Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 38
50 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. Afmæli Erró (Guðmundur Guðmunds- son) myndlistarmaður, búsettur í París í Frakklandi, varð sextugur ígær. Starfsferill Erró er fæddur í Ólafsvík og ólst upp hjá móður sinni, fyrst í Reykja- vík til þriggja ára aldurs en síðan á Kirkjubæjarklaustri þar sem móðir hans giftist Siggeir Lárus- syni, b. þar. Erró fór til náms í Reykjavík og stundaði þá jafnframt teikninám í kvöldskóla en innritaðist síðan í teiknikennaradeild Handíöa- og myndlistaskólans. Hann varvið myndlistarnám í Listaháskólanum í Osló 1951-54 og starfaði síðan í Flórens um skeið. Þá stundaði hann nám í gerð mósaíkmynda í Ravena í tvö ár og vann síðan við mósaíkmyndir í nokkur ár. Erró dvaldi í ísrael í átta mánuði árið 1957 en flutti næsta ár til Parísar þar sem hann kynntist flestum fremstu hstamönnum súrrelista- hreyfmgarinnar. Hann hóf1958 að vinna samklippimyndir samhliða málverkinu en eftir kynni sín af bandarísku popp-stefnunni 1962 hóf hann að nota samklippumar í málverk sín og notaði þá mynd- vaipa í síauknum mæli. Á sjöunda áratugnum skrifaði hann undir tímabundinn samning viö Gallery Schwartz í Mílanó og tók þá þátt í sýningum víðs vegar um Evrópu en starfaði aðallega með galleríinu Saint Germain. Erró er óhemju afkastamikili lista- maöur en hann hefur unnið mark- visst að því að þróa sína eigin sér- stæðu myndgerð. Með hveiju árinu hafa verk hans orðið eftirsóttari og sjálfur er hann í hópi virtustu myndhstarmanna álfunnar. Erró færði Reykjavíkurborg aö gjöf nær tvö þúsund listaverk eftir sjálfan sig árið 1989. Hann hefur að und- anfómu dvahð til skiptis í Thai- landi, París og á Formentera. Fjölskylda Kona Errós var ísraelsk, Myriam Bat-Josep, en þau shtu samvistum. Dóttir þeirra er Tura, læknir í Par- ís, gift Leon Milo, tónskáldi. Erró (Guömundur Guðmundsson). Hálfsystkini Errós, sammæðra: Lárus Siggeirsson, bóndi á Kirkju- bæjarklaustri; Kristinn Siggeirs- son, bóndi á Hörgslandi; Gyða Sig- ríður Siggeirsdóttir, húsmóðir á Seltjamamesi. Hálfsystkini Errós, samfeðra: Einar, leirkerasmiður í Reykjavík; Ingvi, vélvirki í Reykja- vík; Áuður, húsmóðir í Reykjavík; Ari Trausti, jarðfræðingur í Reykjavík; Egill, arkitekt í Reykja- vík. Foreldrar Errós vom Guðmund- ur Einarsson frá Miðdal, f. 5.8.1895, d. 23.5.1963, myndhöggvari og mál- ari í Reykjavík, og Soffla Kristins- dóttir, f. 16.6.1902, d. 1.2.1969, hús- móðir að Kirkjubæjarklaustri. Ætt og frændgarður Guðmundur var bróðir Sigríðar, móður Bjama Guðnasonar prófess- ors og Bergs lögfræðings, föður Guðna knattspymumanns. Guð- mundur var sonur Einars, b. í Mið- dal, bróður Eiríks, móðurafa Vig- dísar forseta. Einar var sonur Guð- mundar, b. og hreppstjóra í Miödal, Einarssonar, b. á Álfstöðum á Skeiðum, bróður Guðmundar, b. í Mið-dal, foður Jóns, hreppstjóra á Setbergi, ættfóður Setbergsættar- innar. Bróðir Jóns var Sigurður, afi Ottós N. Þorlákssonar, fyrsta for- seta ASÍ. Jón var faðir Ingveldar, langömmu Páls Jenssonar prófess- ors og Gunnars Kvaran hstfræð- ings. Önnur dóttir Jóns var Sigríð- ur, langamma Harðar Sigurgests- sonar, forstjóra Eimskips. Þriðja dóttir Jóns var Sigurbjörg, amma Alfreðs Guðmundssonar, forstöðu- manns Kjarvalsstaða, Guðmundar