Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Page 9
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992.
9
ogkæfir
Akfeit eg>>psk kona situr nú í
haldi lögreglunnar í Kaíró vegna
gruns um að hafa kæft 65 ára
gamla leiguselju sína meö þvi aö
setjast ofan á hana í hita rifrildis
milli þeirra.
Dagblaöið al-Akhbar skýrði frá
því í gær'aö hin grunaða, sem
vegur 120 kíló, hefði verið hand-
tekin og færð í gæsluvarðhald.
Norðmennverða
aðsættasigvið
lakari iífskjör
Norömenn, sem stunda vel
launuð störf, verða að sætta sig
viö lakari lifskjör til að leggja sitt
af mörkum í baráttunni við met-
atvinnuleysi í landinu.
„Við, sem höfum há laun, verð-
um að hægia á ferðinni. Mörg
okkar hafa efni á að þola lakari
afkomu,“ sagði Sigbjöm Johnsen,
fjártnálaráðlierra Noregs, í viö-
tali við Dagbladet.
Hann sagði þó ekki hvaða nið-
urskurð hinir hálaunuðu ættu að
búa sig undir.
Samkvæmt blaðafregnum eru
stjórnvöld að íhuga aðgerðir á
borö við frystingu launa og að
hætta við dýrar endurbætur á
velferðarkerfínu til að vinna bug
á atvinnuleysinu.
Atvinnuleysi jókst i 6,1 prósent
í júlí úr 5,5 prósentum í júní.
Skógareidarvið
Tsjernóbýlauka
geislavirkni
Skógareldar í suðurhiuta
Hvíta-Rússiands, þar sem mest
mengun varð eftir kjarnorku-
slysið í Tsjemóbýl, hafa þyrlað
upp miklu geislavirku ryki og
aukið geislavirkni á svæöinu.
ibúum héraðsins stafar þó ekki
hætta af geisluninni.
Itar-Tass fréttastotan hafði í
gær eftir starfsmönnum
ónefndra geislastofnana í Hvíta-
Rússlandi að eldar væru einnig
komnir upp í mógröfum sem
væru mengaðar eftir Tsjernóbýl.
Ekki var greint frá hversu mik-
il aukning á geislavirkni hefði
mælst.
Fatlaðuróskars-
hafiselurverð-
iauninsín
Fatlaður fyrrum leiöbeinandi í
bandaríska hemum, sem fékk
óskarsverðlaun fyrir leik sinn í
myndinni „Bestu ár ævi okkar“,
seldi aðra óskarsstyttuna sína á
uppboði í gær og fékk ura þrjár
og liáifa milljón króna fyrir.
Það var ónafngreindur banda-
rískur safnari sem keypti stytt-
una.
Seþandinn, hinn 78 ára gamli
Haroid Russell, sagði aö hann
þyrfti peningana til að eiga fyrir
augnuppskurði á konu sinni.
Karl Malden, forseti kvik-
myndaakademíunnar, hafðigrát-
bænt Russell ura að seija styttuna
ekki og boðið honum ián í staðinn
en ailt kora fyrir ekki.
Russeil missti báðar hendttr í
sprengjuslysi áriö 1944.
Litilsjarð-
skjálfta vart i
Vestur-Noregi
Lítill jarðskjálfti, 3,8 stig á Ric-
hterkvarðanum, varð á vestur-
strönd Noregs í gær, nærri Folge-
fonna jökli. Ekki urðu neinar
skemmdir. Reuter
;
Arásir Serba á gæsluliða Sameinuðu þjóðanna 1 Sarajevo:
Skjóta á okkur
af ráðnum hug
- sagði Mik Magnússon eftir sprengjuárás 1 gærkveldi
Gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna i Sarajevo sæta nú árásum af hálfu
Serba. Frakki í liðinu særðist alvarlega í sprengjuárás í gærkveldi. Liðs-
menn eru nú gráir fyrir járnum og bíða þess að ákvörðun verði tekin um
framhald á starfi þeirra. Simamynd Reuter
„Það er enginn vafi á að þeir skjóta
á okkur af ráðnum hug. Þijár
sprengjur féllu á stöðvar okkar í
gærkveldi. Tilviljun réð hvar ein
lenti en hinum tveimur var varpað
að byggingunni," sagði Mik Magnús-
son, talsmaður gæsluliðs Sameinuðu
þjóðanna, í gærkveldi eftir að liðið
hafi orðið fyrir árás. Franskur gæsl-
uhði særðist alvarlega í árásinni.
Enn er óráðiö hvað gæsluliðar taka
til bragðs ef ekki verður lát á árásun-
um. Verið er að endurmeta stööuna
og sagði Mik í gærkveldi að síðasta
árásin væri síst til að auka líkurnar
á að gæsluliðið héldi störfum sínum
áfram í Sarajevo.
Stöðugt fleiri sannanir berast um
að Serbar myrði fanga sína í búðum
í Bosníu af handahófi og svelti þá.
Breskir fréttamenn heimsóttu einar
búðir í gær og sögöu að ástandið
væri hörmulegt.
