Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992. Fréttir Það er ekki á hverjum degi sem minkar eru á ferli á Seyðisfirði en þeim Gunnlaugi Friðjónssyni bæjarverkstjóra og Trausta Halldórssyni tókst þó nýlega að drepa mink í bænum. Þeir sátu að snæðingi ásamt fjölskyldum sinum þegar þeir sáu minkinn rölta í mestu makindum fram hjá eldhús- glugganum. Félagarnir voru fljótir til, gripu reku og hlupu út og eftir stuttan eltingaleik var minkurinn allur. Á myndinni eru þeir Gunnlaugur og Trausti með minkinn eftir eltingarleikinn. DV-mynd Pétur 350 konur koma á Vestnorræna kvennaþingið Hjörvar Sigurjónssan, DV, Neskaupslað: Skráningu á Vestnorræna kvenna- þingið, sem haldið verður á Egils- stöðum 20.-23. ágúst, er nú lokið. 350 konur létu skrá sig en markmið mótshaldara var að ná saman 300 konum. Það hefur tekist og gott bet- ur. Erfítt verður að bæta við fleiri konum þar sem gistirými á Egils- stöðum og nágrenni er upppantað. Að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur, framkvæmdastjóra þingsins, hafa undirtektir farið fram úr björtustu vonum. Þátttaka af landsbyggðinni er góð, t.d. koma 11 konur frá Þistil- firði. íslensku konumar verða 230, þar af 80 frá Reykjavík. 64 koma frá Færeyjum og milli 50 og 60 frá Græn- landi - frá öllum byggðum þar. Dagskrá þingsins verður fjölbreytt og ýmis skemmtiatriði verða í boði. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra setur þingið og fyrirlesarar munu fjaUa um sjávarútvegsmál, umhverfismál, möguleika kvenna til menntunar og vinnu í dreifbýli, svo fátt eitt sé nefnt. Verðlaunahafar í ökuleikninni í Neskaupstað. Ökuleikni ’92 á Neskaupstað: Hnífjöf n hjólreiðakeppni Brynjar M. Valdimarsson, DV, Ökuleikni '92: Eldri flokkur hjólreiðakeppninnar í Neskaupstað var mjög jafn þegar Ómar Magnússon sigraði með 43 refsistigum eða aðeins einu stigi meira en Gísli Þór Gíslason. Davíð Friðriksson varð þriðji með 70 refsi- stig. í yngri flokki sigraði Helgi Ól- afsson með 40 refsistig og Vignir Ragnarsson annar með 52 refsistig. í karlaflokki ökuleikninnar sigraði Grímur Hjartarson örugglega með 161 refsistig, annar varð Ómar Bjamason með 196 refsistig og Oli Gestsson þriðji með 203 refsistig. í kvennaflokknum var Þorbjörg Sig- urbjömsdóttir hlutskörpust með 242 refsistig og Gunnur Gunnarsdóttir fékk 283 refsistig. Karl Ragnarsson sigraði í byrjendaflokki með 200 refsistig. Jósep Snæbjömsson tók þátt í keppninni sem gestur og hlaut 163 refsistig. Gefandi verðlauna í hjólreiða- keppninnar var að vanda reiðhjóla- verslun Fálkans. Slæmar merkingar við Geysi og ferðamenn brenna sig: Fjórir fóru í kæl- ingu sama daginn - rætt um að girða Strokk af, segir Þóroddur Þóroddsson Kristján Einaissan, DV, Selfossi: „Við erum alltaf öðru hvoru með fólk í kælingu hér á hótelinu og oft- ast eru það útlendingar sem vara sig ekki á tæru hveravatninu. Einn dag- inn vomm við með fjóra í einu. Þrír voru í kælingu við vaskana hér inni og einn í sturtunni. Már Sigurðsson, maðurinn minn, varð að halda hon- um í kaldri sturtunni til að hann fengi kælingu. Þar skrækti aumingja maðurinn og kvaldist þar til fullri kælingu var náð. Kæling getur