Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 12
12 Erlendbóksjá Safari - ævintýri í Afríkuí 150 ár Afríka hefur heillaö margan manninn. Þrátt fyrir gjörbreyttar aöstæður er þaö enn í dag einstakt ævintýri að fara í safari um sléttm- álfunnar í leit að stærstu og hættu- legustu dýrum merkurinnar - fllum, girötfum, ljónum og blettatígrum, flóðhestum og nashymingum, svo að einungis fáein þeirra séu nefnd. Þeir sem nú fara í slíkar ferðir búa við þau þægindi sem nútíma ferða- mannaiðnaður hefur upp á að bjóða í Afríku sem annars staöar, svo sem góða bíla til að aka um sléttumar, þægilega gististaði, ágæt veitingahús og fróða leiðsögumenn. Og þeir hafa yfirleitt einungis myndavélar að vopni. Hvílík umskipti frá því breskir ævintýramenn fóm í fyrstu eiginlegu safari-ferðimar um Afríku fyrir rúmlega hálfri annarri öld. Fimm mánaða þrekraun Fimm mánuðum síðar kom hann til byggða hvítra manna á ný eftir einstaka en afar erfiða ævintýraferð sem gjörbreytti lífi hans. Á þessum viðburðaríku mánuðum haföi hann séð land, dýr og menn sem enginn hvítur maður hafði áður augum htið. Og yfirstigið óteljandi hættur í þess- ari miklu þrekraun sem herti hann bæði andlega og líkamlega. Harris hafði í fórum sínum mikið af frábærum teikningum af dýrum merkurinnar. Þær skreyttu bók sem hann samdi um ferðina og kom út árið 1840. Það verk gerði hann fræg- an og safari í Afríku að eftirsóttasta ævintýri veiðimanna og landkönn- uða komandi ára. Fyrstu veiðimennimir Bartle Bull, höfundur þessarar ágætu bókar um safari í Afríku gegn- um tíðina, hefur sjálfur farið marga ferðina um sléttur Afríku. Hann var námsmaður árið 1959 er hann fór í fyrsta sinn í safari í Kenýa. Síðan hefur hann farið margar slíkar ferð- ir, stundum í fylgd með færustu veiðimönnum álfunnar. Hér rekur hann í máh og myndum sögu veiðiferða hvíta mannsins í Afr- íku allt frá því ComwaUis Harris lagði upp í fyrstu eiginlegu safari- ferðina árið 1836. Þá var mestur hluti Afríku enn ókannaður af hvítum mönnum. Englendingurinn WUUam BurcheU hafði þó áður ferðast um suðurhluta Afríku og fundið þar mörg dýr sem Evrópumenn vissu ekki einu sinni að væra tfl. Þar var einmitt bók sem BurcheU skrifaði um þessi ferðalög sín sem vakti með Harris brennandi áhuga á að sjá viUidýr Afríku með eigin aug- um. Þegar hann var sendur til bresku nýlendunnar í Suður-Afríku tfl að ná sér eftir alvarlegan sjúkdóm sem hann fékk á Indlandi notaði hann fyrsta tækifæri sem gafst tíl að verða sér úti um hestvagna, dráttar- dýr og innfædda hjálparkokka og leggja norður á bóginn út í óvissuna. Græðgi og verndun BuU segir hér sögu safari-ferða í Afríku allt frá þessu upphafi. Hann lýsir ýmsum frægum safari-ferðum síðustu aldar og þessarar, þar á með- al leiðangrum jafn óUkra manna og David Livingstone og Teddy Roose- velt. Hann fjaUar einnig um hvítu veiðimennina sem