Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992.
43
„Tákn læknisfræðinnar hefur um aldir verið slangan," sagði Tjörvi. „Gömlu faraóarnir báru um enni sér
skartgripi í slöngulíki og víða í gröfum fornra Egypta hafa fornleifafræðingar rekist á slöngumyndir sem verja
skyldu hinn dána. „Þetta eru skrítin vístndi," sagði ein konan á fyrirlestrinum. „Er ekki ormurinn tákn um
karlveldið í læknastétt. Þið eruð allir eins og slöngur í laginu, lævisir eins og þær og með eina slöngu hang-
andi framan á ykkur.“ ,
Læknisfræöin í
grískri goðafræði
Tjörvi læknir hefur um langt
skeið verið mikiU áhugamaöur um
gríska goðafræði og sögu læknis-
fræðinnar. Hann uppgötvaði ungur
að spekingslegar athugasemdir og
tilvitnanir í sígildar bókmenntir
fomþjóðanna vekja alltaf mikla að-
dáun. Ungir hjúkmnar- og lækna-
nemar horfðu á Tjörva lotningar-
augum þegar hann þuldi nöfn sem
ættuð vom úr grárri grískri forn-
eskju. Sjaldnast vissi hann hvað
nafhið þýddi eða kunni söguna bak
við heitið en það kom aldrei að sök.
„Best er að vita pínulítið um eitt-
hvað sem enginn kann neitt um. Þá
halda allir að maður sé vitrari en
raun ber vitni,“ sagði hann eitt sinn
brosandi við geðlækninn sinn.
Á námsámm sínum tókst Tjörva
nokkmm sinnum að fá konur upp
í til sín með því að horfa djúpt í
augu þeirra og segja: „Mér finnst
þú sláandi lík Afródítu."
Stúlkumar héldu að Afródíte
þessi væri söngkona í nýrri rokk-
hljómsveit og smeygðu sér úr fotun-
um og andvörpuðu.
Eitt vor varTjörvi beðinn að halda
fyrirlestur á vegum kvenna í heil-
brigðisstétt um konur í grískri goða-
fræði. Tjörvi varð við þessari bón.
Hann mætti til fundarins, skartbú-
inn að vanda með laxableikt shpsi
skreytt myndum af nöktum skógar-
meyjum. Hópur kvenna á öllum
aldri var kominn tíl fundar og heUs-
uðu þær Tjörva með kurteislegu
lófaklappi.
Upphaffarsótta
„Þegar Promeþeus hafði stohð eld-
inum frá guðunum varð Seifur æva-
reiður,“ sagði Tjörvi í upphafi máls
síns. „Hann sendi því eggjandi konu
að nafni Pandóra á fund eldþjófsins.
Hún reyndi að fá hann til fylgilags
við sig en Prómeþeus vUdi ekki þýð-
ast konuna. Bróðir hans, Epimeþe-
us, var á hinn bóginn tU í tuskið og
giftist Pandóra. í brúðkaupsgjöf gaf
hún manni sínum faUega öskju sem
hánn opnaði. Þá flugu út aUar
heimsins farsóttir og plágur sem
síðan hafa herjað á mannkynið.
Epimeþeus flýtti sérþáaðlokaöskj-
unni en þá var vonin ein eftir á botn-
inum. Honum tókst því einungis að
geyma vonina (Elpis) í öskjunni,
voninaumbata.“
, Tí örvi þagnaði og leit tómlega út
ísalinn.
„Þannig má segja að allar farsóttir
séu frá Pandóra þessari komnar.“
Konurnar horfðu á hann í for-
undran.
„Þetta er karlremba á háu stigi,“
sagði sjúkrahði nokkur, stundar-
hátt. „Pandóra er greinUega fórnar-
lamh Seifs og gerist sendiboði hans.
Á læknavaktinni
Óttar
Guðmundsson
læknir
Sjálf vissi hún ekkert af þessum
klækjabrögðum svo að hún var sak-
laus eins og konur reyndar eru aUt-
af í þessu lævísa karlmannasamfé-
lagi.“
Að vanda var Tjörvi bæði yfir-
horðslegur og Ula lesinn í fræðunum
og gat því aUs ekki svarað konunni
sem skyldi. Hann lét því athuga-
semdina sem vind um eyra þjóta en
héltáfram.
