Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Síða 22
22
MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1992.
Merming
Þjóðleikhúsið hefur hafið nýtt leik-
ár og kynnt þau leikrit sem sýnd
verða í vetur. Sem fyrr er íjölbreytni
í vali leikrita; gaman og alvara, stór-
ar og viðamiklar uppsetningar sem
og minni á litlu sviðunum. í fyrra tók
Þjóðleikhúsið í notkun þriðja leik-
sviðið, sem nefnt hefur verið Smíða-
verkstæðið, og að sögn Stefáns Bald-
urssonar þjóðleikhússtjóra hefur
rekstur þess heppnast mjög vel og
verður það notað alveg tÚ jafns við
Stóra sviðið og Litla sviðið í vetur.
Stefán var spurður um leikritavahð
í vetur.
„Það sem er sérstakt við þetta leik-
ár er að það eru eingöngu nútíma-
leikrit sem við sýnum. Við frumsýn-
um þijú ný íslensk leikrit og thnm
erlend sem eru öll nýleg. Tvö verk
eru gamlir kunningjar, My Fair Lady
og Dýrin í Hálsaskógi. En í ár erum
við ekki með klassíkina. Leikrit-
in sem við frumsýnum eru samt af-
ar ólík innbyrðis þótt nútímaverk
séu.“
Þrjú ný íslensk leikrit
Fyrsta sýning vetrarins verður 19.
september. Þá frumsýnir Þjóðleik-
húsið nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk
Símonarson, Hafið. Gerist leikritið í
íslensku sjávarplássi þar sem yfir-
vofandi er atvinnuleysi og gjaldþrot
útgerðarfyrirtaekis sem hingað til
hefur verið burðarás samfélagsins.
Helgi Skúlason fer með aðalhlut-
verkið.
Annað íslenskt leikrit, sem frum-
sýnt verður'í vetur, er Þrettánda
krossferðin eftir Odd Bjömsson og
verður það frumsýnt á stóra sviðinu
eftir áramót. Þetta nýja verk fjaliar
um þijá hermenn sem leggja upp í
krossferð í leit að „stríðinu". Á leið
sinni gegnum tíma og rúm eiga þeir
samskipti við fólk fortíðarinnar,
mennskt og ómennskt. Leikstjóri
verksins er Þórhildur Þorleifsdóttir.
Þriðja íslenska leikritið er Ferða-
lok eftir Steinunni Jóhannesdóttur
sem frumsýnt verður á Smíðaverk-
stæðinu í febrúarlok. í leikritinu er
sagt frá vetrardvöl Þóru, háskóla-
nema í Kaupmannahöfn, en þangað
fer hún til þess að skrifa lokaritgerð
sem fjallar um síðustu daga Jónasar
Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn.
Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson.
Stefán segir íslenska leikritun hafa
tekið kipp undanfarið og þónokkuð
af leikritum berist til sín og verk-
efnavalsnefndar Þjóðleikhússins,
sum fullgerð en önnur ekki. Séu leik-
ritin misgóð eins og gefur aö skilja.
Þegar íslensk leikrit berast fara hann
og Ami Ibsen, leiklistarráöunautur
Þjóðleikhússins, yfir leikritin en síð-
an öll nefndin. Öðravísi er farið að
með erlend leikrit. Þar er meira um
að hann og Ami velji úr það áhtleg-
asta og láti síöan nefndina vega og
meta.
Erlend nútímaverk
Erlendu leikritin eru, eins og Stefán
minntist á, nútímaverk en ólík inn-
byrðis. Fyrst verður frumsýnt á Litla
sviðinu Rita gengur menntaveginn
eftir Wihy Russeh. Þetta er eitt
þekktasta verk þessa vinsæla leik-
ritahöfundar og hefur verið gerð vin-
sæl kvikmynd eftir því. Aðaheikarar
em Tinna Gunnlaugsdóttir og Amar
Jónsson.
Á Smíöaverkstæðinu er nú verið
að æfa Stræti eftir Jim Carthwright.
Leikritið er fyrsta verk höfundar,
samið 1986 og hefur þaö unnið til
fjölda verðlauna enda hafa fá leikrit
síöari ára borið með sér jafnferskan
blæ inn á leiksvið. Leikarar em Ingv-
ar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld,
Róbert Amfinnsson og fleiri. Leik-
Æfingar standa yfir á Stóra sviðinu á Hafinu, nýju leikriti eftir Olaf Hauk Símonarson. Aðalhlutverkið leikur Helgi
Skúlason sem er hér á myndinni.
