Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 36
48 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. r > „Hugmyndin um fullveldi rikja er grundvallarregla alþjóðasamskipta sem allt annað byggist á“, segir m.a. I greininni. Þjóðernishyggju DV andmælt Um fá mál er ritað af meiri van- þekkingu en um þjóðir og þjóðem- ishyggju. Gott dæmi um þetta er ritstjómargrein Jónasar Kristjáns- sonar í DV laugardaginn 13. júní sl. Hugmyndin um sameinaða Evr- ópu er martröð, segir Jónas, það sanna örlög Bandaríkjanna, Júgó- slavíu og Norður-írlands. Undarlegt má heita að ritstjórinn skuli ekki minnast neitt á Sovétrík- in sálugu. Ástæðuna fyrir ógöngum þessara landa kveður Jónas vera þá að þau hafi ekki haldið sig við hugtakið þjóð sem fullveldisein- ingu. Hugtakið þjóð Hugtakið þjóð má skilja á marga vegu, en algengast er að skoða það frá tveimur sjónarhólum. Annars vegar er þjóð ákveðin menningar- eining, sem einkennist af sameigin- legri menningu og tungu, óháð pólitískum einingum. Hins vegar er þjóð pólitísk eining sem markast af sameiginlegri stjórnmálasögu, sameiginlegu ríki, og vilja fólksins tíl að vera þjóð. Þessi síðari skilningur á uppmna sinn í hugmyndum frönsku bylt- ingarinnar og náöi fótfestu í Bandaríkjunum sem era elsta lýð- ræðisríki heims. Fyrri skilningur- inn á upprana sinn í Þýskalandi og hefur náð miklum vinsældum í Austur-Evrópu og m.a. riöið hús- um á íslandi. í hugum frönsku byltíngarmann- anna skiptí kynþáttur, tungmnál uppruni eða trúarbrögð ekki máli fyrir þjóðemi. Á þessum forsend- um fengu gyðingar þegnréttindi í Frakklandi og á þessum forsendum hafa hinir ólíku hópar Bandaríkj- anna sama lagalega rétt. Þjóð hefur hér því merkinguna lýðræðislegt samfélag jafnrétthárra manna. Hin menningarlega skilgreining á þjóð leggur hins vegar áherslu á ákveðin hlutlæg einkenni á fólki; þjóðir era nánast náttúruleg fyrir- bæri. Þjóðemishyggja sem byggist á þessu leggur áherslu á að menn- ingarlegar einingar - þjóðir - og pólitískar einingar - ríki - fari sam- an. Landamæri skulu miðast við mörk ólíkra menningarheima; slíkt sé eina eðlilega og siðferðilega rétt- lætanlega skipulagið á sambúðar- vanda mannkyns. Þessi hugtök þurfa auðvitað ekki að vera algjörlega andstæð, þó þau séu það oft. Frægt dæmi um and- stöðuna era deilur Frakka og Þjóð- verja um Alsace á síðustu öld. Kjallarinn Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur Frakkar sögðu íbúa Alsace vera Frakka af því að þeir vildu það sjálfir, en Þjóðverjar sögðu þá Þjóð- verja af því að þeir væra hlutí af þýsku þjóðinni, þ.e. þýskri menn- ingardeúd. Þennan mun á Frakklandi og Þýskalandi má sjá enn þann dag í dag. Arabi sem fæddur er í Frakk- landi fær sjálfkrafa franskan ríkis- borgararrétt en Tyrki sem fæddur er í Þýskalandi fær það ekki. Hins vegar fær fólk af þýskum ættum í Austur-Evrópu og Rússlandi sjálf- krafa þýskan ríkisborgararétt, jafnvel þó það kunni ekki stakt orð í þýsku! Fullveldi í alþjóðastjómmálum era ríki fullvalda. Fullveldi merkir hér óskoraðan yfirráðarétt yfir ákveðnu landsvæði og rétt til að setja þar reglur og framfylgja þeim með valdi ef þörf krefur. Fullveldi felur í sér endanlegt vald aða al- gjört vald. Hugmyndin um fuliveldi ríkja er grandvallarregla alþjóða- samskipta, sem allt annað byggist á. Önnur hugmynd