Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 20. JÚLf 1992. Fréttir Einstaklega vel varðveittur landnámsbær finnst á Grænlandi: Einn mikilvaegasti forn- leif af undur síðari ára - segir Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur sem tók þátt 1 uppgreftmum ,Ég tel þetta með mikilvægustu fomleifafundum síðari ára á Norður- löndum því varðveisluskilyrðin eru svo góð. Ef vel tekst til er þetta kannski eini möguleiki okkar til að rannsaka nákvæmlega byggingar- sögu svona landnámsbæjar á Græn- landi og þróim hans,“ segir Guð- mundur Ólafsson fomleifafræðingur sem er nýkominn frá Grænlandi þar sem hann tók þátt í uppgreftinum. „Við fundum norrænan bæ sem sennilega hefur verið í byggð frá þvi um 1000 og fram yfir miðja 14. öld. Þetta er sennilega einn stærsti bær sem þama hefur fundist. Hann hefur legið undir sandi og sífrera þannig aö varðveisluskilyrðin vom alveg einstök. Veggimir stóðu nánast óhreyfðir og heilir. Það hafði kvikn- að í bænum og hann síðan verið yfir- gefinn og allt skilið eftir. Þakið hafði brunnið og falliö niður á gólf en und- ir því var eins og að koma inn í hús þar sem menn höfðu hlaupið út í flýti og skilið allt eftir. Ég tala um bæ en þetta em gríðar- lega mörg hús, húsaþyrping sem öll hefur verið undir sama þaki. Það hefur v'erið innangengt í öll hús, bæði skepnuhús og vistarverur manna, þánnig að menn þurftu aldr- ei að fara út á vetuma. Við sáum á bakkanum að það vom byggingar- leifar á 100 metra kafla, 25-30 metra breiðum. Þannig að þetta er gífurlega stórt svæði sem þarf að rannsaka." Þjóðminjasafn Grænlands stendur fyrir greftinum en Guðmundi var boðið sem gestafomleifafræðingi. Staðurinn fannst fyxir 2 árum þegar jökulá fór að brjóta af bakkanum. Forkönnun var gerð í fyrra en gröft- urinn hófst fyrir alvöm í sumar. Guðmundur segir að þeim hafi ekki tekist að grafa upp nema um 5% af bænum, enda er bærinn undir 10.000 tonnum af sandi. Það þarf því að koma vélum að, sem er mjög kostn- aðarsamt, auk þess sem menn óttast að jökuláin eyöileggi bæinn. Fram- haldið ræðst af því hvort fjármagn fæst en Guðmundur telur þetta vera algert forgangsverkefni sem gæti tekið um 5 ár. -pj Hlaut 2. verölaun í Carl Flesch-fiðlukeppnmm: Þettaernýög gottmál - segir Sigrún Eðvaldsdóttir, fær fjölda tilboða í kjölfarið ,Þetta er mjög gott mál því að þetta er ofsalega þekkt keppni, sérstakiega 1 Evrópu. Það að komast svona ná- lægt 1. verðlaununum er æðislega gott og það verður haft samband við mig í kjölfariö. Ég á að fá fullt af til- boðum og það er heill listi af aðilum sem þau tilboð eiga að koma frá þannig að ég bara bíð núna,“ sagði Sigrún Eðvaldsdóttir sem lenti í öðru sæti í hinni virtu Carl Flesch-fiðlu- keppni í London. „Kvöldið sem ég spilaði í úrshtun- um var ofsalega mikið af mikilvægu fólki og það gekk alveg rosalega vel þegar ég spilaöi, fullt af bravóum og svona. Þetta er rnjög stór keppni og ansi mikið sem kemur í kjölfar verð- launanna." Sigrún býr í Indianapolis í Banda- ríkjunum þar sem hún einbeitir sér eingöngU að fiðluleik eftir að hún fékk Ustamannalaun frá íslandi. „Ég er bara algjörlega að demba mér í þetta allt saman, æfa mig, halda tónleika og fara í keppnir. Ég er svo ánægð með þetta því sem fiðluleikari er ég aUtaf að verða sterkari og sterk- ari.“ Keppnin er nefnd eftir Carl Flesch sem var mjög frægur fiðluleikari og kennari. Eftir að hann dó hófst þessi keppni sem nú var haldin í 13. skipti. ~ -Pj Sigrún Eðvaldsdóttir segist fá fullt af tilboðum eftir glæsilegan árangur I þessari virtu fiðlukeppni. Fljótshlíö: Ökumaður bif- hjóls slasaðist Ungur maður slasaðist Ula þegar bifhjól, sem hann ók, fór út af vegin- um í Fljótshhð. Maðurinn var öku- maður bifhjólsins en var með farþega aftan á og var hvorugur með öryggis- hjálm sem þykir mikið kæruleysi. Farþeginn slapp með skrámur og þykir mesta mfidi að ekki fór verr. Ókumaðurinn var fluttur á Borgar- spítaiann en meiðsh hans reyndust ekkialvarleg. -ELA Þjóðverji slas* aðist á bifhjóli Þjóðveiji slasaðist alvarlega þegar hann missti stjóm á bifhjóh sínu á FjaUabaksleið nálægt Landmanna- laugum seinnipartinn á fóstudag. Þjóðveijinn var á leiö í Sigöldu ásamt nokkrum löndum sínum. Þyrla vam- arhðsins sótti manninn og kom hon- um undir