Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992. 15 Viðskipti með jarðir og EES-samningurinn „Takmarkanir við jarðakaupum er því einungis hægt að binda almenn- um skilyrðum sem fela ekki í sér misrétti," segir m.a. i grein Gunnlaugs. I upphafl viðræönanna um EES- samninginn var lögð á þaö sérstök áhersla að ekki yrði opnað fyrir eignarhald útlendinga á landi, jörð- um, hlunnindum og orku. Þessi fyrirvari breyttist eins og aðrir, sem voru inni í umræðunni í upp- hafi, yfir í almennt öryggisákvæði sem hægt er að beita ef þjóðhættu- legt ástand skapast. Verði því beitt hafa aðrir samningsaðilar rétt á að beita gagnaðgerðum. Mismunun bönnuð Grundvallaratriði EES-samn- ingsins er að hvers konar mismun- un sé bönnuð innan svæðisins. í fjórðu grein samningsins segir: „Hvers konar mismunun á grund- velli ríkisfangs er bönnuð á gildis- sviði samnings þessa, nema annað leiði af einstökum ákvæðum hans.“ Einnig segir í þriðju grein samn- ihgsins: „Þeir (samningsaðilar) skulu varast ráðstafanir sem geta teflt því í tvísýnu að markmiðum samnings sé náð.“ Að lokum má minna á bókun nr. 35 í þessu sambandi en þar segir: „Vegna tilvika þar sem getur komið tíl árekstra milh EES-reglna sem komnar eru til framkvæmda og annarra settra laga skuidbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.“ Hér kemur glöggt fram það sjón- armið að mismunun á grundvelh rík- isfangs sé.bönnuð og EES-reglur eigi að vera mótandi fyrir lög EFTA- ríkjanna ef til árekstra kemur. Er girðingarvinna framundan? Þegar Stéttarsamband bænda KjáUaiinn Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur Stéttarsambands bænda hefur lýst yfir áhyggjum sínum á þvi ástandi sem getur skapast ef útlendingar eiga greiða leið til að eignast jarðnæði hérlendis í stór- um stíl þá hefur því ætíð verið lýst yfir af hálfu utanríkisráðuneytis- ins að máhð sé mjög einfalt; það þurfi einungis að setja lög þess efn- is hérlendis sem takmarki mögu- leika útlendinga til landakaupa. Einnig hefur forkaupsréttur sveit- arfélaga verið tahnn nokkur vöm í þessu skyni. Það er ljóst að aht tal um laga- setningu og girðingarvinnu er eins og þverbiti á þær tilvitnanir sem raktar voru hér að framan, því hvaða gagn er að samningum sem gera ráð fyrir ákveönum forsend- um ef samningsaðilar gera ekkert fyrr en að koma í veg fyrir að samn- ingurinn gangi upp. Tal um að forkaupsréttur sveitar- félaga sé einhver vörn er hreint barnalegt í þessu samhengi því fæst þeirra hafa fjárhagslega möguleika á að grípa inn í jarða- kaup í dag þótt þau fegin vildu. Danskt fordæmi í fyrra kom upp umræða í Dan- mörku um kaup Þjóðverja á þar- lendu skóg- og veiðilandi, sem var tahö svo sérstætt að óforsvaranlegt var tahð að það rynni í hendur út- lendinga. Þá var því slegið fóstu að ef tryggja ætti danskt eignarhald yfir danskri jörð yrði ríkisvaldið að ganga inn í alla slíka kaupsamn- inga því ekki væri hægt að koma í veg fyrir þá með lagasetningu. Forkaupsréttarákvæði sveitarfé- laga vom einskis metin í þessu sambandi. Danir litu þetta svo al- varlegum augum að þeir fóru fram á sérstakt ákvæði um þessi mál í Maastricht-samkomulaginu þar sem tekið er fyrir möguleika út- lendinga á að eignast land í Dan- mörku. Álit sérfræðinga Nýlega lögðu þrír sérfræðingar fram áht sitt um áhrif EES-samn- ingsins á fasteignaviðskipti hér- lendis. Þar á meðal er rætt um jarðakaup. Áht sérfræðinganna er m.a. að aðili sem kaupi fasteign hérlendis verði ekki beittur mis- rétti með hhðsjón af þjóðerni sínu t.d. við kaup á sumarbústaðar- landi. Takmarkanir við jarðakaupum er því einungis hægt að binda al- mennum skilyrðum sem fela ekki í sér misrétti. Þannig hafa þeir tek- ið undir sjónarmið Stéttarsam- bandsins um að samkvæmt samn- ingnum eins og hann hljóðar sé erfitt að koma í veg fyrir uppkaup útlendinga á landi og hlunnindum hérlendis. Þetta hefur í fór með sér að upp getur komið sama staða og í Dan- mörku. Því miður virðist áhugi stjórnvalda til að ná fram nauðsyn- legum fyrirvörum varðandi þetta efni hafa verið í lágmarki við samn- ingsgerðina. Því er staða þessara mála í raun og veru öll í uppnámi og htið annað hægt að gera en að vona það besta. Gunnlaugur Júhusson „Tal um að forkaupsréttur sveitarfé- laga sé einhver vörn er hreint barna- legt í þessu samhengi því fæst þeirra hafa Qárhagslega möguleika á að grípa inn 1 jarðakaup í dag þótt þau fegin vildu.“ Auðlindir Brasilíu og nátt- úruvernd á norðurhveli Frá Kísiliðjunni við Mývatn: „... þarf Kísiliðjan að sanna skaðleysi áframhaldandi dælingar af botni Mývatns...?