Þeir fangar, sem þorðu að tala við
fréttamennina, sögðu að fangaverð-
irnir gerðu það sér til skemmtunar
að myrða menn. Þá hði ekki sá dagur
að mönnum væri ekki ógnað með
skotvöpnum eða handsprengjum.
„Þeir hika ekki við að ógna okkur
með handsprengjum og skotvopnum.
Við búum við stöðuga ógn,“ sagði
fangi sem rætt var við. Fangarnir eru
vannærðir og óttaslegnir.
Einn fanginn lýsti aftöku þannig
aö fangavöröur hefði gengið að
tveimur mönnum og skotið þá.
„Hann tók rifíil og skaut mennina í
Stef nir í upp*
gjör milli Bush
og Saddams
Bandarísk stjórnvöld hafa enn á
ný gefið í skyn að þau kunni að beita
hervaldi til að þvinga Saddam Hus-
sein, forseta íraks, til aö fara að
vopnahlésskilmálunum sem gerðir
voru eftir Persaflóastríðiö.
Ný eftirlitsnefnd á vegum Samein-
uðu þjóðanna flýgur til Bagdad í dag,
sú fyrsta eftir árangurslausa leit í
landbúnaðarráðuneytinu aö gögnum
um vopnaframleiðslu íraka í síðasta
mánuði.
írösk stjómvöld hafa lýst því yfir
að nefndin fái ekki aðgang að ráðu-
neytum þar sem slíkt stríddi gegn
fullveldi landsins.
Bush sagði í gær að farið yrði í einu
og öllu eftir ályktunum SÞ og að
Saddam mundi hlýða þeim.
Nýlögtilhöf-
uðs maf íunni
ítalska ríkisstjómin kom nýjum
lagabálkum til höfuðs mafíunni
gegnum þingið í gær, þó ekki fyrr en
búið var að draga allan mátt úr þeim
klásúlum sem miðuðu að því að
skera á tengsl stjómmálamanna og
glæpamanna. Nýju lögin, sem sam-
þykkt voru með miklum meirihluta,
gefa lögreglunni víðtækar heimildir
til símahlerana og til að nota flugu-
menn í baráttunni gegn mafíunni.
Andmafiuílokkurinn, sem hefur
aðsetur á Sikiley, mótmælti því að
breytingar vom gerðar á þeim hluta
lagafrumvarpsins þar sem kveðið er
á um fangelsisdóma yfir frambjóð-
endum sem kaupa atkvæði mafíunn-
ar með loforðum um alls kyns opin-
berar framkvæmdir.
Reuter
höfuðið. Annar lést samstundis en
hinn liíði,“ sagði fanginn.
Þrýstingur eykst nú á Serba að
þeir heimili alþjóðlegum hjálpar-
stofhunum að kanna ástandið í búð-
unum. George Bush Bandaríkjafor-
seti hefur í hótunum um að valdi
verið beitt til að þvinga Serba til
hlýðni. Þá er vaxandi vilji fyrir því
innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna að heimila valdbeitingu. Fari
svo er talið víst að gæsluiiðar sam-
takanna verði fyrst kallaðir heim.
Reuter
_________________Útlönd
Staðhæfing
gegn staðhæf-
inguífæreyska
skipasvindlinu
Jens Dalsgaard, DV, Færeyjurru
AUi Dam, lögmaður í Færeyj-
um, heldur fast við þá skoðun
sína að félagar hans í landstjóm-
inni hafi veriö blekktir til aö sam-
þykkja opinberar ábyrgðir vegna
umfangsmikilla skipasmíða í eyj-
unum á árunum fyrir 1987. Atli
var þá lögmaður.
Ath bar vitni nú í vikunni og
sagði að skipamíðlarar, lögfræð-
ingar og bankamenn hefðu tekið
sig saman um að hafa fé út úr
landsjóðnum. Sjóðurinn tapaði
allt að 4 milijörðum íslenskra
króna vegna svikanna við skipa-
smiðarnar.
Lögfræðingur, sem vann fyrir
landstjórnina á þessum tíma,
staðhæfir hins vegar að hann
haíi látiö Atia og aðra í land-
stjóminni vita þegar árið 1987 að
eígendur skipanna hefðu ekki
lagt fram 10% af andvirði skip-
anna eins og kralist var til að
landsjóðurinn ábyrgðist afgang-
inn af verðinu. Atli hafi því alltaf
vitað að ekki var allt meö felldu.
Nú stendur því staðhæfing gegn
staöhæfragu í málinu. Óánægja
jafnaðarmanna með Atla for-
mann sinn fer vaxandi og hefur
einn lögþingsmaður sagt af sér
og vikiö úr þingsæti sínu.
Afsögnin stafar þó fremur af
almennri óánægju með formann-
inn en að hann sé grunaður um
græsku vegna svikanna við
skipasmiðamar.
Atli er enn staöráðinn í að segja
af sér í haust af heilsufarsástæð-
um. Búist er við að einhver land-
stjórnarmannanna úr Jafnaðar-
flokknum taki við af honum sem
formaður og lögmaður en flokks-
menn hafa enn ekki gert upp við
sig hver það ætti að vera.
UTSALA
ímra
GARÐURINN
Kringlunni