Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1992, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLl 1992.
15
Kjaradóm til fólksins
„Fyrir 80 árum hefði sá verið hafður að spotti og rekinn úr vinnu sem
krafist hefði vinnufatnaðar, sjúkratrygginga og orlofspeninga." - Frá
fyrstu kröfugöngunni í Reykjavík.
Þegar hin hagfræðilegu máttar-
völd fundu upp launavinnuna gat
enginn þess við hvað skyldi miða
upphæð launa til launamanna.
Og þar eð laun eru einn af þeim
kostnaðarliðum við framleiðsluna
sem minnkar ávinning fyrirtækja-
eigandans þótti ekki tilhlýðilegt að
segja berum orðum: - Upphæð
launa má miðast við, almennt séð,
að launavinnumenn geti unnið og
endmriýjað vinnuaflið.
í fyrstu voru lúsarlaunin algeng-
ust Fólk fékk rétt nóg til lágmarks-
framfærslu. Auðugir kapítalistar
gengu um í sjakket og horfðu á
lúnar fiskvinnslukonur puða í
teignum fyrir laun er svara til
brotabrots af núverandi kaup-
mætti launa fyrir skyld störf. Okk-
ur hefur verið kennt að líta á þá
sem bjargvætti, athafnamenn og
örláta heiðursmenn (sem sumir
voru vafalaust).
Smám saman komst almúginn
upp á lag með að skipuleggja bar-
áttu fyrir hærri launum, betri að-
stöðu og almannatryggingum. Fyr-
ir 80 árum hefði sá verið hafður að
spotti og rekinn úr vinnu sem kraf-
ist hefði vinnufatnaðar, sjúkra-
tryggingar og orlofspeninga.
I þessari stéttabaráttu er ein meg-
inregla: Launamaðurinn sækir
hvem eyri til sín af þeim hluta sem
ella félh fyrirtækjaeiganda í hlut.
Þess vegna er ekki til mótaður
launahluti sem menn eiga að skipta
á milli sín. Þess vegna getur launa-
barátta eins manns ekki rýrt kjör
annars launamanns.
Núna em störf orðin afar flöl-
breytt og þjónusta nærri jafnmikil-
væg og framleiðsla. Launamunur
orðinn margfaldur og fyrirtækja-
eigendur (og hið opinbera) hafa
löngu tekið til við að miða laun við
önnur atriði meðfram en einberar
nauðþurftir launamanna.
Nokkrar staðreyndir
Stéttabaráttan á íslandi hefur
getið af sér skrítið, kapítalískt hag-
KjaUarinn
Ari Trausti
Guðmundsson
jaröfræðingur
kerfi. Kapítalískt vegna þess að það
byggist á því að meginþorri verð-
mæta í framleiðslu og þjónustu er
í eigu þeirra sem ekki skapa þau.
Skrítið, af því að það er byggt á
ótal útúrsnúningum.
• Laun em sögö há en em al-
mennt lág enda er hinn allhái
kaupmáttur fenginn með
gegndarlausri ofvinnu.
• Mikið menntað vinnuafl er
fremur lágt launað, einkum ef
það er í þjónustu almennings
en kallað „hálaunamenn".
• Ávallterveriðaðmiðavið
taxtalaim sem varla duga 3
manna fjölskyldu í einberan
matinn út heúan mánuð en
sj aldan framfærslukostnaö
vísitölufj ölskyldunnar (250-280
þús. kr.ámán.).
•, Um20% þjóðarinnar ráðayfir
og eyða rúmlega helmingi verð-
mæta. Kjör þessa fólks em
einkamál þess; „laun“ tekin eft-
irþörfum.
• Sífelltertönnlastáábyrgð
launamanna á verðbólgu og
velferð þjóðarinnar en her-
kostnaður kapítalismans, gjald-
þrot, uppsagnir, skipulagsleysi
framleiðslu og þjónustu eða
vaxtaokur em saklaus „mark-
aðslögmál“; nánast utan áhrifa
manna og á engra ábyrgð.
Launamunur minnkar ekki
Verkalýðshreyfingin hefur fyrir
löngu lagst flöt fyrir útúrsnúning-
unum og þeirri hagfrasði kapítal-
ismans að sérhæfð launabarátta
skaði „sameiginlega hagsmuni"
launamanna. A meðan hefur ójöfn-
uður aukist. Enda er ekki hægt að
vinna að hugsjón um laun eftir
þörfum handa öllum meðan margir
launamenn trúa því að barátta eins
hóps skaði annan eða að tölur um
útúrsnúninga eins og „greiðslugetu
atvinnuveganna" séu sannar. Og
enn síður ef menn trúa gamla útúr-
snúningnum um að launahækkun
valdi verðbólgu. Auðvitað getur
verðleggjandinn (fyrirtækjaeig-
andinn) neyðst til að bæta sér ekki
upp útgjöld vegna launahækkana
ef samstaða launamanna hindrar
hann í því.
