Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin Ætlar þú að sjá Veggfóður? Hildur Imma Jónsdóttir: Já, náttúr- lega. Þöll Jónsdóttir: Auðvitað. Eva Benjaminsdóttir: Já, mjög lík- lega. íslenskar kvikmyndir eru yfir- leitt góðar séu þær gerðar á annað borð. Hulda Sigurðardóttir búðarstarfs- maður: Já, örugglega. íslenskar kvikmyndir eru margar góðar. Gylfi Gylfason nemi: Já, ég var aö kaupa miða á hana. Mér flnnast ís- lenskar kvikmyndir ágætar. Jakob Pólsson nemi: Já, eflaust. Lesendur Ríkið og Hagræð- ingarsjóður Frekari stjórnvaldsaðgerðir yrðu að koma til eigi útgerðarstaðirnir að stand- ast þetta þorskuppbyggingartímabil, segir m.a. í bréfinu. Konráð Friðfinnsson skrifar: Niðurstaða fyrir* næsta kvótaár liggur nú fyrir. Heimilt er að veiða 205 þús. tonn. Það er allmikil skerð- ing frá fyrra ári. Aukin sókn er hins vegar heimiluð í aðrar fiskitegundir, ýsu, karfa o.s.frv. í dag deila menn hart um Hagræðingarsjóð vegna hinnar einkennilegu ályktunar hæstvirtrar ríkisstjómar - að leyfa sölu á þeim þorskkvóta er sjóðurinn á og mun vera 12 þús. tonn af þorski. Hér er því verið aö tala um 525 millj- ónir króna. Ég tel að hefðu menn farið þá leiö sem mér finnst bæði sjálfsögð og eðli- leg, þ.e. að úthluta umræddum kvóta endurgjaldslaust - 'og þá fyrst og fremst til þeirra byggðarlaga er verst verða úti og sem mest byggja afkomu sína á „þeim gula“ - þá hefði líka náðst sæmileg sátt um málið. Þetta segi ég af þeirri einföldu ástæðu að hver maður hlýtur að sjá að útilokaö er fyrir mörg þessara fyrirtækja að kaupa hluta af sjóðunum nema þá að taka til þess lán. Og hvaða gagn er að því fyrir fyrirtæki, sem kannski er skuldsett í topp, að auka lánabyrði sína? Einnig þarf að líta til þess að sterk og vel rekin fyrirtæki, sem fram til þessa hafa verið stoltið í þessum geira athafnalífsins, sýna nú mörg hver ýmis veikleikamerki. Þannig er ástandið nú orðið mjög alvarlegt. Talsmenn þessara fyrirtækja eru því ekki að grínast eða að reyna að plata stjómvöld og almenning þegar þeir benda á þessa staðreynd. En það hef- ur viljað brenna við aö fólk hefur einmitt litiö þannig á málin. - Fleiri eða hærri lán eru þannig óhugsandi hjá slíkum fyrirtækjum eins og mál- um er háttað. Og ennfremur þess vegna ber stjómvölduni að falla frá óréttlátri gjaldtöku. Það væri bæði sanngjarnt mjög og um leið stjórn- viska að gera þaö. Annars vil ég benda mönnum á að þessi títtnefndu tonn Hagræðingar- sjóðs myndu að vísu hjálpa heilmikið en þau leystu samt ekki allan vand— ann sem skapast við hinn gifurlega niðurskurð er við blasir. Þar þyrftu aðrar og meiri stjómvaldsaðgerðir til að koma eigi margir útgerðarstað- ir að standast þetta „uppbyggingar- tímabir þorsksins sem nú er fyrir- hugað. Eg styð ríkisstjómina og fyndist það því afleitur kostur ef þing yrði rofiö til að efna til kosninga eins og forsætisráöherra ýjaði að á dög- unum. - Á íslandi er kjörtímabilið nefnilega fjögur ár og ríkisstjómin á að sitja út kjörtímabilið. Borgarfell og ummæli Einars Þorvarðarsonar Daníel Þorsteinsson skrifar: Ég vil gera athugasemd við um- mæli Einars Þorvarðarsonar í DV þriðjud. 