Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. Sophia Hansen hefur barist fyrir umráðarétti yflr dætrum sínum í tvö ár: Iifir í veikri von „Ég held áfram aö sinna umgengn- isréttinum sem ég fékk fyrr á þessu ári en hann felur í sér aö ég fæ að hitta stelpumar fyrsta og þriöja laug- ardag í hveijum mánuöi. Yngri dóttir mín verður 10 ára gömul á laugar- daginn (í dag) svo tilefni til utanfar- arinnar er ærið. Fyrrum eiginmaður minn getur hins vegar alltaf tekið upp á því að nota sér það til fram- dráttar í forræðismálinu ef ég mæti ekki. Hann gæti þannig mætt með stelpumar á tilsettum tíma og sagt að móðirin mæti ekki, jafnvel þó það sé afmælisdagur yngri stúlkunnar. Þetta er því erfið staða. Ég er búin að fara átta sinnum til Tyrklands til að neyta umgengnisréttar míns en hingað til hafa feröimar verið árang- urslausar," segir Sophia Hansen. Barátta Sophiu Hansen um forræði yfir tveimur dætrum hennar og Tyrkjans ísaks Halim Al, Dagbjörtu Vesile og Rúnu Aysegul, hefur nú staðiö í tvö ár án nokkurs árangurs. Halim fór með dætumar í sumarfrí til Tyrklands í júní 1990 en telpumar höfðu alltaf verið í Tyrklandi á sumr- in ásamt honum og móður sinni. Ýmsar aðstæður hér heima leiddu til að Sophia leyfði þeim að fara með fööur sínum. En fljótlega eftir að Halim var kom- inn með telpurnar til Tyrklands skar hann á allt samband við Sophiu. Hún lifði þó í voninni um að hann kæmi með þær heim síðar um sumarið. Þegar hún átti von á þeim hringdi Halim skyndilega og sagði að hún fengi aldrei að sjá dætur sínar aftur. Sophia féll saman og þar með hófst martröð sem enn sér ekki fyrir end- ann á. Halim hefur falið dætumar í Tyrk- landi og hefur ekki sinnt úrskurði dómara um umgengnisrétt Sophiu síðastliðin átta skipti. Þrátt fyrir það hefur hann enga refsingu hlotið. Sophia sá dætur sínar síðast í Istan- bul í maí síðastliðnum. . Fannst allt vera búið í síðustu viku var von á úrskurði dómara í forræðismáli Sophiu og Halims en málinu var frestað þar til í nóvember. Sophia mætti í dómhús- ið ásamt Gunnari Guðmundssyni lögmanni, bróður og systur. Þar mætti þeim æstur múgur sem gerði hróp að þeim, sló til þeirra, hótaöi þeim öllu illu og hrækti á þau. Dóm- arinn var umkringdur æstum íslömskum heittrúarmönnum sem gripu stöðugt fram í og höfðu í hótun- um. „Þetta var einstök upplifun. Mér fannst ég hverfa aftur í fomaldir þegar það var við lýði að grýta fólk til bana ef lýðurinn taldi þaö hafa brotiö eitthvað af sér. Það var búið að segja mér að ég gæti búist við ein- hveiju af fólki sem mundi mæta við dómsalinn og reyna að hafa áhrif á niðurstöðu dómarans en okkur óraði ekki fyrir að allur þessi íjöldi kæmi og sýndi þessa miklu grimmd og miskunnarleysi. Eftir að ég komst við illan leik inn í dómhúsið fannst mér allt vera búið. Fólkið var svo ofstækisfullt og virtist víst til alls. Mér fannst ég allt í einu ekki geta haldið áfram að berjast. En eftir að ég jafnaði mig ákvað ég hins vegar að halda baráttunni áfram. Ég trúi að réttlætið sigri að lokum." Hópar strangtrúaðra íslama munu hafa staðið að ólátunum viö dómsal- inn en Sophia hefur þaö eftir lög- manni sínum ytra að hinn almenni Tyrki hafi brugðist illa við þróun þessa máls og þyki hún miður. Nýr lögmaður tók við máli Sophiu í Tyrklandi í lok maí. Sophia hætti samstarfi viö fyrrum lögmann sinn vegna gruns um að hann þægi mútur frá Halim. „Ég ber fyllsta traust til Sænska utanríkisráðuneytiö: „Mér finnst að íslenska