Slanganertákn
læknisfræðinnar
„Tákn læknisfræöinnar hefur um
aldir verið slangan," sagði Tjörvi.
„Gömlu faraóamir bára um enni
sér skartgripi í slöngulíki og víða í
gröfum fomra Egypta hafa forn-
leifafræðingar rekist á slöngumynd-
ir sem veija skyldu hinn dána.
Egypski læknisguðinn Sarapis var
slöngmn skreyttur, enda þótti orm-
urinn hafa græðandi lækningamátt
sem sést best á hæfni hans til að
hafa hamskipti. Flestir lækninga-
guðir bæði Rómveija og Grikkja
bára slöngu eða orm með sér hvert
sem þeir fóra. Merki nútímalæknis-
fræði er slanga sem hringar sig utan
umstaf."
Ein kvennanna var óróleg.
„Þetta era skrítin vísindi," sagði
hún. „Er ekki ormurinn tákn um
karlveldið í læknastétt. Þið eruð aU-
ir eins og slöngur í laginu, lævísir
eins og þær og með eina slöngu
hangandi framan á ykkur.“
AUar konumar í salnum hlógu
hátt en Tíörvi roðnaði og var að
vanda svarafátt.
Pallas Aþena og fleiri
„Pallas Aþena er taUn hafa fundið
upp læknisfræðina og er vemdari
hennar. Hún ber slöngu til merkis
um gott heUsufar sitt. Hún steig al-
sköpuð út úr höfði Seifs við alvæpni
svo að hún var kjarnorkukona. Þeg-
ar Seifur skyldi verða léttari var
höfuð hans klofið í tvennt til að
hleypa Pallas Aþenu út, enda hafði
hann engan annan fæðingarveg.“
Tiörvi leit feimnislega á áheyrend-
ur sína en engum stökk bros. „ App-
olon var guð heilbrigðinnar, enda
var sagt að aUir frægir læknar,
skáld, tónlistarmenn og listamenn
værasynir hans.“
„Þá getur þú ekki verið skyldur
honum, Tjörvi,“ sagði ein af konun-
umog salurinnhló.
„Systir Appolons hét Artemis en
hún var verndarguð veröandi
mæðra og guð kvenlegrar fijó-
semi,“ hélt Tjörvi áfram. „Sonur
Appolons kallaðist Asklepios. Hann
nam læknisfræði hjá þekktum
lækni sem Keiron hét. Sá var kentár
eða hálfur hestur og hálfur maöur.
„Það hefur verið erfitt að koma
honum í slopp," sagði ein af konun-
um úr hreingerningadeUdinni og
hló.
„Keiron var líka unnandi góðrar
tónhstar svo að hann hafði ýmsa
hæfileika sem eru sjaldgæfir meðal
lækna á okkar tímum. Asklepios
þótti svo frábær læknir að sfjórn-
endur ríkis dauðra kvörtuðu yfir
minnkandi aðsókn til sín vegna að-
gerða þessa færa doktors. Þá var
hann snarlega drepinn af Seifi sem
leist ekkert á þessi afrek læknisins."
„Læknamir á minni deUd þurfa
líka að óttast shk örlög. Þeir era svo
duglegir að lækna,“ sagði ein af kon-
unum sem vann á skurðdeUdunum.
„Einnig læknamir mínir á lyfja-
deUd,“ sagði önnur, „þeir hafa hrifs-
að margan úi' klóm dauðans," bætti
hún við á skáldlegan hátt.
„Mínir læknar á geðdeild þurfa
ekki að óttast refsingu guðanna.
Þeir hafa aldrei læknað nokkum
mann,“ sagði feitlaginn sjúkraUði
afgeðdeUdunum.
„ÆUaröu ekki að segja okkur eitt-
hvað um Hippókrates?"