14. 7. sl. - Fullyrðing Einars Þorvarðarsonar um að forsvarsmað- ur Borgarfells hf. hafi fengið slæma umsögn í Skagafirði og Eyjafirði er afar furðuleg vegna þess að þessi for- svarsmaður hefur aldrei unnið fyrir Vegagerðina á þessum stöðum. - Um útvarpsfréttina segist hann ekkert vita en þaö hefur verið staöfest að hún kom frá Vegagerðinni á Reyðar- firði og Einar veit það mætavel. Einar segir að Guömundi og Borg- arfelli hf. hafi verið hafnað áður en reyndi á tryggingar frá þeim. Þessar tryggingar eru settar til að tryggja Vegagerðina ef verktaki stendur ekki við skuldbindingar sínar. - Af þessu sést að Einar ætlaði sér aldrei að semja við aðra en Héraðsverk sem er að höfuðstól til rúmlega sjö hundr- uð þúsund og á hvorki eign né tæki. Hlutafé Borgarfells hf. er ekki aðal- lega í formi loforða. Þeir hluthafar, sem hafa borgað í reiðufé og skulda- bréfum, og lagt tæki og annan búnað sem hlutafé í fyrirtækið, líta ekki á slikt sem loforö. - Einar væri meiri maöur eftir ef hann bæðist afsökunar á svo ómerki- legum fullyrðingum og ósannindum sem hann lætur háfa eftir sér í DV 14. júlí sl. H ve lengi á að þola stríðið? Arnór skrifar: Mörgum finnst áreiðanlega að Evr- ópuríkin, Sameinuðu þjóðimar og aðrir valdamiklir aðilar, sem hingað til hafa verið viðriðnir hjálparstarf í fyrrum Júgóslavíu, séu að missa tök- in fyrir fullt og allt. Nú síðast hefur lið Sameinuðu þjóðanna orðið að hrökklast frá flugvellinum í Sarajevo þaðan sem hjálpargögnum og mat- vælum hefur verið dreift til sveltandi og stríöshijáðra borgara. - Getur hugsast að þama verði um endanlega uppgjöf hjálparaðila að ræða innan skamms tíma? Og ef svo fer, hvaö verður þá um íbúana sem þarna verða að dvelja og eiga engrar und- ankomu auðið? Sannleikurinn virðist vera sá að enginn utanaðkomandi máttur, hvorki alþjóðasamtök né nærliggj- andi þjóðir, geti neitt aðhafst. Ekki er heldur talið gerlegt að ráðast Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eóa skrifið Nafn Og simanr. verður aö fylgja brtfum þarna inn með vopnavaldi sem hugs- anlega gæti þó bundið enda á blóðs- úthellingarnar í eitt skipti fyrir öll þótt eitthvað kynni undan að láta um skamma hríð. - Allt er betra en borgarastyijöld um ófyrirsjáanlegan tíma og hugsanlega útbreiöslu henn- ar til nærliggjandi ríkja. Almenningur í öðram löndum, sem er að vísu aðeins áhorfandi að ósköp- unum, er þeirrar skoðunar að ekki sé frágangssök að ráðast inn í landið með vopnavaldi og kveða niður þau öfl sem þarna svífast einskis til aö ná yfirráðum yfir landsvæðum sem þau sækjast eftir. En þetta er orðið vandamál sem brennur á Evrópu allri. Og eftir því sem lengra líður má búast við að trúbræður múslima í suðri og austri láti til sín taka fyrr en varir. Þá er mikil vá fyrir dymm. Stóra spumingin er hve lengi eigi að þola stríð í hluta Evrópu án þess að inn í það verði gripið af alþjóðasam- tökum sem allur almenningur styður þó til slíkra aðgerða. Striðið í Júgoslavíu vandamál sem brennur á Evrópu