Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992.
Fréttir
Umdeild hraðahindrun á Nesvegi:
Lögreglubifhjól nær
stjórnlaust á kúlunum
- stálkúlursettarniðurítllraunaskyni
Nýstárleg hraðahindrun á Sel-
tjarnamesi hefur vakið nokkra at-
hygli að undanfómu. Búið er aö setja
stálkúlur niður á Nesveg við Tjam-
arbúð 8. Að sögn Hrafns Jóhanns-
sonar, bæjartæknifræðings Seltjam-
amess, er um tilraun að ræða. Hrafn
sagði að reynslan væri góð því hraði
ökutækja á Nesvegi hefði stórminnk-
að. Að sögn lögreglu hefur talsvert
verið kvartað undan þessari hraða-
hindmn. Lögregluvarðstjóri í
Reykjavík sagði í samtali við DV að
ökumenn tveggja lögreglubifhjóla
hefðu nær misst stjóm á hjólunum
þegar þeir fóm yfir kúlumar. „Öku-
menn þurfa að læðast þama yfir,“
sagði varðstjórinn.
Lögreglan á Seltjamamesi hefur
fengið nokkrar kvartanir frá öku-
mönnum vegna stálkúlnanna, bæði
ökumönnum bifreiða og bifhjóla.
Hrafn Jóhannsson sagðist einnig
kannast við kvartanir frá bæjarbú-
um. „Viðbrögðin hafa verið í þá átt
aö þaö hefur verið virkileg þörf fyrir
hraðahindrun á þessum stað. Við
fengum kvartanir frá íbúum við Nes-
veg vegna mikils ökuhraöa og ákváð-
um að fara einhverjar nýjar leiðir í
hindmn ökuhraöa. Þegar við fáum
kvartanir frá ökumönnum sem aka
þama á 70 til 80 kílómetra hraða þá
sjáum við að kúlurnar þjóna tilgangi
sínum. Eins og allir vita er hámarks-
hraði í þéttbýli 50 kílómetrar," sagði
Hrafn.
Stálkúlumar eru innfluttar frá
Bandaríkjunum. Þær em 8-10 sentí-
metrar á hæð og 15-17 sentímetrar í
þvermál. Steypa er sett í kúlumar
og þær festar niður meö því aö bora
fyrir teinum í götuna. Hraðahindr-
anir í líkingu við þetta em mjög al-
gengar í Bandaríkjunum, að sögn
Hrafns Jóhannssonar bæjartækni-
fræðings. Kúlurnar hafa ekki verið
settar niður á fleiri stöðum á höfuð-
borgarsvæðinu.
-bjb
KristmÁ.Ólafsdóttir borgarfulltrúi:
Borgin er að
aðstoða
verktakann
- meöþvíaökaupaíbúðiríMiöbæjarmarkaðnum
„Reykjavíkurborg hefur enga sér-
staka þörf á að kaupa dýrar íbúðir
einmitt á þessum staö. Félagslegi
geirinn þarf vissulega á íbúðum að
halda en það er engin þörf á slíkum
íbúðum þarna. Það er nóg til af ódýr-
um íbúðum úti um allan bæ. Eðlilegt
er að maður spyrji sjálfan sig af
hveiju íbúðimar séu keyptar. Eina
skýringin, sem hægt er að benda á,
er sú að borgin vill aðstoða þá aðila
sem ætla að byggja þessar tilteknu
íbúðir,“ sagöi Kristín Á. Ólafsdóttir,
fulltrúi Alþýðubandalagsins í borg-
arstjórn.
í DV í gær var greint frá því aö
Reykjavíkurborg hefði í hyggju að
kaupa 12 af 18 íbúðum sem byggöar
verða ofan á Miðbæjarmarkaðinn,
Aðalstæti 9. Álftárós hf. er verktaki
að íbúöunum. Júlíus Hafstein, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði
við DV að það væri af og frá aö borg-
in væri að aðstoða Álftárós eða aðra
með umræddum kaupsamningi.
„Meirihlutinn hefur lengi haft
áhuga á að styrkja miðbæ Reykjavík-
ur og á undanförnum árum hefur
verið ráðist í margar framkvæmdir
sem lúta að því. Með þessum kaupum
eram við að styrkja miðbæinn og
stuöla að því að enn fleiri búi þar.“
En hvað segir Júlíus um það sjón-
armið að verktakinn hefði átt auð-
velt með að selja, smíða og selja íbúð-
imar á fijálsum markaði? „Það kann
að vera en við völdum þessa leið.