Bjömssonar, prófessors og augn- læknis, og Ragnars Júhussonar. Einar var sonur Gísla, b. á Álfs- stöðum, bróður Ingveldar, móður Ófeigs ríka á Fjalh, langafa Grétars Fehs, forseta Guðspekifélagsins. Soflía, móðir Errós, var dóttir Kristins, b. á Miðengi, Guömunds- sonar, b. á Miðengi, Jónssonar, b. á Selfossi, Einarssonar, b. á Sel- fossi, Þorleifssonar á Selfossi Valdasonar, b. á Fljótshólum, Ei- ríkssonar. Móðir Sofflu var Sigríður Bjama- dóttir, b. á Amarbæh í Grímsnesi, Ögmundssonar, b. á Oddgeirshól- um í Flóa, bróður Guðrúnar, móð- ur Salvarar, langömmu Bjöms Th. Bjömssonar hstfræðings. Ög- mundur var sonur Þorkels, b. á Heiðarbæ í Þingvallasveit, Lofts- sonar og Salvarar Ögmundsdóttur, b. áHrafnkelsstöðum, Jónssonar, b. þar, Jónssonar, b. á Stóra-Núpi, Magnússonar, b. í Bræðratungu. Móðir Jóns var Þórdís Jónsdóttir (Snæfríöur íslandssól). Móðir Bjarna í Amarbæli var Sigríður Bjarnadóttir, b. í Hjálm-' holti Stefánssonar, b. í Árbæ í Holt- um, Bjamasonar, b. á Víkingslæk, Halldórssonar, ættfoður Víkings- lækjarættarinnar. Móðir Sigríðar á Miðengi var Sig- ríöur Stefánsdóttir, prests á Fehi í Mýrdal, Stefánssonar, prest á Stóra-Núpi, Þorteinssonar, prests á Krossi í Landeyjum, Stefánssonar. Móðir Stefáns á Felli var Guðný, systir Ástríðar, langömmu Þorláks 0. Johnsen kaupmanns, langafa Einars Laxness, framkvæmda- stjóra Menningarsjóðs. Guðný var dóttir Þorláks, lögréttumanns að Móum á Kjalamesi, Gestssonar. Samúel S. Hreggviðsson Samúel Smári Hreggviðsson, um- dæmistæknifræðingur Fasteigna- mats ríkisins á Selfossi, Stóm Sand- vík 4, Sandvíkurhreppi, er fertugur ídag. Starfsferill Samúel fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til 10 ára aldurs er hann fluttist til Borgarness. Hann lauk námi í byggingatæknifræði frá Tækniskóla íslands í des. 1975. Samúel starfaði í eitt ár á gatna- dehd Reykjavíkurborgar en hefur frá 1977 veitt forstöðu umdæmis- skrifstofu Fasteignamats ríkisins fyrir Suðurland með aðsetur á Sel- fossi. Samúel sat lengi í stjóm Golf- klúbbs Selfoss, m.a. í sex ár sem formaður, þar th hann tók sæti í stjóm Golfsambands íslands 1989 þar sem hann gegnir störfum gjald- kera. Samúel hefur starfað mikiö með JC-Selfoss, m.a. sem forseti og formaður Landsþingsnefndar. Hann hefur verið félagi í Lions- klúbbi Selfoss frá 1980 og hefur ver- ið virkur þátttakandi í félagsstörf- um annarra samtaka. Samúel hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið, m.a. verið formaður bygginganefndar frá 1983. Fjölskylda Samúel kvæntist 5. júní 1976 Sig- ríði Kristínu Jóhannsdóttur, f. 29.4. 1953, hjúkrunarfræðingi á Sjúkra- húsi Suðurlands. Foreldrar hennar: Jóhann Hannesson bóndi, látinn, og Málfríður Benediktsdóttir húsmóð- ir, Stóru-Sandvík. Börn Samúels og Sigríðar em Hanna Rut, f. 27.3.1978; Málfríður Erna, f. 3.6.1983; Sólveig Sara, f. 12.5.1990. Systkini Samúels em Ólafur Magnús, f. 23.2.1957, trésmiður á Selfossi, fráskihnn, á þijú böm; Guð- geir Veigar, f. 6.10.1964, trésmiður á Selfossi, í sambúð með Sigrúnu Gestsdóttur og eiga þau eina dóttur; Margrét Dögg, f. 22.6.1966, húsmóð- ir, á tvö böm. Hálfsystkini, sam- feðra, em Hólmar Eyfjörð, f. 5.3.1977, og Veiga Eyfjörö, f. 21.3.1981. Foreldrar Samúels: Hreggviður Eyfjörð Guðgeirsson, f. 10.1.1931, húsasmíðameistari, og Hanna Þór- anna