“ Nýlega (23. júní sl.) las ég hér í blaðinu grein eftir Ásbjörn Dag- bjartsson líffræðing og leikbróður minn í æsku. Greinin er athyglis- verð hugvekja um fátækt í þriðja heiminum sem vestræn „maibiks- börn“ kæri sig í raun ekki svo mik- ið um að útrýma. Ekki veit ég nú neitt um það en tek þó undir orð Ásbjöms um tvískinnungshátt vestrænna stjómvalda er þyki betra að hafa róttækhnga og aðra „kverúlanta" upptekna við aö beij- ast fyrir náttúmvemd á suður- hveh heldur en fyrir félagslegu réttlæti heima fyrir. Sjálfskipaðir eða útvaldir? Ég felh mig hins vegar ekki við þá sneið sem Ásbjöm sendir for- manni Landvemdar um að hún og aðrir „sjálfskipaðir vemdarar nátt- úrunnar" séu að beita áhrifum sínum í annarlegum tilgangi með einfeldn- ingslegt hjarta (reyndar er formaður Landvemdar rétt kjörinn af fulltrú- um geysifjölmennra félagasamtaka). Ég tek þessa sneið nefnilega líka til mín og sætti mig ekki við að látið sé að því hggja að mér komi framtíð heimsins ekki við. Hver má tala um hvað í lýðræðis- þjóðfélagi? Era sumir virkilega út- valdari en aðrir? í krafti hvers? Hvað er rangt við að kynna sér mál með hugsjónir að leiðarljósi? í lýðræðisþjóðfélagi er hver og ein einasta manneskja „sjálfskip- uð“ í þeim skilningi að rétturinn til að tala á að vera ótvíræður. Jafn- framt á rétturinn til að leiðrétta og gagnrýna að vera ótvíræður. Við Kjállaririn Ingólfur Á. Jóhannesson deildarstjóri hjá Umferðarráði Ásbjörn höfum því rétt til þess að vera ósammála og skrifa „mann- vitsbrekkugreinar" í DV. En þetta þykir ekki öllum sjálf- sagt því að Ásbjöm er ekki eini maðurinn sem notar hugtakið „sjálfskipaður". Þetta virðist vera tískuorð og á undanfömum vikum hefur það einna helst verið notað th að gera lítið úr þekkingu hug- sjónafólks um náttúruvernd. Varúðarreglan Á undanfórnum ámm hefur hin svokallaða varúðarregla um vernd náttúm verið að vinna sér fylgi í heiminum. Regla þessi er í stuttu máli á þá leið að ekki sé fram- kvæmt fyrr en að undangengnu mati á áhrifum þess á umhverfi og náttúm. Ef varúðarreglan er látin ráða ferðinni þarf að sanna að framkvæmdin sé skaðlaus. Sam- kvæmt henni þarf Kísihðjan að sanna skaðleysi áframhaldandi dæhngar af botni Mývatns tU að dæhngin megi fara fram en ekki að sanna þurfi tiltekna skaðsemi dæhngarinnar með óyggjandi hætti eins og nú er ætlast tU. Ég lega að brautargengi þessarar sjalf- sögðu reglu og hann vann gegn svonefndri Gljúfurversvirkjun í Laxá fyrir meira en 20 ámm. Alþjóðahyggja í náttúruvernd Náskyld varúðarreglunni er al- þjóðahyggja. Það er fleira í hættu en dýralíf og gróðurfar í Mývatni og þar í grennd eða þjóðerni Letta og Litháa sem íslenskir stjómmála- menn settu á oddinn. Tegundir af ýmsu tæi em í útrýmingarhættu í skógum Brasihu. Regnskógurinn er lunga jarðarinnar og mér kemur það við. Á sama hátt kemur heim- inum hvalastofninn við ísland við. GUdir einu þótt ég sé ekki sammála grænfriðungum í því tUtekna máh. Og heiminum koma eyðUegging Mývatns og friðlýsing Ódáða- hrauns við. Náttúmvemdarsinnar víða um lönd berjast fyrir þvi að afurðir regnskógarins séu keyptar, þ.é. þær vörur sem skógurinn sjálfur gefur af sér, t.d. hnetur og ávextir. Þeir beijast gegn því að afurðir af mddum svæðum séu keyptar (t.d. nautakjöt) og að snobbað sé fyrir tekki, mahónh og öðrum slíkum viði. Meira af ræktuðu landi þarf til að framleiða kjötmeti heldur en þarf tíl að framleiða grænmeti sem nægir til framfæris jafnmörgu fólki, auk þess sem aukin grænmet- isneysla gæti bætt heilsufar okkar. Það getur vel verið að aukin græn- metisneysla sé draumsýn og hún er óhagstæð þegar tU skamms tíma er litið fyrir þjóð sem offramleiðir kjöt á landi sem er að fjúka upp. En kannski væri hún besta leiðin gegn uppblæstri landsins tíl lengri tíma litið. Aukin neysla grænmetis er einmitt eitt af baráttumálum fiölmargra náttúraverndarsinna á Vesturlöndum. Þrátt fyrir hugsjónir sínar era vestræn „malbiksböm", sem trúa á náttúruvemd, yfirleitt ekki fá- fróð. Þvert á móti, hugsjónir okkar hafa orðið til þess að við kynnum okkur hvað er að gerast annars staðar í heiminum og hvaða úrræði em möguleg og berjumst síðan fyr- ir þeim en treystum ekki á sérfraeð- inga, bírókrata eða „ecokrata“ tíl aö gera heiminn betri. Við skulum öU gerast „sjálfskipuð" í þessum skilningi. Ingólfur Á. Jóhannesson ,, N áttúru ver ndar sinnar víða um lönd berjast fyrir því að afurðir regnskógar- ins séu keyptar, þ.e. þær vörur sem skógurinn sjálfur gefur af sér, t.d. hnet- ur og ávextir.“ skora á Ásbjöm að vinna jafnötul-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.