Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Side 14
14
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Nýr einkaskóli
Nú er í stutt í þaö aö nýtt skólaár hefjist. Haustiö er
á næsta leiti. Viö blasa áframhaldandi aðhaldsaðgerðir
í skólahaldi og eflaust kemur það niður á margvíslegum
nýjungum og nýbreytni í kennslu- og fræðslumálum.
Ekki bætir úr skák að kennarar eru illa haldnir í laun-
um og eru ekki ýkja samstarfsfúsir þegar kemur að
þeirri viðleitni að bæta kennslu á sama tíma og skorið
er niður.
Af þessum sökum er fróðlegt að frétta að nýjum einka-
skóla verður hleypt af stokkunum í haust, Miðskólanum
í Reykjavík, sem er fyrir miðstig grunnskólans. Áhuga-
menn um þennan skóla hafa lengi sótt um leyfi og lið-
styrk menntamálayfirvalda til að stofnsetja skólann en
það var ekki fyrr en nýr menntamálaráðherra, Ólafur
G. Einarsson, tók við að grænt ljós var gefið á skólahald-
ið.
Fyrir eru tveir einkaskólar, ísaksskóli og Tjarnar-
skóli. ísaksskóh er fyrir yngstu nemendurna en Tjarnar-
skóh er fyrir elstu bekki grunnskólans og hefur starfað
í nokkur ár með ágætum eftir því sem best er vitað.
Miðskóhnn brúar það bil sem hefur verið á mill ísaks-
skóla og Tjarnarskóla.
Gera má ráð fyrir að Miðskólinn geri út á nokkra
óvissu og sé að því leyti tilraunastarfsemi en skólinn
er tilraunarinnar virði. í ljós hefur komið að einkaskól-
ar geta hfað við hhð hinna almennu skóla og þeir for-
dómar og andstaða, sem í fyrstu var allmegn, hefur
þokað fyrir almennum skilningi á thveru þeirra. Enda
hefur ekki verið bent á að kennsla sé þar lakari eða
nemendur verr undir framhaldsskólanám búnir.
Miðskóhnn hyggst brydda upp á ýmsum nýjungum
og er þar merkast að stefnt er að samfelldum skóla-
degi. Nemendur fá tækifæri og aðstöðu til að matast og
hvílast í skólanum á milli kennslustunda og jafnvel að
undirbúa sig fyrir næsta skóladag. Enginn vafi er á því
að sundurslitinn skólatími er börnum til baga og foreldr-
um til óþæginda og svo vill th að Brynjólfur Bjarnason
sálfræðingur hefur gert könnun á skólagöngu níu ára
barna og þar kemur fram að tvö af hverjum þrem börn-
um eru ein heima í eina eða fleiri klukkustundir fyrir
eða eftir skóla. Fuhyrt er að þessum börnum gangi verr
1 skólanum, þau hegði sér verr og séu undir andlegu
álagi.
Brynjólfur bendir á þá lausn sem felst í skóladag-
gæslu og vitnar í því sambandi til Hjallaskóla í Kópa-
vogi sem býður bömunum upp á samfehda aðstöðu í
skólahúsinu þar sem þau geta bæði matast, leikið sér
eða lært.
Þetta er einmitt það sem Miðskóhnn í Reykjavik
hyggst gera.
Meðan foreldrar eru tilbúnir til að greiða uppsett
verð fyrir skölagöngu barna sinna í einkaskólum og
meðan kennslan er þar sambærheg við kennslu í öðrum
skólum er það sjálfsagt mál að leyfa einkaskólum að
starfa. Gera má ráð fyrir að einkaskólarnir muni hafa
meira svigrúm th launa fyrir kennara og að því leyti
ættu einkaskólar að vera vel séðir af kennarastéttinni.
Þeir brjóta upp launamunstrið og með fleiri einkaskól-
um neyðist hið miðstýrða kerfi til að sveigja af láglauna-
stefnunni.
