Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. Utlönd John Smith, hinn nýi leíðtogi breska Verkamannatlokksins ásamt konu sinni, Elísabetu. Simamynd Reuter Leiðtogaskípti í breska Verka- mannaflokknum Það er erfitt verkefni framund- an hjá John Smith sem kosinn var nýr leiðtogi breska Verka- mannaflokksins með 91 prósenti atkvæða á flokksþingi á laugar- daginn. Flokkurinn hefur tapað þingkosningum fjórum sinnum í röð fyrir breska íhaldsflokknum og það er því á brattann að sækja. Smith, sem kemur frá Skot- landi, er 53 ára lögmaöur. Hann hefur velkst í þrettán ár í bresk- um stjórnmálum og er talinn hóg- vær vinstri maður með svipaðar akoöanir og fráfarandi leiðtogi flokksins, Neil Kinnock. I umfjöllun breska æsifrétta- blaðsins Sun um Smith um helg- ina segir: „Hann er feitur, hann er 53 ára, hann hefur fengiö hjartaáfall og hann er að taka viö streitufullu starfi." Smith vill sem minnst tala um hjartaáfall sitt, segist vera að fullu búinn að ná sér og vera við hestaheilsu. „Víð byrjuöum kosningabarátt- una í dag,“ sagði Smith á laugar- daginn en hann þarf að bíða í fjögur, fimm ár þar til kosið verð- ur á ný í Bretlandi. 21deyreftirað hafaborðaðeit- ursveppi Heilbrigðisráðuneyti Úkrainu skýröi frá því um helgina að 21 maöur, þar af 10 börn, hafi látíð lífið síðustu tvær vjkur eftir að hafa neytt eitraðra sveppa. í yfirlýsingu frá ráðuneytinu, sem lesin var í sjónvarpinu, er fólk varaö við því að boröa eítr- aða sveppi. Að minnsta kosti 300 manns iiggja á sjúkrahúsi með matareitrun. Sveppatínsla er mikið stunduð í fyrrum lýðveld- um Sovétríkjanna en talið er aö hundruð manna deyi árlega eftir að hafa tínt og borðaö eitraðar sveppategundir. Thatchertil starfa sem ráð- gjafi tóbaks- framleiðanda? Margrét Thatcher, fyrrum for- sætisráðherra Bretlands, á nú í viðræðum við bandaríska iyrir- tækjarisann í tóbaksframleiöslu, Philip Morris, sem hefur boðiö henni starf sem ráögjafi í um- hverfismálum. Blaöafulltrúi Thatcher sagði að viöræðumar hefðu staðið yfir í ár en ekki hefitr enn náðst sam- komulag um starfssamning. Stjómmálamenn og heilbrigð- isfulltrúar hafa lýst þeim ótta sin- um að ef af ráðningu Thatcher verður yrði það fjöður í hatt tób- aksframleiðenda. Reuter Bardagamlr í Bosníu-Hersegóvínu: Umsamið vopnahlé þverbrotið enn og aftur Hersveitir Serba réðust á Sarajevo, höfuðborg Bosníu, í nótt með mikilii stórskotaárás en einnig réðust þeir á tvo bæi nálægt borginni. Fólk, sem býr á svæðinu, hringdi í útvarpsstöð í Sarajevo til aö biðja um hjálp þegar sprengjum úr sprengju- vörpum og fallbyssuskot dundu á miðborg Sarajevo og útborg hennar, Dobrinja, sem hefur orðið fyrir sí- endurteknum árásum. íslamar, Króatar og Serbar höföu gert með sér vopnahlé sem taka átti gildi síðdegis í gær en það var að engu haft strax í upphafi því í alla nótt geisuöu harðir bardagar í íslömsku bæjunum Visoko og Breza, norðvestur af Sarajevo. Að sögn júgóslavnesku fréttastof- unnar Tanjug lést einn serbneskur hermaður og annar særðist í árás íslama á þorpið Okgrulica, nálægt flijas. Fimm óbreyttir borgarar særð- ist en átök þessi áttu sér stað í gær- kveldi eftir að vopnahléið átti að hafa gengið í gildi. Milan Panic, forsætisráöherra Júgóslavíu, flaug til Sarajevo í gær til að ræða við forseta Bosníu, Ahja Izetbegovic. Bauðst Panic til að hefja þegar friðarviðræður. Þrátt fyrir að vopnahléið heíði verið brotið sagði Panic aö sér hefði tekist aö ná sam- komulagi um að stórskotaliðstæki í og í kringum borgina Gorazde yrðu fjarlægð. „Stríði Serba í Bosníu er lokið,“ sagði Panic. „Þaö mun ríkja friöur í Gorazde á morgun og öll þungavopn allra aðila verða flutt til Júgóslavíu á svæði Sameinuðu þjóðanna." Izet- begovic sagði eftir fundinn að svo Milan Panic, forsætisráðhei'ra Júgóslavíu, flaug til Sarajevo í gær til að ræða við forseta Bosniu. Hann sést hér taka utan um einn friðargæsluliöa Sameinuðu þjóðanna. Símamynd Reuter virtist sem Panic væri illa upplýstur um hvað væri aö gerast í Bosníu og hann stórefaðist um að honum tæk- ist að efna loforð sín. Eftir fundinn í gær flaug