Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. Spumingin Hver er besti fram- haldsskólinn? Margrét Jensdóttir, stúdent í jarð- fræði: Menntaskólinn í Reykjavík. Þorleifur Sigurbjörnsson sjómaður: Iðnskólinn í Reykjavík. Ragnheiður Ólafsdóttir húsmóðir: Menntaskólinn við Sund. Grétar Guðjónsson trésmiður: Ég veit það ekki. Hildur Eiríksdóttir ellilífeyrisþegi: Menntaskólinn á Akureyri er mesta menntasetur landsins. Snorri Dalmar ellilifeyrisþegi: Menntaskólinn á Akureyri. Lesendur__________________________________________________ „Æmar renna eina slóð.. Af sauðkindareðli íslendinga Jón Björnsson skrifar: Flest er um okkur íslendinga eins og í öfugmælavísunni alkunnu. Við hlaupum ávallt til þegar launþega- forustan hóar til funda á torgum til að mótmæla. Stundum til að mót- mæla lágum launum, stundum til að mótmæla of háum launum. Þetta fer eftir því hvað fyrir lýðinn er lagt. Nú síðast til að halda niðri launum allra landsmanna á einu bretti og viðhalda bitlingum og yfirborgunum manna í valdastöðum í þjóðfélaginu! Sést nú best að það er í raun laun- þegaforustan sem heldur launum í landinu niðri. Og í hvaða tilgangi? Jú, til þess að halda launþegunum óánægöum. Annars væri úti um launþegaforystuna. Hún er gull- tryggð með sín háu, samnings- bundnu laun, sem launþegarnir greiða með sköttum sínum og skyld- um til stéttarfélaganna. En hugum nú að því hverju við launþegarnir getum mótmælt sem líklegast myndi verða til þess að hér gætu allir fengið dágóð laun og unað glaðir við sitt. - Að mótmæla land- búnaðarkerfinu og niðurgreiðslum og afskriftum skulda í ýmsum hlið- arbúgreinum. Við eigum að mót- mæla því að byggja vegakerfi sem engum tilgangi þjónar og grafa und- irgöng fyrir byggðarlög sem verða ekki í búsetu innan áratugs. - Há- lendisvegur norður og austur á land „Það er í raun launþegaforustan sem heldur launum i landinu niðri,“ seg- ir m.a. í bréfinu. er brýnasta verkefnið í vegamálum hér á landi. - Við eigum að mótmæla því að einfoldustu reglur um mann- réttindi séu brotnar á landsmönnum með því aö skikka þá til að skrá sig í félög án vilja þeirra. - Mótmæla því að þegnunum sé neitað að taka ákvörðun í mikilvægum málum með þjóðaratkvæðagreiðslu. - Mótmæla ýmsum einfóldum og óþarfa reglu- gerðum sem gera mönnum erfitt fyr- ir í daglegu lífi; t.d. að aka með full- um ljósum á hábjörtum sumardegi, að geta ekki keypt áfengi á tilskildu verði nema á sérstökum tíma vik- unnar og á sérstökum stöðum sem ríkisvaldið úthlutar. Mótmæla áskrift sérstaks ríkisfjölmiðils. Svona mætti lengi telja upp þau atriði sem launþegar ættu að mót- mæla og sem yrðu til þess að losa um fjármuni bundna hjá ríkinu, m.a. fjármuni til að greiða launafólki hærri laun fyrir arðbæra vinnu. ís- lendingar hafa til þessa lengst af sýnt eðh sauðkindarinnar, runnið eftir einni slóð þegar til hennar er kallað. Hvar eru vormenn íslands? Hvar eru þeir sem hugsa? Þora þeir ekki aö koma undan pilsfaldi hins opinbera? Um „bílskúrshurðabrask“ Halldór K. Hjartarson skrifar: Hinn 14. þ.m. birtist í DV lesenda- bréf með yfirskriftinni Bflskúrs- hurðabrask og inniheldur að mínu mati aðdróttun, ærumeiðingar og atvinnuróg sem ég get ekki látið ósvarað hagsmuna minna vegna. Bréfritari (Kristinn Hugason) leggst svo lágt að rita bréfið ekki undir réttu nafni. Samkv. upplýsing- um Hagstofu íslands er nafn hans þar skráð Kristinn HraunOörð (Tjamarbóh 4, Seltjarnamesi) en þess hvergi getið að hann sé Huga- son. Sama á við um skráningu hans í símaskrá. Er aðferð hans þeim mun ómerkilegri þar sem annar maður með sama nafni, máh þessu aUs óvið- komandi, er skráður í símaskrána. Var Kristinn Hraunfjörð e.t.v. hræddur við að þurfa að standa fyrir máU sínu? Ekki er að undra þótt Kristinn veigri sér við aö koma hreint til dyranna þegar þess er gætt hvernig hann umgengst sannleikann og umturnar staðreyndum. Nánast hið eina sanna í bréfi hans er aö hann keypti bílskúrshurð og tilheyr- andi búnað hjá ofanrituðum. Flestu öðru hefur hann sýnilega gleymt en skáldað í eyðurnar í staðinn. Hann hefur t.d. gleymt því að ekki var hægt að setja bílskúrshurðina upp strax vegna þess að hurðarkarmarn- ir í skúmum reyndust ónýtir af fúa en notaði gamalt mótatimbur í kar- mana sem hann klastraði saman með lítils háttar aðstoð minni. Hann hef- ur gleymt því aö hafi „fúsk, hör- mu'ng“ og „hryggðarmynd“ komið fram í verkinu má rekja það beint til þessarar karmasmíðar f homskakkt hurðargatið er leiddi tíl þess að erfitt var að setja hurðina upp svo að vel færi. Gleymt