Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Page 11
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992. 11 DV Menning Bíóborgin/Saga-Bíó - Veggfóöur: ★★ lA Slæmur félagsskapur Þaö er óhætt að segja aö Veggfóður sé vel heppnuö kvikmynd og framleiðendum henn- ar takist ætlunarverk sitt, að skemmta áhorf- andanum. Hún er hrein afþreying, gerð af ungu fólki fyrir ungt fólkt í dag. Handritið hjá Jóhanni og Júlíusi er lífleg og hröð blanda af gamni og alvöru, gömlum klisjum og nýrri tónhst, heimfært upp á stefnulausan reykvískan ungdóm með af- burðagóðum skammti af húmor. Þeir setja kannski ekki markið hátt en tekst því mun betur að ná því. Sól, ung og óreynd sveita- stúlka, flytur í bæ og lendir í slæmum félags- skap. Tveir vinir, Lass og Sveppi, laðast að henni og í fyrstu veðja þeir um hvor verði á undan að „negla hana“. Allir leikararnir falla í skuggann af Steini Ármanni sem leikur Sveppa og tekur völdin í öllum sínum atriðum. Hann slær á alla rétta strengi, er sjarmerandi óþokki og hrotti sem lætur ekki neita sér um neitt, sérstak- lega ekki stúlkur. Hann hefur útlitið, hann hefur sjarmann og hann hefur húmor. Ég veit ekki hvort myndin hefði hangið saman án hans. Baltasar er líka góður en persóna Lass er ekki eins áberandi. Lass er meira upptekinn af tilfinningum sínu en kynhvötinni og er að beijast við að mála myndir. Hann er langt frá því að vera góði gæinn í myndinni, reynd- ar það langt frá því aö maöur hefur litla sam- úð með honum. Þetta gerir hann mjög mann- legan en ekki endilega spennandi bíómynda- persónu. Aðrir leikarar, flestir amatörar, eru mis- jafnir en myndin er nær alveg laus við þann lélega leik sem oft hrjáir myndirnar okkar. Ingibjörg, sem leikur Sól, stendur sig vel undir ímyndunaraflið. Myndin hefur það til ágætis aö strákamir striplast jafnmikið og stelpurnar, nokkuð sem Ameríkanar myndu aldrei þora að gera. Ofbeldið fær líka að vera með og eru grófustu atriðin blönduð húmor á sérstaklega eftirtektarverðan hátt. í myndinni er leikið sér með tæknina með yfrrleitt góðum árangri. Tónhst og hljóð eru Kvikmyndir Gísli Einarsson afburðavel notuð, kvikmyndatakan örugg og fagmannleg, lýsing og myndgæði pottþétt. Tæknin þarf oft að koma th hjálpar þegar innihaldið gefur eftir og henni bregst sjaldan bogahstin. Það sem mér mishkaði einna helst var of- notkun á víxlkhppi og röskun tímaraðar. Eitt eða tvö atriði voru betri fyrir bragðið og hefði það átt að nægja. Einnig fannst mér oft samtöl ekki nógu þétt, sérstaklega þar sem verið var að khppa mihi nærmynda. En aðalatriðið er að myndin er góð skemmtun og mjög fyndin, einmitt það sem unga fólkið vhl. Hinir ættu líka að kíkja á og fá smáinnsýn inn í þennan snarruglaöa heim okkar unga fólksins. Veggfóður - erótísk ástarsaga (ísl. 1992) 80 min. Handrit: Jóhann Sigmarsson, Július Kemp. Leik- stjórn: Kemp. Kvikmyndataka: Jón Karl Helgason, Tónlist: Máni Svavarsson. Kiipping: Steingrimur Karlsson. Leikarar: Baltasar Kormákur, Steinn Ármann Magnússon, Ingibjörg Stefánsdóttir, Ari Matthíasson, Flosi Ólatsson, Dóra Takefusa. Sveppi (Steinn Ármann Magnússon) sækir sér veigar i gósenlandi höfuðborgarinnar. miðað við aðstæður. Persónan er óttalegur í myndinni eru kynstrin öh af nekt og „be- kjáni og áhrifagjöm en lifnar öll við þegar vía“ af volgum kynlíffsenum sem hefðu að hún syngur. ósekju mátt fá meiri aðdraganda th að kynda Ingvar Helgason M Sævarhöföa 2 sími 91-674CX)0 Sími 63 27 00 Skeljungurhf. Einkaumöoó tyrir Sheá- vtínjrá ísiandi ÍSLANDSBANKI - í takt við nýja tíma! ÚTSUFj Glæsibæ, sími812922. taaptaáiM!) Ssiaoös ÞAKKAR EFTIRTÖLDUM AÐILUM STUÐNINGINN VIÐ ÓLYMPÍULANDSLIÐ ÍSLANDS SJÓVÁ-ALMENNAR PÓSTUR OG SÍMI Styrktaraðili íslensku ólympíufaranna Sportval KríngJwi ' Stmi 689520 ^/NUW ALHEIMS STYRKTARAÐILI ÓLYMPÍULEIKANNA 1992 oqp adidas BYKO w FORGANGSPÓSTUH EÍNANGRUNARGLER STEINnnnn i/ARizggu ^málriinghf það segir sig sjdlft HAGKAUP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.