Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. 39 Breytingar meó tilkomu EES-samninganna: Réttindi neyt- enda aukast Svanurinn er samnorrænt merfci fyrir umhverfisvænar vörur sem lúta ströng- um skilyröum en merkið til hægri er þaö sem stefnt er aö fyrir löndin í EB og EFTA. „Þaö sem er ef til vill stærsta málið við EES-samningana er að þegar viö erum að fara inn á þetta svasði þá breytist eðli allra samninga þannig aö Island fer úr þessari skandinav- ísku vemd yfir í það sem kalla má upplýsingar. Evrópubandalagið byggir miklu meira á upplýsingum, það er fjölbreytni vörunnar og upp- lýsingar um hana til neytandans. Ekki að tryggja hana fyrirfram, neyt- andinn þarf, í gegnum upplýsingar, miklu fremur að átta sig á því hvort hluturinn sé góður fyrir hann eða ekki,“ sagði Þorlákur Helgason, deildarsérfræðingur í menntamála- ráðuneytinu, í samtali við DV. „Sem aðilar í EES erum við í raun að fara frá vernduðu svæði, sem ein- kennir skandinavísku löggjöfina, yf- ir í upplýsinguna. Um leið kemur annað atriði til, sem Evrópubanda- lagið leggur mikið upp úr, en það er neytendafræðsla í skólum og neyt- endakennsla. Þar verðum við að taka okkur tak ef við ætlum inn í þetta samstarf. Réttindi neytenda ættu að aukast með tilkomu EES-samninganna. Það verða miklu harðari ákvæði varð- andi mengun og annað sem við þurf- um að lúta. Það er kostur að lönd innan EES mega beita harðari ákvæðum en kveður á um í samn- ingnum, ef þau vilja svo við hafa. Það eru fyrst og fremst lágmarksákvæði sem koma inn í neytendamálum og hægt að ganga lengra.“ Þrengt að einokunaraðilum „Þó að neytendamálefnin séu jað- armálefni hjá EES er líklegt að það gangi efdr aö vöruverð lækki í mörg- um tilfellum ef EES-samningurinn gengur í gildi. Ómögulegt er að segja til um hvaö sú lækkun geti orðið mikil að jafnaði en ætti að mestu aö gæta á matvöru. Það verða ýmsar heimatilbúnar hindranir sem detta út, sem við veröum kannski vör við fyrr heldur en almennar verðlækk- anir. Þær hindranir eru til dæmis fólgnar í því aö hér gildi helminga- skipti upp á íslenska vöru, þjónustu og markaði Við erum með einokunaraðila á mörginn sviöum, eins og til dæmis oliufélögin. Það eru mörg tilvikin hér á íslandi þar sem fáeinir aðilar skipta með sér markaðnum. Það er klárt að það gengur á skjön við þá samn- inga sem gilda innan EES. Það getur verið að samtök neytenda geti krafist að einokun verði aflétt eða að Neytendur minnsta kosti slakað á klónni. Eins má nefna að í Danmörku eru ýmsir milliliðir, aðallega fyrir mat- vörukaup, sem hafa mataö krókinn á íslandi. Einhveijir aðilar, eins og til dæmis Jóhannes í Bónusi, eru farnir að stunda sín innkaup fram hjá þeim, en það er alveg klárt mál aö með tilkomu EES-samninganna getum við kært slikt athæfi. Það skal þó tekið fram að almennt eru tollar á íslandi orðnir töluvert lægri en meðaltalið í Evrópú. Hinu verður einnig athyglisvert aö fylgjast með, en það er sú breyting sem verður á einokunartaxta á út- seldri vinnu. Það á til dæmis viö um taxta lögfræðinga, tannlækna og verkfiæðinga sem verða ekki í sömu einokunaraðstöðunni,“ sagöi Þorlák- ur. Merki EES fyrir umhverfis- væna vöru „Hjá EB er í undirbúningi um- hverfisvænt merki og sama umfiöll- un er í gangi hjá EFTA. íslendingar eru aöilar að umhverfisvæna merk- inu á Norðurlöndum, svaninum. Strangar kröfur eru gerðar um vör- una og framleiðsluna á henni til þess að fá gæðastimpil svansins. Þeir hjá EB og EFTA vita af því og ætla að taka tillit til þess viö gerð þess merk- is sem verið er að vinna að,“ sagði Þórunn Erhardsdóttir, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu. „Hjá öðrum löndum eru ýmis önn- ur merki í gangi, til dæmis blái eng- illinn í Þýskalandi. í framleiðslu efiia hér á landi myndi það til dæmis vera notað við málningarframleiðslu, framleiðslu á þvottaefiium ýmiss konar, en við erum náttúrlega með frekar takmarkaða framleiðslu hér á landi,“ sagði Þórunn. Mikil sala á regnfatnaði Fyrri hluti sumars hefur verið vætusamur á suðvesturhomi lands- ins og lítið sést til sólar þar til í síð- ustu viku. íbúar á höfuðborgarsvæð- inu hafa þurft aö búa við vætu á meðan aðrir landshlutar hafa fengið ríkulegar úthlutað af sólargeislum. Mikið hefur selst af regnfatnaði ýmiss konar á suðvesturhomi lands- ins og er hann uppseldur á mörgum