Á Smföaverkstæðinu er verið að æfa Stræti eftir Jim Cartwright. Meðal
leikara eru Edda Heiðrún Backman og Þór H. Tulinius. DV-myndir GVA
stjóri er Guðjón P. Pedersen.
Á Stóra sviðinu verður fmmsýnt í
febrúar Dansað á haustvöku efhr
Brian Friel. Þetta er írskt verðlauna-
leikrit sem frumsýnt var fyrst í
Abbey-leikhúsinu 1990. Leikstjóri er
Guðjón P. Pedersen.
Stund gaupunnar er eftir Per Olov
Enquist og veröur það sýnt á Litla
sviðinu eftir áramót. Leikritið gerist
á geðsjúkrahúsi eina kvöldstund og
fjallar um ungan pht sem búið er að
loka inni fyrir morð sem hann framdi
að því er virðist aö tilefnislausu.
Leikstjóri er Hávar Siguijónsson og
í hlutverki piltsins er Ingvar E. Sig-
urðsson.
Fimmta nýja erlenda verkið er eftir
hinn þekkta bandaríska leikritahöf-
und Neil Simon. Nefnist þaö Kjafta-
gangur og verður vorgrín Þjóöleik-
hússins. Þessi gamanleikur nýtur
mikiha vinsælda um þessar mundir
og mun Þjóðleikhúsið tefla ffarn öh-
um helstu gamanleikurum okkar en
leikstjóri verður finnski leikhúsmaö-
urinn Asko Sarkola.
My Fair Lady
jólaleikrit
Jólaleikrit Þjóðleikhússins verður
einhver allra vinsælasti og besti
söngleikur sem saminn hefur verið,
My Fair Lady, en hann var sýndur í
Þjóðleikhúsinu fyrir 30 ámm. í aðal-
hlutverkunum em Steinunn ÓUna
Þorsteinsdóttir, sem leikur hina Ula
talandi alþýðustúlku EUsu DooUttle,
og Jóhann Sigurðarson, sem leikur
málvísindaprófessorinn Henry Higg-
ins, sem hirðir hana upp af götunni
með það fyrir augum að gera úr
henni hefðarkonu.
Tvö bamaleikrit verða sýnd á sviði
Þjóðleikhússins í vetur. Enúl í Katt-
holti verður tekinn aftur upp en leik-
ritið naut mikUla vinsælda í fyrra
og síöar verður sett á svið gamaU
kimningi, Dýrin í Hálsaskógi seih
áður hefur verið sýnt í Þjóðleikhús-
inu. Stefán sagði að margar óskir og
fyrirspurnir hefðu borist um að þetta
vinsæla leikrit yrði sett upp.
Stefán var spurður hvort Utið væri
um boðleg bamaleikrit utan Norður-
landanna, en nær ávaUt eru sýnd
bamaleikrit sem em skrifuð á Norð-
urlöndum:
„Það viU nú svo tíl að á Norður-
löndum eru tveir helstu snilhngar
bamaleikritunar, Astrid Lindgren og
Thorbjöm Egner, og verk þessara
höfunda faUa íslenskum bömum sér-
lega vel í geð, auk þess er það skoðun
margra að Norðurlöndin hafi visst
forskot á aðrar þjóðir í gerð barna-
efnis fyrir leikhús."
Fyrir utan EmU í Kattholti verður
Kæra Jelena tekið upp aftur en það
naut geysUegra vinsælda í fyrra og
kvað Stefán það ánægjulegt að tvö
af vinsælustu leikritum sem fmm-
sýnd voru í fyrra, Kæra Jelena og
Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón, hefðu
verið alvarlegs eðUs og sýndi það að
ekki þyrfti að treysta á vinsæla gam-
anleUd til að fá fólk í leikhús.
Skortur á fjármagni
Eins og flestir vita hafa verið gerð-
ar gjörbreytingar á Þjóðleikhúsinu
og salnum breytt mikið til batnaðar.
En skortur á fiármagni hefur gert
það að verkum að mörgu er enn ólok-
ið. Stefán sagði að það sem sneri að
áhorfandanum hefði verið látið hafa
forgang og þótt ekki væri aUt fuU-
klárað eins og sjá mætti þegar leik-
húsið er skoðaö, þá væri ástandið
gott miðað við aðstöðuna baksviðs,
þar væri aUt eftir að gera og er fiárs-
kortur ástæðan fyrir að ekki er byij-
að á endurbótum þar.
