuttum tímabilum af tilhugalífi. Vinurinn í Leik aö eldi lýsir þessu ágætlega: „Sundurþykkjan olli ekki skilnaðin- um, heldur hófst sundurþykkjan þegar ástinni lauk. Þess vegna er fólk hamingjusamt í svokölluðum ást- lausum hjónaböndum...“ (444-5). Strindberg var viökvæmur, frekur, tilætlunarsamur og sjálfsupptekinn persónuleiki sem var að mestu leyti óhamingjusamur í einkalífinu. Hatrið var ófrávíkjan- legur þáttur í ást hans og það eru ekki síst lýsingar hans á þessu hatri sem lífga upp á verk hans. Mér er til efs að nokkur annar höfundur hafi sérhæft sig svo í hatri og gert því svo undarlega hátt undir höfði. Þó var hann í raun alltaf að fjalla um ástina sem honum gekk svo sorglega illa að skilja. Kjarnann í þeim mál- um orðar baróninn í Bandinu svo:....ég hef svigrúm fyrir bæði hatur og ást og elska þig aðra mínútuna, hata þig hina!/—/Ó! að ég gæti hatað þig eins heitt og ég þrái!“ (488) Þýðingamar Þýðingar Einars Braga á leikritum Strindbergs eru nostursamlega unnar og byggja á mikilli virðingu fyr- ir höfundinum og verkum hans. Málfarið er vandað og talsvert af skemmtilegum orðum koma fyrir: kær- leikskarp, samræðuljón, klóast, tötrabassi, drund- hjassi, glyðra, daldrandi, óreglublesi, illskuflár. Eitt kann ég þó ekki við og það er þegar Einar Bragi slepp- ir smáorðinu „aö“. Ef til vill er hér um að ræða áhrif frá talmáli en slíkt fer ekki vel á prenti. Þegar smáorð- inu „að“ er sleppt í sumum tilvikum breytist bygging setningar svo hún ætti, strangt til tekið, án smáorðs- ins að taka meö sér þolfall eða þágufall en ekki nefni- fall. Dæmi: Þú heldur þú...(500), yrði þú heldur þig...; ekki gleyma ég...(253) yrði ekki gleyma mér. í slíkum tilvikum gæti merking setningarinnar breyst. Þessa eru mýmörg dæmi i þýðingunum og er slíkt til vansa á annars frábæru verki. Leikrit. August Strindberg Þýðingar: Einar Bragi Strindbergútgáfan, Reykjavik, 1992 Vanillepigen Ib Michael er með kunnustu skáldsagnahöfundum Dana. Hann fæddist 1945 og hefur sent frá sér uppundir tvo tugi verka síðan 1970. Það er sér- kennilegt við þau að mörg þeirra gerast á fjarlægum stöðum og meðal fólks af annarri menningu en vesturlenskri en sjálfur er höfundur með háskólapróf í tungumálum og menningu indíána í Mið-Ameríku. Það sem ég þekki af fyrri verkum Bókmenntir örn Ólafsson Michaels er vel skrifað og lifandi, einkum hin fræga skáldsaga hans frá 1989, Kilroy, Kilroy, sem gerist víða um Kyrrahafið í seinni heims- styrjöld m.a. En skáld vinna oft úr „forunnu" efni, kunnum skrifum annarra, klisjum og þvílíku. Stundum fannst mér Michael ekki nógu markviss í endurvinnslu slíks efnis, það vantaði persónulegan heildar- svip á skáldsöguna. En slíkur heildarsvipur er aftur á móti meginatriðið í þessari nýjustu skáldsögu hans sem hann fékk verðlaun fyrir, auk mik- ils hróss. Bernskusaga Efnið er þó mjög kunnuglegt og nú er höfundur íluttur heim að mestu leyti. Sögumaður rifjar upp bernsku sína í litlum bæ ekki langt frá