Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. 37 Fréttir Lögreglan í glæsi- legt húsnæði Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Ný lögreglustöð var tekin í notkun á Akranesi 1. júlí og er að Þjóðbraut 13 eða í sama húsi og ÁTVR, áfengis- verslunin, og Tónlistarskólinn. Húsnæðið er glæsilegt, 400 m2 að stærð. í því eru skrifstofur yfirlög- regluþjóns, varðstjóra, rannsóknar- lögreglu, skýrslugerðar og af- greiðslu. Einnig yfirheyrsluherbergi, setustofa, fjarskiptaherbergi, bún- 9 ingsherbergi, bílageymsla, dómsalur og fimm fangageymslur. Það var Sigurður Gizurarson sýslumaður sem tók við húsnæðinu fyrir hönd embættisins og Hjalti Zóp- óníasson flutti ávarp dómsmálaráðu- neytisins. Innrétting húsnæðisins var í höndum Trésmiðju Sigurjóns og Þorbergs. Hönnun Gylfi Guðjóns- son arkitekt. í samtali við Svan Geirdal yfirlög- regluþjón kom fram að fyrsta varð- stofan sem lögreglan á Akranesi fékk til afnota var tekin í notkun 1. maí 1951. Síðan þá hefur lögreglan ávallt verið í leiguhúsnæði sem hefur verið afar óhentugt fyrir þau störf sem af lögreglunni er krafist. Lögreglan á Akranesi hefur yfir að ráða þremur lögregluhílum og tveimur sjúkrabíl- um en lögreglan hefur annast sjúkra- flutninga óslitið frá árinu 1962. Akranes: Lögregluliðið á Akranesi, talið frá vinstri: Svanur Geirdal, Gísli Björnsson, Viðar Einarsson, Fróði Einarsson, Sigurður A. Sigurðsson, Sigurður Hall- dórsson, Pálmi Þór Ævarsson, Pétur Jóhannesson, Sigurður Jónsson og Óli Páll Engilbertsson. Á myndina vantar Viðar Stefánsson, Þóri Birgisson, Vilhjálm Glslason og Gunnar Hafsteinsson. DV-mynd Sigurgeir Ungtemplarar og stórstúkan: Galtalækjarskógur kominn í þeirra eigu að meginhluta Sumarheimih templara, sem er sameignarfyrirtæki Islenskra ung- templara og Umdæmisstúkunnar númer 1 á Suöurlandi hefur keypt hluta Galtalækjarskógar af bændum á Galtaiæk. Templarar hafa haft skóginn á leigu undanfarin 25 ár en sem kunnugt er hafa farið þar fram fjölsótt bindindismót. Að sögn Ingibergs Jóhannssonar, formanns Sumarheimilisins, hefur langþráður draumur orðið að veru- leika en templarar hafa lengi sóst eftir því að kaupa skóginn af landeig- endum. Búið er að skrifa undir kaup- samning en kaupverö fékkst ekíd gefið upp. Landsvæðið, sem um ræðir, er 62 hektarar að stærð og er svo tí.1 sama svæði og Sumarheimiliö hefur haft á leigu. Hluti Galtalækjarskógar verð- ur áfram í eigu Landmannahrepps. „Eftir að bindindismótin í Galtalæk urðu vinsæl á ný fór skógurinn að laða til sín útivistarfólk allt sumarið. Því varð það enn meira kappsmál fyrir Sumarheimiliö að eignast land- ið og geta, án kvaða frá öðrum, skipu- lagt og markaðssett skóginn sem áfengislaust útivistarsvæði,“ sagði Ingibergur í samtah við DV. -bjb Systerri PRIMO ER RÉTTA LAUSNIN ÞEGAR SPURT ER UM SÓLSTOFUR OG GLUGGA Smíðum eftir PRIMO kerfinu glœsilegar garðstofur, svala yfirbyggingar, renniglugga og hurðlr. Smíðað úr við- haldsfrfum P.V.C. plastfrófíl sem er sfyrktur með óli eða galv. stóli að innan. Góð ein- angrun og tvöfaldar þétting- ar, henta mjög vel íslenskum aðstœðum. PRIMO gluggar eru við- haldsfríir og henta mjög vel fyrir fbúðarhús, verksmiðjur, verslanir og sérstaklega gripahús bœnda. Margar gerðlr og ótal möguleikar. Smfðum elnnlg milliveggi, Sendum myndalista hvert á þar sem krafist er hreinlœt- land sem er. PRIMO kerfið er traustur kostur þegar um er að rœða val á sólstofum, gluggum og hurðum. Margar gerðir. is. ERT ÞÚ ÖRUGGLEGA ÁSKRIFANDI? . . . OG SÍMINN ER 63 27 00 KORTHAFAR fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smáauglýsingar út í hönd með beinhörðum peningum. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja og smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. það er gamla sagan: Þú hringir, við birtum og það ber árangur! Smáauglýsingadeild DV er opin: Virka daga kl. 9.00-22.00 Laugardaga kl. 9.00-18.00 Sunnudaga kl. 18.00-22.00 Alhuglð: :::í Auglýsmg i helgarblað DV þarf að berast fyrír kl. 17.00 á föstudag. SMAAUGLYSINGAR Steinvari 2000 Pegar engin önnur málning er nógu góð Þeir sem vilja vanda til hlutanna, eða berjast gegn alkalí- og frostskemmdum, mála með Steinvara 2000 frá Málningu hf. Stelnvari 2000 býður upp á kosti, sem engin önnur utanhússmálning á stein hefur í dag. Hann stöðvar því sem næst vatnsupptöku steins um leið og hann gefur steininum möguleika á að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinvara 2000 við stein er gulltrygg, unnt er að mála með honum við lágt hitastig, jafnvel í frosti, hann þolir regn eftir um eina klst. og hylur auk þess fullkomlega í tveimur um- ferðum. Steinvari 2000 er góð fjárfesting fyrir húseig- endur. Veðrunarþol hans og ending er í sérflokki og litaval fallegt. Steinvari 2000 er málning fagmanns- ins, þegar mæta þarf hæstu kröfum um vernd og end- ingu. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er lmálninghlf -það segir sig sjálft -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.