Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. Afmæli Halldór Ármannsson HaUdór Ármannsson efhafræö- ingur, Fellsmúla 10, Reykjavík, er fimmtugurídag. Starfsferill Halldór fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá MR 1961, lauk B.Sc. í efnafræði frá Uni- versity College df North Wales, Bandar., 1965 og hlaut Diploma í sjó- efnafræði frá sama skóla árið 1966. Halldór lauk ennfremur Ph.d. í efnagreiningum ogjarðefnafræði frá University of Southampton í Englandiáriðl979. Hann vann sem sérfræðingur á Rannsóknastofnun iðnaðarins 1967- 72, var stundakennari viö Menntaskólann í Hamrahlíð 1968- 72, sérfræðingur hjá Orku- stofnun 1977-85 og frá 1987 til dags- insídag. Frá 1985-87 var Halldór sérfræð- ingur hjá Tækniþróunardeild Sam- einuðu þjóðanna við jarðhitaleit í Kenya. Hann hefur skrifað fjölda greina um sérfræðileg efni, unnið þýðingar- og sérfræðistörf við: „Efnafræði-Vísindi byggð á tilraun- um“, „Almenna bókafélagið 1974- 1975“ og „íslensku alfræðiorðabók- in“, Öm og Örlygur 1990. Fjölskylda Halldór kvæntist 29.6.1968 Mar- gréti Skúladóttur, f. 29.5.1943, kenn- ara. Hún er dóttir Skúla Magnús- sonar kennara og Þorbjargar Páls- dóttur húsmóöur. Börn Halldórs og Margrétar eru: Ármann, f. 4.6.1969, nemi í heim- speki við HÍ, kvæntur Jónínu Auði Hilmarsdóttur tónlistarnema; Þor- björg, f. 14.11.1970, nemi í Kennara- háskóla íslands; Sigrún Mjöll, f. 18.10.1978, nemi í Hvassaleitisskóla. Systkini Halldórs eru: Guðbrand- ur, f. 19.5.1944, stærðfræðikennari í Danmörku, kvæntur Marianne Juul-Rasmussen og eiga þau þrjár dætur; Steinunn, f. 20.2.1946, skóla- stjóri Álftamýrarskóla, gift Markúsi Emi Antonssyni borgarstjóra og eiga þau tvö böm; Áslaug, f. 19.10. 1947, kennari viö Klébergsskóla á Kjalamesi og á hún þrjú böm; Halldís, f. 1.12.1951, kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, gift Elíasi Ólafssyni kennara og eiga þau tvö böm. Halldór er sonur Ármanns Hall- dórssonar, f. 29.12.1909, d. 29.4.1954, fyrrum námsstjóra, og Sigrúnar Guðbrandsdóttur, f. 13.7.1912, kenn- ara. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík. Halldór Ármannsson. Halldór og Margrét taka á móti gestum í Drangey, Stakkahlíð 17, á miili kl. 16 og 19 á afmælisdaginn. Stefan Dimler meö nokkrar af plötunum sem hann keypti i ferð sinni hér á dögunum. Icecross er í miklu uppáhaldi og einnig Macic Key meö Náttúru (sú í hægri hendinni). Þá hefur hann dálæti á Svanfríðarplöt- unni What’s hidden there og fleiri rokkplötum sem gefnar voru út um svipaö leyti. DV-mynd ÞÖK Sænskur plötusafnari kemst í feitt: ísland er gullnáma „Ég er búinn að vera mjög hepp- inn og hef náð í mikið af sjaldgæf- um plötum frá sjöunda og áttunda áratugnum. Þetta eru plötur með hljómsveitum eins og Icecross, Svanfríði, Óömönnum, Trúbrot og Pelican. Þaö kom mér reyndar dá- lítið á óvart hversu viljugt fólk var að láta plötumar írá sér en það kemur sér vel fyrir mig. Sumar keypti ég dým verði en aðrar seld- ust á sanngjömu verði. Ég hef hug á að koma hingað aftur og ná í fleiri plötur,“ segir Stefan Dimler, sænskur plötusafnari sem var hér á landi á dögunum. Stefan á eitt stærsta safn norr- ænna rokkplatna í einkaeigu. Áhugi hans hefur sérstaklega beinst að sjöunda og áttunda ára- tugnum, ekki síst að íslenskum plötum frá 1968-1975. Stefan hóf að safna skandinav- ísku rokki fyrir nokkram árum. í fyrstu furðuöu vinir og kunningjar hans sig á þessu uppátæki, það gæti varla verið merkilegt að safna þessari tónlist. Síðan fór áhugi á söfnun þessarar tónlistar að aukast en þá var Stefan þegar kominn með dágott safn. í fyrstu takmarkaðist plötusöfnun hans við Svíþjóð og Noreg og síðan Danmörku. Það var einmitt í Danmörku sem hann kynntist íslenskri rokktónlist, komst yfir plötur með Icecross og Svanfríði. Hann varð strax yfir sig hrifinn, bæði af tónlistinni og aö hafa náð í plötumar. Icecross-plat- an þykir nefnilega mikill dýrgripur meðal plötusafnara og selst á him- inháu