læknishendur á Borgar- spítalanum. Aðgerð á manninum mun hafa tekist vel. -ELA I dag mælir Dagfari__________________ Perot pakkar saman BiUjónamæringurinn Ross Perot hefur tilkynnt aö hann verði ekki í framboði í bandarísku forseta- kosningunum. Reyndar var Perot aldrei í framboði og haföi aldrei lýst yfir neinu framboði. En samt telur hann ástæðu til að lýsa því yfir að hann sé hættur við framboð og stafar það einkum af því að Pe- rot hefur verið í framboði án þess að vera í framboði. Máhð var nefnUega það aö meöan Perot var ekki í framboði var hann vinsælasti frambjóðandinn. Hann naut fylgis á viö Bush og Clinton og sumar skoðanakannanir mældu hann jafnvel í efsta sæti. Perot var manna vinsælastur og eftirsóttast- ur og hann setti upp sérstakan símabanka til aö fólk gæti hringt til hans og hvatt hann til framboðs. Það var ekkert lát á hringingum og Perot var undir miklu álagi, hvort hann færi í framboð eða ekki. Að minnsta kosti að eigin sögn, enda er það lenska í Bandaríkjun- um að þeir sem helst eru í fram- boði eru sífeUt aö lýsa yfir því aö þeir verði ekki í framboði og það færir þeim jafnan mikið fylgi. Ekki var annað að sjá og heyra en biUjónamæringurinn frá Texas heföi gaman af þessu kosninga- brölti sínu. Hann var aðalmaður- 'inn í USA og sendi forsetanum og þingmönnunum kaldar og óþvegn- ar kveðjur og Perot var á kafi í póUtíkinni og réð til sín kosninga- stjóra og auglýsingasfjóra og sagð- ist eiga nóga peninga til að standa undir kostnaði við forsetaframboð. Þó var hann aldrei í framboði og það var ekki fyrr en hann lofaði aö fara aö hugsa alvarlega um þaö hvort hann gæfi kost á sér sem fylg- ið fór aö dala. Perot var sem sagt ágætur meðan hann var ekki í framboði og það var örlagarík skyssa hjá honum að taka sjálfan sig alvarlega því þá fóru aðrir að taka hann alvarlega. MáUð var jafnvel komið á það stig að Perot þurfti að fara að segja Bandaríkj amönnum hvaða skoð- anir hann hefði og hver væri stefnuskráin og þá fór gamaniö að káma. Perot hefur enga stefnuskrá nema þá aö haim hafði þá stefhu að hann mundi koma sér upp stefnu þegar hann væri kominn í framboð. Það kom sem sé í ljós í Bandaríkjunum að kjósendur þyrpast að frambjóðendum sem ekki eru í framboði og ekki hafa neina stefiiu og slíkir menn ná jafn- vel meira fylgi heldur en sjálfur forsetinn. En þegar þeir þurfa að taka ákvörðun um að fara í fram- boð og neyðast til að hafa skoðanir og stefnu þá viU enginn kjósa þá. Þetta verða frambjóðendur fram- tíðarinnar aö hafa í huga þegar þeir hyggja á forsetaframboð í Bandaríkjunum. Önnur aöalástæðan fyrir því að Perot dró framboð sitt til baka var, að hans eigin sögn, sú að demó- kratar hafa komiö sér saman og Perot hefur fundið það út áður en kosið er að hann geti ekki unnið kosningamar. Skítt veri með mál- staöinn og skítt veri með hlutverk- ið sem Perot hefur taUð sig hafa fram að þessu. Ef hann getur ekki unnið fyrirfram er ekkert gaman að þessu lengur. Þá tekur því ekki að fara í kosningar. Perot vildi fara í kosningar gegn því að vera ömgg- ur um aö sigra. En ef hann er ekki lengur öruggur og eiginlega bara ömggur með að tapa þá hafa kosn- ingar ekkert upp á sig. _ Bæði Bush og CUnton vom him- inlifandi þegar þaö fréttist að Perot færi ekki i framboð. Þeir hringdu báðir til hans umsvifalaust og gerðu hosur sínar grænar og nú er Perot aUt í einu orðinn þeirra besti lagsmaður þótt hann hafi verið þeirra mesti fjandmaður meðan hann var í framboði með því að vera ekki í framboði. Nú er Perot sem sagt ekki lengur í framboði eftir að hafa ekki verið í framboði og þá þarf auðvitaö að ná í öll at- kvæðin sem Perot segist eiga trygg og eitthvað verður að gera við þessi atkvæði og nú verður Perot aftur aðalmaðurinn þegar hann fer að úthluta atkvæðunum sínum til Bush eða Clintons, eftir því hvor þeirra býður betur. Nú mun Perot uppgötva það að hann verður hálfu vinsælh fyrir að fara ekki í framboð heldur en að hafa ekki verið í framboði áður en hann afturkallaði framboðið. Það getur meira segja farið svo að Perot verði aftur fylgismeiri en hinir tveir frambjóðendumir en það er því aðeins með því skUyrði aö hann láti ekki nokkum mann vita að hann verði í framboði. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.