Panic til New York til að ræða við fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Boutros Boutros-Ghali. Reuter Yfirmaður hermála í Svíþjóð: Vill varnarbanda- lag Norðurlanda Yfirmaður sænska hersins hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni að Norð- urlöndin eigi að stofna með sér sam- eiginlegt varnarbandalag í stað þess að ganga í Vestur-Evrópusambandið sem er vamararmur Evrópubanda- lagsins. Utanríkisráðherrar Norðurland- anna hafa tekið heldur fálega í uppá- stungu Bengts Gustafsson sem kom með þessa tillögu í viðtali við sænska dagblaðið Sydsvenska Dagbladet. „Sviþjóð á að halda sig fyrir utan áætlanir Evrópubandalagsins um sameiginlega utanríkis- og varnar- pólitík. Við vitum ekki hvernig sam- skiptum á milh valdakjama heims- ins kemur til með aö verða háttað í framtíðinni. Því ætti Svíþjóð að hafa aðra valmöguleika opna,“ sagði Gu- stafsson sem er yfirmaður sænskra hermála. Gustafsson sagði að Svíþjóð ætti að hcdda hlutleysi sínu og bætti við aö eingöngu Svíar myndu verja Sví- þjóð. Hann sagði að Svíþjóð væri á milli þriggja valdakjama, Rússlands í austri, EB í suðri og Bandaríkjanna í vestri. „Ég sé fyrir mér aö Norðurlöndin gangi til liðs við Evrópubandalagið á efnahagslega sviðinu en haldi sig fyr- ir utan það vamarlega séð. Noröur- löndin ættu að stofna meö sér eigið varnarbandalag og halda samskipta- möguleikum opnum við alla þrjá valdakjamana. Carl Bildt, forsætisráðherra Sví- þjóöar, vildi í gær ekki tjá sig um málið fyrr en hann hefði rætt við Gustafsson. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis- ráðherra Dana, sagði að hugmyndin um vamarbandalag Noröurland- anna væri gömul lumma sem hefði verið léttvæg fundin á sínum tíma og því alls ekki áhugaverð nú. Elisabeth Rehns, utanríkisráð- herra Finnlands, segir hugmyndir Gustafssons koma sér á óvart en þær verðskuldi umræðu. Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Noregs, telur að aðstæður í Noregi, Danmörku og íslandi séu aðrar en í Svíþjóö þar sem þessi lönd hafi valið aö ganga í Atlantshafs- bandalagið, Nató. TT, NTB, Ritzau, FNB og Reuter Maf ían drepur dómara Sprengja, sem sprakk í Palermo á Sikiley í gær, varð þekktum dómara og fimm lífvörðum hans að bana. Dómarinn, Paolo Borsellino, var þekktur fyrir baráttu sína gegn glæpastarfsemi mafiunnar. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem dómari, sem berst gegn mafíunni, er drepinn í sprengjutil- ræði. Sprengjan, sem varð Borsellino að bana, var mjög öflug og tætti í sundur nálæg hús. Sprengjunni var komið fyrir í bíl. Giuliano Amato, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í gær að barátta ríkisins gegn mafíunni myndi halda áfram og hvatti fólk til að beijast gegn þeim sem væru „í stríði gegn ríkinu". Borsellino var góður vinur Falcone dómara sem mafían drap í maí síð- astliðnum og haföi heitiö að taka til starfa í baráttunni gegn mafíunni þar sem Falcone hætti. Reuter Skip sekkur eftir árekstur undan Noregs- ströndum - sex manns enn saknað Sex manns af norsku vöruflutn- ingaskipi er saknað eftir aö skipið rakst á danskt fiskiskip undan suðurodda Noregs í gærkveldi. Aö sögn björgunarmanna er norska skipstjórans og fimm pólskraskipverja enn saknaö. Kamilla, sem var 1200 tonna norskt vöruílutningaskip, sökk samstundis eftir áreksturinn við danska fiskiskipið Isafold, Einum pólskum skipverja var bjargað um borð í Isafold. Sex skip og þyrla leita nú á Skagerrak aö mönnunum sem saknað er. Áreksturinn varð um 30 sjómílum fyrir sunnan Lindes- nes, syðsta odda Noregs en Kara- illa var að flytja gijót frá Noregi tfi Þýskalands. Ekki er ennþá vit- að hvað olli árekstrinum en gott veður var á slysstað þegar óhapp- ið varö. Havets hreins- Vaclav Havel, forseti Tékkósló- vakíu, sagði í gær aö afsögn sin myndi hreinsa loftið i landinu sem nú mun senn liðast í sundur. „Ég held að ég hafi gert eitthvað til að bæta ástandið, til aö hreinsa Ioftið,“ sagöi Havel í síðustu út- varpsræðu sinni sem forseti áður en hann lætur af embætti. NTB og Reutcr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.