Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. Svipmyndin Af hverri er svipmyndin? Stundum er sagt aö fólk taki miklum breytingum á einni nóttu. Til dæmis að lítil og heldur óásjáleg stúlka geti skyndilega orðið fógur. Þannig var það með þá sem þessi svipmynd er af. Hún var fjórtán ára. Einn daginn var hún bara grönn skólastúlka sem enginn veitti sérstaka athygli. Næsta dag var hún orðin kona. Karlmenn byijuðu að hvíslast á um hana á götunni. Hún hafði ungan og myndarlegan íþróttakennara. Hann heimsótti móður hennar og sagðist vilja gift- ast stúlkunni. Móðirin sýndi skiln- ing. Hún benti íþróttakennaranum á að best væri fyrir hann aö fara heim og í kalt bað. Hún hefði annaö í huga fyrir dóttur sína. Sú sem svipmyndin er af bjó i.lít- ilh íbúð fyrir ofan fornmunaversl- un með sjö ættingjum sínum. Allir í fjölskyldunni kölluðu hana LeUu. Þama sváfu margir í sama rúminu. Og sunnudagsmaturinn var eina góða máltíðin sem var á borðum aUa vikuna. í fegurðarsamkeppni Dag einn kom nágrannakona og sagði frétt. Fegurðarsamkeppni hafði verið auglýst. Móðir stúlk- unnar, sem hér segir frá, varö óð og uppvæg. Henni fannst ekki ann- að koma til greina en að dóttir hennar tæki þátt í samkeppninni. En áður en til þátttöku gæti kom- ið yrði Lella að fá nýjan kjól. Fjöl- skyldan var mjög fátæk. Loks var það amma gamla sem kom með lausnina. Hún tók niður glugga- tjald í setustofunni og gerði úr því kvöldkjól. Þá voru gamUr og shtnir svartir skór málaðir hvítir. Um 200 stúlkur tóku þátt í fegurð- arsamkeppninni. Nær allar höfðu mæður sínar með. Lella vakti at- hygU. Hún komst í úrsUt og vann mörg ágæt verðlaun. Hún fékk lest- arfar tU Rómar, nokkur teppi, borödúk og dáUtið af peningum. Þessi fegurðarsamkeppni varð upphafiö að ferU þeirrar konu sem hér er lýst. Það liðu ekki mörg ár þar til hún var orðin fræg kvik- myndastjama. Hún kynntist mörgum frægum mönnum. Einn af þeim var Cary Grant. Hann varð afar ástfanginn af henni. Þau léku saman í mörgum kvikmyndum. Hún kunni líka vel við Frank Sin- atra en ekki eins vel við Alan Ladd. Aftur á móti fannst henni mikið tíl Johns Wayne koma. Þau léku saman í kvikmynd í Afríku. John Wayne var stór og sterklegur. En hann var líka vingjamlegur og vanur kvikmyndaleikari. Sú sem hér segir frá er ein af fáum konum sem hafa verið svo heppnar að leika í ástaratriðum með Clark Gable. Það reyndist þó ekki sérstaklega spennandi. Þau föðmuðust. MyndavéUn suð- aði. Það suðaði Uka í úrinu á úlnlið Clarks. í fyrstu upptöku atriðsins sleppti hann henni strax aftur. Vinnudeginum var lokið. Clark var mikUl fagmaður. Hann var stundvís, kunni aUt sem hann átti að segja utanbókar og fór heim á mínútunni fimm. Og úrið sagði honum til um lok vinnudagsins. Þótti Brando þungur Sú sem svipmyndin er af hefur líka leikiö á móti Marlon Brando. Það reyndist dáUtið erfitt. Henni fannst Marlon frekar þungur í skapi. Honum hentaði vafalaust betur að leika í áhrifamiklum myndum en gamanmyndum. Til er fólk sem er sérstaklega næmt fyrir því yfimáttúrulega. Það skynjar þegar hætta steðjar að. Sú sem hér er lýst er í þeim hópi. Margsinnis hefur hún fundið á sér að eitthvað gæti komiö fyrir og þannig hefur hún bjargaö Ufi sínu. Eitt sinn var hún boðin á dans- leik góðgerðarsamtaka í Brussel. Skyndilega fannst henni