Kaup- mannahöfn, auðþekktur er sá bær sem Roskilde sem nú er ekki mikið meira en hálftíma lestarferð frá miöborg Kaupmannahafnar. En í heimi bemskunnar eru allar vegalengdir stærri. Og það er einmitt mest heill- andi við bókina hve vel hún miðlar hugarheimi barnsins. Hlutir sem virð- ast fullorðnum sjálfsagðir eru hér oft dularfullir en umfram aUt næstum áþreifanlegir í myndrænum lýsingum. Þær lýsingar koma hér í stað þess að tala um tilfinningar eins og víða tíökast í frásögnum af lífi fullorð- inna. Persónur eru hér heillandi dularfullar, hvort heldur er faðirinn, elskulegur en strangur og íjarlægur og sekur gagnvart móðurinni á ein- hvem hátt sem barnið fær ekki skilið. Einn höfuðpóll sögunnar er frænd- inn sem fór til Suðurhafseyja, einhvers konar líkamningur alls hins ævintýralega. Inn í þessa frásögn fléttast annar strengur, fullorðinn fer sögumaður á sömu slóðir, m.a. í spor frændans á Suðurhafseyjum. Þessi tvenns konar sögumaður minnir stundum á skáldsögur Einars Más Guðmundssonar sem er kunnur og virtur höfundur hér í landi. En Michael vinnur úr þessu á sjálfstæðan hátt, stilhr hugsunarhætti bernsku og fulloröinsára gagnvart sama viðfangsefni upp sem andstæðum. Andstæðurnar skerpa mynd hvors um sig og því er það einn meginkostur sögunnar að þessar andstæðu myndir fylgjast að löngum. En vissulega er þetta líka uppvaxtar- saga, tímalaus skynjun ríkir framan af en íhugun, endursýn í lokin. Þetta er einhver besta skáldsaga dönsk sem ég hefi lengi séð. Ib Michael: Vanilleplgen. Gyldendal 1991. 271 bls. Gróðrarstöðin Mörk á tuttugu og fimm ára afmæli. Stöðin er nú stærsta gróðrarstöð i einkaeigu hér á landi. Hér eru Pétur N. Ólason og Martha C. Björnsson, eigendur stöðvarinnar, umkringd gróðri en þau hafa stundað ræktunartilraunir og innleitt margar nýjar tegundir sem prýða nú islenska garða. R E G I ) E F T I R 3 I A G A BILL MANAÐARINS í ÁSKRIFTARGETRAUN DV DREGiNN ÚT 22. JÚLÍ ’92 Til sýnis í Kringlunni. Áskriftargetraun DV er nú hálfnuð og því er við hæfi að kynna evrópskan bíl frá japönskum framleiðanda - Carina E, sem er tímanna tákn um fram- þróun og breytingar. Hjarta hvers bíls er vélin og hér hefur Toyota sterkt tromp á hendi því vél með meiri snerpu er vandfundin í þessum verð- flokki. Hnökralaus hönnun og vandaður frágangur að öllu leyti gerir Carina E að fallegum og eigulegum bíl sem er einstaklega traustur og öruggur. Hinn 22. júlí verður Carina E GLi að verðmæti 1.475.000 kr. eign heppins DV áskrifanda. ÁSKRIFTARSÍMI 63 27 OO. GRÆNT NÚMER 99 62 70. MW»WIW«WMWMI»M1WWWWWII A FULLRI FERÐ! Toyota Carina E GLi: 4 dyra, 5 gíra, 2,0 L fjölventla vél með beinni innsprautun. Framhjóladrif. vökva- og veltistýri, rafdrifnar rúður og útispeglar. hituð fram- og afturrúða. samlæstar hurðir, hituð fram- og aftursæti og útvarps- og kassettutæki með 6 hátölurum. Verð 1.475.000 kr. með ryðvörn og skráningu (gengi í maí '92). Umboð: P. Samúelssontíf:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.