sendiráð- ið í Stokkhólmi ætti að hafa sam- band við æðsta mann safnaöar ísl- amstrúannanna hér í Svíþjóð og benda á að það samræmist ekki kóraninum að Sophia Hansen fái ekki að umgangast dætur sínar. í gegnum sín sambönd gæti æðsti maður komiö þeim skilaboöum áleiöis til réttra aðila í Tyrklandi," segir Agnetha Lundvall sem er yf- irmaður þeirrar deildar í sænska utanríkisráðuneytinu sem hefur með forræðismál að gera. „En auðvitað þarf íslenska utan- ríkisráðuneytið aö leggja mikla áherslu á það viö tyrknesk yfirvöld að þau sjái til þess að úrskurði dómstóls í Istanbul um umgengnis- rétt Sophiu við dætumar sé fram- fylgt," bætir Agnetha viö. Sænska utanríkisráöuneytið fær ura 15 til 20 forræðismál til með- ferðar á hveiju ári. „Það eru þó ekki öll mál sem koma til okkar. I mörgum tilfellum enda málin meö því aö fólk gefst hreinlega upp. Það er í mjög fáum tilfellum sem málin hafa leyst farsællega fyrir okkar skjólstæðinga. Ég get nefht dæmi frá Pakistan þar sem sænsk móðir fékk forræði yfir börnunum sam- kvæmt dómsniöurstööu þar í landi fyrir nokkrum árum. Það hefur hins vegar ekki verið hægt að fram- fylgja dómnum þar sem lögreglan fmnur ekki bömin.“ Agnetha bendir á að í íslamstrú- arlöndum hafi erlendar konur möguleika á að fá fonæði yfír bömum ef þær sýna fram á að þær hyggist búsetja sig þar og sanna að þær geti framfleytt sér og börnun- um. Tvaer konur haft sigur „Ég veit um tvö tilfelli þar sem sænskar konur hafa unnið forræð- ismál í Tyrklandi og fengið að fara með börnin þaðan. Þær bjuggu í Tyrklandi á raeðan deilan stóð yfir en það er náttúrlega stór fóm. Ég held að það séu meiri möguleikar á aö hafa áhrif á dómara með því að búa í landinu.“ Þetta segir Claes Renström, sænskur lögmaöur, sem hefur sér- hæft sig í deilum Svia við útlend- inga um forræði yfir bömum. I viðtali við DV kvaðst lögmaöur- inn ekki geta tjáð sig almennt um hvort möguleikarnir á að vinna mál væru stærri þegar búið er að áfrýja til hæstaréttar en sagði þá að minnsta kosti betri í stórum borgum heldur en litlum bæjum. Aðspurður um muninn á úrlausn slíkra mála í Tyrklandi og öðrum löndum þar sem islamstrú er mik- ilsráðandi sagði lögmaðurinn: „Tyrkland er öömvísi að því leyti að einkaréttur er eftir svissneskri fyrirmynd. Þaö em því meiri Jíkur á að vinna svona mál í Tyrklandi heldur en öðmm löfidum þar sem íslamstrú er sterk." -IBS þessa manns. Hann er mikill baráttu- maður." Afbrýðisemi Sophia og ísak Halim A1 kynntust fyrst 1980. Hún varö fljótlega ófrísk og lagðist það illa í Halim sem ekki vildi kannast við að eiga bamið fyrr en eftir að það var fætt og ekki fór milli mála að hann var faöirinn. Sophia varð ófrísk fljótlega aftur og fæddi aðra dóttur þeirra. Sophia seg- ir Halim hafa veriö mjög ofbeldis- hneigðan allan þennan tíma. „Þaö byrjaði mjög fljótlega að bera á sjúk- legri afbrýðisemi, eigingimi og árás- arhneigð hjá manninum." Þrátt fyrir þetta giftu þau sig vorið 1984. Halim lofaði alltaf bót og betr- un. Hins vegar batnaði ástandið ekki „Fólkiö var svo ofstækisfullt og virtist víst til alls. Mér fannst ég allt I einu ekki geta haldið áfram aö berjast. Eg var svo litil innan um þetta fólk. En eftir að ég jafnaði mig ákvað ég hins vegar að halda áfram baráttunni. Ég trui að réttlætið sigri að lokum. Ég gefst aldrei upp,“ segir Sophia Hansen sem barist hefur fyrir umráðarétti yfir tveim dætrum sínum i tvö ár. DV-mynd Brynjar Gauti Lærði snyrtifræði Sophia er dóttir