stöðum. „Regnfatnaður seldist upp hjá okk- ur á örskömmum tíma. Við vorum með einnota regnslár til sölu sem vom ódýrar og þær seldust upp en einnig hefur verið mikil sala í betri regnfatnaði hjá okkur. Við pöntum að jafnaði regnfót tvisvar á sumri og gerðum ráð fyrir aö pöntunin dygöi fram ágúst. Birgð- imar seldust hins vegar upp á innan við einum fiórða þess tíma sem við bjuggumst viö að hann myndi duga. Regnslámar dugöu ekki nema fram í miðjan júní,“ sagði Tryggvi Þor- steinsson afgreiðslumaður hjá Byko, í samtali við DV. Sömu sögu var að segja frá Mikla- garði, þar vom regnslámar uppseld- ar vegna mikillar eftirspumar. Einnota regnslár fást víða Margir vifia eiga regngalla sem á að duga til margra ára en sumum finnst þægilegt að geta brugðið sér Sumarið hefur veríð vætusamt á suövesturhorni landsins þó eitthvað hafi glaðnað til síðustu daga. Þegar úrhellísrigningu gerir er eins gott aö klæðast vatnsheldum fatnaöi. inn í næstu búð í regnskúr og keypt sér einnota regnhlíf eða slá sem jafh- vel er hægt að henda að lokinni notk- un. DV kannaöi hvar hægt er að kaupa regnfót og hvað neytandinn þarf aö leggja út mikið fé fyrir flíkina. \ Það kom á óvart á hve mörgum stöðum einnota regnslár fást. Flestir stórmarkaöimir sefia regnslár af einfaldri gerð. Hagkaup selur þær á 889 krónur, Mikligarður á 995 og Fjarðarkaup á 825. Regnslámar vora uppseldar Ifiá Miklagarði en von á þeim aftur fijótlega. Einnota regnslár fást einnig i Útilíf á 940 krónur en bamastærö var á 400 krónur. Byko og Húsasmiðjan era með regnslár til sölu sem era einfald- ari að gerð, úr þyxmra efiú, sem duga ekki nema í eitt eöa örfá skipti. Regnsláin hjá Byko kostar 164 en hún er uppseld í bili. Húsasmiðjan selur regnslá á 322 krónur stykkið. Hægt er að fá vandaðri regnfot af mörgum tegundum, vatnsþétt fot sem nota má við vinnu eins og til dæmis garðyrkju. Hagkaup selur til dæmis regngalla á 4990 krónur (bux- ur og jakki) og Byko galla á 6.000 krónur. Verslunin Ellingsen selur galla af tveimur tegundum, sá ódýr- ari kostar 6.568 en sá dýrari er á 12 þúsund krónur. Fyrirtækið Max regnfatnaður er með galla á 7.789 og Húsasmiðjan er með nokkrar gerðir af regngöllum sem kosta frá 3.545 og upp í 8 þúsund krónur. Flestallar íþróttabúöir era með eins konar regngalla eða vatns- helda galla. Verðiö er nánast eins mismunandi og fiöldi verslana. GRAM K-245 GRAM K-285 GRAM K-395 GRAM KF-195 GRAM KF-233 GRAM KF-264 GRAM KF-250 GRAM KF-355 GRAM KF-344 STADREYND! á stórlœkkuðu verði nú aðeins 51.600 kr. nú aðeins 53.750 kr. nú aöeins 73.950 kr. 47.990 49.990 68.770 (staðgreltt) (staögreitt) (staðgreltt) nú aöeins 57.950 kr. nú aðeins 73.500 kr. nú aöeins 79.550 kr. /FO nix HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420 _s_t___________ Máliö er heitt því með sérstökum samningi við GRAM verksmiðjurnar bjóðum við nú allar gerðir dönsku GRAM kæliskápanna á stórlækkuðu verði. GRAM býður 16 gerðir kæliskápa með eða án frystis, til innbyggingar eða frístæða, til dæmis neðangreinda: 244 Itr. kælir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 126.5 cm 274 Itr. kælir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 126.5 - 135,0 cm (stillanleg) 379 Itr. kælir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 166.5 - 175,0 cm (stillanleg) 172 Itr. kælir + 62 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 126.5 cm -135,0 (stillanleg) 274 Itr. kælir + 62 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 166.5 - 175,0 cm (stillanleg) 194 Itr. kælir + 146 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 166.5 - 175,0 cm (stillanleg) 53.890 68.360 73.980 (staðgreltt) (staðgreltt) (staðgreltt) Góðir greiðsluskilmálar: 7% staðgreiðsluafsláttur og 3% að auki séu keypt 2 eða fleiri stór tæki samtfmis (magnafsláttur). EURO og VISA raðgreiðslur til allt að 18 mánaða, án útborgunar nú aöeins 44.950 kr. 41.800 (staðgreitt) 204 Itr. kælir + -29 Itr. frystir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 126.5 nú aðeins 52.650 kr. 48.960 (staðgr«itt) 199 Itr. kœlir + 64 Itr. frystir' B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 146.5 cm nú aöeins 58.950 kr. 54.820 (staðgreltt) 166 Itr. kælir + 31 Itr. frystir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 106.5 cm I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.