Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Page 15
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992. 15 Að þrúga and- ann með orðum Stjómarskrá íslendinga er samin í þeim anda að fólkið eigi sjálft að vera sinnar eigin gæfu smiöir. Fái að erja sinn reit í friði við bæði guð og menn. Hafi svigrúm til að sjá sér og sínum farborða og taka saman höndum til að hjálpa minni máttar. Velji og hafni að eigin vild í kosn- ingum og kjósi sjálft um örlög sín með atkvæðagreiðslu á kjördag. í Stjómarskránni er reynt að tryggja þessi réttindi og skyldur fólksins með því aö fela Alþingi aö setja um þau lög. Þannig má ekki hindra atvinnufrelsi manna nema með lögum. Ekki má heldur leggja á nýja skatta eða greiða peninga úr ríkissjóði nema Alþingi sam- þykki. Kveðið er á um ýmis fleiri réttindi og skyldur í Stjómar- skránni og allt em þetta dýrmæt ákvæði fyrir fólkið í landinu. Stjómarskráin gerir líka ráð fyr- ir fleiri leiðum að settu marki. Hún heimilar að stofna til þjóðarat- kvæðagreiðslu og bera mikilvæg mál undir alla landsmenn. í kosn- ingum til Alþingis og byggöa- stjóma ásamt kjöri forseta íslands greiðir öll þjóðin atkvæði. Einnig. era ákvæði um að þjóðin skuli sjálf greiða atkvæði um að leysa forseta landsins frá störfum og að breyta kirkjuskipun ríkisins. Og fleira. Tíminn og Stjórnarskráin Mennimir sem gerðu Stjómar- Kjallarinn ■ f Ásgeir Hannes Eiríkss. varaborgarfulltrúi og fyrrum þingmaður Reykvíkinga skrána voru börn síns tíma árið 1944. Þeir vom að búa fámenna nýlenduþjóð undir að segja sig úr lögum við danskt konungsvald eft- ir áldalanga sambúð. Þess vegna hafa táknræn gildi sjálfstæðis verið þeim ofar í huga en efnislegir möguleikar í framtíðinni. Þá þekkt- ust varla önnur efnahagsbandalög en samband nýlenduveldis viö ný- lendur sínar. Algjört máttleysi Þjóðabandalagsins var komið í ljós og heimurinn logaði í ófriðarbáli. Fjöratíu og átta ár era hðin frá því Stjómarskrá íslands var sam- þykkt. Það er í sjálfu sér ekki stór hluti af rúmlega ellefu alda sögu þjóðarinnar. En samt má strax sjá þess glögg merki að höfundar Sijómarskrárinnar hafa ekki séð fyrir öra þróun á nánast öllum sviðum mannlífsins. Þannig er til dæmis tjáningarffelsið eingöngu skilgreint í Stjómarskránni sem prentfrelsi í 72. grein. Ný tækni hefur hins vegar flutt vaxandi hluta af prentuðu máh yfir á öldur ljósvakans. Sá sem þessar hnur ritar er því ekki í vafa um að höfundar Stjómarskrárinnar hefðu tekiö Ijósvakamiðla og aðra hölmiðla með í 72. greinina ef þeim hefði dottið þessi þróun í hug. Fólkið ráði ferðinni Undirritaður er heldur ekki í neinum vafa um annað atriði: For- eldrar íslenska lýðveldisins hefðu bætt ákvæðum um bandalög þjóða inn í stjómarskrána ef þeir hefðu séð fyrir þróun heimsmála fram á þennan dag. Enda er þar ekki síður um mikilvæg mál að ræða en þau sem stjómarskráin gerir nú þegar ráð fyrir að þjóðin greiði atkvæði um. í dag standa íslendingar frammi fyrir stærstu ákvörðun þjóðarinn- ar ffá því land byggðist. Framtíð fólksins í landinu er lögð undir með því að tengjast efnahagssvæði Evr- ópu. Andinn á bak við Stjómarskrá íslands gerir ráð fyrir að fóhdð ráði sjálft þeirri fór. Þó að orðin kunni að vanta er andinn fyrir hendi. En nú er verið að þrúga þennan anda með orðum. Sumir helstu valdsherrar lands- ins telja sig betm- til þess fallna að ráða framtíð íslendinga en íslend- ingar sjálfir. Þeir kæra sig kohótta um vaxandi kröfur fólksins um að kjósa sjálft um eigin örlög. Þeir drepa á dreif allri rökstuddri um- ræðu og tala út og suður. Þessir herrar hafa fyrir löngu markað sjálfum sér bása í sameiginlegu valdakerfi Evrópu. Nú óttast þeir að þjóðin hafni draumsýn þeirra í kosningum. Fyrir bragðið fá ís- lendingar ekki lengur að vera sinn- ar eigin gæfu smiðir. Ásgeir Hannes Eiriksson „I dag standa Islendingar frammi fyrir stærstu ákvörðun þjóðarinnar frá því land byggðist.