Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. 35 Fréttir Eitt þeirra húsa sem eru í byggingu á Hólmavik DV-mynd Guðfinnur Mikið byggt á Hólmavík Guðfinnur Fiuiibogason, DV, Hólmavílc Mikil gróska er í íbúöarhúsabygg- ingum á Hólmavík um þessar mund- ir. Nýlokið er byggingu húss með 2 kaupleiguíbúöum á vegum sveitarfé- lagsins og hafin bygging sams konar húss sem tilbúið á að vera til afhend- ingar í febrúar nk. samkvæmt samn- ingi við verktaka. Þeir eru Ásmund- ur Vermundsson og Benedikt Gríms- son byggingameistarar á Hólmavík. íbúðirnar eru 87,8 m2 og 61,5 m2 og er byggingarkostnaður á þeim fullbúnum um 100 þúsund krónur á fermetrann. Fyrir skömmu voru auglýstar 2 kaupleiguíbúðir, önnur þeirra nýju og hin í eldra raðhúsi sem losnaði. Sjö umsóknir bárust og segir það nokkuð um þörfma fyrir húsnæði. Þá eru í byggingu nokkrar íbúðir á vegum einstaklinga og lík- lega verður byrjuð á 4 í sumar. Auk þessa eru í byggingu eða nýlokið við 3 íbúðarhús í nágrenni Hólmavíkur. Á 3. hæ& KRINGLUNNAR meb mikió úrval af: geislaplötum, hljómplötum, kassettum, myrtdböndum, hirslum, bolum, nótnabókum o.fl. Stórkostleg verðlækkun ! Dágóðar aukatekjur pilta á Djúpuvík Regína Thorarensen, DV, Gjögri; Hér var besta veður og hlýtt um síðustu helgi og framan af vikunni en um leið og vindur snýst í norður verður golan ísköld. Þannig var í morgun, 16. júlí. ísinn ekki langt frá landi og mjög kalt á kvöldin. Amar Logi Ásbjörnsson, ungi pilt- urinn á Djúpuvík, og vinur hans úr Reykjavík gerðu það gott á gráslepp- unni í vor og sumar. Fengu samtals 40 tunnur af grásleppuhrognum og þegar kostnaður hefur verið dreginn frá fá þeir 36 þúsund krónur fyrir tunnuna. Dágóðar aukatekjur það, ein milljón og 440 þúsund krónur. Ámeshreppur: Enn fækkar mannfólkinu Regína Thorarensen, DV, Gjögii: Að sögn séra Jóns ísleifssonar sóknarprests voru íbúar í Ámes- hreppi hér á Ströndum 103 hinn 1. desember 1991 svo enn fækkar fólki mikið í hreppnum. 1. desember 1990 voru íbúamir 120. Séra Jón sagði að þetta væri góður staður yfir sumartímann en veturnir væra erfiðir og lengi að hða. Oft veöravíti þá. ÁSÓLHÚSGÖGNUM STÓLAR -B0RÐ -BEKKIR-SESSURo.fi. flLLT flfl 40'/. flFSLflTTUR! SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLOÐ 7 • REYKJAVIK • S. 91 - 621780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.