Launamunur eykst m.a. af því að
hagsmunir kapítalismans krefjast
æ menntaðra vinnuafls. Það er
nánast borgað sem upp er sett og
hefur hámenntað vinnuafl í einka-
geiranum því náð ágætum árangri.
Almennir launamenn eru látnir
sitja eftir enda þægir, trúandi því
að kröfur þeirra séu undirrót alls
ills, studdir af sauðmeinlausri
verkalýðshreyfingu með ranga
hagfræði upp á vasann. Þannig
hafa fyrfrtækjaeigendur sparað sér
nokkurt fé sem ella hefði farið í
verulegar launahækkanir til allra.
Launamunur á að minnka. Það
gerist einungis með því að t.d. tvö-
falda almenn laun og miða að því
aö allir geti, með einfaldri 50-100%
dagvinnu tveggja, náð framfærslu-
kostnaði í hlutfalli við vísitölufjöl-
skylduna en svo með aðstoð al-
mannatrygginga þar sem þær eiga
við.
Kjaradómsæðið
Þegar menntaðir launamenn í
opinberri þjónustu hafa farið fram
á að nálgast félaga sína í einkageir-
anum verða þeir ávaUt að blóra-
bögglum. Meginþorrinn er fólk
með grunnlaun imdir eða langt
undir framfærslukostnaði. Kenn-
arinn er á launum eins og bílstjóri
þvottahúss, náttúrufrEeðingurinn
eins og sérhæfður verslunarmaður
og deildarstjórinn nær varla laun-
um verkfræðings á byijunarlaun-
um í einkageiranum. Endurteknir
samningar færa þessu fólki nær
ekkert. Efsta lagið í embættispír-
amídanum fær hins vegar dæmd
laun. Þegar Kjaradómur dæmdi
eför lögum og einhverjir 300 emb-
ættismenn komust jafnfætis fólki
með sambærilega ábyrgð og
menntun í einkageiranum, var
vissulega ofgert, miðað við hungur-
lýs í almennum kjarasamningum.
Dóminum hefur verið breytt með
valdboði eins og oft áður. Mergur-
inn málsins er þessi:
Laun 60-70% launamanna eru
ófær, röng, hættulega lítil og smán-
arleg miðað við hag meginþorra
íslenskra fyrirtækja (og fólksins
sem lifir af þeim og vinnu ann-
arra). Þau hækka aðeins með rétt
stefndri og sameiginlegri baráttu
þessa fólks og geta það án þess að
hæstu laun menntaðs vinnuafls
lækki. Þannig minnkar launamun-
ur á jákvæðan og eðlilegan hátt.
Viðhorf Kjaradóms um að „taka
tillit til misræmis launakjara" á að
herma upp á þorra launafólks sem
vinnur í engu samræmi við getu,
heilbrigði, félagslegar aðstæður og
er ekki launað í neinu samræmi
við ábyrgð, hæfni og verðmæta-
sköpvm.
Ari Trausti Guðmundsson
„Almennir launamenn eru látnir sitja
eftir enda þægir, trúandi því að kröfur
þeirra séu undirrót alls ills, studdir af
sauðmeinlausri verkalýðshreyfingu
með ranga hagfræði upp á vasann.“
Atvinnuleysið:
Féþúfa verkalýðsfélaga
.... það þyrfti ekki að bjóða fólki það tvisvar að ganga úr félögum á
borð við BSRB, Dagsbrún, BHMR, Iðju og VR,“ segir m.a. í greininni.
Fyrir skömmu voru afhjúpaðar
tvær athyglisverðar staðreyndir
um íslensk verkalýðsfélög. Sú fyrri
rennir stoðum undir þá kenningu
að verkalýðsfélögin séu fyrst og
fremst útgerð þeirra sem þar eru í
launuðum stöðum en síður bar-
áttutæki félagsmanna. Sú síðari
styðxu- einnig þessa kenningu og
varpar jafnframt ljósi á þær þver-
sagnir sem einkenna starf verka-
lýðsfélaga hér á landi.
Þessar staðreyndir eru að um 400
manns hafa atvinnu af svonefiidri
„kjarabaráttu", þ.e. eru í störfiun
hjá stéttarfélögum um land aflt, og
að þessi sömu félög höluðu inn 44
milljónir króna úr vösum atvinnu-
lausra á síðasta ári.
Þrátt fyrir að þessar tölur séu
sláandi voru þær lítt til umflöllun-
ar í fjölmiðlum og aldrei þessu vant
voru forstj órar verkalýðsfélaganna
ekki fengnir til að tjá sig um málið.