Rúnars Sophusar Hansen og Guöbjargar Rúnu Guð- mundsdóttur en þau skildu þegar hún var 10 ára. Hún á sex systkini, þar af fjögur hálfsystkini. Hún ólst upp í Bústaðahverfinu, gekk fyrst í Breiðagerðisskóla og lauk gagn- fræöaprófi frá Réttarholtsskóla. Sophia lærði snyrtifræði á snyrti- stofunni á Hótel Sögu og var byrjuð að innrétta snyrtistofu þegar hann neitaöi skyndilega að skila stelpun- um. Alla tíð síðan, í rúm tvö ár, hef- ur daglegt líf Sophiu eingöngu snúist um baráttuna við fyrrum eiginmann sinn. og var svo komið að Sophia hugsaði fyrst og fremst um skilnað. Halim vann hér fyrst sem kjötiðn- aðarmaður og þótti duglegur til vinnu. Þá rak hann leðurheildversl- un sem skilaði mjög vel af sér framan af. Sophia segist aldrei hafa orðið vör við mikla peninga. Síöar kom í ljós að hann flutti gifurlegt fjármagn úr landi og reisti meðal annars fyrir það stórhýsi í Istanbul. Milljónaskuldir skildi hann eftir ógreiddar hér heima. Halim fór úr landinu sumarið 1990 en skilnaður að borði og sæng fékkst í janúar 1991. Lögskilnaður fékkst síðan í apríl síðastliðnum. „Hann gifti sig aftur í Tyrklandi án þess að hafa fengið lögskilnað við mig og stendur í skilnaði við þá konu einnig." LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. 39 - Hvemigferðuaðþvíaðhaldasöns- um undir þessum kringumstæðum? „Ég veit það varla sjálf. Að vísu á ég yndislega fjölskyldu og mjög góða vini, auk þess sem ég veit um margt fólk úti í bæ, sem ég þekki ekki per- sónulega, sem biður fyrir mér og hugsar hlýlega til mín. Þá hafa Karmelsystur í Hafnarfirði og syst- umar í Stykkishólmi veitt mér mik- inn styrk. Þær biðja stöðugt fyrir okkur. Ég get alltaf farið til þeirra ef mér líður illa og þær hjálpa mér að komast á réttan kjöl. Þá hefur bláókunnugt fólk veitt mér fjárhags- legem stuðning eða hringt í mig og veitt mér andlegan styrk.“ Til að komast til Tyrklands er Sophia styrkt af utanríitisráðuneyt- inu sem borgar ferðir fyrir tvo alla leið til Istanbul. Sophia hefur iðulega lögfræðing sinn, Gunnar Guðmunds- son, með og systur sína, Rósu Han- sen, og bróður, Guðmund Helga Guð- mundsson. Flugleiðir borga fargjald fyrir tvö þeirra á eigin leiðum en all- an annan kostnað ber Sophia sjálf. Hlustaði ekki á vamaðarorð - Hverju svarar þú þeim röddum sem segja að þér hafi verið nær að giftst þessum manni, nú súpir þú seyðið af því? „Ég svara yfirleitt ekki fólki sem heldur þessu fram. Ég vil þó benda á aö í skóla er Tyrkjaránið nánast það eina sem við lærum um Tyrk- land. Það væri hins vegar farsælla að kenna okkur betur um önnur trú- arbrögð og siði og um hvernig menn- ing ríkir í öðrum löndum. Þegar ég kynntist Halim þekkti ég þessa hluti ekki og vissi ekki hvaö ég var að fara út í. Kynni okkar urðu með svipuðum hætti og hjá öðru fólki. En það var framandi og spennandi að kynnast ísak og kannski spilaði inn í að ég vildi vera svolítið öðruvísi en aðrir. Ég tók ekki leiösögn þeirra sem vildu benda mér á að það væri jafnvel vafa- samt að fara út í náið samband með íslama. Ég vildi kynnast því sjálf. Ég gef fólki alltaf tækifæri en var svo óheppin að hitta ekki réttan mann.“ Sophia segir þá ákvörðun, að hleypa stelpunum með Halim til Tyrklands, hafa nagað sig allan tím- ann. „Það voru hræðilegar tilfinn- ingar, geöshræring og sektarkennd, sem heltóku mig á eftir. En ég sé það eftir á að þetta var löngu ákveðið hjá honum.