Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. Veiðivon # Losaö úr laxi sem hefur flækt sig rækilega i netinu en með lagni tókst • Það var handagangur i Hofsá í Vopnafirði þegar ádrátturinn fór fram að losa hann. DV-myndir Björn G. Sigurðsson fyrir skömmu og margir mættir til að hjálpa til við verkið. Elliðaámar: Frábær veiði á flugu Hin seinni árin hafa Elliðaámar ver- iö aö sækja á sem fluguveiðiár og í sumar sönnuðu þær sig svo sannar- lega sem slíkar. Það veiddust naéstum jafnmargir laxar á flugu og maök, maðkurinn gaf fimm fiska umfram fluguna. Það veiddust 698 laxar á maök en 693 á flugu. Stærsta laxinn á flugu veiddi Haukur Pálmason aðstoðarraf- magnsstjóri á opnunardaginn í ánni. Haukur gaf svo sannarlega tóninn þetta sumarið fyrir fluguveiðimenn. Fiskinn veiddi Haukur á Þingeying, túpu, á Breiðunni. Núna er spuning- in hvað gerist næsta sumar í Elliða- ánum, gefur flugan fleiri fiska en maðkurinn? Það skyldi þó aldrei verða. Eyjaíjarðarágafá þriðja þúsund bleikjur Þær eru margar veiöiárnar sem koma vel út í bleikjuveiðinni í sum- ar, t.d. Eyjafjarðará, Svarfaðardalsá, Hofsá og Vesturdalsá í Vopnafirði, Hrútafjarðará, Víðidalsá og Vatns- dalsá í Húnavatnssýslu, Hvolsá og Staðarhólsá, svo að einhverjar séu tíndar til. Þessar ár hafa líka gefið vel, samtals um 10 þúsund bleikjur, og þar er fremst í flokki Eyjafjaröará með yfir 3 þúsund fiska. Þaö er ekki amaleg veiði það. Veiddi laxinn á Gardenfly Veiðimenn geta verið skemmtilega skemmtilegir stundum. Veiðimaður var viö veiðar í Baugs- staðaósnum fyrir fáum dögum og veiddi lax. Hann tók flugu hjá veiði- manninum og baráttan stóð í stuttan tíma. Þetta var fyrsti flugulaxinn hjá veiðimanninum og ekki vissi hann mikið um heiti á flugum. Svo þegar hann kom í veiðihúsið með laxinn bókaði hann fiskinn á Gardenfly. Hann fékk að vita það nokkrum dög- um seinna að það þýddi maðkur eða garðfluga á íslensku. En hann vissi bara ekki betur, blessaður maöur- inn. Baugsstaðaósinn er opinn leng- ur fyrir sjóbirtingsveiði eins og reyndar hluti af Rangánum. -G.Bender Þjóðar- spaug DV Undirbúningur Churchill var eitt sinn beðinn um að segja nokkur orð við hátíð- legt tækifæri. Hann átti að tala í tlu minútur en alls ekki iengur. Hann svaraði: „Því miður, ég hefði þurft hálf- an mánuð til þess að undirbúa mig fyrir ræðuhöldin." „Hálfan mánuð!“ át viðmæ- landi hans upp eftír honum. „Og það aðeins fyrir tíu mínútna ræðu. Hvað þurfið þér þá eigin- lega langan tima til að undirbúa klukkutímaianga ræðu?" „Þijá daga,“ svaraði Churchill. „En þriggja tíma ræðu?“ „Þá gæti ég byijaö strax," svar- aði ChurchiU og brosti. Bjóddu vinunum Fyrir frumsýninguna á einu leikrita sinna sendi hinn írsk- enski rithöfundur og leikrita- skáld, George Bernard Shaw, Churchill fjóra aðgöngumiöa að ieikriönu og lét svohljóðandi bréf fylgja með: „Þér getiö boðið vinum yðar með yöur, efþér eigið þá nokkra.“ Churchill endursendi miöana og svaraði: „Því miður kemst ég ekki á frumsýninguna en kannski kem ég á aðra sýningu, ef hún verður þá nokkuð." Gáfurnar þínar Kona nokkur kom eitt sinn að máli viö Geörge Bemard Shaw í veislu og sagðk „Við ættum eiginlega að gifta okkur. Hugsaðu þér hversu vel væri komið fyrir börnunum okk* ar ef þau myndu erfa útiit mitt og gáfumar yöar.“ Er konan hafði mælt þetta, horfði George Bemard Shaw djúpt í augu hennar og sagði: „Já, en ef biessuð bömin mundu nú erfa útlitið mitt og gáfurnar yöar þá yrði ekki mikiö varið í þau.“ Alltaf er þetta eins. Maöur sér aldrei neitt þegar maóur ekur út úr jarð- Nafn:.... göngum. Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafrii þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: TENSAI ferðaút- varpstæki með kassettu að verðmæti 5.220 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð- umúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: Falin markmið, 58 mín- útur, Október 1994, Rauði drekinn og Víghöfði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 173 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað sjötugustu og fyrstu getraun reyndust vera: 1. Stefanía Árnadóttir Hátúni 7, 735 Eskifirði. 2. Magnína Magnúsdóttir Hjailastræti 25,415 Bolungar- vík. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.