“ Ferðaþjónusta bænda: Markaðsmál og f leira Skúh Ólafs gerði nýiega víðtæka úttekt á Ferðaþjónustu bænda í tveimur kjaharagreinum hér í DV. Margt bendir til þess að hann hafi ekki kynnt sér málefnið nægilega vel áður en hann geystist fram á ritvöllinn. Af þeim sökum sáum við okkur knúnar th að koma á fram- færi leiðréttingum. Því miður er hér ekki hægt aö gera máhnu tæm- andi skil en drepið verður á það helsta. Stofnun hlutafélags Ferðaþjónusta bænda stofnaði hlutafélag um sölustarfsemi sína 10. júh 1991. Ahs voru hlutabréf keypt á 69% þeirra bæja sem í sam- tökunum vora á þeim tíma. í kjöl- far stofnunar hlutafélagsins sögðu nákvæmlega fimm bæir sig úr Fé- lagi ferðaþjónustubænda, ekki 20-30 eins og fram kemur í grein Skúla. Skúh er ekki ánægður með út- gáfustarfsemi og kynningarstarf Ferðaþjónustu bænda. Það er ekki nema eðlhegt, enda hefur hann greinilega misskihð þann hluta. Ferðaþjónusta bænda hefur lagt mikla áherslu á útgáfu og dreifingu bæklinga og sem dæmi má nefna að á síöasthðnu ári vora gefnir út viöamikhr bæklingar á ensku og íslensku sem og þrír bækhngar á sex tungumálum. Ferðaþjónusta bænda óskar eftir því aö félagsmenn veiti skrifstof- unni bókunarleyfi fyrir hluta eða öhu gistirými á tímabilinu 15. nóv- ember -15. aprh. Það er th þess að Kjallariim Kjallarinn Margrét Jóhannsdóttir ráðunautur BÍ í ferðaþjónustu Þórdís Eiríksdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda „Feröaþjónusta bænda gerir ákveönar kröfur til þess gistirýmis sem auglýst er undir hennar merkjum.“ auðvelda vinnslu og afla tekna fyr- ir útgáfu á enska bækhngnum. Þannig er það tryggt að fólk greiði í samræmi við þau viðskipti sem bæklingurinn gefur. Ákvörðun um álagningu Skúh nefnir gróft dæmi um álagningu (th Þjóöveija) sem skiija má sem verk Ferðaþjónustu bænda. Ekki vhjum við leggja mat á það hvort þessar tölur séu réttar en fjölmargar ferðaskrifstofur er- lendis sérhæfa sig í sölu á íslands- ferðum. Þær ákvarða sína álagn- ingu og það hggur í hlutarins eðh að óhófleg verðlagning og álagning hlýtur að mixmka viðskiptin. Fuhyrðing Skúla um að þeir sem ekki era hluthafar í Feröaþjónustu Greinarhöfundar segjast fullyrða að gisting hjá Ferðaþjónustu bænda sé ekki dýr. bænda hf. hafi fengið „ótrúlega lít- ið“ af pöntunum kemur okkur sem hér starfa mjög á óvart. Það tengist ekki þátttöku í bækhngum hvort viðkomandi er hluthafi eður ei né kemur það fram í neinum þeim gögnum sem bókað er eftir. Síðan er vikið að sameiginlegri kynningu á íslandi sem ferða- mannalandi. Ennþá kemur Skúh á óvart þegar hann sakar Ferðaþjón- ustu bænda um að hafa ekki tekið þátt í henni, nokkuð sem einfald- lega ekki er rétt. Ferðaþjónusta bænda hefur auk beinna greiðslna lagt fram umtalsveröa vinnu með setu í Ferðamálaráði og ýmsum nefndum. Kröfurtil gistirýmis Ferðaþjónusta bænda gerir ákveðnar kröfur th þess gistirýmis sem auglýst er undir hennar merkjum. Hér er ahs ekki um neitt óhóf að ræða heldur er áherslan fyrst og fremst lögð á snyrti- mennsku og nauðsynlegan búnað í gestaherbergjum. Kröfur um bún- að era fengnar úr reglugerð sam- gönguráðuneytisins og snúast um rúmastærð, fjölda gesta á snyrt- ingu o.fl. þess háttar. Síðan býðst þeim sem kjósa að bjóða annars konar aðstöðu, þ.e. hérbergi með handlaug eða sér baðherbergi, að fá það thgreint í bækhngum en slík aðstaða er ekki krafa Ferðaþjón- ustu bænda. Við leyfum okkur að vera alger- lega ósammála Skúla þegar hann telur að best sé að lækka sumar- verðið og draga úr gæöum th þess aö fá aukin viðskipti og bæta hag bænda. Ánægður viðskiptavinur kemur aftur og við höldum því hik- laust fram að gisting hjá Ferða- þjónustu bænda sé ekki dýr. Vetrarverð íslenska sumarið er stutt og við íslendingar ekki duglegir að ferð- ast um eigið land á öðrum tíma. Margir ferðaþjónustubæir hafa þó boðið þjónustu allt árið en fáir gest- ir hafa sýnt sig. Einmitt þess vegna hefur verið ákveðið að kynna veru- lega lækkun á gistingu í vetur og þegar er kominn myndarlegur hsti yfir bæi þar sem tekið verður þátt í þessari thraun. Um gagnsemi th- boðsins teljum við eðhlegast að spyrja að leikslokum en von okkar er að sem flestir hafi möguleika á að nýta sér þessa kjarabót sem ferðaþjónustubændur bjóða nú. Margrét Jóhannsdóttir Þórdís Eiríksdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.