Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Side 14
14 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR F.INARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Höldum dyrunum opnum íslensk stjórnvöld hafa samþykkt aö þiggja boð um þátttöku í viðræðum um varnarbandalag Vestur-Evr- ópu. Þetta þýðir að íslendingar hafa opnað þann mögu- leika að gerast áheymaraðilar, aukaðilar eða sækja um fulla aðild að þessu varnarbandalagi. Hér er þó ekki um nýtt bandalag að ræða heldur endurvakið í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í Evrópu. Að þessu bandalagi standa fyrst og fremst aðildarþjóðir Evrópu- bandalagsins en hlutverk þess á að einhverju leyti að koma í stað Atlantshafsbandalagsins og vettvangur þess er meðal annars á okkar slóðum, á norðurhveli jarðar. Ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar um viðræður er tekin í blóra við afstöðu stjómarandstöðuflokkanna sem allir hafa lagst gegn hvers konar aðild og raunar hafnað viðræðum. Engu að síður virðist ákvörðun stjórnar- flokkanna skynsamleg og að minnsta kosti skiljanleg. íslendingar geta ekki nú frekar en áður látið atburðina og þróunina í varnarmálum Vesturlanda sér óviðkom- andi. Hér gilda sömu rök og þegar Atlantshafsbandalag- ið var á sínum tíma stofnað. Hlutleysi eða afskiptaleysi er útilokað. Varnar- og öryggismál skipta máli, jafnvel á friðartímum, og slökunin í Evrópu breytir þar engu um. Við lifum enn á viðsjárverðum tímum. í fyrmm Sovétríkjum kraumar enn undir og ný öfl geta komist þar til valda, sem geta ógnað friði, og upplausnin í Aust- ur-Evrópu, þar sem þjóðarbrot og gömul þjóðríki eru ýmist búin að öðlast sjálfstæði eða krefjast þess, getur tekið óvænta stefnu og illviðráðanlega. Það er skamm- sýni og fljótfærni ef íslendingar eða aðrir á vesturhveli jarðar kæmust að þeirri niðurstöðu að varna væri ekki lengur þörf. Æskilegast væri að Atlantshafsbandalagið héldi áfram lífi og gegndi sama hlutverki og áður, enda er Nató homsteinn sem við höfum getað treyst og sæmileg- ur friður hefur skapast um. En þróunin er sú að hlut- verk Nató er breytt og hlutur Bandaríkjanna verður þar fyrirsjáanlega minni. Gallinn við Vestur-Evrópusambandið er fyrst og fremst sá að Evrópubandalagið er þar ráðandi og meðan við emm ekki aðilar að því bandalagi býðst okkur að- eins aukaaðild að VES sem rýrir áhrif okkar í saman- burði við fuflgilda aðild að Atlantshafsbandalaginu. Þetta má þó ekki aftra okkur íslendingum frá því að fylgjast með og taka þátt í þeim viðræðumsem fram fara um uppbyggingu og útþenslu VES. Þótt ekki sé til ann- ars en að hafa þar eitthvað að segja þegar kemur að hlut- verkaskiptingu milli VES og Nató á svæðinu við og umhverfis ísland. Við hljótum að vilja að rödd okkar heyrist í þeim efnum og álit okkar heyrist þegar rætt er um vamir og öryggi lands og þjóðar. Við erum ekki einir í heiminum og við erum ekki þau böm að halda að At- lantshafið og norðurslóðir verði friðað svæði og stikkfrí þegar samband Vestur-Evrópuríkja ræður ráðum sínum. Það er illt til þess að vita að stjórnarandstöðuflokk- amir hér á landi hafi tekið jafn afdráttarlausa afstöðu gegn þessu bandalagi Vestur-Evrópu og raun ber vitni. Deilan um Atlantshafsbandalagið klauf þjóðina í herðar niður og skóp mörg vandamálin í íslenskum stjómmál- um. Tortryggni er kannske skiljanleg og varkárni er nauðsynleg. En að vera fyrirfram á móti þátttöku í við- ræðum og útiloka þar með sjálfa sig frá upplýsingum og áhrifum er ástæðulaus og ótímabær ákvörðun. Við skulum halda öllum dyrum opnum. Ellert B. Schram Rikisstjórn Steingríms Hermannssonar sendi frá sér álitsgerð þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að EES-samningurinn bryti ekki í bága við stjórnarskrána, segir m.a. í greininni. Alþýðubandalag- ið samt við sig Hæstaréttardómari, tveir laga- prófessorar og skrifstofustjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hafa gefið sameiginlegt álit á þvi hvort samningurinn um evrópska efnahagssvæðið (EES) brjóti í bága við íslensku stjórnarskrána. Nið- urstaða þeirra er afdráttarlaus. Þeir telja engin ákvæði stjómar- skrárinnar standa í vegi fyrir því að Alþingi staðfesti samninginn. Ummæli Hjörleifs og Steingríms I tilefni af þessu ótvíræða áliti má rifla upp að það var einkum Hjörleifur Guttormsson, þingmað- ur Alþýðubandalagsins og ein- dregnasti andstæðingur EES-sam- starfsins bæði á Alþingi og þingi Norðurlandaráös, sem taldi vafa- samt að EES-samningurinn stæðist íslensku stjómarskrána. Ríkis- stjómin, sem Hjörleifur studdi, rík- isstjóm Steingríms Hermannsson- ar, sendi frá sér álitsgerð skömmu fyrir þinglok 1991 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að EES- samningurinn bryti ekki í bága við stjómarskrána. Eins og sjá má af þingtíðindum