Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 15
LAUGÁRÖÁfrÖR 3. ÖÉtöSMTá&.’ 15 „Einstaklingurinn hefur ríka þörf fyrir að finna að hann sé einhvers metinn. Að þörf sé fyrir framlag hans og hæfileika. Hann þarf ekki að vera sterkasti maður heims heldur einungis að finna að hann skipti ein- hvern einhverju máli. Sá atvinnulausi missir fljótlega þá öryggistilfinningu." DV-mynd BG í helgreip - umóttans Islendingar eru almennt séð fyrir löngu hættir að skrifa sendibréf, sagnfræðingum framtíðarinnar vafalaust til mildllar mæðu. Tækn- in ber ábyrgð á þeirri afturfor eins og svo mörgu öðru sem breyst hef- ur til góðs eða iils síðustu áratug- ina. En á sama tíma og sendibréfun- um fækkaði komust annars konar bréf í tísku hér á landi. Þau eru gjarnan af dapurlegra taginu. Gluggapósturinn svokailaði dett- ur til dæmis inn um bréfalúgur landsmanna sem aldrei fyrr. Stríð- ur straumur slíkra bréfa er oft boð- beri válegra tíöinda. Síðustu miss- eri hafa þau hrannast upp hjá sí- felit fleiri einstaklingum þar til ekkert nema uppgjöf hefur blasað við - gjaldþrot. Þetta ógurlega orð sem enn hangir eins og sverð óhamingjunnar yfir hundruðum ef ekki þúsundum heimila í landinu. Ógnvænlegustu bréfln þessa dag- ana, og þau sem margfaldast hafa að undanfómu eins og rottur á öskuhaug, eru hins vegar uppsagn- arbréfin. Mikilvægi vinnunnar Vinnan skapar auðinn. Ef enginn væri til að vinna verkin yrðu pen- ingar, verðbréf, hlutabréf og önnur slík leikfong fésýslumanna ekkert annað en verðlaus pappír með myndum og táknum sem misst hefðu það gildi sem þeim er gefið af markáðinum. Vinnan er þannig efnahagslega og fjárhagslega mikilvægari en nokkuð annað - bæði fyrir þjóðfé- lagið og einstaklinginn. Þjóðskipulag okkar byggist á því að einstaklingamir leggi fram vinnuafl sitt, andlegt eða líkamlegt, og hljóti í staðinn þá umbun sem framfleytt getur þeim sjálfum og fjölskyldum þeirra. En þörfin fyrir að vinna er ekki einungis íjárhagsleg. Margar þjóð- ir, þar á meðal íslendingar, em ald- ar upp við það grundvallarviðhorf að vinnan sé ekki aðeins nauðsyn afkomunnar vegna heldur beinlín- is siðferðileg skylda sérhvers ein- staklings sem á annað borð er það heilbrigður að hann geti unnið. Starfið, hvert sem það er, veitir flestum einstaklingum þar af leið- andi þá lífsfylhngu sem er ein af forsendum hamingju í samfélögum á borð \úð þaö íslenska. Andlegt áfall Þegar atvinnuiífið blómstrar skiptir oftast htlu máh fyrir launa- mann afkomulega séð ef honum er sagt upp starfi. Hann getur verið nokkuð viss um að fá fljótlega aðra atvinnu. Færir sig bara milli vinnustaða. Afkoma fjölskyldunn- ar er því tiltölulega trygg- Á tímum samdráttar og kreppu eins og nú ríkir í íslensku þjóðfé- lagi er uppsagnarbréfið hins vegar alvarlegt íjárhagslegt áfah fyrir sérhveija fjölskyldu. í flestum til- vikum blasir ekkert annað við, jafnvel mánuðum saman, en at- vinnuleysisbætur og í sumum tíl- vikum félagsleg aðstoð. Slikar greiðslur duga ef til vih fyrir brýn- ustu lífsnauðsynjum en gefa enga möguleika á að byggja upp fjárhag fjölskyldunnar. En andlega áfalhð er ekki síður alvarlegt. Einstakhngur, sem vih vinna en fær ekkert starf, hður oft sálar- kvahr sem hann finnur enga já- kvæða leið til að hna. Sjálfsvirðing hins atvinnulausa er fljótt fyrir bí og það hefur slæm áhrif ekki bara á hann sjálfan heldur ástvinina líka. Rannsóknir erlendis, þar sem atvinnuleysi hefur verið viðvar- andi um áratuga skeið, sýna gjörla hvemig hið andlega álag getur bug- að einstaklingana og eitraö fjöl- skyldulífið jafnvel enn frekar en fjárskorturinn. Sjálfsvirðing er ein forsenda þess að hveijum manni hði vel. Ein- stakhngurinn hefur ríka þörf fyrir að finna að hann sé einhvers met- inn. Að þörf sé fyrir framlag hans og hæfileika. Hann þarf ekki að vera sterkasti maður heims heldur einungis að finna að hann skipti einhvern einhveiju máh. Sá at- vinnulausi missir fljótlega þá ör- yggistilfinningu. Öllum sagt upp Aht frá því í síðari heimsstyijöld- inni hafa íslendingar haft