sem hefur haft mikil áhrif í alþjóðastjómmálum frá fyrri heimstyrjöldinni er reglan um sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Þessi regla felur í sér það markmið að öU ríki skuli vera þjóðríki. Þessi regla er nátengd kenningunni um fullveldi lýðsins, sem segir að grandvöllur ríkisins og þar með endanlegt vald sé hjá fólkinu (eða þjóðinni). Flestir virðast því telja það eðlilegt að ríki og þjóð fari sam- an. Vandamálin viö þetta era hins vegar augljós. í fyrsta lagi er þaö alls ekki ljóst hvað þjóð er. Þetta er skýrt í Vestur-Evrópu - þar sem þjóðríkið á uppruna sinn - og öllum augljóst þegar um Afríku og Asíu er að ræða. í öðra lagi er ekki ljóst hvemig á aö framkvæma þetta. Hrein þjóðríki (í menningarlegum skilningi) era undantekningar. Ólíkar þjóðir búa hver innan um aðra. í þriðja lagi stangast reglan um fullveldi ríkja í mjög mörgum tilfellum á við regluna um sjálfsá- kvörðunarrétt þjóða. Hugmyndin um eitt ríki og eina þjóð var hugsjón Adolfs nokkurs Hitlers og milljóna manna annarra, þar á meðal Jónasar Kristjánsson- ar, ritstjóra DV, og meginþorra ís- lendinga. í dæmi Hitlers stangaðist þessi hugmynd á við fullveldi Pól- lands, Austurríkis og Tékkóslóvak- íu. í dæmi forseta Serbíu stangast þetta á við fullveldi Króatíu og Bosníu. Ritstjóri DV talar af fávisku um flókið mál. Tengsl ríkis og þjóðar hafa verið margbrotin í gegn um tíðina. Tilraunir manna í krafti þjóðemishyggju til að draga nátt- úruleg landamæri á grandvelli þjóða hafa leitt til ómældra hör- munga, ekki síst í Austur-Evrópu. Væri Jónas Kristjánsson sam- kvæmur sjálfum sér yrði hann fyrstur manna til að viðurkenna sjálfstætt ríki hvítra.manna í Suð- ur-Afríku, hvetja til stofnunar Stór-Serbíu og brottreksturs araba frá Frakklandi. Og hvað með ísra- el, Jónas, hvemig varð það til? Birgir Hermannsson „Tilraunir manna í krafti þjóðernis- hyggju til að draga náttúruleg landa- mæri á grundvelli þjóða hafa leitt til ómældra hörmunga, ekki síst í Aust- ur-Evrópu.“ Sviðsljós_______ DV Skátar flykktust i Árbæjarsafn í gær en safniö hélt þá svokallaðan skátadag í samstarfi viö Skátasamband Reykjavíkur. Skátaflokkarnir Mýslur og Hel- lendar í skátafélaginu Garðbúum unnu ýmis tjaldbúðarstörf og hægt var að skoða ferðabúnaö skátanna auk þess sem margs konar skátafræði voru kynnt. í hádeginu var eldað á hlóðum og gafst fólki tækifæri á að gæða sér á bökuðu brauði. Dagskránni lauk svo með varöeldi að góöra skáta sið. DV-mynd GVA Krakkarnir á bænum Ási í Skagafirði hafa eignast nýjan leikfélaga. Það er folald sem missti móður sina i kuldahretinu fyrir skömmu. Einar Valur Valgarðsson, bóndi í Ási, fann folaldið þar sem það stóð við hlið deyjandi móður sinnar. Móðurmjólkin er folöldum nauðsynleg en vel hefur gengið að ala folaldið á blandaðri kúamjólk. Þaö er nú komið vel á legg. DV-mynd Þórhallur Ásmundsson Almenningi gafst kostur á að kynna sér starfsemi Nesjavallavirkjunar á laugardaginn og nýttu sér það margir. Fólki var skýrt frá ferli heita vatnsins í gegnum virkjunina og hvernig hitun kalda, ferska vatnsins fer fram þang- að til það endanlega rennur til neytandans á hitaveitusvæðinu. Eftir skoðun- arferðirnar bauð Hitaveita Reykjavíkur upp á kaffi og meðlæti i mötuneytis- skála starfsmanna. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.