Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Side 25
37 MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1992. Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Af koman lakari en gert var ráð fyrir Norrænt samstarf kortagerðarmanna Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: íslenska Kortageröarfélagið, sem stofnað var 7. febrúar 1990, stóð fyrir námskeiði fyrir norræna kortagerð- armenn dagana 20.-28. ágúst í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Systurfélög Kortagerðarfélagsins á Norðurlöndum hafa frá árinu 1986 haft samstarf um að halda endur- menntunarnámskeið fyrir korta- gerðarmenn til skiptis á Norðurlönd- unum og var námskeiðið nú í fyrsta sinn haldið á íslandi. Þátttakendur voru 40 talsins frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og ís- landi en að þessu sinni var enginn frá Finnlandi. lagsins sem haldið var á Akranesi. DV-mynd Sigurgeir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við erum búnir að fara yfir 7 mánaða rekstraryfirlit fyrirtækisins og það sýnir okkur að afkoman er rétt í kringum núllið og er nokkuð lakari en sú rekstraráætlun sem gerð var,“ segir Einar Njálsson, bæjar- stjóri á Húsavík, um afkomu Fisk- iðjusamlags Húsavíkur til loka júlí- mánaðar á þessu ári. Einar segir að miðað við hvemig ástandið sé í fiskvinnslu almennt þá sé þessi útkoma ekki nög shæm. „Við teljum að á ýmsum sviðum hafi náðst árangurda, s.s. með mikilli hagræð- ingu. Ytri skilyrðin til rekstursins eru hins vegar slæm og vega þyngst í þessu máli öllu og gera það að verk- um að afkoman er ekki í samræmi við þá áætlun sem gerð var,“ segir Einar. Hann segir að þrátt'fyrir endurfjár- mögnun fyrirtækisins um síðustu áramót og ýmsar aðgerðir til hag- ræöingar sé reksturinn engan veginn kominn á þurrt. „Við verðum að halda áfram að einbeita okkur að því að hagræða og endurskipuleggja og halda vel á spöðunum til þess að þetta gangi," sagði Einar. Hrossaáreksturinn viö Blönduós: Beðið úrskurðar tryggingafélagsins Lögreglan á Blönduósi hefur nú lokið skýrslugérð vegna atburðarins er ökumaður ók inn í hrossahóp á Skagastrandarvegi með þeim afleið- ingum aö aflífa varð einn hest og annar slasaðist. Hafa skýrslurnar verið sendar viðkomandi trygginga- félagi. Þykir óljóst hvort þaö muni greiða tjónið sem hlaust af völdum ákeyrslunnar. Forsaga málsins er sú að tveir hóp- ar hestamanna mættust á veginum eftir að dimmt var orðið. Námu þeir staðar og tóku tal saman. Ökumað- ur, sem bar að, sá ekki hrossin fyrr en um seinan. Ök hann inn í hrossa- hópinn með fyrrgreindum afleiðing- um. Nokkrar skemmdir urðu á bíln- um. Einn hestamannanna snaraði sér að ökumanninum og reyndi að draga hann út úr bílnum. í ryskingunum rifnaöi peysa ökumannsins. Hann hefur kært atburðinn og krefst þess að fá peysuna borgaða. Tahð er óvíst að tryggingafélagið sé tilbúið að greiða tjón það sem varð á hrossunun þar sem hestamennirn- ir höfðu staðnæmst á miöjum végin- um í myrkri. Þeir höfðu raunar verið aðvaraðir áður en til árekstrarins kom því kona ein, sem átti leið um, hafði bent þeim á að illmögulegt væriaðgreinaþáímyrkrinu. -JSS Akureyri: íkveikjumáí óupplýst (jylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það má segja aö tvö íkveikjumál hér í bænum séu óupplýst," segir Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar á Akur- eyri. Annars vegar er um að ræða íkveikju í þvottahúsi á jarðhæð íbúð- arhúss við Oddagötu nú fyrir skömmu. Þar urðu ekki miklar skemmdir og fólk í húsinu slapp en illa hefði getað farið þar sem um var að ræða þrílyft íbúöarhús og fjöldi fólks var sofandi þar inni. Hitt máhð er íkveikja í gömlum geymsluskúr við hhð Sjallans við Geislagötu en sú íkveikja átti sér stað sl. vetur. Þar inni var aðahega drasl og varð fjón því ekki mikið. Fréttir Söltunarfélag Dalvíkur: 50 milljóna tap á síðasta ári Heimir Kristiiisson, DV, Dahrilc Tap Söltunarfélags Dalvíkur var kr. 50.800.000 á síðasta ári. Eigendur Söltunarfélagsins eru Samherji hf. á Akureyri með um 64% hlutafjár og Dalvíkurbær um 36%. Félagiö á og rekur rækjuverskmiðju á Dalvík og í sumar hefur það verið með vinnslu á Árskógsströnd í rækjuverksmiðju Árvers sem varð gjaldþrota fyrr á þessu ári. Árið 1990 varö hagnaður félagsins 84,6 milljónir króna. Söltunarfélagið skuldaði um síðustu áramót röskar 267 mihjónir króna og þar af voru skammtímaskuldir tæpar 200 mhlj- ónir. Eigiö fé Var í lok ársins tæpar 79 mihjónir. Á síðasta ári réðst fyrirtækið í gagngerar breytingar á verksmiðju sinni og unnu þá að meðaltali 45 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Að sögn framkvæmdastjórans, Finnboga Baldvinssonar, eru ástæður tap- rekstursins þær að vegna breyting- anna var verksmiðjan stopp lengur en gert var ráð fyrir og einnig urðu breytingarnar dýrari en áætlað var. Þá fór minna hráefni í gegn vegna vinnslustöðvunarinnar og síðast en ekki síst var lækkun á afurðaverði á síðasta ári. Mikil vinnsla hefur verið nú í ár og er Söltunarfélagið með 16 rækju- báta í viðskiptum. Undanfarið hefur verið unnið á 2 vöktum, 16 tíma í sólarhring, í báðum verksmiðjunum. Móttekiö hráefni, bara í júlí, var rösk 900 tonn, langmest fersk rækja. Alls landa 16 rækjubátar hjá Söltunarfélagl Dalvíkur. DV-mynd Heimir Dans nýjung og alltaf það nýjasta! Dauöarokk, þungt rokk, það sem þið dansið á böllum í vetur, mlkil hreyfing, mlkll spenna Böm 4-6 ára: Dans, söngur og leikr.æn tjáning saman. Böm 7-9 ára: Skemmtilegir dansar örva sköpunargleði barnanna, kennt og æft verður á gólfi sem og á senu, börnin fá tilfinningu fyrir auknu sjálfstrausti og öðlast þannig meiri ánægju af dansi og leik. Freestyle og léttir leikdansar örva hreyfigetu barnanna til að njóta tónlistar eins og best verður á kosið. Afhendlng skírtelna Suðuriandsbraut 50 laugard. 12 sept. ogsunnud. 13. sept. frá kl. 14-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.