Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1992, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1992, Side 32
VI ~sl Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gaett. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskri ft - Ðreifing; Simi 63 27 00 Spariskírtenii: til ríkissjóðs 18 miljjónir Áskrifendur spariskírteina ríkis- sjóðs verða krafðir um 100 króna þjónustugjald á mánuði fyrir ýmsa þjónustu svo sem yfirlit, gíróseðla, ráðgjöf, vörslu og áskriftamöppu frá september að telja. Talið er að u.þ.b 15 þúsund áskrifendur séu að spari- skíteinunum og því má áætla að tekj- ur ríkissjóðs af þessu verði í kringum 18milljónir. -Ari NM1 skák: Jón L vann Westerinen Jón L. Árnason sigraði finnska stórmeistarann Westerinen í 1. um- ferð Norðurlandamótsins í skák í Svíþjóð í gær, en mótið er jafnframt svæðamót. Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson gerðu jafntefli í inn- byrðisskák og Margeir Pétursson gerði jafntefli við Finnann Yrjola. Vatnsleysuströnd: Refaskytta fann sprengju Lögreglan í Keflavík fékk tilkynn- ingu um sprengikúlu síðastiiðið föstudagskvöld við Snorrastaða- tjarnir á Vatnsleysuströnd. Sprengjusérfræðingar Varnarliðsins voru kallaðir til og tóku þeir kúiuna í sína vörslu. Enginn kveikur var á sprengjunni. Sprengikúlan fannst á tæplega fjörutíu ára gömlu skotæf- ingasvæði Varnarliðsins. Núna er þarna vinsælt útivistarsvæði. Fyrir 4 árum var svæðið hreinsað af sprengjum. Þá fundust um 600 sprengikúlur en síðan hafa ekki neinarkomiöíljósfyrrennú. -bjb Strætisvagn á Bústaöavegi: w gangbraut í gærkvöldi ók strætisvagn á mann á sextugsaldri sem var að fara yfir gangbraut á Bústaöavegi, á móts við Borgarspítalann. Maðurinn var fluttur með höfuðáverka á slysadeild en slasaðist ekki lífshættulega. Öku- maður strætisvagnsins fékk taugaá- fall. Strætisvagninn hefur lent með nokkru afli á manninum því að framrúðan brotnaði. -bjb LOKI Þarf ekki að fara að flytja stjórnarráðið í Ráðagerði? Fjórir ráðherrar Sjáifstæðis- flokksins sátu á nær tveggja klukkustunda fundi í nótt þar sem þeir reyndu að komast að sameig- inlegri niðurstöðu um hversu mik- inn afla á aö heimila á næsta fisk- veiöiári. Fimdinum lauk laust fyrir klukkan fjögur án þess að niöur- staða næðisL Káðherrar Sjálfstæðisflokksins komu saman til fundar í Sfjómar- ráðinu siðdegis í gær. Fundinum varð að fresta þar sem Ðavíð Odds- son og Friðrik Sophusson þurftu á annan fúnd í Borgamesi, en þar hittu þeir trunaðarmenn flokksins á Vesturlandi. Sá fundur var löngu boðaður og kom hinum erfiðu mál- um gærdagsins ekkert við. Laust fyrir klukkan tvö í nótt komu þeir í Stjómarráðið. Þar vora fyrir Þor- steinn Pálsson og Halldór Blöndal. Ólafur G. Einarsson var ekki á næturfundinum. Þorsteinn Pálsson varðist allra frétta en sagðist þó ekki viss um aö niðurstaða fengist í máiinu á ríkisstjómarfundinum sem hófst klukkan hálftíu í morgun „Þessu er ekki lokiö. Vonandi lýkur þessu á morgun, það er þó ekki Ijóst ennþá," sagði Þorsteinn eftir fúndinn í nótt. Davið Oddsson var ekki bjart- sýnni en Þorsteinn. Hann sagðist alls ekki viss um að ákvörðun verði tekin í dag eins og hann og aðrir ráðherrar hafa margoft boðað. „Ég vil gjarna að ákvörðunin verði tekin í dag, ég mun beita mér fyrir því. Það liggja ekki fyrir end- anlegar niðurstöður en ég vona að það sé búið að sauma i einhveriar glufur," sagði Davíð að loknum næturfundi. Davíð neitaði í nótt aö aðallega væri um að kenna ágreiningi hans og Þorsteins í þessu máh. Þegar Davíð var spurður hvort nú benti til þess að Þorsteinn gefi út reglugerð um fiskveiðar á næsta ári án þess að hafa stuöning ríkis- stjómarinnar, sagði hann það vera á verksviði Þorsteins, en bætti við það gerði Þorsteinn varla án víð- tæks stuðnings innan ríkisstjóm- arinnar. Reglugerðina verður Þorsteinn aö gefa út fyrir næstu mánaðamót. -sme/-kaa Málogmenning: Enginn kannast viðMoskvu- styrkina „Núverandi stjómendur fyrirtæk- isins hafa ekkert að fela. Við voram búnir að leita í skjölum fyrirtækisins og leita uppi fólk sem var í forsvari hjá því á þessum tíma og er enn á lífi og það hefur enginn orðið var við að inn hafi komið peningar," sagði Árni Kr. Einarsson, framkvæmda- stjóri Máls og menningar, við DV. Á áranum 1968 og 1970 veitti 'sov- éski kommúnistaflokkurinn bókaút- gáfunni Máh og menningu umtals- verðan fjárstyrk, að því er fram kem- ur í skjölum hans er nýlega hafa Davíð Oddsson að loknum ráðherrafundi Sjálfstæðisflokksins laust fyrir klukkan fjögur i nótt. Það er hætt við að Davið verði að líta oft á klukkuna næsta hálfan sólarhringinn þvi svo virðist sem ríkisstjórn hans sé að kolfalla á eigin tímamörkum - það er að ákveða í dag hámarksafla á næsta fiskveiðiári. Ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks- ins stendur í vegi fyrir að málið sé afgreitt. DV-mynd GVA fundist í Moskvu. Þáverandi fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, Krist- inn E. Andrésson, hafði sótt um | styrkinn á þeim forsendum að bóka- útgáfan þyrfti að greiða tvær milljón- ir króna í afborganir af bankaláni. I Árið 1970 fékk fyrirtækið styrk upp I á að núvirði 6,8 milljónir króna. Er þess getið í sigölum kommúnista- flokksins aö sambærilegur styrkur | muni hafa fengist 1968. „Hafi komið peningar inn í fyrir- tækið á þessum tíma þá hefur enginn I orðið var við það. Okkur hafði borist [ fyrirspum og við höfum leitað af' okkur allan grun í skjölum fyrirtæk- isins,“ sagði Ámi. -JSS | Veðríðámorgun: Hlýjast á Suðaustur- landi Á hádegi á morgun verður norðvestan kaldi um norðan- og vestanvert landið og skúrir, eink- um norðanlands. Á Suðaustur- landi verður suðvestan gola eða kaldi og léttir til. Hiti verður 6-16 stig og hlýjast verður á Suðaust- urlandi. Veðrið í dag er á bls 28. JW1 i i i i i i i i i i i 5 i i ÞREFALDUR 1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.