Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER J992. 13 Sviðsljós Anthony Perkins með konu sinni Berry og sonunum Osgood og Elvis sem nú eru 18 og 16 ára. Anthony Perkins: Las í sluður- blaði um eyðnismit sitt Það var gegnum slúðurblaðið Enquirer sem kvikmyndaleikarinn Anthony Perkins, sem er nýlátinn, komst að því fyrir tveimur árum að hann væri smitaður af eyðni. Annað slúðurblað, People, hefur það eftir Berry, ekkju leikarans, að þegar Perkins hafi farið í andlitsað- gerð á sjúkrahúsi hafi líklega ein- hver starfsmaður tekið sér bessa- leyfi og gert á honum eyðnipróf og sagt svo frá niðurstöðunni. Eftir að hafa lesið tíðindin fór Perkins í rannsókn og fékk eyðn- ismitið staðfest. Það voru hins veg- ar fáir vina hans sem lögðu trúnað á fréttina í Enquirer og Perkins var ekkert að tilkynna þeim að hún væri rétt. Þegar hann var orðinn veikur hafði eiginkona hans sam- band við vinina og lét þá vita. Áður en Perkins kvæntist Bérry 1973 hafði hann forðast konur og Dallas-stjaman Victoria Principal er sögð hafa lýst því yfir Perkins hafi aldrei verið með konu fyrr en hann hitti hana, þá 39 ára gamall. Eftir fjórar nætur losnaði hann við skrekkinn, að sögn Victoriu. Sjálf- ur sagði Perkins að hann hefði losnað við hræðslu sína við konur með aðstoð sálfræðings. Perkins fæddist árið 1932 og var einkasonur leikarans Osgood Perk- ins og Janet Rane. Vegna vinnu sinnar var Osgood- lítið heima við og sonurinn varð því mjög háður móður sinni. Perkins sagði eitt sinn í viðtah við tímarit að hann hefði orðið afbrýðisamur þegar faðir hans var heima og óskað þess að hann dæi. Þegar Perkins var fimm ára lést faðir hans úr hjartaáfalli. „Ég varð skelfingu lostinn og bað til guðs um að faðir minn kæmi afitur til mín,“ sagði Perkins. í sorg sinni beindi Janet allri ást sinni að syni sínum svo að honum þótti nóg um. Perkins ákvað að flýja á náðir leiklistarinnar og feta í fótspor fóð- ur síns. Hann var búinn að leika bæði á sviði og í nokkrum kvik- myndum þegar hann fékk fræg- ustu rullu sína sem hann átti reyndar erfitt með að losna úr, hlutverk Norman Bates í Psycho. Perkins viðurkenndi eitt sinn að hafa átt mök við karlmenn á yngri árum. Með eiginkonu sinni Berry virtist Perkins lifa ákaflega ham- ingjusömu lífi. Hvernig hann smit- aðist af eyðni hefur ekki frést. Berry og Perkins eignuðust tvo syni, Osgood og Elvis, sem eru 18 og 16 ára. Frægasta hlutverk Anthonys Perkins var Norman Bates í Psycho. Eftírmeðferð Tinda færðar gjaíir Lionsklúbburinn Eir, sem aðeins Eftirmeðferð Tinda hefur verið semermeðferðarheimilifyrirunga konur eiga aðild að, færði Eftir- starfrækt í Reykjavik í rúmt ár en vímuefnaneytendur á aldrinum meðferð Tinda stóran homsófa og þar eru unglingar í meðferð eftir 13-18 ára. hljómflutningstæki að gjöf nýlega. útskrift frá Tindum á Kjalamesi Frá afhendingunni. F.v. Þórhildur Gunnarsdóttir, Steinunn Friðriksdóttir, Kristín Thorarensen, Stella María Vilbergs, Eyrún Kjartansdóttir, Margrét Nielsen, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Ingi Bæringsson. Ingi er dag- skrárstjóri eftirmeðferðar og Sigrún er deildarstjóri Tinda. DV-mynd Brynjar Gauti SUZUKIVITARA LIPUR OG ÖFLUGUR LÚXUSJEPPI * Aflmikil vél með beinni innspýtingu. * Vökvastýri - rafinagnsrúðuvindur - samlæsingar - rafdrifnir útispeglar - lúxusinnrétting. * Mjúk gormafjöðrun - aksturseiginleikar í sérflokki. * Grindarbyggður - auðvelt að hækka bílinn upp. * Eyðsla frá 8 1 á 100 km. * V©rð frá kr. 1.395.000 stgr. © SUZUKI --- SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 • SlMI 685100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.