Þessi ákvörðun heföi ekki verið tekin
ef við heföum ekki verið sannfærð
um að hún væri rétt,“ sagði Július.
„Ég hef þá trú að borgin sé einfald-
lega aö hlaupa undir bagga með
verktakanum," sagði Kristín, „Hins
vegar hef ég ekkert fyrir mér í því
að fyrirtækið sé illa statt fjárhagslega
en það er rökrétt að álykta aö borgin
vilji aðstoða þessa aðila. Ástæðan er
ekki þörf Reykjavíkinga fyrir íbúðir
einmitt á þessum staö,“ sagði Kristín.
-ask
Nýja hraöahindrunin á Nesvegi á Seltjarnarnesi minnir einna helst á röð
af jarðsprengjum. Þessar stálkúlur eru nokkuð umdeildar meðal þeirra sem
aka þarna yfir, hvort sem er á bifreiðum eða bifhjólum.
DV-mynd Brynjar Gauti
Kjörvogshlíð á Ströndum:
Hjalti sveigði út af í hlíðinni
í veg fyrir árekstur. Lenti hann þar
á stórum steini. Bíllinn skemmdist
mikiö en fólk slapp við meiðsli aö
mestu. Bömin kvörtuðu þó um bak-
verki.
Hitt slysið varð þegar Skúli Svein-
björnsson í Norðurfirði var að aka
unglingum áleiðis á skemmtun en
missti stjórn á bílnum í lausamöl viö
Broddanes í Bæjarhreppi og fór út
af. Bíllinn er mikið skemmdur en
unglingamir sluppu og komust með
öðrum bíl á skemmtunina.
Regína Thoraiensen, DV, Gjögri;
Það er sjaldgæft að bílslys verði í
Ámeshreppi á Ströndum en núna á
stuttum tíma hefur það tvívegis
gerst. Það fyrra varð þegar Hjalti
Guðmundsson, bóndi á Bæ, var að
fara með fjögur börn sín til augn-
læknis á Hólmavík.
í Kjörvogshlíð mætti hann skyndi-
lega öðmm bíl - þverhnípt bjarg er
niður í sjó á aðra hönd - og Hjalti
sveigði út af hinum megin til að koma
250 metra skeið á Norðurlandamótinu 1 hestaíþróttum 1 gær:
Minnesotaháskóli og HÍ:
Skipti á stúd-
entumog
kennurum
Um þessar mundir em tíu ár
liðin síðan Háskóli íslands hóf
formlegt samstarf við Minnesota-
háskóla í Bandaríkjunum. Það
hefur nú verið endurnýjað. Sam-
starflð felur í sér satnvinnu á
sviði stúdentaskipta, kennara-
skipta og rannsókna.
Stúdentaskiptin fela í sér að
árlega auglýsir Háskóli íslands
eftir umsækjendum um styrk til
vetrarlangrar námsdvalar við
Minnesotaháskólann en skólinn
fellir niður námsgjöld fyrir við-
komandi stúdent auk þess sem
honum er veittur framfærslu-
styrkur úr minningarsjóöi Valdi-
mars Bjömssonar í Minnesota. Á
sama hátt velur Minnesotaháskóli
námsmann til dvalar hér á laridi
til þess að leggja stund á íslensk-
unám í boði Háskóla íslands.
Einnig hafa kennarar við þessa tvo
háskóla dvalist í lengri eða
skemmri tíma við kennslu og
fræðistörf á íslandi og í Minnesota.
Samningurinn við Minnesota-
háskóla var sá fyrsti sinnar teg-
undar. Á þeim áratug sem síðan
er liöinn hafa liðlega flmmtíu
samstarfssamningar milli HÍ og
erlendra háskóla víöa um heim
tekiö gildi og með hvexju ári fer
þátttaka háskólans í alþjóölegu
samstarfivaxandi. -HK
Sturla Böðvarsson:
SkeHilegtáfall
fyHrHeHissand
Áhrif skerðingar aflaheimilda
hefur gífurleg áhrif á afkomu
fólks viða um land. Sem dæmi
má nefna Neshrepp utan Ennis,
þ.e. Hellissand og Rif. Tekju-
skerðing þessara sveitarfélaga
samsvara því að Reykjavíkur-
borg yrði af 520 milljómun króna
í beinum tekjum. I þessu sam-
bandi er að sjálfsögðu ekki tekið
tillit tii óbeinna veltuáhrifa.
