Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. 15 Allt annar samning- ur en ætlað var fyrst ... um er að ræða allt annan samning en þann sem lagt var af stað með i tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Alþýðubandalagið tók þá ákvörð- un á sínum tíma ásamt Alþýðu- flokknum og Framsóknarflokknum að taka þátt í könnunarviðræðum um EES. Það var gert á tilteknum forsendum sem voru samþykktar í ríkissijóm landsins. Forsætisráð- herrann, Steingrímur Hermanns- son gerði grein fyrir þessum aðai- atriðum á fundi leiðtoga EFTA- ríkjanna í Ósló á sínum tíma, í árs- byrjun 1989. Aðalatriðin vom: - Fríverslun með fisk. - Full yfirráð íslendinga yfir auð- lindum til lands og sjávar. - Óskert stjómarfarslegt sjálf- stæði íslendinga. í upphafi viðræðnanna var svo gengið út frá þvi að um yrði að ræða svokallaða tveggja stoða lausn, þar sem EFTA og EB yrðu nokkurn veginn jafngildar blokkir í stjómkerfi hins nýja viðskipta- samnings. Þetta vom forsendur könnunar- viðræðnanna. Hinar eiginlegu samningaviðræður hófust síðar. Umboð Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra til samn- ingaviðræðna á breyttum forsend- um var aldrei samþykkt í tíð ríkis- stjórnar Steingrím Hermannsson- ar, hvorki af Framsóknarflokknum né Alþýðubandalaginu. Hann fékk ekki umboð til þeirra viðræðna fyrr en 5. maí 1991 - fimm dögum eftir að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar var mynduð. 2. maí 1992 lágu niðurstöðumar loksins fyrir í öllum meginatriðum. KjaUaiinn Svavar Gestsson alþingismaður Skerðir stjórnarfarslegt full- veldi íslands Það fékkst ekki fríverslun með fisk. Tollar verða áfram megin- regla. EB getur haldið áfram niður- greiðslum í sjávarútvegi. Lækkun tolla er samþykkt og niðurfelling i tilteknum atriðum, en ekki al- mennt gegn því að EB getur sent skip inn í íslensku landhelgina. Þar með fékk EB aðgang að landhelg- inni gegn markaðstilhliðrun - EB vann sigur að þessu leyti. Yfirráð okkar yfir auðlindunum em ekki tryggð; þvert á móti vegna þess að aögangur að öllum auðlind- um okkar opnast fyrir EB og EFTA ríkisborgurum og nú er rætt um það í fullri alvöru að bijóta niður þær „girðingar" sem settar vom í lögum í fyrra af síðustu ríkisstjóm um eignaraðild útlendinga í ís- lenskum sjávarútvegi. „Girðingar" eru nefnilega og að sjálfsögðu í mótsögn við öll grundvallaratriði EES-samningsins eins og hann lít- ur út núna. Þess vegna munu engar „girðing- ar“ halda til lengri tíma. Þeim verð- ur kannski tjaslað upp einu sinni, en þær verða ekki fjárheldar, ekki til skemmri tíma og enn síður þeg- ar fram í sækir. Samningurinn skerðir stjórnar- farslegt fullveldi íslands svo að fremstu lögfræöingar landsins telja margir hverjir að stjórnarskrár- breyting sé óhjákvæmileg forsenda þess að samningurinn standist. - Nefnd utanríkisráðherra hefur engu breytt í þeim efnum. Alþýðubandalagið hefur tekið af skarið Og hér er ekki um að ræða tveggja stoða lausn heldur hafa öll EFTA-ríkin nema ísland og Licht- enstein ákveðið að hafna EES- samningunum til lengri tíma og hafa kosið að sækja um aðild að EB. Þau telja öll að samningurinn um EES sé ónógur fyrir þessi ríki. Því skyldi hann þá duga fyrir ís- land? Samningurinn felur í sér aukaaðild að EB, þar sem við verð- ur að una öllum niðurstöðum EB í raun. Hér er því um að ræða allt annan samning en þann sem lagt var af stað með í tíð ríkisstjómar Stein- gríms Hermannssonar. Þeir flokk- ar sem áttu aðild að þeirri ríkis- stjórn þurfa sérstök rök til þess að sýna fram á að þeir geti verið með samningnum eins og hann stendur nú. Að vísu ekki Alþýðuflokkurinn - en Alþýöubandalagið og Fram- sóknarflokkurinn geta ekki hlýtt þeirri leiðsögn jafnvel þó að flokk- arnir hafi verið saman í ríkisstjórn um skeið. Alþýðubandalagið hefur tekið af skarið. Svavar Gestsson „Umboð Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra til samningavið- ræðna á breyttum forsendum var aldr- ei samþykkt í tíð ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar, hvorki af Framsóknarflokknum né Alþýðu- bandalaginu.