gerðu garöinn frægan í Afríku fyrr á öldinni og þá rithöfunda og kvikmyndaleikstjóra sem fjölluðu með eftirminnilegum hætti um veiðiferðir í Afriku i verk- um sínum. En safarisagan hefur sínar nei- kvæðu hliðar; græðgi veiðimanna sem aldrei fengu nóg af drápum og sú ofveiði sem af því hlaust. Það er hin myrka hhð ævintýrisins sem vemdunaraðgerðir síðustu ára og áratuga hafa reynt að bæta fyrir - sums staðar með svo góðum árangri að þar eru vilUdýrin ekki drepin nema þá tfl að halda stofninum í hæfilegri stærð. Bull segir margar bráðskemmtileg- ar sögúr af hreystiverkum og uppá- komum og af sérstæðum einstakling- um og eftirminnUegum. Mikið af ljós- myndum og teikningum skreyta þessa fallegu bók, þar á meðal marg- ar þeirra snjöllu mynda sem Comw- alUs Harris teiknaði í fyrstu eigin- legu safari-ferðinni. SAFARI - A CHRONICLE OF ADVENTURE. Höfundur: Bartle Bull. Penguin Books, 1992. Denys Finch Hatton með fílabein. Hann var kunnur fyrir veiðar og flug en er nú þekktastur sem ástmaður Karenar Blixen. David Livingstone, frægur trúboði og landkönnuður, á safari í Afriku. Metsölukiljur Bretland Skaldsögur: 1. stephan Fry: TMCUAB. 2. Froderk* Forsyth: THE OECEtVER. 3. Joanna Traffopo: THE RECTOfl'S WIFE. 4. Drnrfd Eddlngr THE SAPHfRE ROSE. 5. Joffroy Archer: AS THE CROW FUE$. 6. Ellio Potoro: THE SUMMER OF THE DANE8. 7. Dovld Loda«: PARAOISE NEW8. 8. Cttvo Barfcer; IMAJICA. 8. Ctaro Franolo: REQUIEM. 18. Rooottwndo Pllchor: FLOWEHS IN THE RAIN « OTHER 9TORIES. Rit almenns eðlis: 1. Ronulph Fionnoa: THE FEATHER MEN. 2. Potor Moyfo; TOUJOURS PROVENCE. 3. P.J. O’Rourfco: PARLIAMENT OF WHORES. 4. Poter Moyle; A VEAR W PROVENCE. 5. Marfc Tully: NO FULL STOPS 04 INWA. 8. Torry Smlth: ACCOUNTWO FOR OROWTH. T. Auhoron Waugh: WILLTHIS 007 8. KatharlM Hopburn: ME: STORtES OF MV UFE. 8. 8111 Bryaon: NEITHER HERB NOR THERE. 10. Laurto Loo: A MOMBNT OF WAR. (Byggt * Tho Sunday Tlmoa) Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Ortehnm: THE FIRM. 2. John Orteham: A TIME TO KILL. 3. Danlelle Stooi: NO QREATER LOVE. 4. Ken Follett: NIGHT OVER WATER. 5. Tom Ctency: THC SUM OF ALL FEARS. 8. Ulten Jackaon Braun: THE CAT WHO MOVED A MOUNTAIN. 7. Anna Tyter: 8AINT MAVBE. 8. Joy Fleldlng: SCE JANE RUN. 8. Jayne Ann Krentz: FAMILY MAN. 18. Fannle Flagg: FRIED QREEN TOMATOES AT THE WHISTLE STOP CAFE. 11. JOhn Vornhott: WAR DRUMS. 12. Jano Smltey: A THOUSANO ACRES. 13. Fannio Ffogg: DAISV FAV AHO THE MIRACLE MAN. 14. Staphen King: NEEDFUL THINOS. 18. Jamoo A. Mlchener: THE NOVEL. 18. Anne Rivere Slddons: OUTER BANKS. Rit almenns eölis: 1. Ro UNITED WE STAND. 2. D.L. Bartetf & J.B. Steele: AMERICA: WHAT WENT WRONG7 3. Murtln L. Qrosa: THB GOVERNMENT RACKET. 4. Jamea 8. Stowart DEN OF THIEVES. 8. Kotharlna Hepburn: ME: STORIES OF MV LtFE. 8. Deborah Tannen: VOU JUST DON’T UNDERSTAND. 