“ Sophia hefur kynnst fjölskyldu Halims en hún hefur verið átta sum- ur í Tyrklandi og eins einu sinni yfir áramót. „Að vísu kemur hann af mjög strangtrúuðu fólki en það kom alltaf vel fram við mig. Ég vissi nokk- um veginn hvaö fór í taugamar á þvi og passaði mig í samræmi við það.“ Þáttur Sigurðar Péturs Sigurður Pétur Harðarson er gam- all vinur fjölskyldu Sophiu og hefur aöstoðað hana á alla lund. „Það kostar mikla peninga aö standa í þessu. Þetta mál má alls ekki stranda á fjárskorti og það er mikilvægt að aðrir geti tekið að sér hluti, alls kyns snatt, til að hlífa Sophiu," segir Sigurður Pétur. - Emð þið Siguröur Pétur saman? „Nei, en viö emm mjög mikið sam- an í þessari baráttu. Það getur fokið í mig þegar fólk er að velta sér upp úr svona hlutum. Það er allt annað og mikilvægara sem skiptir máli.“ - Nú ertu að leggja upp í níundu ferðina sem getur orðið árangurslaus eins og hinar. Er ekki ærandi að bíða bara? „Þetta hefur verið mjög erfitt, sér- staklega í síðustu ferðunum. Ég hef þó alltaf fyllst von þegar við höfum verið lögð af stað héðan. Hins vegar er langerfiðast að fara frá Tyrklandi án þéirra. Erflðasta stundin er þegar við fórum aftur heim.“ Hætta á ferðum - Áttu ráð til þeirra kvenna sem em í nánum kynnum við íslamska karl- menn? „Ég hef rekiö mig á aö fáir láta segja sér fyrir verkum, allra síst þeg- ar ástin og tilhugalífiö er annars veg- ar. Margar konur hlusta ekki. Það er mikið af góðu fólki í Tyrklandi og svona hjónaböd geta orðið mjög far- sæl. Á hinn bóginn geta þau orðið að hinum hræðilegustu hörmungum. Það er ekkert algilt svar til en ákveðnar visbendingar um að hlut- imir ætli að þróast til verri vegar koma fljótt í ljós. Það er þegar eigin- gimi, afbrýöisemi, drottnunargimi og ofbeldishneigð fer að gera vart við sig. Þá er yfirleitt hætta á ferðum. En stúlkur, sem em að kynnast íslömskum mönnum, era hins vegar alltaf sannfærðar um að þeirra mað- ur sé ekki svona, það séu cilltaf ein- hveijar aðrar sem lendi í þessu." Líflátshótanir - Veistu hvemig stúlkurnar þínar hafa það og hvar þær eru niður- komnar? „Mér finnst mjög trúlegt að þær séu í fjallaþorpi í austurhluta Tyrklands þar sem Halim fæddist og ólst upp. Þar er ekki rennandi vatn inn í hús- in og ekki rafmagn. Það hafa engar breytingar eða nýjungar átt sér stað í áratugi. Þama hefur Halim menn til að berjast fyrir sig. Fólkið í þessu þorpi er flest tengt blóðböndum. Þá er mikið af hellum í nágrenninu þar sem hægt er að fela stelpumar ef með þarf. Dvalarstaður þeirra er því víggirtur í víðum skilningi." - Þótt dómur falli þér í vil, verður ekki erfitt að framfylgja honum und- ir þessum kringumstæðum? „Það verður erfitt. Okkur var hótað við réttarhöldin síðast að lætin þar væm aðeins byijunin. Þetta yrði enn verra í nóvember. Ég held að við hefðum aldrei komist lifandi úr dóm- salnum hefði dómur verið kveðinn upp.“ - Líf stelpnanna hefur verið notað sem vopn í þessu máli? „Faðir þeirra hefur margoft hótað að drepa þær. Hann hefur lýst því yfir við þriðja aðila að ef dómur falli honum ekki í hag taki hann þær af lífi, svipti sjálfan sig lífi og láti einnig deyða mig. Hann segist vera í beinu sambandi við guð og hafi lofað hon- um því að láta þær ekki i mínar hendur.