verði. Stefan segist einnig mjög hrifinn af Pelican og Náttúm, Trúbroti og Óðmönnum. Þá þótti honum feng- ur að því að ná í gamlar plötur eins og Jónas og Einar og Speglun með Eikinni gömlu sem út kom 1975. - En af hverju þessi áhugi á ís- lenskri rokktónlist? „Það vora gefnar út mjög góðar plötur á íslandi á tímabilinu 1968- 1975. Sumar þeirra eru með því allra besta sem kom út á Norður- löndum á þeim tíma og með því besta sem hefur komið út yfirhöf- uð. Þess vegna fannst mér upplagt að koma hingað og athuga hvort ég gæti ekki náð í nokkrar plötur." En það vora ekki aðeins íslenskir rokk- og poppdýrgripir sem fór í ferðatösku Stefans heldur einnig illfáanlegar erlendar plötur eins og jólasmáskífur Bítlanna sem sendar voru meðlimum áhangendaklúbbs þeirra á sjöunda áratugnum. Það er því ekki nema von að hann kalli ísland gullnámu. Útgáfa laga með Pelican Stefan rekur plötuverslun, Mel- lotronen, í Stokkhólmi og einnig útgáfufyrirtæki undir sama nafni. Hann hefur í hyggju að gefa út safn Pelicanlaga út á geisladiski ytra og hefur átt í viðræðum við Pétur Kristjánsson um þau mál. Þá hefur hann einnig hug á aö gefa út tónl- ist annarra hljómsveita frá svipuð- um tíma. Þegar geisladiskurinn með Trúbrot kom í verslun Stefans fékk hann Rúnar Júlíusson til að koma í búðina 17. júní í sumar og árita hann. Vakti það uppátæki mikil viðbrögð viðskiptavina Stef- ans. Stefan er sjálfur bassaleikari í hljómsveit, Landberk, sem hefur hug á að heimsækja ísland í vetur. Hljómsveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu á dögunum og vill meðal annars fylgja henni eftir með spilamennskuáFróni. -hlh Til hamingju með af Sigurveig Jónsdóttir, Hraínistu viö Kleppsveg, Reykja- Magnús Bergsson, Vesturvegl 13b, Vestmannaeyjum. Pameia Morrison, Karabahrauni 40, Hveragerðis- Sveinn Bjarnason, Hvannstóði, Borgarfjarðarsýslu. ara Tómas Siguijónsson, Hæðargarði 18, Reykjavík. Svana Theódórsdóttir, Aragötu 6, Reykjavík. Brynja Bjarnadóttir, Hvammstanga- braut34, Hvammstanga- hreppi, aðstoðarstúlka álæknastofu, giftBrynjóifi Sveinbergssyni mjólkursam- lagsstjóra. Brynjaverður aðheimanáaf- mælisdaginn. 40ára Kristján Bergjónsson, Dalbraut 6, Búðardal. Lilja Skúladóttir, Geithellum 1, GeitheUnahreppi. Þorkeli Vaidimarsson, Hjálmholti 13, Reykjavöc. Kolbrún M. Kristjánsdóttir, Byggöavegi 94, Akureyri. Brynhildur Kristjánsdóttir, Hverafold 124, Reykjavlk. Þórey Bergsdóttir, Hafnarstræti 21, Akureyri. Hrefna Gnðmundsdóttir, Fellsmúla 4, Reykjavík. Sigrún Jóhannesdóttir, Frostaskjóli 85, Reykjavík. Haiidór Ármannsson, Fellsmúla 10, Reykjavík. Kristín Baldursdóttir, Hólavegi 75, Siglufirði. Magnús Gunniaugsson, Atlastöðum, Svarfaðardalshreppi. Anna Dóra Snæbjörnsdóttir, Helluvaöi 2, Skútustaðahreppi. Guðmundur Karl Þorleifsson, Smáratúni38, Keflavík. Anna Gísiadóttir, Furugrund 52, Kópavogi. Ólöf Þórarinsdóttir, Seilugranda 3, Reykjavík. Gunnar Þóroddsson, Holti, Svalbarðshreppí. Þór Kristjánsson, Unufelli 23, Reykjavík. Hildur Ellertsdóttir, SuöurvöHum4, Keflavík. Anna Ragna Alexandersdóttir, Köldukinn 30, Hafnarfirði. Árni Helgi H. Ragnarsson, Ingveldarstööum, Hólahreppi. Anna Dóra Antonsdóttir, Frostastöðum, Akrahreppi. Helga Eyberg Ketilsdóttir, Hólabraut 2, Hafnarfiröi. Helgi Benóný Gunnarsso.i, Dvergharari 30, Vestmannaeyjum. Sigurveig H. Kristjánsdóttir, Jörundarholti 36, Akranesi. Bridge______________________________ Bridgefélag Barðstrendinga Hafinn er 5 kvölda tvímenningur með þátttöku 22 para. Þau kepptu í tveimur riðlum, 14 para og 8 para. Þegar skorið í 8 para riðlinum hefur verið aðlagað 14 para riðlinum er það þannig að loknu fyrsta kvöldinu: 1. Haraldur Sverrisson - Leifur K. Jóhannesson 198 2. Edda Thorlacius - Sigurður fsaksson 197 3. Þórarinn Ámason - Gísli Víglundsson 184 4. Anton Sigurðsson - Ámi Magnússon 179 4. Hannes Ingibergsson - Jónina Halldórsdóttir 179 6. Gunnar Pétursson - Alian Sveinbjömsson 176

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.