tekið 3^ tíma. Læknir kom síðan á staðinn og hélt áfram viðeigandi aðgerðum," sagði Sigríður Halldórsdóttir, hótel- haldari á Hótel Geysi, við DV. Nokkur slys hafa orðið á hvera- svæðinu við Geysi í Haukadal í sum- ar sem rekin eru til þess að svæðið er alltof illa merkt. Að sögn Sigríðar er nauðsynlegt að merkja svæðið betur en gert er til að vara við þeim hættum sem felast þar. „Náttúruverndarráð verður aö merkja svæðið betur þótt það sé ekki fallegt fyrir umhverfið. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að girðingin um- hverfis Geysi sé of langt frá skál- inni. Fólk vill sjá skálina og vatnið í hvernum, það fer inn fyrir bandiö og að skálinni. Geysir á það til að „gubba“ upp fyrir barma skálarinnar og þá vellur sjóðandi heitt vatniö niður hallann frá honum. Fólkið reynir þá að forð- ast vatnið en girðingin tefur þá för. Það ætti að færa girðinguna nær hvernum þannig að fólk sjái ofan í hann og vara síðan við með stóru skilti þeim hættum sem af hvemum geta stafað," sagði Sigríður Vil- hjálmsdóttir á Geysi. Þóroddur Þóroddsson hjá Náttúru- verndarráði sagði við DV að það væru engar nýjar fréttir fyrir hann að ferðamenn brenndu sig á gos- svæðinu við Geysi: „Fólk fer mjög óvarlega á svæðinu en ég veit ekki betur en að bætt hafi verið úr merk- ingum fyrir síðustu helgi, að spjöld hafi verið sett upp á einum fimm eða sex tungumálum á nokkra staði,“ sagði Þóroddur. Þóroddur sagði að það hefði verið rætt um að girða Strokk af en þar yrðu brunaslysin oftast og einnig væru í hönnun stærri skilti með upp- lýsingum um svæðiö. Þrátt fyrir skárri merkingar er DV kunnugt um að tveir ferðamenn brenndu sig um verslunarmanna- helgina á gossvæðinu við Geysi. -HK Ensím unnin úr þorskslógi fyrir fiskiðnað á Vestflörðum: Markaðsmál spennanai og sum ensím mjög dýr - segir JónBragiBjamasonprófessor Vestfirðingar munu á næstunxú taka þátt í tilraunavinnslu við rann- sóknir á ensímum úr þorskslógi og notkunartilraunum sem kunna að vera gagnlegar fyrir fiskiðnað á Vest- fjörðum. „Það er mikilvægt aö geta komið svona málum út úr Háskólanum og tengt þau við sjálft athafnalífið," seg- ir Jón Bragi Bjarnason prófessor sem undanfarin tvö ár hefur haft umsjón með ensímrannsóknum á vegum Undirbúningsfélags lífefnavinnsl- unnar. Að því standa Háskóli ís- lands, Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Aðalíjármögnunaraðilinn hef- ur hins vegar verið rannsóknasjóður Rannsóknaráðs ríkisins. Að sögn Jóns Braga hefur verið unnið að því undanfarin ár að rann- saka verðmæt lífefni, einkum ensím eða lífhvata, úr þorskslógi. Þorskslóg varð fyrir vahnu þar sem mest hefur fallið til af því. „Prófanir á ensímblöndunni eru hafnar hér heima og við höfum verið í samstarfi við erlend fyrirtæki. Sam- kvæmt niðurstöðum eru til staðar þeir eiginleikar sem við höfum hald- ið fram að væru fyrir hendi og þá einkum meiri virkni þessara ensíma við lágt hitastig. Máhð fer því að vérða spennandi," segir Jón. Ensímblandan, sem unnin hefur verið úr slóginu, inniheldur fyrst og fremst próteinkljúfandi ensím, að því er Jón greinir frá. „Þau eru virkari en önnur þekkt dýraensím, þau eru viðkvæm fyrir hita og sýrumeö- höndlun þannig að hægt er aö eyði- leggja þau á auðveldan hátt eftir notkun og þau innihalda sérstakan próteinkljúf sem kallaður er kohag- enkljúfur. Kohagen er próteinið sem bein, himnur, sinar og annað slíkt er úr. Varðandi markaðssetningu er það mjög spennandi. Sum einstök ensím eru mjög dýr og það er spum- ing hvort við getum komist inn á þann markað aö einhverju leyti og mtt spendýraensímum úr vegi.