7. Poter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 8. M. Scott Pecfc: THE ROAD LESS TRAVELLEO. S. Peter Mayte: TOUJOURS PROVENCE. 10. PJ. O'Rourfce: PARUAMENT OF WHORES. (Byggt á Now Yorfc Ttmea Book Roview) Danmörk Skáidsögur: 1. Ingmar Bergman: DEN GODE VILJE. 2. Mauríce Druon: TISTU. 3. Vaclov Havol: DE MAGTESLOSES MAGT. 4. Betty Mahmoody: IKKE UOEN MIN DATTER. 5. Herbjerg Wuimo: DINAS BOG. 8. Betty Mahmoody: FOR MIT BARNS SKVLD. 7. Jean M. Auel: REJSEN OVER STEPPERNE. 8. Jom Jonke Nielsen: MIT ANDET UV. 9. Amy Tan: KLUB HELD 00 OUEDE. 10. Pot Conroy: SAVANNAH. (Byggt i Polltiken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. Dularfull lögfræðistofa John Grisham er nýjasti met- söluhöfundurinn í Bandaríkjun- um. Sögusvið hans er gjaman vettvangur lögfræðinnar enda hefur hann sjálfur starfað sem slíkur vestra. Þessi saga hefst þegar Mitchell Y. McDeere er aö útskrifast í lög- fræði frá Harvard. Hann er bláfá- tækur og hefur komist mennta- vegjnn meö þvi að leika amerísk- an fótbolta og vera afburða náms- maður. Nokkur lögfræðifyrirtæki hafa boðiö honum til viðtals um fram- tíöarstarf. Eitt þeirra, fyrirtæki í Memphis, sem sérhæfir sig í skattamálum, býður svo ótrúlega góð kjör að Mitch getur ekki hafnað boðinu. Þegar hann er farinn að starfa hjá fyrirtækinu í Memphis kem- ur þó í Ijós að ekki er allt sem sýnist. Tveir starfsmanna þess farast í sprengingu sem lítur út fyrir að vera slys en gæti verið af mannavöldum. Og svo bankar starfsmaður alríkislögreglunnar upp á hjá Mitch og leitar eftir aö hann njósni um samstarfsmenn sína og skuggalega viðskiptavini þeirra. Þetta er afar vel skrifuð spennusaga með sannferöugum söguþræði og raunhæfum per- sónum. THE FIRM. Höíundur: John Grisham. ISland Books, 1992.__ Len I Deighton MAMlsta Æ I í pólitískum frumskógi Len Deighton er ktrnnur fyrir fjölmargar spennusögur um sam- skipti breskra njósnara við þá sovésku og austur-þýsku. En nú er allt slíkt fyrir bí með járntjald- inu og kommúnismanum. Deig- hton heldur hins vegar áfram að skrifa og leitar þvi á ný sögumið. Þessi spennusaga gerist í „Spænsku Guineu“ í Suður- Ameríku. Þar ríkir hemaðará- stand vegna langvarandi aögeröa skæruliöasamtaka sem nafn bók- arinnar vísar til - MAM-istanna. Þetta er marxískur hópur af þvi tagi sera lengi hefur starfað i sumum suður-amerískum ríkj- um. Þrátt fyrir ítrekaðar hem- aðaraðgerðir stjómvalda og virk- an stuöning forseta Bandaríkj- anna hefur ekki tekist að ráða niöurlögum þeirra. Ðeighton fjaliar hér um nokkra einstaklinga sem af ólikum ástæðum dragast inn í þessa bar- áttu og þær aöstæður sem að lok- um reynast þeim ofviöa. En hann er ekki aðeins aö skrifa spennu- sögu heldur fjallar hann af næmi um fómarlund fyrir pólitískan málstað, tryggð og svik. MAMISTA. Hölundur: ten Deighton. Arrow Books, 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.