Samúelsdóttir, f. 22.3.1932, húsmóðir. Þau slitu samvistum. Hreggviður býr nú með Ólafíu Jens- Samúel S. Hreggviðsson. dóttur í Reykjavík og Hanna er í sambúð með Hauki Gíslasyni, hár- skeraíBorgamesi. Ætt Hanna Þóranna er dóttir Margrét- ar Hannesdóttur, Jónssonar. Móðir Margrétar var Þóranna Þórarins- dóttir. Hanna Þóranna er dóttir Samúels Kristjánssonar. Hreggviður Eyfjörð er sonur Sig- urpálínu Jóhannsdóttur, Sigurðar bónda á Árskógsströnd, Jónssonar. Samúel Smári tekur á móti gest- um á afmæhsdaginn að heimili sínu kl. 20-22. Til hamingju með afmælið 20. júlí 85 ára Elín A. Björnsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. 80 ára Ha llfríður Sigurjónsdóttir, Goðabraut8,Dalvik. Gunnar Kristjánsson, Dagverðareyri 1, Glæsibæjar- hreppi. Þórður Benediktsson, Kaplaskjólsvegi33, Reykjavík. Tjamargötu 45, Reylqavík. Guðbjörg M. Hjörleifsdóttir, Jens O. Sveinsson, ... . , Funafold 93, Reykjavík. Dagbjartur Guðmundsson, Nönnufelh 3, Reykjavík. ~~~ ......... HalldórKarel Jakobsson, /0 ara Vesturvegi7,Þórshöfh. ............. ............. Steinunn Guðmundsdóttir, Veronika Pétursdóttir, Jörfa, Þorkelshólshreppi. Hóluml8,Patreksflrði. BjörnÁmason, Elísabet Pétursdóttir, Vitabraut9,Hólmavik. ÁJftamýri30,ReyKjavik. Júlía Sigurjónsdóttir, Húntekurámótigestumáheimih Þórunnarstrætil06,Akureyri. sonarsíns,Bakkaseh31,eftir Erlingur Runólfsson, klukkan 19 í dag. Fífuseh 34, Reykjavdk. Birmnuo s. vesunannaeyjum. 50 ára 60 ára 40 ára Andrés Gestsson, Hamrahlið 17, Reykiavík. Ragnar Sigfússon, fyrrverandi bóndiogodd- viti, Smárabraut3, HöfhíHoma- Ðrði. Eiginkonahans erÞorbjörg Jónsdóttir. Þau verða aö heimaa Margrét Ólufsdóttir, Petrína Benediktsdóttir, Goöheimum 18, Reykjavík. Húntekurá mótigestum laugardaginn 25.7. kl. 16-181 Hreyfilshúsinu. ViðarÞórðarson, Uppsalavegi 17, Husavík. Bláskógum 2, Hveragerði. Erlingur Steinsson, Vallargerði 32, KópavogL Halina Koby linska, Sólvöllum 2, Grundarfiröi. Kolbrún I. Benjamínsdóttir, Jórufehi2, Reykjavík. Erla Söl vadót t ir, Skógarlundi 13, Garðabæ. Albert Jónsson, Votmúla, Sandvíkurhreppi. Helgi Ingimundur Sigurðsson, Steinahlíð, Mosfellsbæ. Friðrik Sigurjónsson, Ytri-Hhð 1, Vopnafiröi. Eiríkur S. Sigurðsson, Blönduhhö 3, Reykjavík. Sviösljós MM Þær Tinna Jónsdóttir og Eva Ragnarsdóttir bera hinn tilvonandi brúðguma, Svanbjörn Einarsson, á vit ævintýranna. DV-mynd GVA Sprellað með til- vonandi brúðguma Sá siður hefur nú mtt sér til rúms hér á landi að halda æsifjömg partí með ýmsum uppákomum fyrir til- vonandi brúði og brúðguma áður en þau ganga í það heilaga. Þessi partí ganga undir nöfnunum gæsa- og steggjapartí. Fyrir skömmu sagði DV frá því þegar vinkonur Bryndísar Óskar Jónsdóttur héldu henni fjörugt partí og fóm meðal annars með hana í Sirkus Arena þar sem henni var boð- ið í ökuferð með trúönum. Vinir brúögumans, Svanbjöms Einarsson- ar, tóku sig tfl og sprehuðu með hann síðasthðinn föstudag. Tvær fóngulegar stúlkur náöu í hinn tilvonandi brúðguma og keyrðu með hann um bæinn. Meðal annars var farið með hann niður á Lækjar- torg þar sem búið var að leggja á dúkað borð og boðið var upp á veit- ingar. Þau Bryndís Ósk og Svanbjöm gengu svo í það heilaga á laugardag- inn, væntanlega vel undir það búin eftir partíhöldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.