“ Jón segir ensímblönduna merki- lega því hana megi nota á ýmsum sviðum matvælaiðnaðar. Hægt er að leysa upp himnur eins og búkhimnur og lifrarhimnur og bein að einhverju marki ef þau em muhn. Einnig hafa vaknað spurningar um notkun blöndunnar í ávaxtasafa og við vinnslu grænmetissafa og jafnframt í hreinsiefni og þvottaefni. Prófanir hafa verið gerðar í leðuriönaði. „Við erum að geta okkur til að það þurfi tvö ár til viðbótar til að fá svör við því hvort markaðurinn verður móttækhegur. Við erum búnir að þróa vinnsluaðferðina á blöndunni og við vitum hvemig á að hreinsa einstök ensím. Nú er það spurning hvemig hægt verði að bijótast inn á markaö þegar við eigum ekkert líf- tæknifyrirtæki r landinu. Það eru aðalerfiðleikamir. “ Jón Bragi segir ensímafurðirnar, sem unnar séu úr slóginu, aðeins vera htinn hluta af hinu upprunalega hráefni eða um 1 prósent. Því þurfi líka að rannsaka hvernig nota megi úrganginn sem af gengur. „Hann gæti orðið fóðurvara eða áburður en það er eftir að prófa það frekar." -IBS Hrottaleg líkamsárás við Casablanca 1 janúar 1991: Tveir menn dæmdir í skilorðsbundið varðhald - og til greiðslu 218 þúsund króna í miska- og skaðabætur Fyrir nokkm var kveðinn upp í dómþingi sakadóms Hafnarfjarðar dómur yfir tveim ungum karlmönn- um, 20 ára og 18 ára, fyrir hrottalega líkamsárás á 23 ára karlmann fyrir utan skemmtistaðinn Casablanca í Reykjavík í lok janúar 1991. Tvítugi pilturinn var dæmdur í 3 mánaöa skilorðsbundiö varðhald og sá 18 ára í 30 daga varðhald, skilorðsbundið. Samanlagt þurfa þeir að greiða fóm- arlambinu 218 þúsvmd krónur í miska- og skaðabætur. Ákærðu þurfa að greiða 90 þúsund krónur hvor í málsvamarlaun til verjenda sinna. Fuhnustu refsingarinnar skal fresta og hún niður faha að hðnum 3 áram haldi ákærðu almennt skil- orð. Árásarmennimir eru dæmdir fyrir að hafa ráðist á 23 ára karlmann aðfaranótt fimmtudagsins 24. janúar 1991 fyrir utan skemmtistaðinn Casablanca viö Skúlagötu í Reykja- vík og veitt honum áverka. Eldri árásarmaðurin sló manninn hnefa- höggi í andhtið með þeim afleiðing- um að hann féh í götuna. Hinn yngri traðkaði á andhti mannsins þar sem hann lá á bakinu á jörðinni. Þegar maðurinn ætlaði að standa upp sparkaði tvítugi pilturinn fast í and- ht hans, svo fast að hann lá meðvit- undarlaus um stund. Tönn í neðri gómi fómarlambsins þverbrotnaði, tvö sár opnuðust á efri vör og enni, efri vör og nef bólgnuðu. Játningar ákæröu voru í samræmi við fram- burð vitna og önnur gögn málsins. Dóminum var ekki áfrýjað. Halla Bachmann Ólafsdóttir hérðasdómari kvað upp dóminn. Veijendur ákærðu voru Othar Amar Petersen hæsta- réttarlögmaður og Brynjar Níelsson héraðsdómslögmaður. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.