því að karmasmíðin var hans mál og mér alls óviökomandi og að fyrir verkið var ekki greitt fyrr en eftir að hurðin hafði verið sett upp með öllum búnaði. Hann hefur gleymt því að ég tjáöi honum að ég væri að fara noröur í land til starfa í nokkrar vikur og gæti því ekki að- stoöað hann við ísetningu þéttihsta fyrr en síðar en ísetningu þeirra hafði Kristinn þó tekið að sér aö sjá um sjálfur. Eftir þetta hefi ég þurft að þola nær daglega vammir og skammir Kristins 1 síma vegna hurð- arinnar. Þegar ég svo - umfram skyldu - ætlaði að reyna að ganga betur frá hurðinni meinaði konan hans mér aögang að skúrnum. Ég mun ekki eyða frekari orðum að skrifum Kristins Hraunfjörð á þessum vettvangi. Hins vegar kann að reynast ástæða til að reifa máhð aht ítarlegar á öðrum vettvangi. Árlegar gatnaviðgerðir M.B. hringdi: Ég er áreiðanlega ekki einn um að furða sig á hinum árlegu viðgerðum á nánast öhum helstu umferðargöt- um borgarinnar. Eru göturnar hér svona illa gerðar upphaflega eða eru viðgerðir með þeim hætti að nauðsyn sé á árlegum endurbótum? Spyr sá sem ekki veit. En það er hka athugavert hvemig að þessu er staðið. Fyrst mega öku- menn þola það aö aka á götunum í langan tíma eftir að þær eru fræstar með stórvirkum tækjum og þá er götunni lokað. Síðan er götunni aftur Hringiö í síma 63 27 00 milli kl. 14 og 16 -eðaskiifíö Nafn og sfmanr. vcrður að fylgja bréfum lokað er viðgerð fer fram í einhvers konar unglingavinnu þar sem mal- biki er smurt ofan á fræsinguna. Þar með er viðgerð lokið það sumarið. Og einkennilegast er að þessar við- gerðir fara að mestu fram á sumrin þegar umferð er hvað þyngst hér í höfuðborginni. Malbiki smurt ofan á fræsinguna. Misþyrming ámelódíum Svavar hringdi: Margir hafa talað um þaö í mín eyru og því er ég algjörlega sam- mála að flutningur Bjarkar Guö- mundsdóttur, sem kennd er við Sykurmolana, á ýmsum þekktum eidri lögum sé hrein misþyrming og ekki við hæfi að útvarpa. Ég vil nefna lagið Luktar- Gvend, þetta síghda íslenska dægurlag sem landsmenn hafa raulað gegnum árin. Einnig nokkur þeirra laga sem Carpent- ers gerðu fræg á sínum tíma. Þetta eru gullfahegar melódiur og kannski engin furða að annað Carpenters systkinanna hafi gert athugasemd við flutning laganna á plötu Sykurmolanna. Það eru nú takmörk fyrir flestu. Fangagæsla: Nýaukabúgrein? Friðrik skrifar: Mér fmnst það dægileg þróun að heyra að nú skuli sveitarfélög- in keppast um að fá fangelsis- byggingar heim í hérað. Það er af sem áður var þegar enginn vildi hýsa fanga eöa af þeim vita. Nú er að verða kappsmál að fá þá tiltölulega fáu fanga, sem til faha hér á landi, og byggja yfir þá og gæta þeirra. Það gæti orðið hin arðvænleg- asta aukabúgrein í sveitum landsins aö sinna svo sem einu fangelsi í hverri sveit. En í alvöru talað; hvað er rangt við það að hvert sveitarfélag gæti bara sinna fanga á eigin ábyrgð og kostnað? Hálshnykkir íhámarki Pétur Jónsson hringdi: Hálshnykkir eru nú sagðir tíð- ari cftirköst eftir umferðaróhöpp. Svo rammt kveður að þessu að gefinn hefur verið út sérstakur bæklingur um hálshnykki! Ég hef þaö stórlega á tilfinningunni að hér sé um tiskufyrirbæri að ræða og þá hugsanlega samtvinnað tryggingabótura sem alltaf virð- ast vel þegnar. Maasfricht skekur Evrópu Árni Sigurðsson skrifar: Þaö var haft eftir Mitterrand Frakklandsforseta í fréttum að samþykktu Frakkar ekki Ma- astricht samkomulagið, sem kos- ið verður um þar í landi bráð- lega, myndi það þýða upplausn og hörmungar í allri Evrópu. Þetta má eflaust til sanns vegar færa, svo mjög sem Evrópuríkin byggja á þessu samkomulagi. Ekki verður glæsilcgt að byggja á þessum og svipuðum samning- um fyrir þau ríki sem ekki hafa enn gengiðíEB. Ég held að þarna hafi Frakklandsforseti talað af raunsæi og framsýni. Hann sér að það eina sem getur lialdiö Evr- ópu saman héðan af er sterk sam- staða stærstu ríkjanna, Frakk- lands og Þýskalands gegn óróa- ríkjunum í Austur-Evrópu. HvammsvíkíKjós Helga Jónsdóttir hringdi: Ég og maöurinn mhm fórum í Hvammsvik í Kjós ásamt dönsk- um vinum okkar fyrir stuttu og dvöldum þar heilan dag. Þaö er skemmst frá að segja aö þarna er einhver sá ánægjulegasti stað- ur að heimsækja í nágrenni borg- arinnar, Staöurinn er í umsjá Lögi-eglufélags Reykjavíkur og öll starfsemi og aöbúnaður til fyr- irmjmdar. Þarna má stunda veiðiskap, golf, hestaferðir og veitingar má fá á staðnum. Afgreiöslufólkið er alúðlegt og kurteist og þessi starf- semi á hrós skiliö í alla staði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.