og umræðum, sem fram fóra á Al- þingi hinn 17. desember 1991, taldi Hjörleifur sig fá bandamann þegar Guðmundur Alfreðsson, lögfræð- ingur bjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti efasemdum um aö EES-samn- ingurinn væri í samræmi við stjómarskrána. Vitnaði Hjörleifur oftar en einu sinni af velþóknun í útvarpsviðtöl við Guðmund frá 2. desember 1991 og taldi það málstað sínum til stuðnings. Þá sagði Hjörleifur. og ég minni jafnframt á að lögmað- ur, sem mikið hefur íjallað um þessi mál, rætt og ritað, prófessor Stefán Már Stefánsson, hefur ekk- ert fullyrt í þeim efnum, hann hef- ur ekki tekið af nein tvímæb um það að þessi samningsdrög standist ákvæði íslensku stjórnarskrárinn- ar.“ í þingumræöum 17. desember sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, um hina stjómskipulegu hiið EES- samningagerðarinnar: „Ég held að til fyllsta öryggis væri ástæða til að leita áiits lögfróðustu manna.“ Og Steingrímur sagði einnig: „... Ég vildi leggja til að hæstv. ríkis- stjóm undirbyggi sig undir það að leita slíks álits og mætti þá gjaman gera það í samráði viö t.d. þær nefndir Aiþingis sem um þetta mál fjalla." Ríkisstjómin stóð einmitt þannig að þessu máli að leita álits hinna „lögfróðustu manna“ og skil- uðu þeir ótvíræðri niðurstöðu sinni hinn 7. júlí síðastliðinn. Pólitískur loddaraleikur Ástæða er til að hafa umræðum- Kjallarinn Björn Bjarnason alþingismaður ar frá 17. desember 1991 í huga þeg- ar metin em ummæli ýmissa stjórnarandstæðinga nú, annars vegar um það hvernig staðið var að skipun sérfræðinganefndarinn- ar og hins vegar um það hverjir í hana voru valdir. í raun er gagn- rýni á málsmeðferð ríkisstjórnar- innar sprottin af þvi einu aö áht hinna sérfróðu manna er ekki vatn á myllu þeirra er vilja gera EES- samninginn sem tortryggilegastan. Úr hópi stjórnarandstæðinga hef- ur Svavar Gestsson gengið hvað lengst í fullyrðingum um að EES- samningurinn brjóti í bága við stjórnarskrána. Er ekki unnt ann- að en endurtaka það sem áður hef- ur verið sagt um þann málatilbún- að allan, að það er með ólíkindum að maður, sem lengi hefur setið á Alþingi og oftar en einu sinni í rík- isstjóm, skuli telja sér sæma að slá fram jafnröngum fullyrðingum um þetta mál og Svavar hefur gert. Ekki nóg með að hann hafi rangt fyrir sér heldur þykist hann, eins og svo oft áður, hafa efni á að tala niður til viðmælenda sinna. Hér að ofan var vitnað til orða Hjörleifs Guttormssonar um Stefán Má Stefánsson prófessor. Nú hefur hinn sami Stefán Már staðið að áliti þar sem tekin em af öll tvímæli um að EES-samningurinn standist ákvæöi íslensku stjómarskrárinn- ar. Hvað segir Hjörleifur þá? í ÐV- grein hinn 8. júlí sl. stóð meðal annars: „Stefán Már Stefánsson prófessor hefur verið ráðgjafi utan- ríkisráðherra og samningamanna hans á ýmsum stigum viðræðna um samninginn og hefur þannig átt hlut að málsmeðferðinni." Taldi Hjörleifur að af þessum sökum væri Stefán Már „augljóslega" van- hæfur sem umsagnaraðili um EES-samninginn. Hin gagnstæðu ummæli Hjörleifs Guttormssonar um Stefán Má Stef- ánsson em einfaldasta staðfestingin á þeim ómerkilega pólitíska lodd- araleik sem alþýðubandalagsmenn og ýmsir aðrir úr hópi stjómarand- staeðinga telja málstað sínum helst til framdráttar í EES-umræðunum um þessar mundir. Svavar Gestsson telur það nú stjómarskrárbrot sem sagt var standast stjómarskrána í álitsgerð ríkisstjómar þar sem hann sat sem ráðherra. EES-umræöurnar sýna að staða og aðferðir Alþýðubandalagsins við ákvarðanir um stærstu utan- ríkismál hefur ekkert breyst þrátt fyrir að gamli kommúníski hug- sjónargmnnurinn sé hruninn og tengslin við hina kommúnísku bræðraflokka orðin að engu. Al- þýöubandalagsmenn sverta bæði menn og málefni með órökstudd- um dylgjum eins og þeir hafa löng- um gert í mikilvægum umræöum um utanríkismál. Þeir em einnig sjálfum sér líkir með því aö hafa rangt fyrir sér. Björn Bjarnason Eftirskrift Hinn 9. júlí birtist hér í blaðinu grein eftir Birgi Hermannsson stjómmálafræðing sem gerir mér upp skoðanir varðandi túlkun á heimspekikenningu Immanuels Kants. Gerir stjómmálafræðingur- inn þetta um leið og hann setur sig í þær stellingar að fella almennt dóma um það hvernig staðið sé aö umræðum um Evrópumál á opin- bemm vettvangi. Ef hann les og skilur það sem um Evrópumálin er sagt jafnilla og til- vitnun mína í orö, sem Jan P. Syse, fyrrv. forsætisráðherra Noregs, lét falla um Immanuel Kant og kenn- ingu hans, er ekki að undra þótt Birgir Hermannsson botni lítið í Evrópuumræðunum. „I raun er gagnrýni á málsmeðferö rík- isstjórnarinnar sprottin af því einu að álit hinna sérfróðu manna er ekki vatn á myllu þeirra er vilja gera EES- samninginn sem tortryggi!egastan.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.