“ Blekkingar við undirskriftasöfnun „Þaö er aö vísu rangt að útsýnið frá þessari skífu sé hiö stórkosttegasta á höfuðborgarsvæðinu." - Við útsýnisskífu á Víghóli í Kópavogi. Svokölluð Víghólasamtök hafa farið eins og logi yfir akur um Digranessókn í Kópavogi með und- irskriftalista. Fólk var fengið til að mótmæla kirkjubyggingu í aust- urbæ Kópavogs. Því var sagt að þar ætti að fremja hin mestu náttúru- vemdarspjöfl og eyðileggja stór- kostlegasta útsýni höfuðborgar- svæðisins. Deilur hafa aUlengi staðið um það hvort þama eigi að byggja kirkju eða ekki. Þær deflur hafa lengst af staðið miUi mikfls meirihluta safn- aðarins og fámenns hóps sem býr í kringum autt svæði austan við Víghól í Kópavogi. Það er ekki nýtt að deflur standi um kirkjubyggingar hér á höfuð- borgarsvæðinu. I mörgmn tilfeU- um hafa risið upp harðsnúnir hóp- ar nágranna fyrirhugaðra bygg- inga sem hafa taUð landauðn vofa yfir ef svo vöðalegt hús yrði þar byggt með tilheyrandi umferð og hávaða í kirkjuklukkum. Þessi mótmæU hafa ávaUt hjaðn- að jafnskjótt og kirkjumar vom risnar og í flestum tflvikum telja menn það húseignum sínum til gUdis að vera í nágrenni kirkna. í raun er það lika svo að kirKjur eiga heima í íbúðarhverfum. Kirkjur eiga ekki að vera ópersónulegar stofnanir heldur lifandi guðshús þess fólks sem á þær. Náttúruspjöll? Eitt af því sem fast hefur verið haldið að fólki gegn fyrirhugaðri kirkjubyggingu er að þar séu mikU náttúmspjöU unnin. Fyrst var því haldið fram að kirkjan væri á frið- Kjallaiinn Þráinn Þorleifsson innheimtustj. og ibúi I Digranesprestakalli lýstu svæði en þegar það hafði ver- ið hrakið er dregið í land opinber- lega en því engu að síður haldið að fólki að þama sé fagurt og dýr- mætt opið svæði eyðilagt. Á Víghólasvæðinu er landið raunar þrenns konar. í fyrsta lagi er Víghóllinn sjálfur friðlýst nátt- úravætti. Þar má við engu hrófla. Það skUyrði halda aUir og engum dettur annað í hug. í öðm lagi er svo aUstór friðlýst, klettótt spUda, þar sem landið er því sem næst óskemmt. Um það svæði stendur til að leggja göngustíga í samráði við náttúruverndarsamtök. í þriðja lagi er svo svæði sem hefur þegar verið raskað. Þar hefur verið gerð- ur stór malarknattspymuvöUur, íbúar í kring nota svæðið einnig sem bflastæði og frágangur þess er bænum til lítils sóma. Það er á þessu svæði sem kiriqan á að rísa og hún tekur að flatarmáfi aðeins 4% af því. AUt hitt verður opið áfram en frá því verður gengið á sómasamlegan hátt. Þama verða því hreint engiri náttúmspjöU unnin, enda áróður- inn um þau tílbúningur nágranna sem vantar rök tíl að beijast gegn kirkjubyggingunm. Útsýní eyðilagt? Því hefur verið haldið fram að stórkostlegasta útsýni höfuðborg- arsvæðisins sé eyðUagt með kirkju- byggingunni því að hún eyðfleggi útsýni frá útsýnisskífunni á Víg- hóli. Það er að vísu rangt að útsýni frá þessari skífu sé hið stórkostleg- asta á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir því hafa meðal annars íbúarnir í kringum svæðið sjálfir séð með byggingu húsa sinna. Hins vegar er víðsýnt þar og út- sýni tíl strandlengjunnar er óskert. Vissulega kemur kirkjan til með að skyggja nokkuð á. Hún tekur af útsýni til SkálafeUs og Úlfars- feUs frá skífunni. Það er nú aUt og sumt. Kirkjutuminn tekur um 20° úr útsýninu eða ca 1/18. Þetta em því ekki mjög sterk rök. Sóknarnefnd Mál þetta hefur verið notað tU hatrammra ásakana á sóknar- nefnd. Hún hefur verið sögð um- boðslaus hópur ribbalda sem ætii að fara sínu fram hvað sem vilja fólks Uður. SannleUcurinn er þó sá að hún er ekki að gera neitt annað en framfylgja ítrekuðum sam- þykktum aðalsafriaðarfunda Digranessóknar. Á umboði hennar leikur enginn vafi. Samkvæmt lögum um sóknar- nefndir sitja í henni sjö fulltrúar, kosnir tíl fjögurra ára. Á tveggja ára fresti ganga til skiptis þrír og fjórir út og skal þá kjósa nýja fuU- trúa. Þrír gengu út í fyrra og fjórir eiga að ganga út árið 1993. í ár á engan að kjósa! Mergurinn málsins Engin náttúmspjöU verða unnin, útsýni sáraUtið skert og sóknar- nefnd er að framfylgja skyldum sínum. Mergurinn málsins er sá að nokkrum andstæðingum kirkju- byggingarinnar hefur tekist að viUa um fyrir aUstórum hópi fóUcs. Það áttar sig ekki á að verið er að misnota velvflja þess tU umhverfis- mála í því skyni að hindra að Digranessöfnuður eignist kirkju á sómasamlegum stað, því eins og íbúar sóknarinnar vita mæta vel er orðið Utið um staði í sókninni þar sem kirkja kemst vel fyrir. Mál er að linni. Þráinn Þorleifsson „ ... nokkrumandstæöingumkirkju- byggingarinnar hefur tekist aö villa um fyrir allstórum hópi fólks. Þaö áttar sig ekki á að verið er að misnota velvilja þess til umhverfismála..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.