sem eitt- hvað kæmi fyrir. Hún afþakkaði boðið. í hennar staö var fengin önnur ítölsk kvikmyndaleikkona. Flugvélin sem hún var með fórst í flugtaki frá RómarflugveUi. AUir sem með voru fómst. í annað sinn sá hún fyrir sér elds- voða. Hún reyndi að losa sig við hugsunina og fór að hátta. Um nóttina vaknaði hún við að kviknað var í á hæðinni fyrir neð- an. Maður hennar var á ferðalagi þegar þetta gerðist. Reyk lagði upp á efri hæðina. Hún vafði barnið sitt í teppi og reyndi að komast út á þakið. Til þess að geta það varð hún að bijóta rúðu með skó. Loks kom- ust þau út á þakið og þar tókst slökkviUðsmönnum að bjarga þeim. Sú sem hér er lýst hefur ekki orðið þekkt undir réttu ættamafni. Hún gengur undir því sem nefnt er Ustamannsnafn. Kvikmyndaframleiðandi valdi það fyrir hana í upphafi leikferils hennar. Hann var þá nýbúinn aö gera mynd með sænsku kvik- myndaleikkonunni Mörtu Toren. Nafnið varð að vera stutt, einfalt og auðsagt. Hann breytti bara um einn staf í nafni Toren. Hver er hún? Svar á bls. 56 Matgæðingur vikuimar Ofnbakaður saltfiskur - með tartarsósu Grímur Gíslason, fiskverkandi og matreiöslumaður, býður lesendum upp á ofnbakaðan saítfisk með tart- arsósu. Grímur segist aUtaf vera að elda enda rekur hann veislu- þjónustu í Eyjum ásamt því að stunda fiskverkun. Hann segist fyrst hafa fengið áhuga á matseld hjá móður sinni og síðan hafi áhugi á matseld og góðum mat aldrei dvínað. „Ég elda mikið handa fjölskyld- unni en aðaláhugamáhð er fiskrétt- ir. Það jafnast fátt á við góðan fisk- rétt og því datt mér í hug að koma með uppskrift að ofnbökuðum salt- fiski. Þetta þarf Saltfiskréttur Gríms miðast við fjóra. Þetta þarf: 800 g útvatnaðan saltfisk 50 g blaðlauk 50 g nýja sveppi 50 g rauða papriku 50 g græna papriku hveiti og karrí 100 g rifinn ost í tartarsósuna þarf: 3 harðsoðnar hakkaðar eggjahvítur 1 msk. söxuð kaperskom Grímur Gislason. DV-mynd Karólína 1 msk. saxaðar sýrðar gúrkur 1 tsk. smátt saxaöan lauk 1 msk. smátt saxaða steinselju 2 msk. saxaðan kerfil (má sleppa) 4 dl majones Vel útvatnaður Best er að byrja á tartarsósunni. Hráefnunum í hana, söxuðum eggjahvítum, kaperskomum, sýrð- um gúrkum, söxuðum lauk, sax- aðri steinselju, söxuðum kerfli og majonesi er einfaldlega hrært sam- an. Sósan er síðan sett inn í ísskáp meðan fiskurinn er tekinn til og matreiddur. Saltfiskurinn þarf að vera vel útvatnaður og laus við roð og bein. Hann er skorinn í hæfileg stykki. Þá er hveiti og karrídufti blandað saman, fiskstykkjunum velt upp úr blöndunni og síðan raðað í smurt eldfast mót. Þá er grænmetið saxað og stráð yfir fiskinn. Síðan er ostinum stráð yfir og rétturinn bakaður í 180 gráða heitum ofni í 15-20 mínútur. Með þessum saltfiskrétti er gott að bera fram soðin hrísgrjón eða soðnar kartöflur og hrásaiat. Gott er að drekka bragðmikið rauðvín, til dæmis portúgalskt, með saltfisk- inum. „Það er mikil firra að ekki megi drekka rauðvín með fiski. Það er ekki sama um hvers slags fisk- rétt er að ræöa. Með þessum rétti passar rauðvín mun betur en hvít- vín.