allri. | FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992. : Tökumvið flóttaféiki Guðmundur Einarsson skrifar: Allir vita hve hörmungamar í Júgóslaviu em orðnar miklar og því fólki sem þar býr orðin mikil nauösyn á aö komast þaðan burt. Fólkið, sem býr á átakasvæöun- um, er búið að glata allri von um að komast aftur til eðlilegra lífs- hátta í landi sínu. Það er ekkert eðlilegra en að við íslendingar veitum liðveislu með því að taka við fólki, helst fjölskyldum, sem er á flótta og hefst nú við í flóttamannabúöum í nágrannalöndunum. - Okkur veitir hreinlega ekki af fleira fólki hér. Atvinnuleysi er okkur sjálf- um að kenna. Hér vantar nýtt blóð, nýtt fólk sem viU bjarga sér sjálft. - Tökum við flóttafólki. Sérfræðmgarnir þurfaaðhald Ámi skrifar: Ég fagna aðgerðum Trygginga- stofnunar og heilbrigöisráðu- neytis þessa dagana - að herða eftirlit með séríræðingum í læknastétt. Þessir sérfræðingar hafa haft svo til óheft frelsi varð- andi vinnu og gjaldtöku. Þetta vita allir en enginn ráðherra hef- ur tekið á þessum málum fyrr en núverandi heilbrigðisráðherra og á hann heiður skilinn fyrir. Það er ekki nokkur von til þess að hægt sé aö spara í heilbrigðis- kerfinu að neinu marki ef ein- staka stéttir haia sjálfdæmi um hvernig þær koma vinnu sinni, og greiöslum fyrir hana á fram- færi. - Alls staðar annars staðar em sérfræðingar í læknastétt undir ströngu efdriiti hvaö varö- ar gjaldtöku og þjónustu í þágu ríkis og opinberra stofnana. Stjórnarskráin erónýt Magnús Þorsteinsson hringdi: ‘ Vegna tiðra deilna hér um mál, þar sem vitnaö er í stjómar- skrána okkar og sagt aö þetta eöa hitt „standist ekki stjómar- skrána“, vil ég eindregið hvetja forsætisráðherra okkar til aö láta nú verða af því að ganga firá nýrri stjómarskrá. Sú stjómarskrá sem við títt vitnum til er ónýt og óþarft að ræða það mál frekar. Ráðsemdugar sjávarútvegi? Haraidur Guðnason skrifar: Öðm hvoru berast fréttir af bágri afkomu sjávarútvegsins. Fréttir sem valda landslýð sann- arlega áhyggjum þótt sumir haldi að tölvur leysi flestan vanda á þeim bæ. En loks komu mikil tíðindi og góð ekki alls fyrir löngu: íslensk fyrirtæki og fræöingar í útvegs- málum væm með áætlanir um aö kaupa meirihluta í stærsta útgerðarfélagi Þýskalands. Út- gerðarfélagi sem gerir út 8 verk- smiöjutogara. - Er hér komið ráð sem dugar íslenskum sjávarút- vegi? Fróðlegt veröur að heyra um framhaidið. Frífyrir verslunarfólk Knstjana hringdi: Ég las bréf frá manni sl. föstu- dag þar sem kvartað var yfir því að Hagkaupsbúðimar heföu aug- lýst lokað á laugardeginum fyrir verslunarmannahelgina. Ég skil ekki hvaö maðurinn var að fara. Veit hann ekki að verslunar- mannahelgin er fyrir verslunar- fólk? Þaö er því meira en eðlilegt aö gefa því frí þessa daga sem helginni fylgja. - Reyndar heföu allar verslanir átt að gefa fólki frí laugardag, sunnudag og mánu- dag og leyfa því að hvílast frá einu þvi erfiðasta starfi sem um er aö ræða, a.m.k. ef miðað er við þau störf sem unnin em í landi hér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.