Aðalatriðið er þó hitt að ef einkaskólar ná að festa
rætur og sanna ghdi sitt eru líkur á því að staðnað
kennsluform og skólahald fái vaxtarbrodd sem verði
menntun og skólagöngu æskufólks til framdráttar.
Ehert B. Schram
„Síðasta von Bosníumanna er erlend hernaðaríhlutun en líkurnar á henni eru engar,“ segir m.a. í grein
Gunnars í dag.
Serbará
sigurbraut
Eftir Persaflóastríöið gaf Bush
forseti út háfleygar yfirlýsingar um
aö nú færu í hönd nýir tímar, ný-
sköpun heimsmála væri hafin.
Þessi nýsköpun er nú ekkert annað
en orðin tóm. Yfirgangur íraka
gegn Kúveit var að vísu kveðinn
niður en þar með lauk afskiptum
Bandaríkjanna og umheimsins af
vopnuðum yfirgangi. írak virðist
ætla að verða einsdæmi.
Á Balkanskaga hefur staðið yfir
grimmilegt landvinningastríð
Serba á annað ár en umheimurinn
snýr sér undan. í mesta lagi kvarta
nágrannaríkin undan flótta-
mannastrauminum, Evrópubanda-
lagið samþykkir marklitlar álykt-
anir, Sameinuðu þjóðimar harma
allt saman, en ekkert raunhæft er
gert í málinu.
Efnahagslegar refsiaðgerðir
munu að visu einangra Serba og
útskúfa þeim meðal þjóða heims í
bih en ekkert virðist nú geta komið
í veg fyrir að þeir vinni fuilnaðar-
sigur í stríðinu. Þeir hafa þegar
innhmað þá hluta Króatíu sem þeir
ágimtust, nú þegar hafa þeir á sínu
valdi tvo þriöju hluta Bosníu. Þegar
stríðinu þar lýkur, hvenær sem það
verður, er næsta takmark sams
konar hemaður í Kosovohéraði og
í Makedóníu.
Þjóðernishreinsun
Landvinningar Serba em ekki
aðeins í því fólgnir að hertaka land,
tilgangurinn er þjóðemishreinsun.
Flóttamannastraumurinn frá Bos-
níu og Króatíu er ekki fylgifiskur
stríðsins heldur beinUnis tilgangur
þess. Serbar stefna að því að reka
á brott frá hemumdu landi alla þá
íbúa sem ekki era Serbar og byggja
þau landsvæði síöan Serbum ein-
göngu. Hjáiparstofnanir, sem auð-
velda fólki að flýja og hjálpa flótta-
mönnum, eru þannig beinhnis að
aðstoða Serba við að vinna fullnað-
arsigur. - Þetta er illvígasta stríð
sem háð hefur verið í Evrópu síðan
Þjóðveijar réðust inn í Rússland
en umheimurinn, sem gekk af göfl-
unum út af Kúveit, lætur sér fátt
um flnnast.
Svo vill til að ekkert utanaðkom-
andi ríki á ennþá beinna hagsmuna
að gæta í því að hefta útbreiðslu
hins nýja Stór-serbneska ríkis. Að
því mun koma þegar rööin kemur
að Kosovo og Makedóníu. Þegar
þar að kemur geta Albanía og
Grikkland ekki setið hjá. En þá
verða Serbar búnir að vinna sigur
í Bosníu og ekki er annað að sjá
en þeir komist upp með það. Land-
vinningar þeirra munu standa. -
Enginn er þess megnugur aö koma
í veg fyrir það.
KjaJlaiinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
Flóttamenn
Síðasta von Bosníumanna er er-
lend hernaðaríhlutun en líkumar
á henni era engar. Ekkert ríki vill
taka af skarið, til dæmis með loft-
árásum á fallbyssustæði Serba
umhverfis Sarajevo og aðrar borgir
sem væri þó hægðarleikur ef vilji
væri fyrir hendi. Ástandið versnar
dag frá degi, milljónir manna hafa
þegar flosnaö upp. Svo er komið
að Króatar halda -múslimum frá
Bosníu frá landamærum sínum
með vélbyssuskothríð. Flótta-
mennimir eiga ekki í neinn stað
að venda. - Þjóðernishreinsanir af
þessari stærðargráðu hafa ekki
sést í heiminum síðan á tímum
Stalíns sem rak heilu þjóöimar frá
heimkynnum sínum með tilheyr-
andi hörmungum á fjórða og
fimmta áratugnum.