í fyrra vom ráðnir sex nýir leikar-
ar viö Þjóðleikhúsið. Stefán sagði að
engir hefðu verið fastráðnir í ár og
væri fiárskortur ástæðan: „En að
sjálfsögðu era ráðnir leikarar og
leikstjórar í einstök verk eins og
ávaUt hefur verið gert.“
Mjög góð aðsókn var aö leikritum
Þjóöleikhússins í fyrra og kvaðst
Stefán Uta björtum augum til vetrar-
ins, Þjóðleikhúsið byði upp á góð
leikrit sem höfðuðu til flestra.
-HK
Stefán Baldursson þjóðlelkhússtjóri:
Eingöngu nútíma-
verk í vetur
iHuiii
Þýsk háskóIalUjómsveit, Frei-
burger Kammerensemble, hefur
veriö hér á landi í tónleikaferö.
Stjórnandi hljómsveitarinnar er
íslenskur, Gunnsteinn Ólafssoi
þrítugur Kópavogsbúi, og hefur
hann stjómað þessari hljómsveit
undanfarin þrjú ár. Gunnsteinn
stundaði nám hér á landl áður
en hann fór utan þar sem hann
var í fiögur ár viö Franz Liszt
tónlistarakademíuna 1 Búdapest
en siðan fimm ár við Tónlistar-
skólann í Freiburg. Hann lauk
þaðan prófi í hljómsveitarsfióm
á hðnu vori og er nú aöstoðar-
maður Robin Stapletons í ís-
lensku óperunni. Eínleikari með '
hfiómsveitinni er einnig íslensk-
ur, Ólafur Elíasson píanóleikari
sem er að hefia nám í Royal Aca-
demy of Music i London, Síðustu
hljómleikarnir em annað kvöid.
Helga Hjörvar
tekurvið starfií
Kaupmannahöfn
Gizur Helgason, DV, Kaupmannahöfn;
Fyrir stuttu tók Helga Hjörvar,
fyrrverandi skólastjóri Leiklist-
arskóla íslands, við starfi fram-
kvæmdastjóra norrænu leiklist-
ar- og dansnefndarinnar. Tók
hún við starfinu af Anders
Ahnfeld-Ronne sem gegnt hefm-
því frá 1987 og hefur nú störf hjá
Rialto-leikhúsinu í Kaupmanna-
höfh. Nefndin fiallar um allt sem
viðkemur leikhúsi á vegum Norr-
ænu ráöherranefndarinnar og er
ætlaö að standa fyrir námskeiö-
um og ráöstefnum auk þess aö
úthluta styrkjum á vegum neihd-
arinnar. Fjárveiting nefndarinn-
ar fyrir 1992 voru rúmar sextíu
milljónir. Fyrsta verkefni Helgu
eraö fara til Grænlands í byrjun
september en þar er stórt nám-
kvikmynd um
Amnesty
Kvikmyndafélagiö tit í hött -
inní mynd hefur hafið gerö kvik-
myndar um Aranesty Internatio-
nal og starfsemi þess hér á landi.
Myndin verður Iiálftíraa löng og
byggð á erlendum fréttamyndum,
viötölum viö fólk sem stendur
framarlega i baráttunni og mynd-
um frá starfseminni hér á landi.
Dagskrágerð veröur í höndum
Jóns Gústafssonar, Sigurðar A.
Magnússonar og Ævars Kjart-
anssonar. Framkvæmdastjóri
verksins er Guðmundur Þórar-
insson. Sjónvarpið mun sýna
myndina á alþjóölegum mann-
réttindadegi 10. desember.
Lammermoor
Hjá íslensku óperunni eru
hafnar æfmgar á óperunni Luciu
di Lammermoor eftir ítalska tón-
skáldiö Gaetano Ðonizetti. Óp-
eran er byggð á sannsögulegri
skáldsögu eflir Walter Scott. Það
er Sigrún Hjálmtýsdóttir sem fer
með hlutverk Luciu i sýning-
unni, chileanski tenórsöngvarinn
Tito Beltran er í hlutverki elsk-
hugans Edgardos og Bergþór
Pálsson barytonsöngvari syngnr
hlutverk Enricos, bróður Luciu.
Aðrir söngvarar eru meðal ann-
ars Sigurður Steingiimsson,
Signý Sæmundsdóttir, Bjöm L
Jónsson og Sigurjón Jóhannes-
son. Það eru bresk-ástralski leik-
stjórinn Michael Beauchamp og
hreski lújómsveitarstjórinn Rob-
in Stapleton sem sviðsefia verkiö.