“ Það liggur á - Nú treystir þú á réttarkerfið í Tyrklandi. En ertu ekki að beijast við stærra og meira afl en nokkum tíma getur falist í lögmanni manns- ins þíns þar sem hann flytur mál hans í dómsalnum? „Jú, það er satt. En ef ég mundi einblína á það mundi ég gefast strax upp. Ég vil ekki trúa öðm en að við eigum eftir að vera saman í framtíð- inni. Ég get ekki fundið ró í sálu minni ef ég gefst upp. Það er of hættulegt fyrir stelpumar ef ekkert er gert í málinu. Það lifir ekkert bam lengi við þær aðstæöur sem þær lifa við í dag, andlegt og líkamlegt of- beldi.“ Sophia segir að í þorpinu séu dæt- umar giftar mjög ungar, stundum 13 ára gamlar. Eldri dóttir hennar er 11 ára og því stutt í að hún geti gifst. „Ef honum tekst að gifta hana verður staða mín gagnvart henni næsta vonlaus. Þá er kominn eigin- maöur í spihð sem gerir kröfu til hennar. Það má alls ekki gerast. Það hggur því mjög á í þessu máli.“ Krúnurakaðar og augnstungnar Sophia hefur það eftir fræðimanni í Istanbul að fjölskylda Halims muni ekki hika við að taka stúlkumar af lifi í nafni trúarinnar ef hún fái ekki vilja sínum framgengt. „Þetta em kannski stór orð en það er oft sem ég hef óskað þess að þær væm held- ur hjá guði en að bua við þessar að- stæður. Þær eru látnar hða fyrir að vera dætur mínar. Fræðimaður þessi segir að þær megi þakka fyrir að hafa ekki sama augna- eða háraht og ég, þá yrði rakað af þeim hárið og stungin úr þeim augun. Ég fyhtist ótta er ég heyrði þetta og trúði ekki almennilega á það. En þegar ég sá ofsann í fólkinu um daginn var ég sannfærð um að þetta getur gerst. Bræðin og múgsefjunin er svo mikh að fólkinu er trúandi til ahs í nafni trúarinnar." -hlh Urfrændgarði Sophiu Hansen Sigurður E. Guðmundss. forstj. Húsnæðisst rikisins Þórunn Gunnarsdóttir húsm. i Rvk Kristinn Gislason trésm. i Rvk y H Guðríður Gísladóttir húsfr. að Hrisakoti Kristinn Guðmundsson yfirlæknir í Rvk Or. Jón Jóhannesson prófessor við HÍ Guðrún Gisladóttir húsm. í Rvk GunnarJónsson í Gunnarshúsi, Eyrarb. Gisli Jónsson b. á Högnastöðum Gísli Gunnarsson b. á Varmá í Mosfsv. Guðrún Bjarnadóttir húsfr. á Varmá l Kristín Gisladóttir húsfr. í Efra-Langholti GunnarGislason b. á Lágafelli \ i Kristín Magnúsdóttir húsfr. á Lágafelli HBjarni Eiríksson b. á Hraðastöðum Sophia G. Hansen Rúna Aysegul Dagbjört Vesile Rúnar Sophus Hansen pípulagningam. í Rvk Olav M. Hansen hattamakari í Rvk Jóna Soffia Jónsdóttir húsm. í Rvk Sigríður Runólfsdóttir húsfr. á Fiskilæk Sophus Hansen kyndari í Rvk Matthias Þórðarson þjóðminjavörður B|orn Þorðarson forsætisráðherra Magdalena H. Runolfsd. húsm. i Rvk Guðbjórg R. Guðm. húsm. í Rvk Guðm. H. Guðmundss. forst. og bæjarfulltr. Rvk Jona Runa Kvaran rithöfundur Bryndis Schram framkvæmdasí. Kvikmsj Aldis Schram húsm. í Rvk Kristjana Jónsdóttir húsm. í Rvk Jon Magnusson húsasmm. í Rvk Garðar Cortes óperustj. í Gautaborg Asgeir Petursson sýslum. í Kópavogi Pétur Magnusson ráðherra i Rvk Magnus Guðmundsson stórkaupm. í Rvk RagnheiðurMagnusdóttir húsfr á Hvrtártoakka Runólfur Magnússon fiskmatsm. i Rvk Diljá Þórðardóttir húsfr. að Lykkju Guðrún Guðmundsd. húsm. í Rvk Magnús Eyjólfsson b. að Lykkju, Kjalarn. Guðm. Guðmundsson | verslunarm. i Rvk Guðmundur Eyjólfsson ■ b. að Ytri-Grímslæk 1 Dagbjört Grímsdóttir I húsm. i Rvk Grímur Magnússon b. i Núpskoti Margrét Magnúsdóttir húsm. í Rvk HMagnús Magnússon I b. Litlalandi, Ölfusi Magnús Jónsson b. i Lágum i Ölfusi Guðrún Magnúsdóttir I I húsfr. frá Hrauni I Katrín Magnúsdóttir MagnúsAndrésson. I alþm. og próf. á Gilsbakka I Jakob Frimam Magnússon memingaimálafulltr í Lojidon Runólfur Þórðarson hreppst. Saurbæ Þórður Runólfsson hreppstj. að Móum KGK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.