Hafa þeir þó verið allra viðmæl-
enda vinsælastir um langa hríð. -
Ekki síst eftir að þeir hafa kúskað
tvær ríkisstjómir í röð til að hrifsa
til sín löggjafar- og dómsvald.
Hagsmunir hverra?
Það hggur í augmn uppi að hags-
munir starfsmanna verkalýðsfé-
laga felast í því að félögin lifi og
hafi sem mestar tekjur. Þannig
heldur þetta fólk atvinnu sinni og
þannig hafa félögin efiú á að borga
vel útilátin laun. Baráttan fýrir
þessum annarlegu hagsmunum
hefur tekið á sig ýmsar myndir og
þeirra á meðal er skylduaðildin að
KjaHaiinn
Glúmur Jón Björnsson
efnafræðinemi í HÍ
verkalýðsfélögunum. Þrátt fyrir að
forstjórar stéttarfélaganna hér fái
reglulega áminningar um að þving-
anir til félagsaðildar séu brot á
mannréttindasáttmálum halda
þeir uppi málsvöm fyrir brot sín
og segja skylduaðildina hagsmuna-
mál félagsmanna sinna.
Það er auðvitað alrangt og hið
rétta er að það em fyrst og fremst
hagsmunir þeirra sjálfra sem em í
húfi. Þeir vita sem er aö það þyrfti
ekki að bjóða fólki það tvisvar að
ganga úr félögum á borö við BSRB,
Dagsbrún, BHMR, Iðju og VR. Fjöl-
margir myndu taka því feginshendi
og vega þannig að hagsmunum
þeirra sem skammta sér laun af
félagsgjöldum.
Gert út á atvinnuleysið
Þrátt fyrir að íjölmargir gætu
hugsað sér að yfirgefa félög sín
hafa forstjórar félaganna eitt
„tromp“ á hendi sem fengi án efa
einhveija til að tvístíga. Þeir hafa
nefnilega yfirráð yfir Atvinnuleys-
istryggingasjóði og úr honum fær
enginn greitt nema vera iélagi í
verkalýösfélagii
Þó er sjóðurinn myndaður aö ein-
um fjórða með framlagi atvinnu-
rekenda og að þremur flórðu með
framlagi ríkisins svo að það em
ekkert fremur félagar verkalýðsfé-
laga sem greiða í þennan sjóð en
aðrir launþegar. Til að kóróna vit-
leysuna hfrða verkalýðsfélögin svo
5% af útborguðum atvinnuleysis-
bótum í þóknun fyrir að rétta pen-
ingana yfir borðið hjá sér til félags-
manna sinna.
Eins og kemur fram í nýlegu
fréttablaði VSÍ, Af vettvangi, þá
nam þessi upphæð samtals rúmum
44 milljónum króna á síðasta ári
og þar af höfðu 14 félög meira en
eina milljón króna í tekjur af því
aö afhenda bætumar. Ein milljón
króna er líklega ekki fiarri lagi að
vera árslaun fyrir venjulega skrif-
stofuvinnu. Svo að þessi fjórtán
félög hafa getað haft minnst einn
starfsmann hvert í fullri vinnu aUt
síðasta ár við að afhenda bætum-
ar. - Reyndar var VR með rúmar
fjórar miUjónir í tekjur af þessari
þjónustu og Dagsbrún slagaði hátt
í tvær.
Olöglegt athæfi?
Samkvæmt lögum um atvinnu-
leysistryggingasjóð er einungis
heimflt að draga af bótunum 4%
framlag í lífeyrissjóð en engin
heimUd er tíl handa verkalýðsfé-
lögum tU aö skenkja sér 5% í
„þóknun". Svo spyija má í hvað
félagsgjöld til stéttarfélaganna fari
fyrst þau þurfa að ganga svo hart
að atvinnulausu fólki.
Hafa verkalýðsfélögin ekki efst á
blaði hjá sér að hjálpa þeim sem
minnst mega sín og standa tíma-
bundið höUum fæti? Hvers vegna
taka þau þá meira af atvinnulausu
fólki í þóknun en af launum fólks
í félagsgjöld?
Þversögnin er augljós. Þú ert
neyddur til aðUdar að félagi á þeim
forsendum að það komi þér til góða
þegar Ula árar bjá þér en svo þegar
slikt hendir er það félagiö sem
skerðir hjá þér réttmætar bætur
með óréttmætum aðferðum.
Glúmur Jón Björnsson
„Þrátt fyrir að forstjórar stéttarfélag-
anna hér fái reglulega áminningar um
að þvinganir til félagsaðildar séu brot
á mannréttindasáttmálum halda þeir
uppi málsvöm fyrir brot sín og segja
skylduaðildina hagsmunamál felags-
manna sinna.“