nokkra sérstöðu meðal vestrænna þjóða í atvinnumálum. Ef frá eru skihn fáein ár við lok sjöunda áratugar- ins og upphaf þess áttunda hefur atyinnuleysi ekki verið vandamál á íslandi. Hér áður fyrr horfði land- inn gjarnan til nágrannalandanna Laugardags- pistHl Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri með nokkru yfirlæti í þessu tilhti, enda var það eins konar bót fyrir ömurlegt Evrópumet þjóðarinnar í verðbólgu. Þeir sem fylgst hafa með stjóm- málaumræðu síðustu áratuga kunnu hka utan að eina algengustu réttlætingu póhtíkusa fyrir óða- verðbólgunni. Jú, sögðu þeir, hér er vissulega mikil verðbólga. En atvinnuleysi er nánast ekki th. Og, bættu þeir gjarnan við, ef við íslendingar þurfum að velja á milli verðbólgu og atvinnuleysis þá er verðbólgan skárri kosturinn. Þetta viðhorf stjómmálamanna í öhum flokkum vár meðal annars rökstutt með því að íslenska samfé- lagið væri svo lítið að alvarlegt at- vinnuleysi hefði mun verri áhrif hér en hjá milijónaþjóðunum. Nú er þessi söngur póhtíkusanna þagnaður, enda hafa heldur betur orðið endaskipti á hlutunum. Við emm með einna minnsta verð- bólgu í Evrópu en atvinnuleysið eykst í risastökkum. í samræmi við það er algengasta fréttin úr at- vinnulífinu þessa dagana: öhum sagt upp. Og stjómmálamennimir standa nú jafn ráðþrota gagnvart atvinnu- leysinu og þeir vora áratugum saman máttvana andspænis verð- bólgunni. Hrunadansinn Þegar sagnfræðingar framtíðar- innar líta yfir farinn veg munu þeir vafalaust meta síðustu tíu, fimmtán árin sem einstæðan hrunadans fjármálalegrar óstjóm- ar. Þar hafa margir Bakkabræður komið við sögu; stjórnmálamenn, embættismenn þeirra í sjóðum, bönkum og ýmsum ríkisreknum stofnunum og athafnamenn sem ætluðu í ofurbjartsýni að byggja ný stórfyrirtæki á lánsfé einu sam- an. Þannig voru milljarðar settir í fiskeldisstöðvar sem svo til allar em komnar á hausinn. Mikið lánsfé fór í að reisa fjöl- mörg loðdýrabú sem flest fóm hla. Gífurlegt fjármagn liggur bundið í virkjunum sem framleiða orku sem enginn markaður er fyrir. Sóunin nær hka th gömlu at- vinnugreinanna: Skipastóh landsmanna stækkaði alltaf þótt fiskistofnamir minnk- uðu. Verulega minni floti gæti auð- veldlega skhað sama afla í land. Afkastageta fiskvinnslufyrir- tækjanna er einnig miklu meiri en þörf er fyrir. Mun færri fýrirtæki gætu unnið allan þann afla sem á annað borð kemur enn til vinnslu í landi. í landbúnaðinum hafa miklir fjármunir farið í mjólkurbú og slát- urhús sem engin þörf er fyrir - allra síst á tímum minnkandi fram- leiðslu. Hér er ekki verið að tala um smá- aura af auði landsmanna heldur tugi milljarða króna. Ef þetta glat- aða fé hefði mnnið th arðvænlegra framkvæmda væri hér blómlegt atvinnulíf með hagvexti í stað sam- dráttar. Þess í stað em íslendingar mun fátækari en auðsköpun þjóðarinn- ar síðustu áratugina gaf thefni th, auk þess sem alvarlegt atvinnu- leysi er í fyrsta skipti síðan í heims- kreppunni miklu að verða að var- anlegri vá. Veislustjórar hmnadansins hafa svo sannarlega mikið á samvisk- unni. Helgreipar óttans Kvíði. Hræðsla. Kjarkleysi. Þetta em einkenni íslensks at- vinnulífs í dag. Þau era algjör andstæða ofur- bjartsýni síðustu áratuga. Hvom tveggja er jafn hættulegt fyrir efnahagslega framtíð þjóðar- innar. Nú er svo komið að óttinn ræður ríkjum í atvinnuhfinu. Forsvars- menn fjölmargra fyrirtækja hafa einfaldlega enga trú á því lengur að þeim takist að vinna bug á erfið- leikunum. Óttinn við framtíðina fær þá th að draga saman seglin, segja upp fólki, hætta að leita á ný mið ef í þvi felst minnsta áhætta. í bijáluðu veðri er auðvitað skyn- samlegt að leita vars. En þegar th- tölulega gott er í sjóinn og fiskurinn bíður þýðir htið að liggja við bryggju. Það þarf að hafa kjark th að sæKja sjóinn. íslenskt atvinnulíf þarf að losna úr þessum helgreipum óttans án þess að demba þjóðinni um leið á nýtt fyhirí ofurbjartsýninnar. Th þess þarf forystu. Því miður er hún hvergi í augsýn. Ehas Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.