Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Side 3
MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1992. 3 Fréttir Erlendur Magnússon, vitavörður á Dalatanga og oddviti Mjóafjarðar- hrepps, ásamt konu sinni, Elfriði Pálsdóttur. DV-myndirörn Fjöldi bíla kemur daglega * á Dalatanga öm Þóiarinssan, DV, Dalatanga: „Hér hefur verið mikill ferða- mannastraumur í sumar og jafnvel komið fjöldi bíla á dag,“ sagði Erlend- ur Magnússon, vitavörður á Dala- tanga, þegar blaðamaður DV hitti hann á dögunum. „Þetta hefur verið að aukast ár frá ári eftir því sem vegurinn hingað til Mjóafjarðar hef- m- verið bættur en mér fmnst aukn- ingin langmest í sumar, þetta stend- ur hins vegar aðeins í um tvo mán- uði.“ Erlendur segir að flestir sem komi staldri aðeins við og skoði sig um á staðnum, meðal annars vitann sem er talsvert mikið og rammgert mann- virki. Auk þess hefur húsmóðirin á staðnum, Elfríð Pálsdóttir komið upp blómagarði sem á eflaust fáa sína . líka hér á landi og furða margir sig ’ á að sjá gróskumikinn og ijölbreyttan gróður á svo afskekktum stað. Erlendur sagði að síðasti vetur heíði verið snjóléttur og því lengst- um fært frá Dalatanga inn að Brekkuþorpinu. Algengt væri að þessi leið væri ófær bílum 3-4 mán- uði en það hefði lengst orðið ófært í 6 mánuði samfleytt síðan þau hjón fluttu að Dalatanga fyrir 24 árum. Skagfirðingur í úreldingu Þórhallui Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Skagfirðingur SK4 hefur farið sína síðustu veiðiferð fyrir Fiskiðj- una/Skagfirðing. Fljótlega upp úr mánaðamótum mun áhöfn skipsins sigla því til Noregs þar sem Skagfirð- I ingur verður eign skipasmíðastöðv- ar. Seinna í september kemur svo Vigri til nýrrar heimahafnar, á Sauð- árkróki, í fyrsta sinn. Ákveðið hefur verið að tilfærslur verði á skipstjórum milli skipa Skag- firðings við komu Vigra. Sfj í® JJ333 3 -allt að itanjjj #iJ3íina /JJítbí.3P 3 afsláttur v. egna sérlega hagstæðra samninga og magninnkaupa hefur okkur tekist að bjóða mikið úrval af vönduðum tækjum til íslenskra heimila undanfarin ár. Okkar markmið er að viðskiptavinirnir geti ávallt fengið góða og ódýra vöru, hvenær sem er. Sjónvarpstækin sem við bjóðum eru frá Thomson, Nordmende, Goldstar og Bang & Olufsen. Þau eru til í skjástærðum frá 3" og allt upp í 36" með aðgerðastýringu á skjá og stereotækin eru öll útbúin Nicam-staðli. Einnig eru stærri sjónvarpstækin með glampalausum flatskjá, mynd í mynd, barnalæsingu, textavarpi, S-VHS myndgæðum og öll eru tækin með þráðlausri fjarstýringu. bandstækin komu á markað hafa þau verið á boðstólum í Radíóbúðinni. Til eru fjölmargar útfærslur, HQ-myndgæði, Stereo, mynd í mynd og fjölmargt fleira. Fi= jölbreytt úrval hljóm- tækja hefur alltaf verið eitt af aðalsmerkjum Radíóbúðarinnar fró upphafi. Við bjóðum í dag hljómtæki frá Bang & Olufsen, Nordmende, Goldstar, Samsung og Marantz. Þú finnur örugglega hljómtæki við þitt hæfi hjá okkur. Sjónvarpsmyndavélar eru afskap- lega vinsælar fjölskyldugjafir nú til dags. Þannig má varðveita fjölskyldumyndirnar Ijóslifandi og skoða þær aftur og aftur, auk þess að taka afrit til að senda t.d. ættingjum sem búa annarsstaðar. Sjónvarpsmyndavélarnar eru nú tæknilega fullkomnar, fyrirferðaminni og léttari, þurfa minni birtu, skila skarpari litum og betra hljóði... og verðið, það hefur lækkað. lir þurfa að eiga gott útvarpstæki sem gengur jafnt fyrir rafhlöðum og rafmagni. Þau eigum við í miklu úrvali, t.d. með kassettu, eða geislaspilara. V^ervihnattasjónvarp hefur tekið stakkaskiptum á undan- förnum árum; sjónvarps- stöðvunum hefur fjölgað margfalt og verð móttöku- búnaðarins hefur lækkað í aðeins brot af því sem hann kostaði áður. Nú er hægt að velja á milli tuga sjónvarpsstöðva ó ýmsmum tungumálum allan sólarhringinp. mislegt ánnað er að sjálfsögðu á boðstólum hjá okkur, svo sem bíltæki, hátalarar, hárrúllur, liðunarjárn, geislaspilarar, geisladiskar, loftnet, örbylgjuofnar, vasadiskó, útvarpsvekjarar, kassettur, myndbönd, heymartól og margt, margt, margt fleira I Við tökum vél á móti þér! SKIPHOLT119 SÍMI 29800 EDINBORG SLÆRIGEGN Á ÞRIÐJA ÞÚSUND MANNS HAFA NÚ TRYGGT SÉR BORGARVEISLU í EDINBORG * Verð miðast við staðgreiðslu ferðakostnaðar. Föst aukagjöld, samtals 3.950 kr., eru ekki innifalin t verði. #'ÚRVAL-ÚTSÝN íMjódd: sími 699 300; við Austurvöll: sími 2 69 00 (Hafnarfirði: s(mi 65 23 66; við Ráðbúslorg á Akureyri: s(mi 2 50 00 - og bjá umboðsmönnum um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.