Tiörvi ákvað þá að hætta þessu
spjalU, enda var hann að vanda Ula
fyrirkallaður og hörmulega undir-
búinn. Hann gat ekki áttað sig á því
hvemig krati þessi Hippokrates
hefði verið. Hann kastaði kveðju á
sahnn, fékk sér kaffttár og laumað-
ist á brott undir daufu lófaklappi.
TIL SÖLU
Volvo F 12 vöruflutningabíll, yfirbyggður '80, og húsbíll
GMC van '79, 24 feta frystigámur með Polar frystivél, 4
sænskar tölvustýrðar færarúllur og Baader flatningsvél 440
'81, netaspil og netaafdragari fyrir 20-30 tonna bát.
Uppl. í síma 96-61952 og 96-61052.
Verktakar
Höfum til sölu úr þrotabúi eftirtalin tæki:
- ABG-Werke GmbH, valtari, árg. 1972.
- ABG-Alexander-130, valtari, árg. 1984.
- Barber-Green, malbikunarvél SB-140.
- 3 stk. Lada bifreiðar í slæmu ástandi.
Óskað er eftir skriflegum tilboðum í framangreindar
eignir. Tilboðum skal skilað til skrifstofu undirritaðra
fyrir 9. október 1992. Myndir af tækjunum og frek-
ari upplýsingar á skrifstofunni.
Lögmenn sf.
Bæjarhrauni 2
Hafnarfirði
sími: 653222
Útboð
Vesturlandsvegur um Hellistungur
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagn-
ingu 5,0 km kafla á Vesturlandsvegi um Hellis-
tungur.
Helstu magntölur: Fyllingar og burðarlag
115.000 m3, rofvarnir 5.000 m3, skeringar
45.000 m3, þar af farvegsskurðir 38.000 m3.
Gerð farvegsskurða og varnargarða skai lokið
1. júní 1993 en verki í heild skal lokið 15. okt-
óber 1993.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
í Borgarnesi og Borgartúni 5, Reykjavík (aðal-
gjaldkera), frá og með miðvikudeginum 7. okt-
óber 1992.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14.00 þann 19. október 1992.
Vegamálastjóri
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn Siglufirði skorar hér með á gjaldend-
ur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum sem voru
álögð 1990, 1991 og 1992 og féilu í gjalddaga 15.
sept. 1992 og eru til innheimtu hjá ofangreindum
innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki
síðar en innan 15 daga frá birtingu þessarar
greiðsluáskorunar.
Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, eignaskattur,
sérstakur eignaskattur, slysatryggingagjald vegna
heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðn-
aðarmálagjald, lífeyristryggingagjald samkvæmt 20.
gr. laga nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurek-
enda samkvæmt 36. gr. sömu laga, atvinnuleysis-
tryggingagjald, kirkjugarðsgjald, gjald í fram-
kvæmdasjóð aldraðra, sérstakur skattur af verslunar-
og skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bifreiðaskattur,
slysatryggingagjald ökumanna, þungaskattur sam-
kvæmt ökumæli, viðbótar- og aukaálagning sölu-
skatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskattur og
miðagjald, virðisaukaskattur af skemmtunum, trygg-
ingagjald af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum,
vinnueftirlitsgjald, vörugjald af innlendri framleiðslu,
aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld, verðbætur á
ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar.
Jafnframt er skorað á gjaldendur að gera skil á virðis-
aukaskatti fyrir 24. tímabil 1992, með eindaga 5.
ágúst 1992 og staðgreiðslu fyrir 8. tímabil 1992,
með eindaga 15. september 1992, ásamt gjaldfölln-
um og ógreiddum virðisaukaskattshækkunum, svo
og ógreiddri staðgreiðslu fyrir fyrri tímabil, einnig
fasteignagjöldum, sem voru álögð 1992 og eru fallin
í gjalddaga ásamt eldri ógreiddum fasteignagjöldum.
Athygli er vakin á því að auk óþæginda hefur fjár-
námsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald-
anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að kr. 10.000,-
fyrir hverja gerð. Þinglýsingargjald er kr. 1.000,- og
1,5% af heildarskuldinni greiðist í stimpilgjald, auk
útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur því
hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast
óþægindi og kostnað.
Siglufirði, 25. september 1992
Sýslumaðurinn Siglufirði