„Menn gætu ímyndað sér það
harmakvein ef Reykjavíkurborg
yrði af einum fimmta af sínum
aöstöðugjaldatekjum," sagöi
Sturla Böðvarsson alþingismað-
ur. „Þetta er mjög hátt hlutfall
og t.d. fyrir Hellissand er um að
ræöa skelfilegt áfall."
Akureyri:
Hassfannstá
veitingahúsi
Lögreglan á Akureyri handtók
mann sera var gestur á veitinga-
húsi í bænum í vikunni. Maöur-
inn reyndist vera meö 2 grömm
af hassi í fórum sínum og viöur-
kenndi hann strax að eiga efniö.
Manninum var sleppt eftir yfir-
heyrslur hjá lögreglu -bjb
Styrmir langfyrstur í mark á Baldri
hann er ekki einu sinni sveittur, sagði Styrmir eftir sprettinn
Eiríkur Jónsson, DV, Noregi:
Styrmir Snorrason á Baldri varð
langfyrstur í mark í 250 metra skeiöi
á Norðurlandamótinu í hestaíþrótt-
um í Seljord í Noregi í gær á 22,6
sekúndum sem er mjög góður tími.
Eitthvað virðist Styrmir eiga inni hjá
Baldri því hann sagði eftir síðari
sprettinn: „Hann er ekki einu sinni
sveittur." Norski knapinn Tove Hag-
en varð í öðm sæti á Goða á 24,4
sek. en Jóhann G. Jóhannesson varð
þriðji á Stóra-Jarpi á 24,6 sek.
í gær voru dæmd kynbótahross,
keppt í hlýðnikeppni og tveimur
fyrstu sprettunum í 250 metra skeiði.
Enginn íslendingur keppti 1 hlýðni-
keppninni í gær en í dag hefst keppni
í fimmgangi, fjórgangi og gæðinga-
skeiði. Liðsstjórar íslenska landsliðs-
ins, Aðalsteinn Aðalsteinsson og Unn
Kroghen, em mjög bjartsýn á gengi
íslensku sveitarinnar, enda margir
sterkir hestar og knapar í liðinu.
Einungis fjögur kynbótahross vom
sýnd, allt sex vetra hryssur. Islend-
ingar senda einungis eitt hross í kyn-
bótakeppnina; Þotu frá Hæringsstöð-
inn, undan Hugbúa frá Ytra-Dals-
geröi og Grímu frá Kolkuósi. Jóhann
Þorsteinsson frá Miðsitju er eigandi
hryssunnar og sýnir hana en hann
keppir einnig í tölti og fjórgangi á
henni því að hún er ekki vökur.
Um 3.000 manns em á mótinu í
Seljord, bæ í hjarta Þelamerkur.
Þátttakendur frá íslandi em ellefu,
þar af sjö sem em að jafnaði með
bækistöðvar í Danmörku, Svíþjóð og
Þýskalandi. Keppendur em 76 frá sex
Norðurlandaþjóðum því að Færey-
ingar, sem fengu inngöngu í FEIF
nýlega (Félag eigenda íslenskra
hesta), sendu fulltrúa í fyrsta skipti
á Norðurlandamót. Færeyingar eru
háðir sömu takmörkunum og íslend-
ingar; að mega ekki flytja inn í land-
ið hesta sem einu sinni hafa verið
fluttir út og keppa því á lánshestum.
Þetta er í annað skiptið sem Norð-
urlandamót er haldið í Noregi og
annað skiptið sem Seljord varð fyrir
valinu sem mótsstaður. Móttsstaður-
inn, Dyrskuplassen, er afar vel í sveit
settur, jafnt fyrir knapa og áhorfend-
ur. Stefnt er að því að gera Dyrsku-
plassen að miðstöð fyrir alla keppni
á íslenskum hestum í Noregi í fram-
tíðinni. Staðurinn tekur við allt að
30.000 manns í einu.
-E.J.