“ Grímur skorar á Marinó Sigur- steinsson, pípara og matmann, að vera matgæðingur næstu viku. „Marinó er mikið fyrir aö borða góðan mat,“ segir Grímur. -hlh Hinhlidin Sigurður Sverrisson, ritstjóri og tónleikahaldari: Leiðinlegast að standa ekki 1 skilum „Mig langaði til að sýna fram á að það væri hægt að halda svona stóra tónleika annars staðar en í Reykjavík og fékk því til hðs við mig fólk sem var sama sinnis," seg- ir Sigurður Sverrisson sem þótti stórtækur þegar hann lét verða af þeirri hugmynd sinni að fá hingað hinar frægu hljómsveitir Jethro Tull og Black Sabbath til að leika á Akranesi. Sigurður, sem er ritstjóri Skaga- blaðsins og fréttaritari Ríkisút- varpsins, hóf störf í blaðamennsku 1978 og hefur verið viðloðandi fjölmiðla síðan, bæði í föstu starfi og lausamennsku. Fullt nafn: Sigurður Sveinn Sverr- isson. Fæðingardagur og ár: 27. febrúar 1957. Maki: Steinunn Ólafsdóttir. Börn: Þrír strákar. Bifreið: Mitsubishi Lancer ’88. Starf: Ritstjóri Skagablaðsins. Laun: Ákaflega sveiflukennd. Áhugamál: Ég hef mikinn áhuga á tónlist og þá sérstaklega þunga- rokki. Fótbolti er líka ofarlega á baugi en fjölskyldan er að sækja á enda á ég þijá stráka. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Eg spila aldrei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að geta verið laus við símann einhvers staðar í rólegheitum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að borga vanskilaskuldir því mér þykir ákaflega leiðinlegt að Sigurður Sverrisson. geta ekki staðið í skilum. Uppáhaldsmatur: Lasagne að hætti konunnar. Uppáhaldsdrykkur: Mjólk. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur i dag? Mér finnst eiginlega ekki hægt að stilla upp mismunandi greinum. Það er ó- sanngjarnt. Menn geta verið góðir í einni grein þó að þeir geti ekkert í annarri. Uppáhaldstímarit: Breska þunga- rokkstímaritið Kerrang! Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Michel Pfeiffer og Kim Basinger eru óskaplega sjarmerandi. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Ég kaus hana yfir okkur á sínum tíma og styð hana þó ég sé ekki alltof sáttur við hana núna. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ég hitti nú um síöustu helgi persónur sem mig hafði lengi langað til að hitta. Nú langar mig mest til að hitta Davíð Oddsson og ræða við hann um virðisaukatillög- umar sem munu fara mjög illa með litlu landsmálablöðin. Uppáhaldsleikari: Mickey Rourke. Uppáhaldsleikkona: Kim Basinger. Uppáhaldssöngvari: Bon Scott, fyrrum söngvari AC/DC. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég held ég nefni engan. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bart Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég reyni að sjá eins mikið af íþróttum og ég get. Breskir sakamálaþættir eru lika í uppáhaldi. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég vil ekkert með það hafa. Ég sé engan tilgang með vem þess hér. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán Jón Hafstein, ég held mig enn við hann þó hann sé hættur. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Emir Rúnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer aldrei á skemmtistaði. Uppáhaldsfélag í íþróttum: ÍA. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtiðinni? Að taka ekki alltaf ákvarðanir upp á eigin spýtur. Ég þarf aö átta mig á því að ég er ekki lengur einhleypur. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég tók til í eigin bakgarði í orðsins fyllstu merkingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.