Hatrið, sem liggur að baki þessu
stríði, er óskiljanlegt utanaðkom-
andi og á sér rætur langt aftur í
öldum. Hlutur múshma í Serbíu er
nú ailra verstur. Þeir vora upphaf-
lega Serbar sem tóku íslam á valda-
tíma Tyrkja og þeir tala serbnesku.
Samt eru þeir taldir sérstök þjóð
en þjóðimar í fyrram Júgóslavíu
era fyrst og fremst skilgreindar
eftir trúarbrögðum.
Serbar eru grísk-katólskir og
þeirra landsvæði var undir yfirráð-
um Tyrkja allt fram undir iok 19.
aldar. Sama er að segja um Bosníu
og Makedóníu, þar sem gríska
kirkjan er líka ráðandi, en Króatar
eru rómversk kftólskir og voru
undir yfirráöum Austurrísk-Ung-
verska keisaradæmisins allt til
1918 eins og Slóvenar.
Menning þessara þjóða mótast af
áhrifum austurkirkjunnar annars
vegar og vesturkirkjunnar hins
vegar en áhrifa íslams og Tyrk-
lands gætir eðlilega meðal mú-
shma. Samt talar allt þetta fólk
serbó-króatísku, og skilur hvert
annað, og hefur búið í sæmilegri
sátt síðustu áratugi. - Sérstaklega
í Bosníu vora samskipti þjóðanna
góð, þar eru múshmar í meirihluta,
Serbar koma næstir og þá Króaíar.
Króatar og pólitískt vald
Serbar era ekki þeir einu sem
reka landhreinsunarstefnu. Króat-
ar gera shkt hið sama og þaö flæk-
ir málin. Króatar stefna opinljóst
að því að innlima stór svæði Bos-
níu sem byggð era Króötum og
þeir líka vhja losna við múslima.
Þaö gerir þessi mál ennþá illvíg-
ari að pólitískt vald er í upplausn.
Jafnvel þótt Panic, hinn bandaríski
forsætisráðherra Serbíu, vilji frið
og lok stríðsins er hann valdalaus.
Herinn fer sínar eigin leiðir. En
fyrst og frémst eru það skæruliða-
sveitir, sem lúta aðeins að litlu leyti
formlegri yfirstjóm hersins, sem
halda uppi árásunum á óbreytta
borgara í Bosníu. Hinn fyrrverandi
her Júgóslavíu stendur vitaskuld á
bak við allt saman undir forystu
Milosevics forseta en jafnvel Mi-
losevic hefur ekki fuha stjórn á hð-
inu. Sama er að segja um Króata,
þar eru það ýmiss konar sérsveitir
sem harðast ganga fram.
Póhtískar refsiaðgerðir annarra
ríkja eru máttlausar gegn þessum
mannskap. Skæruliðahefð er sterk
í fyrrum Júgóslavíu. Það var Tito
og skæruhðaher hans sem sigruðu
Þjóðverja á sínum tíma. Ástandiö
virðist vonhtið. Múslimar, sem eru
45 prósent íbúanna, hafa nú aðeins
til umráða 5 prósent landsins og sá
hluti fer minnkandi. Eina leiðin
fyrir aðrar þjóðir til að gera eitt-
hvað raunhæft er að veita flótta-
mönnum viðtöku og sætta sig við
það, þótt illt sé, að Serbar hafa
unnið sigur. - Þeir komast upp meö
landvinningastríð og munu ná sín-
um markmiðum því að enginn er
þess umkominn að stöðva þá.
Gunnar Eyþórsson
„Hjálparstofnanir, sem auðvelda fólki
að flýja og hjálpa flóttamönnum, eru
þannig beinlínis að aðstoða Serba við
að vinna fullnaðarsigur.“